Morgunblaðið - 29.07.1990, Síða 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JULI
í fótspor Nostradamusar
gervitungl eða rusl utan úr geimn-
um falli á landjð. Týnd flugvél sem
fórst fyrir 40-50 árum mun
finnast."
„Ég sé flóðgarð eða stíflu við
stórt fljót sem hefur verið virkjað
til rafmangsframleiðslu. Stíflan
mun bresta vegna galla í sementi."
Er hér var komið leist mér ekki
aiskostar á framvindu mála.
Nostradamus 20. aldarinnar hafði,
með hálflukt augu, þulið upp nei-
kvæða hluti um þjóð mína. Ég
ræskti mig kurteislega.
Sjáandinn sá hvað mér leið, leit
hughreystandi á mig og mælti: „Ég
vildi gjarnan géta sagt jákvæða
hluti um þjóð þína, en verð að segja
sannleikann. Framundan er erfitt
tímabil, en því miður er stór hluti
vandans heimatilbúinn. Misvitrir
menn hafa tekið margar ákvarðanir
í mikilvægum málum.
Það skýn þó skært ljós í gegnum
myrkrið. Forseti ykkar. Þar fer
kona með hreint hjarta og tæra
sál.“ Skömmu áður hafði ég afhent
sjáandanum Ijósmynd af forseta
lýðveldisins. Marcelus leggur báðar
hendur yfir myndina, lokar augun-
urn og situr þögull Ianga stund.
„Því miður metur hún sjálfa sig
ekki að verðleikum, hæfileikar
hennar eru mun margbrotnari og
stórkostlegri en hún gerir sér sjálf
grein fyrir. Hún óttast mjög að
gera mistök og marghugsar úr-
lausnir mála áður en hún tekur
lokaákvörðun. Hún vill fullkomnun,
smáatriði sem öðrum sést yfír
skipta hana miklu máli. Framtíð
hennar er mjög björt og starf henn-
ar rétt að hefjast. Hún mun eiga
stóran þátt í að leiða þjóðina út úr
því erfiðleikatímabili sem er að hefj-
ast. Ég sé mikinn sigur er hún vinn-
ur fyrir sig og ísland. Ég sé hana
ekki miklu lengur í starfi forseta
þjóðar þinnar, hennar bíður annað
starf, að vissu leyti þýðingarmeira,
í hveiju hún mun vinna þjóð ykkar
stórkostlegt gagn. Því miður er hún
umkringd mikilli öfund og á vissa
óvini í leynum, en tryggir vinir eru
í meirihluta og hún mun yfírstíga
öll vandamál. Hún mun fínna hlut
er hún hélt glataðan, það vekur
henni mikla gleði. Líkamlegrar
heilsu sinnar verður hún að gæta
mjög vel.“
„ Mikilvægur fundur verður hald-
inn á íslandi, varðandi umhverfis-
mál. Ég sé einnig annan fund í
kringum stórt hringborð. Þessi
fundur verður sérstakur að því leyti
að aðeins konur verða þátttakend-
ur. Forseti ykkar mun mikið lcoma
við sögu varðandi umrædd fundar-
höld.“
Sjáandinn líkur máli sínu, slekk-
ur kertaijósin og fer með bæn,
á máli mér óskiljanlegu. Það er álið-
ið kvölds. Marcelus auðjáanlega
farinn að þreytast eftir hita og
þunga dagsins. Ákveðið er að taka
upp þráðinn næsta dag.
Á tilsettum tíma mæti ég á bið-
stofu Marcelus. Átta manns bíða
eftir bænastund með miðlinum.
Fólkið safnast saman í lítilli kapellu
í kjallara hússins. Okkur er boðið
að klæðast hvítum kuflum og setj-
ast umhverfís borð miðilsins. Miðill-
inn birtist, einnig klæddur hvítum
kufli. Hann gengur að kassa í einu
homi kapellunnar, fylltum þurrkuð-
um laufblöðum.
