Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR SUNNUDAGUR 29. JULI C 25 á Hrauni í Ölfusi í landi frænda Guðbjörns, þeirra bænda Ólafs og Karls Þorlákssona. Undi Jutta sér þar löngum við að mála landslag þeirrar sveitar og renna fyrir fisk í Ölfusá. Voru Guðbirni kærar minningar frá þeirri tíð. Systkini Guðbjörns voru auk Guðnýjar Jóhann Rúnar Guðbergs- son, járnsmiður í Hafnarfirði, giftur Kristjönu Sveinsdóttur, sem er látin fyrir skömmu. Eignuðust þau 6 börn. Ennfremur Guðmundur Guð- bergsson, húsgagnasmiður og nú- verandi þingvörður, kvæntur Svein- björgu Karlsdóttur og eiga þau 4 börn. ' Um leið og við öll kveðjum Guð- björn og Juttu rifjast upp margar minningar frá heimsóknum Guð- björns til okkar á liðnum árum. Hann hafði gaman af að gleðja ættingja og barnabörn með gjöfum þegar hann kom og gaf ætíð af rausn. Hans verður því saknað af barnabörnum og vinum, því hann var óþreytandi við að hafa sam- band, þrátt fyrir búsetu á erlendri grund. Nú eru þau hjónin að lokum kom- in aftur í sinn heimabæ og munu hvíla skammt frá þar sem stóð þeirra heimili í Hafnarfirði. Við sem til þeirra þekktum kveðjum þau og þökkum samfylgdina og megi minn- ingin um þau lifa um ókomin ár. Agnar Ásgrímsson Mánudaginn 30. júlí fer fram í Hafnarfjarðarkirkju minningarat- höfn um hjónin Guðbjörn Guðbergs- son og Juttu Devulder. Guðbjörn varð bráðkvaddur á heimili sínu í Þýskalandi 3. júní síðastliðinn. Jutta andaðist í Þýskalandi fyrir 19 árum í Liibeck, og var jarðsett þar. Nú hafa jarðneskar leifar beggja verið fluttar til landsins og verða jarðsettar í Hafnarfirði. Það var stutt á milli andláts Guðbjörns og systur hans, Guðnýj- ar. Guðný andaðist 18. mars á þessu ári og Guðbjörn 3. júní síðastliðinn. Eftirlifandi eru tveir bræður þeirra, Guðmundur og Jóhann Rúnar, báð- ir búsettir í Hafnarfirði. Guðbjörn kom til landsins til að vera við út- för systur sinnar og þá um leið fermingu barnabarns síns. Þau Jutta og Guðbjöm eignuðust tvíburadætur, Ónnu Marie, sem gift er á Ítalíu, og Eddu Marie, sem gift er hér á landi. Samtals eiga dæturnar 11 börn, Anna 7 og Edda 4. Guðbjörn fæddist í Hafnarfirði 19. mars 1923 og ólst þar upp á Austurgötu 3. Hann lærði trésmíði og þótti sérstaklega vandvirkur sem iðnaðarmaður. Það fór því svo að þegar hann flutti til Þýskalands fyrir rúmum 20 árum og fór að vinna við trésmíði, var hann alltaf gerður að verkstjóra á vinnustað. Þetta sýnir að hann var sérstaklega vandvirkur og fær í sinni iðngrein. Kynni okkar hófust þegar ég giftist systur hans 20. júlí 1946. Guðbjörn var sérstaklega rólegur maður og hvers manns hugljúfi. Hann kom mjög oft á heimili systur sinnar og þegar bömin fæddust fannst honum ákafiega vænt um þau. Þetta hélst alla tíð og þegar hann var hér í mars síðastliðnum heimsótti hann alla fjölskyldu mína. Mjög kært var á milli Guðnýjar og Guðbjörns. Það voru því mörg bréf og bögglar sem fóm á milli þeirra. Það var því einkennilegt að þau skildu bæði skilja við þetta líf á sama hátt, með stuttu millibili. Ég og bömin mín viljum þakka fyrir þær ágætu stundir sem við áttum með honum og þá sérstak- lega nú í mars síðastliðnum. Einnig fyrir þann hlýhug sem hann bar til okkar. Blessuð verði minning þeirra Juttu og Guðbjörns. Óli B. Jónsson Páll H. Jónsson kennarí á Laugum Páll H. Jónsson á Laugum er látinn. Sú fregn segir ef til vill mörgum fátt í háværu samfélagi nútíma fjölmiðla. Þó hafa fáir menn sem ég hef kynnst verið betur lif- andi í sínu umhverfi. Hann orti ljóð og gaf þau út, samdi lög sem sum hafa verið flutt, stjórnaði a.m.k. þrem eða