Morgunblaðið - 18.08.1990, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990
Hrakvirði Alþýðu-
bandalagsins
eftir Birgi ísleif
Gunnarsson
í bókhaldsmáli hefur orðið hrak-
virði verið að ryðja sér rúms á
síðustu árum. Orðið er þó enn ekki
að finna í helstu orðabókum, en það
merkir bókhaldslegt verðmæti eign-
ar þegar hún hefur verið afskrifuð
eins og lög frekast- leyfa. Uppruni
orðsins leynir sér ekki, hrak er
þekkt orð í íslensku og notað í
ýmsum orðasamböndum.
Varnarliðið
Ég get ekki að því gert en þetta
nýja orð, hrakvirði, hefur á síðustu
vikum æ oftar komið upp í huga
minn í tengsium við Alþýðubanda-
lagið. Sú spurning verður áleitin,
hvert sé hrakvirði Alþýðubanda-
lagsins þegar búið er að afskrifa
niður í botn öll stóru orðin og allar
„hugsjónirnar“. Skoðum nokkur
dæmi.
Það er auðvitað að bera í bakka-
fullan lækinn að nefna varnarliðið
í þessu sambandi. í raun eru allir
fyrir löngu hættir að taka mark á
bumbuslætti Alþýðubandalagsins
fyrir kosningar um að varnarliðið
eigi að hverfa frá íslandi. í hvert
skipti sem Alþýðubandalagið sest í
ríkisstjóm er þetta hugsjónamál
gleymt og grafið og ekki á það
minnst fyrr en flokkurinn er aftur
kominn í stjómarandstöðu.
Erlend stóriðja - evrópskt
efnahagssvæði
Andstaðan gegn erlendri stóriðju
á íslandi hefur verið eitt af stóra
hugsjónamálum Alþýðubandalags-
ins. Þeir hömuðust gegn álverinu í
Straumsvík á sínum tíma og sam-
vinna við erlenda aðila á þessu sviði
hefur nánast verið bannorð hjá
þessum flokki. Hver skyldi trúa því
að á vegum ríkisstjómar sem Ál-
þýðubandalagið á sæti í væri verið
að vinna að stórfelldustu stóríðju-
áformum erlendra aðila hér á landi
hingað til? Þeir sem lesið hafa
stefnuskrá Alþýðubandalagsins
þyrftu a.m.k. að láta segja sér það
þrisvar.
Efnahagsbandalag Evrópu hefur
verið á bannlista Alþýðubandalags-
ins til þessa. Engu að síður vinnur
KRISTÍN Einarsdóttir, þingmaður
Kvennalistans, segir að Kvenna-
listinn telji að ríkið hefði fremur
átt að losa sig við eignarhlut sinn
í Islenskum aðalverktökum en að
auka hann. Kvennalistinn sé
andvígur öllum efnahagslegum
tengslum við bandarísku herstöð-
ina á Keflavíkurflugvelli.
Nýlega var undirritað samkomulag
eigenda íslenskra aðalverktaka, sem
felur í sér að eignarhlutur ríkisins í
fyrirtækinu eykst úr 25% í 52%.
Kristín Einarsdóttir, þingmaður
Kvennalistans í Reykjavík, segir að
Kvennalistinn telji, að ríkið hefði
fremur á selja hlut sinn í fyrirtækinu
en auka hann, enda hefði það verið
stefna þessarar ríkisstjórnar að losa
sig út úr fyrirtækjarekstri. Kvenna-
iistinn sé andvígur öllum efnahags-
legum tengslum milli íslendinga og
hersins, auk þess sem þetta fyrirtæki
hafí notið óeðlilegrar sérstöðu í skjóli
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks.
Mér fmnst undarlegt að ríkið skuli
sækjast eftir auknum hlut í Aðalverk-
tökum, þar sem þetta er deyjandi
íyrirtæki í heimi afvopnunar. Banda-
ríkjamenn hafa ákveðið að draga úr
hemaðaruppbyggingu, þar á meðal
hér á Keflavíkurflugvelli. Ég tel að
málsmeðferðin öll sé gagnrýnisverð,
sérstaklega það að utanríkisráðherra
skuli taka sér vald til að fjárfesta
svona mikið án þess að bera það
undir Alþingi," segir Kristín Einars-
dóttir.