„PHIP-uppskriftin mín, á hvetju
ári fer ég á þtjá mismunandi staði,
í Frakklandi, til að leita þessara
sérstöku plantna, og þurrka þær til
brennslu. Ég brenni þessi lauf í
hvert sinn sem ég bið fyrir sjúku
og langþreyttu fólki sem sækir að-
stoð og styrk til mín. Hver einstakl-
ingur þarf sína sérstöku blöndu
þriggja lauftegunda.“
Miðillinn fær sér sæti. Á borðinu
stendur lítið brennsluker, sem hann
fyllir með nákvæmri blöndu lauf-
anna. Eldur er tendraður, ljósin eru
slökkt. Flöktandi logar brennandi
laufa lýsa upp vistarverur bæna-
stundarinnar. Þægilegur ylmur fyll-
ir vit mín. Hringur er myndaður
umhverfís borð sjáandans. Allir
haldast í hendur. Djúp þögn umvef-
ur okkur, þægileg tilfínning strýkur
líkama og sál. Flöktandi logi brenn-
andi laufa lýsir upp andlit við-
staddra. Umhverfís mig eru ekki
fræg andlit stórstjama úr heimi
leiklistar, tónlistar né íþrótfa. Að-
eins rúnum rist andlit langþreyttra
mannvera sem orðið hafa undir í
harðri baráttu lífsins. Fómarlömb
sjúkdóma og einmanaleika. Týndar
sálir leitandi að fróun og hamingju-
leiftri í grimmum heimi stórborgar-
innar stara steinrunnar inn I log-
ann. Marcelus er huggun þeirra og
von, síðasta vonin fyrir suma. Göm-
ul kona snökktir. Blíðlega strýkur
Marcelus burt tárin.
Með mjúkri rödd biður hann.
Sérhver viðstaddra fær sína per-
sónulegu fyrirbæn. Við hveija bæn
er ný laufblanda brennd. Askan
sett í sérstök umslög sem verður
að kasta í fljótið Signu fyrir sólset-
ur. Sérstakri og áhrifamikilli bæna-
stund er verður geymd í lífsbók
minninga minna um ókomin ár er
á enda runnin.
Augu sem áður voru döpur leiftra
af nýrri von um betra líf. Gleðiljómi
umvefur andlit gömlu konunnar,
hún raular lag frá æskuámm
Sérstaklega valdar plöntur til að særa burt sjúkdóma og ill öfl úr
lífi viðkomandi sjúklings.
Jurtirnar brenndar á altari Marcelus. Hvert sjúkdómstilfelli hefur
sínar sérstöku jurtir, Eftir bænastund er ösku jurtanna varpað í ána
Signu.
sínum. Andlit hennar er slétt og
fellt, tárin sem áður dmpu niður
hvarma hennar þomuð.
Brosandi þakka viðstaddir Marc-
elus velheppnaða bænastund. Með
virktum kveðja þeir miðilinn og
halda á vit borgarlífsins. Við eram
einir. Stríðnisleg rödd Marcelus
vekur mig til raunvemleikans, eftir
undarlega reynslu mína.
Nú viltu væntanlega fá að
heyra ævisögu mína, yfír-
heyra mig, eins og sönnum blaða-
manni sæmir.“
Mér rennur kalt vatn milli skinns
og hörunds, í raun er ég ekki blaða-
maður. Ég .skrái atvik lífsins á
fílmu, með linsu myndavélarinnar.
Blaðamenn nota penna, blað eða
segulband. Ég er ljósmyndari sem
aldrei hef tekið viðtal við nokkurn
mann. Tryggasti félagi minn,
myndavélin, hangir á öxl minni, rit-
föngum hafði ég gleymt heima.
Marcelus hlær dátt, virðist vita
sannleikann. „Þú fínnur pappírs-
blokk og penna á antik-skrifborðinu
mínu. Varaðu þig á að stíga ekki
á fröken Totor þriðju, hún er alltaf
að sniglast um skrifstofuna.
