Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JULI
C 7
„Varstu að segja eitthvað góði minn?“ — Ólafur Sveinsson dómari með tvíræðan svip í leik KR-inga
og Víkinga í tíundu umferðinni.
Magnús V. Pétursson, með gula spjaldið á lofti, slappar af á
skrifstofú sinni eftir litríkan feril á knattspyrnuvellinum.
bullandi sókn og taldi Hemmi að
ólöglega hefði verið að verki staðið,
en dómarinn, Maggi Pé, lét leikinn
halda áfram. Hemmi hljóp því til
hans og spurði hvort hann ætlaði
virkilega ekkert að dæma á þetta,
en Maggi svaraði: „Hemmi minn,
það verða að vera meiri tilþrif í
þessu hjá þér, svo að ég sjái að það
hafi verið brotið á þér.“ Skömmu
síðar gerist nákvæmlega það sama
nema í þetta sinn svífur Hemmi í
fallegum boga til jarðar, með mikl-
um tilþrifum og tilheyrandi veini.
Maggi gefur merki um að leikurinn
skuli halda áfram og segir um leið
og hann hleypur framhjá Hemma
þar sem hann liggur í valnum:
„Ekkert skuespil hér Hermann,
ekkert skuespil hér . . .“
Það eru margar skemmtilegar
sögur til af Magga Pé. og ég læt
hér aðra flakka, sem tengist dálítið
okkur Morgunblaðsmönnum. Þann-
ig var að einn af fréttastjórum
blaðsins fór eitt sinn norður á Akur-
eyri tii að skrifa um leik og tók
hann jafnframt ljósmyndir sjálfur.
í leiknum gerðist umdeilt atvik inn-
an vítateigs gestanna og vildu heim-
amenn fá dæmda vítaspyrnu, en
fengu ekki. Hljóp þeim þá kapp í
kinn og þyrptust í kringum Magn-
ús, sem hljóp út að hliðarlínu til
að ráðfæra sig við línuvörðinn og
lið heimamanna fylgdi á eftir. Þar
sá Magnús hvar okkar maður stóð
með myndavélina á lofti og spyr
hvort hann hafi ekki náð mynd af
atvikinu. Okkar maður var viss um
að hafa náð góðri mynd og Magnús
sneri sér þá aftur að leikmönnum
og sagði:„Allt í lagi strákar. Hann
náði mynd af þessu og við skoðum
það þá bara betur eftir helgi,“ og
leikurinn hélt áfram án þess að
heimamenn fengju vítaspyrnuna.
Bara í nösunum á þeim
Ég heimsótti Magnús í heildversl-
un hans, Hoffell, og nefndi þessar
sögur við hann. Hann bara hló og
hvorki játaði þeim né neitaði. „Þú
mátt alveg birta þetta ef þú vilt,
vinur minn,“ sagði hann og bauð
mér kók og kleinur. Ég spurði hann
hvað fengi menn til að taka að sér
svo vanþakklát starf sem dómgæslu
í knattleikjum, en Magnús dæmdi
einnig um árabil í handboltanum:
„Ég fór út í þetta fyrst og
fremst af skyldurækni við félagið
mitt, Þrótt, en reglurnar eru þannig
að til að öðlast þátttökurétt í mótum
verða félögin að útvega dómara.
Ég var einn af stofnfélögum Þrótt-
ar, árið 1949, og árið eftir var ég
byrjaður að dæma í yngri flokkun-
um. En ég sé ekki eftir að hafa
eytt mínum tómstundum í þetta því
ég hef haft af því mikla ánægju
og hef eignast marga góða vini í
gegnum þetta starf.“
Magnús kvaðst vissulega hafa
orðið fyrir óþægindum vegna dóm-
gæslunnar, en það væru smámunir
i samanburði við ánægjuna. „Menn
hafa kannski verið að hringja að
næturlagi og hóta öllu illu, jafnvel
lífláti, en það hefur bara verið í
nösunum á þeim og oftast í ein-
hveiju fylleríi. Þó hefur mér einu
sinni sárnað verulega og það var
þegar leikmenn ákveðins félagsliðs
í nágrenni Reykjavíkur báru upp á
mig að ég hefði verið drukkinn við
dómgæsluna. Og þeir létu ekki þar
við sitja heldur sendu þeir mér
skeyti, mörgum mánuðum seinna,
á aðfangadag að mig minnir, þar
sem þeir voru að velta sér upþ úr
þessu og höfðu í hótunum. Þetta
er eiginlega eina leiðindaatvikið
sem situr eftir í mér eftir 38 ára
starf sem knattspyrnudómari."