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri
KRISTINM SIGURJOMSSOM. HRL, loggiiturfasteignasali
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Skammt frá Háskólanum - gott verð
í suðurenda 3ja herb. íb. á 4. hæð á Melunum. Sólsv. Nýtt eldh. Ris-
herb. m/snyrtingu. Skuldlaus. Laus strax. Útsýni. Verð aðeins kr. 5,9 millj.
Þakhæð við Sólheima
Góð 4ra herb. íb. í fjórbýlish. 92 fm nettó. Nýl. gler og póstar. Sér-
hiti. Svalir. Sér þvottahús. Útsýni. Skuldlaus laus strax.
Endaíbúð í nýja miðbænum
Úrvalsíb. 4ra herb. 104 fm auk sameignar v/Ofanleiti. Sérþvottah.
Tvennar svalir. JP-innr. Góður bílskúr. Mikið útsýni. Gott lán.
Séríbúð í þríbýlishúsi
á útsýnisstað við Digranesveg 2ja herb. íb. 63,5 fm nettó á jarðh.
Allt sér. Mikið endurn. (gler, parket, sólskáli). Laus strax.
Á góðu verði í Laugardalnum
3ja herb. lítið niðurgr. samþ. sérib. í kj. Sérinng. Sérhiti. Nýtt gler.
Vinsæll staður. Verð aðeins kr. 5,3 millj.
Glæsilegar íbúðir í byggingu
Óvenju rúmg. íb., ein 3ja herb. og ein 4ra herb. í smíðum v/Spor-
hamra. Nú fullb. undir trév. og máln. Sérþvottah. Sameign verður
fullg. Bílskúr. Frábær greiðslukjör. Byggjandi Húni sf.
í þríbýlishúsi á Seltjarnarnesi
Jarðhæð 4ra herb. 106 fm. Allt sér (inng., hiti, þvottah.). Skuldlaus
eign við nýja vistgötu. Mjög gott verð.
Rúmgóð suðuríbúð - útsýni
3ja herb. íb. á 3. hæð við Blikahóla 86,8 fm auk sameignar. í fyrra
var sameign endurn. Húsnæðislán kr. 1,8 millj. Verð aðeins kr. 5,5 millj.
Einn af okkar traustu viðskiptavinum
óskar eftir 4ra-5 herb. íb. í Vogum eða Sundum. Má þarfnast endur-
bóta. Góðar greiðslur.
Opið ídag kl. 10.00-16.00.
Fjöldi fjársterkra kaupenda.
Almenna fasteignasalan sf.
varstofnuð 12.júlí1944.
AIMENNA
f ASTEIGNASMMI
LAUGÁvÉGM8SÍMAR2ÍÍ5Ö^2Í370
ríkisstjóm Alþýðubandalagsins að
samningsgerð sem felur í sér nán-
ari tengsl við Evrópubandalagið en
við höfum áðurþekkt. Utanríkisráð-
herra íslands stýrði á síðasta ári
viðræðum EFTA-ríkjanna við Evr-
ópubandalagið um svonefnt evr-
ópskt efnahagssvæði sem á að fela
í sér óhindruð vöruviðskipti, íjár-
magnsflutninga, þjónustuviðskipti
og frjálsan atvinnu- og búseturétt.
Já, þeir era kokvíðir alþýðubanda-
lagsmennirnir.
Samningana í gildi
Alþýðubandalagið hefur reynt að
telja fólki trú um að flokkurinn sé
verkalýðsflokkur og vilji virða gerða
kjarasamninga. Og ekki nóg með
það. Hann hefur viljað láta fólk
trúa því að hann væri í fararbroddi
í kjarabaráttu launafólks. Kosn-
ingabarátta hefur verið háð undir
slagorðunum „samningana í gildi“
og „kosningar em kjarabarátta“.
