Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ
'senIgal,
NÍGERIA
> MIÐ-AFRÍKU-
lýðveldið
Viktmuvain
IV KENÝA
RWANDA:
TANZANIA
Skriffinnska og pappírsvinna
varð fyrsta erfiða verkefni ferða-
langanna — ekki að höggva sig
gegnum frumskóginn með sveðjum
eins og Indiana Jones-verkfærinu
sem Ingvar keypti í Malí á 300
krónur og er vægast sagt allhrika-
Iegt að sjá. í Nairobi, höfuðborg
Kenýa, þurfti að afla sér vega-
bréfsáritana til þeirra ríkja sem leið-
in skyldi liggja um. „Þar var erfítt
að vera Islendingur. Við höfum
ekki samninga við þessi lönd um
vegabréfsáritanir og mesti höfuð-
verkurinn var að sannfæra sendi-
ráðsstarfsmennina um það, einn
eftir annan, að Island væri í raun
og veru til. Þarna mátti maður
bukka sig og beygja, kalla alla
„herra“ og vera eins undirgefínn
og maður gat til að verða ekki
fleygt öfugum út. Ég þurfti að fá
meðmælabréf frá íslensku ræðis-
mannsskrifstofunni í Nairobi til
þess að fá vegabréfsáritanirnar.
Ekki vildi betur til en svo að hún
var lokuð, svo ég sá fram á að verða
Syfjaða Ijónafjölskyldan.
eru ijón og fleiri kvikindi. Eina nótt-
ina vaknaði ég við krafs og ýlfur.
Mér leist ekki á blikuna og hélt
svissneska vasahnífnum á lofti til-
búinn að beijast fyrir lífi mínu, en
ekkert gerðist. Morguninn eftir
spurði ég verðina hvort þeir hefðu
orðið einhvers varir en þeir kváðu
nei við. Við nánari eftirgrennslan
fundum við hýenuspor allt í kring-
um tjöldin en verðirnir ypptu bara
AFRDÍU
Fjögurra mánaða ævintýraferð
tvítugs íslendings
Ingvar Hákon Ólafsson,
Afrikulari, ásamt félaga
sinum frá Nígeríu.
Miðstéttarhverfi í Lagos, höfuðborg Nígeríu. „Þarna var bókstaflega
rusl út um allt.“
öxlum. Þeim þótti þetta greinilega
ekkert tiltökumál, en mér stóð ekki
á sama. Þama varð ég í fyrsta sinn
alvarlega hræddur í ferðinni."
Oðruvísi en í sjónvarpinu
Mörg dýranna í þjóðgarðinum
eru í útrýmingarhættu. Þó þarna
sé mikið af gasellum, bufflum og
antilópum segir Ingvar sjaldgæft
að koma auga á nashyrninga, sem
ásamt fílum eru eftirlætisbráð veiði-
þjófa. Ingvar er mikill dýraáhuga-
maður og segir frá af miklum eld-
móði. Hann líkir þessu við að vera
allt í einu staddur inni í miðri nátt-
úrulífskvikmynd en upplifunin sé
öll miklu sterkari.
„Eg sat uppi á Landrover-jeppan-
um, fimm metra frá sofandi ljóna-
fjölskyldu. Það var alveg sama þótt
ég hefði oft séð svona í sjónvarpinu
— ég var gagntekinn af þessu.
Þama voru hýenur að drepa fugla,
blettatígur að elta gasellu og kasó-
létt fílskýr á gangi — það var
lyginni líkast að sjá þetta — náttúr-
an lét sig okkur engu skipta og
allt var iðandi í kringum okkur.“
Þátttakendur í fæðukeðjunni
— Lenti enginn I klónum á
óargadýrum?
„Jú, ætli það megi ekki segja
skilinn eftir. í örvæntingu sneri ég
mér til norska sendiráðsins og fékk
þá til að skrifa meðmælabréf fyrir
mig. Það var síðan upp á von og
óvon að ég rétti fram norska með-
mælabréfið, en enginn tók eftir að
þar væri eitthvað gruggugt á ferð-
inni, og prísaði ég mig sælan fyrir
það. Svo þurftum við að keyra alla
nóttina til að komast út úr landinu
áður en áritunin félli úr gildi. Það
var reyndar gegnumgangandi í allri
ferðinni að embættismennirnir virt-
ust líta stórt á sig og gátu gert
manni lífið leitt ef sá gállinn var á
þeim.“
Dýrin
Þegar aftur var komið til Tanz-
aníu var fyrst á dagskrá að skoða
Serengeti, einn stærsta þjóðgarð
Afríku, sem umlykur Viktoríu-
vatnið. „Við vomm stödd á háslétt-
unni fyrir ofan stóran sigdal í Ser-
engéti-þjóðgarðinum. Ég horfði yfir
víðáttuna en sá ekki dýrin sem áttu
að vera þar — allt virtist vera stein-
dautt. Þegar ég setti aðdráttarlins-
una á myndavélina og notaði hana
sem sjónauka gat ég þó greint fíla
í fjarska. Það var ómögulegt að
átta sig á stærðunum, þvílíkt ógnar
flæmi var þetta.“
í þjóðgarðinum var sofíð í tjöld-
um undir vopnaðri vernd, því þarna
fá dýrin að ráfa um eins og þeim
sýnist í sínu náttúrulega umhverfí.
Sem borgarbarni leikur blaða-
manni forvitni á að vita hvernig það
var að sofa með ekkert nema tjald-
dúkinn milli sín og villidýranna.
„Það gat verið óþægilegt, því þarna
eftir Guðmund Löve
INGVAR Hákon Ólafsson er tutt-
ugu og eins árs gamall Reyk-
víkingur sem lét draum sinn
rætast. Frá sjö ára aldri hefur
hann verið ákveðinn í að ferðast
um Afríku, og á nýársdag 1990
hélt hann af stað í ferð sem átti
eftir að standa í fjóra og hálfan
mánuð. Ingvar tók á móti blaða-
manni Morgunblaðsins með bros
á vör og glettnislegu augnaráði,
og eins og við mátti búast hafði
hann frá mörgu að segja.
Hvemig stóð á því
að þú lagðir upp
í þessa ferð?
„Ég hafði allt-
af ætlað mér að
fara til Afríku,
það má segja að það hafí verið mín
fyrirheitna heimsálfa. Upphaflega
ætlaði ég að fara einn, strax eftir
stúdentsprófið, en tilviljun réð að
ég frétti af enskri ferðaskrifstofu
sem skipuleggur svona ævintýra-
ferðir. Þannig vildi það til að ég
varð einn af 18 manna hópi karla
og kvenna sem réðst í þessa ferð.
Ég hóf ferðina í Malawi, þar sem
ég á ættingja sem vinna á hjálpar-
stöð hjá Þróunarsamvinnustofnun
Islands. Þar hugðist ég meðal ann-
ars venjast loftslaginu og hitanum
á þessum slóðum, sem reyndar var
alls ekki óþægilegur. Það var mér
mikið áfall að sjá þá sem bjuggu
kringum hjálparstöðina; fatlað og
sjúkt fólk var alls staðar — ég fékk
hrikalegt „menningaráfall" við að
sjá þetta berum augum. Þegar ég
svo flaug til Dar Es Salaam, höfuð-
borgar Tanzaníu, þar sem ég átti
að hitta samferðafólk mitt veiktist
ég samt strax af hitanum sem þar
var um 40 gráður og loftslagið
mjög rakt.“
Frumskógar skriffinnskunnar