Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ
C 5
hann áfram. „Ég var eftirlýstur, á
dauðalista stormsveitanna. Á ein-
hvern óskiljanlegan hátt tókst mér
að flýja undan nasistum til Parísar
á reiðhjóli. Þau fjögur ár er eftir
lifðu til stríðsloka var ég hundeltur
af nasistum. Dagarnir liðu í felum,
næturnar við störf í andspyrnu-
hreyfíngunni.
Hvernig ég komst lífs af fra'
þrengingum og þjáningum stríðsár-
anna er mér engin leyndardómur.
Hulin öfl hafa ávallt haldið verndar-
hendi yfir tilveru minni. Ég er þess
fullviss að dauði bróður míns varð
ekki til einskis. Eftir aftöku hans
fann ég fyrir örri þróun spádóms-
hæfileika minna og skyggni. Andi
bróður míns fylgdi mér öll stríðsár-
in, hann varð leiðbeinandi minn og
hjálparhella á hættustundum
stríðsins. í dag er hann stjórnandi
minn og einn af þremur leiðbeinend-
um. Hinir tveir eru Vladimir Chikra
prins af Moldavie, rússneskur prins,
og nunna, móðir Henriette, í lifanda
lífi var hún móðursystir mín.
Eftirlok stríðsins var hugur
minn flakandi sár. Flestir af
nánustu vinum mínum höfðu hlotið
örlög bróður míns, orðið fórnarlömb
aftökusveita nasista. Pa.rís, vernd
mín og skjól undan ofsóknurn nas-
ista, varð heimaborg mín. Við ann-
an mann að nafni Leclerc, í dag
einn af voldugustu kaupsýslumönn-
um Frakklands og eigandi Leclerc-
verslunarkeðjunnar, setti ég á stofn
fataverksmiðju í miðliorg Parísar,
Fyrirtækið blómstraði, atvinnulega
séð gekk lífið vel. Samt sem áður
voru hin andlegu svöðusár, sem
stríðið veitti mér, opin. Ég var and-
leg uppgefinn, einstæðingur í stór-
borg.
Fróun mín varð dulspekin. Ég
sökkti mér niður í dulspekibók-
menntir. Þær virkuðu sem græð-
andi smyrsl á sárin. Innst inni fann
ég að ég var ekki „á réttri hillu í
lífínu". Ég var þess fullviss að ég
væri gæddur fágætri spádómsgáfu,
skyggni auk annarra dulrænna
hæfíleika. Ég ýttí þessum tilfínn-
ingum frá mér, trúði ekki á þessa
meðfæddu hæfileika. Ég var ein-
mana sál í kaldrifjaðri borg, ég
þjáðist.
r
Idag er ég þess fullviss að þessi
ár þjáninga og einmanaleika
voru skipulögð af alvaldinu. Undir-
búningur fyrir ævistarf mitt. Ég
hef trú á að aðeins þeir sem þekkja
þjáninguna af eigin raun geti hjálp-
að þjáðum. Fyrir aðra er þjáning
eitthvað fjarramt, óraunhæft, til-
finning þeim óviðkomandi. Stað-
reyndin er samt sú að þjáningin
snertir alla einhvern tímann á
lífslejðinni."
Síminn rýfur þögnina. Áríðandi
samtal á hinum enda línunnar,
maður í sjálfsmorðshugleiðingum.
Með rólegri rödd biður Marcelus
viðmælandann um fæðingardag og
ár. „Vinur minn, tortíming líkama
þíns er engin lausn. Jarðvist þinni
er ekki lokið, framundan eru enn
mörg ár, þú ert að ganga í gegnum
erfitt tímabil. Þjáning er til þroska.
Takir þú eigið líf þjáistu meira á
annarri vídd alheimsins. Komdu til
nún á morgun, tímann velur þú
sjálfur."
Marcelus leggur frá sér símtólið.
„Til allrar hamingju lét hann sér
segjast, ætlaði að skjóta sig. Von-
andi kemur hann á morgun.