Magnús kvaðst aldrei hafa tekið
nærri sér blaðagagnrýni, né brigsl-
yrði áhorfenda eða leikmanna:
„Þetta hefur aldrei haft nein áhrif
á mig því ég hef alltaf talið mig
hafa hreina samvisku og reynt að
gera mitt besta. Auðvitað verða
mönnum á mistök, sem eðlilegt er
við svona kringumstæður þar sem
allt gerist svo fljótt. Menn verða
þá að kveða upp dóma á stundinni
og enginn tími er til að hugsa sig
um. Sé dómurinn rangur verður
hann að standa. Erlendis er það
talið góð útkoma að dæma fimm
ranga dóma í leik. Hér á landi eru
menn hakkaðir í sjiað fyrir einn
rangan dóm í leik. Ég hef því aldr-
ei verið neitt að æsa mig yfir gagn-
rýni, allra síst blaðagagnrýni, enda
ber henni oft ekki saman.
Kannski hef ég einu sinni tekið
blaðagagnrýni alvarlega, en það var
eftir að ég dæmdi minn fyrsta stór-
leik, sumarið 1956, en sá leikur
varð nokkuð sögulegur. Ég kom
eins og hver annar áhorfandi vestur
á Melavöll á leik Spora frá Luxem-
borg og Skagamanna, en þá vildi
svo til að dómarinn hafði forfallast
og ég var beðinn um að dæma leik-
inn. Þetta var harður leikur og yfir-
burðir Akurnesinga fóru mjög í
skapið á Lúxembúrgurum, sérstak-
lega einum þeirra, og það endaði
með því að ég rak hann út af. Við
þetta sauð upp úr, bæði innan vall-
ar sem utan því svo undarlega vildi
til að áhorfendum fannst þetta lítil
gestrisni af minni hálfu í garð
Lúxemborgara, og réðust jafnvel
inn á völlinn. En þessi maður var
svo rekinn aftur af leikvellý nokkr-
um dögum síðar og eftir Íslands-
ferðina var hann rekinn úr Spora.
En það er önnur saga. Hins vegar
fékk ég slæma gagnrýni í blöðunum
fyrir þennan leik, einkum hjá Atla
Steinarssyni á Morgunblaðinu, sem
sagði meðal annars: „Leitt er að
þessi leikur skuli einkum í minnum
hafður vegna þess hve dómaranum
voru mislagðar hendur, því leikur-
inn var harður og hefði án efa orð-
ið bráðskemmtilegur fyrir alla aðila,
jafnvel þrátt fyrir veðrið, ef svo illa
hefði ekki tekist til að óreyndum
manni með öllu var fengið það hlut-
verk að dæma þennan leik . . .“
Atli bætti því svo við að annað
hvort ætti ég að hætta að dæma,
eða þá að verða sá besti, „og ég
hef stundum sagt í gamni að ég
hafi valið síðari kostinn."
Magnús segir að erfitt sé að gera
upp á milli þeirra fjölmörgu leikja
sem eru honum eftirminnilegir, þótt
nokkrir stórleikir erlendis, sem
hann hefur dæmt sem milliríkja-
dómari, standi ef til vill upp úr í
minningunni. Hann minnist sér-
staklega eins þeirra þar sem hann
komst í kast við Yashin, þann
fræga sovéska markvörð, sem
margir telja besta markvörð heims
fyrr og síðar.
„Þetta var afmælisleikur fínnska
Knattspyrnusambandsins, 20. júní
árið 1967, þar sem áttust við lands-
lið Sovétríkjanna og Skandinavíuúr-
valið, en í því var meðal annars
Finn Ladrup, faðir Michaels og
þeirra bræðra. Það var troðfullur
völlur og mikil stemmning og svo
gerist það að einn Norðurlandabú-
anna skorar mark með hné, sem
af áhorfendastæðum virtist gert
með hendi og svo var einnig skoðun
Yashins markvarðar. En ég dæmdi
mark og Yashin varð æfur og kom
æðandi á eftir mér, þessi tveggja
metra hái, heimsfrægi maður, en
ég gaf mig ekki enda viss í minni
sök. Einn frægasti íþróttafrétta-
maður Norðurlanda, • Gunnar „Nu“
Hansen, lýsti leiknum í beinni út-
sendingu og hann var sammála mér
og óskaði mér til hamingju með
staðfestuna, „dómarinn frá litla ís-
landi, lét sovéska risann ekki hagga
sér“, sagði hann, enda sýndu sjón-
varpsupptökur að ég hafði rétt fyr-
ir mér. Það eru svona atvik, sem
sitja eftir í minningunni, en ef ég
á að nefna einhvern einstakan
knattspyrnumann sem er mér sér-
staklega minnisstæður þá er það
Ríkharður Jónsson. Hann er sá
besti sem ég hef séð spila fótbolta,
óvenju hæfileikamikill og gat spilað
hvar sem var á vellinum. Og úr
handboltanum er það Rangar Jóns-
son i Hafnarfirði . . .“
Og að þessum orðum töluðum
kveð ég Magnús, þótt af nógu öðru
sé að taka frá viðburðaríkum ferli
hans á handknattleiks- og knatt-
spyrnuvöllunum. Og enn er hann
viðloðandi fótboltann, nú sem þjálf-
ari liðs starfsmanna Flugleiða hf.