fjórum skólakórum ásamt tveim eða þrem kirkjukórum og karlakór Reykdæla er lengi var einn besti karlakór á landinu. Það má segja að á hátíðastundum hafi Páll látið nær alla Þingeyjarsýsluna syngja. Auk alls þessa vann Páll ýmisleg félagsstörf og var raunar eins konar menningarstjóri Þingey- inga um sína daga. Þetta voru þó að mestu aukastörf, því Páll var lengst af kennari við Laugaskóla og einnig við kvennaskólann á Laugum. Það sem hér er upptalið myndi víst nægja flestum til lofs og frægð- ar, en samt er það ekki þetta sem ég minnist helst frá kynnum mínum af Páli. Þegar ég kom í Héraðsskól- ann á Laugum forvitinn unglingur, rataði ég fljótt inná bókasafnið, en það var í umsjá Páls. í þessu safni voru bækur sem ég hafði aldrei séð áður. Þar voru verk meistara sam- tíðarinnar, einnig þau sem víðast voru bönnuð, ásamt verkum er- lendra snillinga. Þarna kynntist ég fyrst íslenskum nútímaskáldskapi. Eg var á þessum tíma tekinn að fikta við ljóðasmíði. Bókasafnið á Laugum opnaði mér nýja farvegi og þar framdi ég fyrst þann glæp sem þá var talinn að búa til atóm- ljóð. Líklega var Páll fyrsti maður- inn er ég sýndi þvílíka smíði og trúlega urðu örvandi viðbrögð hans til þess m.a. að ég hætti þessu ekki. Á Laugum voru góðir kennarar og unnu vel hver á sinn hátt, en þar tel ég fremsta þá sr. Hermann Hjartarson og Pál H. Jónsson. Ég tel mig standa í ævilangri þakkar- skuld við þessa menn. Án kynna af þeim held ég að líf mitt hefði tæpast runnið eftir þeim farvegi sem það hefur gert. Megi minning þeirra lengi lifa og hinn fijói skiln- ingur þeirra. Jón frá Pálmholti SUMARHLBOÐÁ ÖRB'/i SJUORIWJ GoldStar ER-3520 D örbylgjuofnar eru 12 ltr., 450 W, með 2 styrkstill. og 30 mín. klukku. Hvítir eða brúnir. H: 243 x B: 430 x D:300 mm. Verð:.2O$60,- Sumarverð: 17.900,- kr. eða 15.990 stgr. I " ! ^ § GoldStcir ER4375 D örbylgjuofnar eru 17 ltr., 500 W, með 5 styrkstill. og 30 mín. klukku. Hvítir eða brúnir. H: 275 x B: 487 x D:326 mm. Verð: 24d??0,- Sumarverð: 19.900,- kr. eða 18.990 stgr. K0 GoldStar ER-5054 D örbylgjuofnar eru 20 lítra, 530 W, með 7 styrkstillingum og 30 mín. klukku. Fást hvítir eða drapplitir. H: 324 x B: 495 x D: 353 mm. Verð:2&W0,- Sumarverð: 22.083,- kr. eða 19.990,- stgr. GoldStar ER-535 MD örbylgjuofnar eru 20 lítra, 530 W, með 10 styrkstillingum og 99 mín. tölvuklukku. Fást hvítir eða drapplitir. H: 243 x B: 430 x D: 300 mm. Verð: 3&00O;- Sumarverð: 23.758,- kr. eða 21.990 ,- stgr. GoldStar ER-654 MD örbylgjuofnar eru 28 lítra, 650 W, með 10 styrkstillingum og 99 mín. tölvuklukku. Fást hvítir eða brúnir. H: 326 xB: 544 xD: 377 mm. Verð: 3&620> Sumarverð: 29.640,- kr. eða 27.890 ,- stgr. wm GoldStar -C' -C ER-9350 D örbylgjuofnar eru 25 lítra, 650 W, með 7 styrkstill., 60 mín. klukku og grilli, til að brúna og baka matinn. Fást hvítir eða brúnir. H: 362 x B: 546 x D: 437 mm. Verð:-58rF60,- Sumarverð: 50.958,- kr. eða 47.960,- stgr. Áfh. IkkniiM Mi|i! E Samkort greiðslukjör til allt að 12 mán. SKIPHOLT119 SÍMI 29800 Eftirtaldir umbobsabilar selja Goldstar-örbylgjuofna: Kf. Borgfirbinga, Borgurr.. Nýja filmuhúsiö, Akúreyri Verslunin Feil, Grumiarl Rúdíónaust, Akurevri Blomsturvellir, Hellissandi KI Þingeyinga, Húsavík Straumur hi . ísafiröi Sei. Mvvntssveit Verslunin Hegri, Sauöurkr. Stúdiú Keflavtk. Ketlavík Bókabuöin Urft, Raufarhöfn Rafm.vprsl. Sv. G,, Egiisst, Staibuftin hf., Seyöisfiröi Tonspil, Neskaupstuö Vetsl. Hvammur, Höfn Vöruhús K.A.. Selfossi Mosfell sf., Heliu Kf. Skaítfellinga, Vík Kjarni sf. Vestm.eyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.