Starf sjáanda og miðils í stórborg
er ekki alltaf öfundsvert hlutskipti.
Ég fæ að meðaltali tvö slík „sjálfs-
morðssímtöl“ á dag. Oftast get ég
aðstoðað og talað um fyrir viðkom-
andi, en því miður eru tilfelli þar
sem örvænting, lífshatur og von-
leysi hafa borið hærri hlut. Þá eru
örlög einstaklingsins oftast ráðin.“
Marcelus heldur áfram. „Eitt
fagurt sumarkvöld árið
1948 var ég á heimleið eftir langan
vinnudag. Undarlegt afl beindi för
minni að sérstöku veitingahúsi, við
St. Lazare-járnbrautarstöðina. Ég
hafði aldrei komið þar inn en lét
undan þessari undarlegu löngun. Á
staðnum hitti ég tvær ungar stúlk-
ur, önnur þeirra gekk rakleiðis til
mín og kynnti sig sem Daizy Diza’s,
sjáanda og miðil, starfandi í hérað-
inu Bretagne.
„Alvaldið ákvað fund okkar,“
mælti hún, „þú ert reiðubúinn að
heija lífsstarf þitt, ég er leiðbein-
andi þinn.“
Ég varð sem þrumulostinn, hélt
að um einhvern leik, jafnvel svið-
sett gabb væri að ræða. Þegar ég
lít til baka og rifja upp þennan
undarlega, jafnvel ótrúlega atburð,
er ég þess fullviss að fundur okkar
var ákveðinn af æðri máttarvöldum.
Á þessari stund hófst hið eiginlega
lífsstarf mitt. Síðan tjáði hin stúlkan
mér, að Daizy hefði boðið henni til
Parísar „til að kynna hana fyrir
væntanlegum eiginmanni og sam-
starfsmanni". Við Daizy giftum
okkur árið 1949 og höfum starfað
saman óslitið frá því herrans ári.
Fyrstu árin vann ég jöfnum höndum
sem sjáandi og framkvæmdastjóri
fataverksmiðjunnar. Mikið vinnu-
álag varð þess valdandi að ég seldi
hlut minn í fyrirtækinu og helgaði
mig alfarið starfi spámannsins.
Síðan urðu fyrirbænir, huglækning-
ar auk aðstoðar við einstaklinga,
sem eiga við persónuleg vandamál
að stríða, stór hluti af starfí mínu.
Árið 1968, eftir margra ára far-
sælt starf, gáfu fjölmiðlar mér við-
urnefnið Nostradamus 20. aldarinn-
ar. Sumir mætir menn halda því
jafnvel fram að ég sé Nostradamus
endurfæddur, þeirrí getgátu hefí
ég ávallt mótmælt kröftuglega. 21.
maí 1982 buðu blaðamenn stór-
blaðsins Paris Match mér á fyrrver-
andi heimili hins eina og sanna
Nostradamusar, það er í dag varð-
veitt sem safn og er mjög sótt af
ferðamönnum. Ætlunin með heim-
sókninni var að sjá hvort ég kæm-
ist í samband við anda þessa látna
stórmennis. Með penna í hönd sett-
ist ég við vinnuborð spámannsins.
Eftir skamma stund féll ég í trans,
atvik sem gerist næstum aldrei, þar
sem ég er ekki transmiðill. Þegar
ég kom til sjálfs mín uppgötvaði
ég mér til mikillar undrunar, jafn-
vel skelfíngar, að ég hafði með
ósjálfráðri skrift, rithönd sem ekki
var mín, skrifað spádóma um ýmsa
ókomna atburði er síðar rættust.