Ég fæddist 5. ágúst 1918 í bæn-
um Lecnay Evec, í héraðinu Bourg-
ogne. Þar ólst ég upp, ásamt tveim
bræðrum mínum, hjá ástríkum for-
eldmm. Eftir skyldunám nam ég
vélvirkjun og síðan flugvirkjun. Frá
unga aldri hef ég þjðast af ólækn-
andi íþróttaáhuga. Mér er minnis-
stæður atburður frá æskudögum
mínum sem breytti neista íþrótta-
áhugans í logandi bál. Náirændi
minn, Henri Contet, sem síðan varð
helsti lagasmiður söngkonunar Ed-
ith Piaf og er í dag heimskunnur
lagahöfundur, kom einn dag í heim-
sókn til foreldra minna. Stoltur hjól-
aði hann í hlað á nýju, gljáfægðu,
svörtu reiðhjóli. Fyrir barnshuga
minn var þessi sjón opinberun, virð-
ing mín fyrir Henri var ótakmörk-
uð. Ég fylltist heilagri lotningu.
Ákvörðunin var tekin, ég ætlaði að
gerast atvinnuhjólreiðamaður, þeg-
ar aldur leyfði.
Við þá ákvörðun stóð ég. Ég tók
á sínum tíma þátt í hjólreiðakeppni
atvinnumanna, sem enn þá er við
líði, Tour De France, „Hringferð
um Frakkland". Ég varð framar-
lega í flokki og var spáð bjartri
framtíð sem atvinnuhjólreiðamanni.
Því miður skall heimsstyijöldin á
um þetta leyti, átakanlegur atburð-
ur sem gjörbylti lífsstefnu minni.“
Sjáandinn gerir hlé á máli sínu, líkt
og sárar minningar liðinna ára valdi
honum kvöl. Ég spyr einskis, læt
Marcelus eftir að ræða lífshlaup
sitt á sinn hátt. Þijátíu ára reynsla
í samskiptum við alþjóðlega fjöl-
miðla hafa gert hann að meistara
á sviði tjáningar.
viár mín, til ársins 1939, liðu
áfram eins og lyngt fljót,
ég bjó í foreldrahúsum í örmum
fjölskyldu minnar. Ég stundaði
starf mitt, á vélaverkstæði, auk
þess eyddi ég öllum tómstundum
mínum í íþróttaiðkanir, aðallega
hjólreiðar. Þegar járnhæll nasistans
traðkaði þjóð mína í svaðið ger-
breyttist líf mitt.
I byijun stríðsins gerðist ég virk-
ur meðlimur í frelsishreyfingunni,
La Résistance, andspyrnuhreyfingu
Frakklands. Við börðumst í leynum
gegn ofstopa og mddaskap nasista.
Yngri bróður mínum og mér var
falin umsjá loftskeytastöðvar í eigu
bandamanna, við sáum einnig um
að koma áríðandi skilaboðum til
þeirra. Vitaskuld urðum við að
stunda njósnir til að komast yfír
þýðingarmiklar upplýsingar er gátu
komið Englendingum að gagni. Dag
einn, reyndar að kvöldlagi, vomm
við að störfum við skeytasendingar.
Bróðir minn bað mig að fara í versl-
unarleiðangur, í verslun sem var
50 metra frá loftskeytastöðinni. Ég
var rétt stiginn inn í verslunina er
þýskur herflokkur, með SS-storm-
sveitarmenn í broddi fylkingar, kom
aðvífandi. Stöð okkar var um-
kringd, bróðir minn handtekinn og
umsvifalaust skotinn í hnakkanp,
af SS-manni, að mér ásjáandi. Út
um glugga litlu matvöruverslunar-
innar varð ég vitni að aftöku míns
eigin bróður.
Nasistar vissu um þátttöku mína
í andspyrnuhreyfingunni“, heldur
Sjáandinn spáir í Tarot-spil.