Orðhvatir múrarar
Ég hef ekki gefið mér tíma til
að fara oft á völlinn undanfarin ár
og þá sjaldan ég fer er það á KR-
leiki, enda er ég fæddur og uppal-
inn fyrir vestan læk. Síðast þegar
ég fór vakti athygli mína raddsterk-
ur maður, sem virtist sérlega upp-
sigað við dómarann og einkum
hafði hann í flimtingum vaxtarlag
hans, en dómarinn var maður frek-
ar þéttvaxinn. Glósurnar sem sá
raddsterki sendi honum voru af
ýmsum toga og man ég sérstaklega
eftir þessari: „Taktu spikið frá aug-
unum, fituhlunkurinn þinn,“ en þá
hafði dómaranum yfirsést brot á
KR-inga. Mér var sagt að sá radd-
sterki væri einn af „múrurunum“
svokölluðu, þeir væru oftast þrír
eða fjórir saman, eindregnir stuðn-
ingsmenn Knattspyrnufélags
Reykjavíkur og þættu stundum orð-
hvatir í meira lagi.
Forlögin réðu því svo að ég sá
leik KR-inga og Víkinga í tíundu
umferðinni hér á dögunum og var
rétt búinn að koma mér fyrir á
áhorfendapöllunum þegar ég heyrði
röddina gamalkunnu:„Ertu veikur,
þarna Frammaradruslan þín . . .“,
en dómari leiksins var Ólafur
Sveinsson. Þarna var „múrarinn"
lifandi kominn ásamt félögum sín-
um, en ekki heyrðist mikið meira
til þeirra í fyrri hálfleik enda gekk
okkar mönnum allt í haginn og
Björn Rafnsson skoraði strax á 11.
mínútu. Í síðari hálfleik snerist
dæmið hins vegar við og Víkingar
sóttu án afláts. Við það færðust
„múrararnir" í aukana og í hvert
sinn sem dæmt var á okkar menn
fylgdu formælingar í garð „Framm-
aradruslunnar", Sumar athuga-
semdir þeirra félaga voru þó bráð-
skemmtilegar, einkum þegar dóm-
arinn dæmdi vesturbæingum í vil:
„Það var mikið að þú fannst flaut-
una . . .“ og fleira í þeim dúr. Síð-
an jafnaði Trausti Ómarsson fyrir
Víkinga og því fylgdi auðvitað orð-
bragð og svigurmæli þótt erfitt
væri að koma auga á sök dómarans
í þeim efnum. Undir lok leiksins
vorum við áhangendur vesturbæjar-
liðsins vissir um að einn Víkingur-
inn hefði handfjallað knöttinn innan
eigin vítateigs og heimtuðum auð-
vitað víti, sem við fengum ekki.
Skömmu síðar dæmdi dómarinn
hins vegar hendi á KR-inga og þá
gall við úr „múrara-hópnum": „Nú,
má þetta ekki? - Það héldu allir að
þetta mætti ..."
Annars var þessi leikur prúð-
mannlega leikinn og vel dæmdur
og gaf ekki tilefni til mikilla brigsl-
yrða í garð dómarans, enda tóku
menn þessu frekar sem græsku-
lausu gríni og fyrir mitt leyti fannst
mér frammíköll þeirra félaga frekar
lífga upp á tilveruna í rigning-
arsuddanum þarna á Víkingsvellin-
um. Aðeins eitt gult spjald var gef-
ið í leiknum, sem þykir lítið ef við
tökum aðra leiki þessarar umferðar
til samanburðar. I leik Fram og ÍBV
voru gulu spjöldin fjögur, í leik KA
og FH voru þau tvö og í leik Stjörn-
unnar og Þórs voru einnig gefin tvö
gul spjöld, en þar bar meðal annars
til tíðinda að einum leikmanna Þórs
var vikið af leikvelli fyrir að mót-
mæla dómi. Viðburðaríkasti leikur-
inn í umferðinni hvað þetta snerti
var hins vegar leikur IA og Vals.
Þar urðu gulu spjöldin fjögur og
rauðu spjöldin tvö, og þjálfara Vals
var vikið af bekknum fyrir óprúð-
mannlega framkomu. Eftir því sem
ég kemst næst mun hann hafa
brigslað dómara og línuverði, sem
eru fulltrúar KR-inga í dómgæsl-
unni, um að hafa verið á bandi
Skagamanna, enda hentaði það
KR-ingum betur, vegna stöðunnar
í deildinni. Guðmundur Haraldsson
SJÁ NÆSTU SÍÐU
nntu
0
Utsala
Útsala
co
cz
<
m
aJ
co
£
z:
VERSLUNARHUSINU MIÐBÆR
HÁALEIT1SBRAUT 58-6C S 3805G 105RVK.
Dagsferð Sóknartélaga
Dagsferð fyrir Sóknarfélaga verður farin
18. ágúst. Farið verður frá Sóknarhúsinu kl.
9.00. Ekið um Uxahryggi yfir í Borgarfjarðar-
dali. Kaffiveitingar í Borgarnesi.
Þátttaka tilkynnist skrifstofu Sóknar í síma
681150.
Ferðanefnd Sóknar.