Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 33
'J 9 R I I I 9 I I 9 9 9 9 I MORGUNBLAÐIÐ IÞROTT1R MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990 st KNATTSPYRNA / HM Á ITALIU Tíu lið komin áfram Tíu lið hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppn- innar. Sex sæti eru iaus og ellefu lið eiga möguleika á þessum sætum. Keppni er lokið í þremur riðlum, A, B og D. Ítalía, Kamerún og Vestur-Þýskaland sigruðu í riðlum sínum og fara því áfram. Tékkósló- vakía, Rúmenína og Júgóslavía náðu 2. sæti í riðlunum og fara því áfram. Argentína og Kólumbía eru í 3. sæti í A og D riðli, með þrjú stig og hagstæða markatölu og fara því áfram. Brasilíumenn og Belg- ar hafa náð fjórum stigum og eru því einnig örugg áfram, þrátt fyrir að keppninni í riðlunum sé ekki lokið. Bandaríkin, Sovétríkin og Sameinuðu arabísku furstadæmin eru úr leik, höfnuðu í neðsta sæti í riðlum sínum. Varamennimir traustsins verðir Ítalir unnu Tékka örugglega, 2:0, í gærkvöldi, og urðu í fyrsta sæti í A-riðli með sex stig og markatöluna 4:0. Heimamenn réðu gangi leiksins í Róm og leika þar áfram í 16 liða úrslitum eins og hugur stóð til. Azeglio Vicini, þjálfari, gerði breytingar á liði sínu frá síðasta leik — framheijarnir Salvatore Schillaci og Roberto Baggio voru í byijunarliðinu í fyrsta sinn á HM. Þeir þökkuðu traustið og gerðu sitt markið hvor. Vicini var ánægður með leikinn, en sagði að menn hefðu mátt nýta færin betur. G-mjólk er dæmigert og skynsamlega valið ferðanesti. Hún þolir geymslu í rnarga mánuði utan kælis og bragðast sem besta nýmjólk ef henni er brugðið í næsta læk til kælingar. Baggio, dýrasti leikmaður heims, var orðinn órólegur á bekknum í síðustu tveimur leikjum, en ljómaði í leikslok. „Þungu fargi er af mér létt — það var mjög mikilvægt fyr- ir mig að skora. Eg var taugaó- styrkur til að byija með, en sam- heijarnir voru hjálplegir, ég fann mig æ betur og nú líður mér mjög vel.“ Jozef Venglos, þjálfari Tékka, sagði að sigur ítala hefði verið Reuter Roberto Beggio til hægri fagnar marki sínu. Paolo Maldini er ekki síður kátur. sanngjarn. „Við vorum seinir í gang og áttuðum okkur ekki fyrr en þeir höfðu skorað. Italía er með mjög sterka leikmenn, sem erfitt er að hafa gætur á, og það verður erfitt að stöðva liðið." Breytingar hjá Svíum OLLE Nordin, iandsliðþjátf- ari Svía hefur ákveðið að gera nokkrar breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Kosta Rika í dag. Svíar verða að vinna leikinn til þess að eiga möguleika á að komast áfram í 2. umferð. Helsta breytingin verður sú að Glenn Strömberg verður í byijunarliðinu, kemur í stað Jonasar Thern sem leikur með Benfica i Portúg- al, en hann er meiddur. Þá missir Anders Limpor stöðu sína í byijunarliðinu. í Þorsteinn Gunnarsson skrílarfrá Sviþjóð stað hans fer sóknarmaðurinn Stefan Pettersson á miðjuna og Johnny Ekström kemur inní lið- ið og spilar við hlið Tomasar Brolin í sókninni. Nordin til- kynnti einnig að liðið myndi breyta leikskipulagi sínu úr 4-4-2 í 3-5-2 og styrkja þannig miðjuna. Dagskipun sænsku leikmannanna verður að spila stífan sóknarleik enda getur ekkert annað en stór sigur kom- ið þeim áfram. Markahæstir Markahæstu leikmenn HM. Nöfn og þjóð- erni og fjöldi leikja ( sviga. 3 — Lothar Mattháus (V-Þýskalandi 3), Michel (Spáni 2). 2 — Marius Lacatus (Rúmenhi 3), Rudi Völler (V-Þýskalandi 3), Tomas Sku- hravy (Tékkóslóvakíu 3), Careca (Brasiliu 2), Davor Jozic (Júgóslavíu 3), Roger Milla (Kamerún 3), Michal Bilek (Tékkóslóvakíu 3), Jurgen Klins- mann (V-Þýskalandi 3), Gavril Balint (Rúmeníu 3), Darko Pancev (Júgó- slavíu 3), Salvatore Schillaci (ItaKu 3). Lítil von hjá Austurríki Austurríkismenn geta líklega farið að pakka saman og halda heim á leið eftir að hafa sigrað Bandaríkjamenn, 2:1, í A-riðli í gær. Austurríkismenn, sem höfðu lofað markaveislu, máttu þakka fyrir sigurinn, því í leikhléi voru þeir einum leikmanni færri og stað- an jöfn, 0:0. Peter Artner var vikið af leikvelli fyrir ljótt brot á 34. mínútu. Andreas Ogris kom Austurríkis- mönnum yfir á 51. mínútu og Ger- hard Rodax bætti öðru við á 63. mínútu. Andrew Murray minnkaði svo muninn fyrir Bandaríkjamenn skömmu fyrir leikslok. Austurrríkismenn eiga litla von á að komast áfram. Þeir eru í þriðja sæti með tvö stig og óhagstæða markatölu. „Ég hef alltaf sagt að þijú stig þurfi til að komast áfram. Enn er von, en möguleikamir eru ekki miklir," sagði Hickersberger, þjálfarTAusturríkismanna. Banda- ríkjamenn eru að sjálfsögðu úr leik, töpuðu öllum leikjum sínum. A-RIÐILL LOKASTAÐAN A-riðill: Stalía—Tékkóslðvakía...............2:0 Salvatore Schillaci (9.), Roberto Baggio (77.). Ahorfendur: 73.303. Austurriki—Bandaríkin..............2:1 Andreas Ogris (51.), Gerhard Rodax (63.) — Andrew Murray (82.). Áhorfendur: 34.857. Fj. leikja U J T Mörk Stlg ÍTALÍA 3 3 0 0 4:0 6 TÉKKÓSL. 3 2 0 1 6:3 4 AUSTURRÍKI 3 1 0 2 2: 3 2 BANDARlKIN 3 0 0 3 2:8 0 CEP 2873 ÍS4PIVD:[ W Hágæða £mO sjónvarpstækið i „HM“ tækið! Með mynd í mynd HM“-tilboð' 115.000 • MYND í MYND, með frystingu. • Stereo 32W. • Digital. • 3 kerfi: Pal/Secam, B/G og NTSC. • Teletext með 90 síðna minni. • Skjátexti fyrir aðgerðir. • S-VHS tengi. • NICAM tengi o.fl. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780 z9Z-»zpe>i vis/xnv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.