Eftir þessa reynslu hef ég árlega
ritað með sömu ósjálfráðu rithönd-
inni atburði komandi árs. Spádóm-
um mínum er árlega dreift til al-
þjóðlegra fjölmiðla af Agence
France Presse. Grein um umrætt
atvik, ásamt ljósmyndum, var birt
í Paris Match og er vottfest af
blaðamönnum og öðrum viðstödd-
um.“
Yið erum ónáðaðir af fröken
Margarite, sem stekkur upp í
kjöltu Mareelus og hjúfrar sig mal-
andi upp að húsbónda sínum. „Vo-
ila Monsecur, ma vie,“ „þarna hefur
þú lífssögu mína, herra. Berðu ís-
lendingum kveðju mína og segðu
þeim að ég sé reiðubúinn til þjón-
ustu við þá. Hafi einhver áhuga á
að kynnast því hvað framtíðin beri
í skauti sér eða sé einhver hijáður
af persónulegu vandamáli og óski
eftir aðstoð minni getur viðkomandi
skrifað mér á íslensku, ensku eða
frönsku, tungumál skifta ekki leng-
ur máli þar sem hér er góð þýðing-
arþjónusta.
Ég óska eftir fæðingardegi, ári
og ef mögulegt er einnig fæðingar-
stund, nauðsynlegt er að viðkom-
andi sendi mynd af þeim er ég á
að spá fyrir. Sé einhver þjáður af
persónulegu vandamáli, jafnvel þótt
hann telji það óyfirstíganlegt, er
þeim hinum sama velkomið að
skrifa, mynd þarf einnig að fylgja
í því tilfelli. Állir sem skrifa mér
fá myndir sínar endursendar, segul-
magnaðar."
Það húmar að kveldi, ég kveð
þennan merkilega, dulræna mann.
Á biðstofunni bíður eiginkona sjá-
andans, brosandi réttir hún mér
poka, fullan af gómsætum vínberj-
um: „Héðan fer enginn tómhentur.“
Ég þakka. Með vínberjapokann
minn og blessunarorð hjónanna í
veganesti held ég út í hlýja Parísar-
nóttina.
Fararstjóra- og málaskóli á Mallorca
Hefur þú áhuga á fararstjóramenntun ?
Ef svo er skrifaðu okkur og fóðu sendo nómsskró fyrir órið 1990/91 - 39. starfs-
ór skólans, sem er elsti fararstjóroskóli i Skandinavíu. Kennslan fer from ó dönsku.
Næstu nómskeið hefjast 25. október til 20. desember (2 mónuðir) og síðan aftur
5. janóar til 28. febrúar (2 mónuðir).
Holtermanns rejselederskole,
Norregade 34, 330 Frederiksværk, Danmark, sími +42 12 33 36.
Samtök gegn nauðungarsköttun
Sími 641886 - opinn frá kl. 10-13 fyrir þá
sem vilja styðja samtökin. Fjárstuðningur
vel þeginn á tékkareikning 3000 hjá íslands-
banka, Lækjargötu.
Undirbúningsnefnd.
Til sölu
er vélbáturinn Guðbjörg RE-21. Báturinn er tæplega
30 rúmlestir. Bátnum fylgir 216 þorskígilda kvóti. Enn-
fremur fylgir bátnum snurvoðarleyfi í Faxaflóa.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „G - 9250“
fyrir föstudaginn 3. águst nk.
Utsalan hefst á morgun
40-70% afsláttur
Rita, Breiðholti, sími 71730.
HOOVER
UPPVASKIÐ TILHEYRIR FORTÍÐINNI
-• •
——
£ U. y. I 1
Hoover Crystaljet uppþvottavélarnar státa af öllu þvl er
prýða ber frábeerar uppþvottavélar.
Skol & bióvlnnsla.
ótal vinnslumðgulelka s.s. fyrir kristal, lelrtau, potta,
lönnur, gler, ál, stál, allt eftlr þlnum þörfum.
:ellur inn í innróttingu eóa frlstandandi.
ekur borðbúnað fyrir 12 manns.
Hagkvaemnisvlnnsla og sérstök
eirtau.
Þurrkar fljótt og vel.
HOOVER —
HUGKVÆMNI OG HAGKVÆMNI.
HEIMILISKAU P_H F
• HEIHIILISTÆKJADÉILD FÁLKANS •
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670.
.
iv
,1 As.