Þegar mikið liggur við mæta for-
ystumenn Alþýðubandalagsins í
kröfugöngu 1. maí. Enginn flokkur
Birgir ísleifur Gunnarsson
hefur þó sýnt eins mikið siðleysi í
þessum efnum eins og Alþýðu-
bandalagið á dögunum þegar það
með bráðabirgðalögum afnam
kjarasamning sem höfuðpaurarnir
sjálfir höfðu gert við BHMR. Skyldu
menn í næstu kosningum trúa slag-
orðinu „kosningar eru kjarabar-
átta“?
Ný viðhorf
Það er einnig önnur hlið á þessu
máli sem er ekki síður athyglisverð.
Eitt af gmndvallaratriðum í stjórn-
„Sú spurning verður
áleitin, hvert sé hrak-
virði Alþýðubandalags-
ins þegar búið er að
afskrifa niður í botn öll
stóru orðin og allar
„hugsjónirnar“.“
málabaráttu síðustu áratuga er
ágreiningur um það, hversu launin
eigi stóran þátt í verðbólguþróun-
inni. Sósíalistar og þeirra fýlgifiskar
hafa ekki talið launin úrslitaatriði,
heldur ýmsa aðra þætti í efna-
hagslífinu. Málflutningur Alþýðu-
bandalagsins, og ekki síst verka-
lýðsforingja þess undanfama mán-
uði, sýnir að þessi ágreiningur er
ekki lengur til í íslenskri pólitík.
Þeir hafa lagt áherslu á það í orði
og verki hve mikil áhrif launin hafi
í þessu efni og hafa því ekki hikað
við að krefjast lagasetningar til að
afnema 4,5% hækkunina og þannig
„forðast nýja verðbólguskriðu“.
Þannig gildir það einu hvar borið
er niður í hugsjónamálum Alþýðu-
bandalagsins, þar er allt búið að
afskrifa eins og frekast er hægt.
Er von að spurt sé: Hvert er hrak-
virði Alþýðubandalagsins?
Höfundur er einn a f
alþingismönnum
Sjálfstæðisflokksins íReykjavík.
Andvígar efnahags-
tengslum við herinn
- segir Kristín Einarsdóttir, Kvennalista
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
í Sögn mannkyns (ritröð AB,
2. bindi, bls. 201) er reitur með
fyrirsögninni Friðkaup með
undanlátssemi. Þar segir:
„Þegar Filippus [Makedoní-
konungur] ruddist austur yfir
Þrakíu árið 431, flutti Demos-
þenes á aþenska þjóðfundinum
mikla ræðu. Þar hélt hann því
fram af þróttmikilli mælsku, að
það væri lífshættulegt fyrir
Aþenu að halda fast við undan-
látssemina til þess að kaupa sér
frið af konungi Makedoníu.
Þetta minnir einna helst á
ástandið skömmu fyrir síðari
heimsstyrjöld, þegar sumir leið-
togar vesturveldanna reyndu að
kaupa frið með undanlátssemi
við Hitler.“
Um hugsanleg friðkaup af
þessu tagi ræddi George Bush
(og fleiri) ekki fyrir löngu og
nefndi appeasement, en það orð
er í stóru ensku orðabókinni
(Amar og Örlygs) þýtt nákvæm-
lega með sömu orðum og standa
yfír reitnum í ritröð AB. Hjá
íslenskum fréttamönnum virðist
mér sem appeasement sé nú
yfirleitt þýtt með friðþæging eða
friðþægingarstefna. Friðþæg-
ing er auðvitað myndað af sögn-
inni að friðþægja, en þægja
kemur af þriðju kennimynd
sagnarinnar að þiggja, þ.e.a.s.
þágum. I Orðabók Menningar-
sjóðs er friðþægja skilgreint:
„bæta fyrir, f(riðþægja) fyrir
syndir“. Langt er síðan trúin
lagði undir sig merkingu þessar-
ar sagnar. Umsjónarmanni fell-
ur því betur við orðin friðkaup
og friðkaupastefna (heldur en
friðþæging og friðþægingar-
stefna), þegar lýst er þeirri við-
leitni sem greint var frá í sam-
bandi við Filippus Makedoníu-
konung og Hitler og menn nefna
nú á dögum í sambandi við Sadd-
am Hussein í írak. Og þá rifjast
allt í einu upp að 1. júlí 1989
birtist hér í þættinum svofelld
limra frá Þjóðreki þaðan:
þeir vita ekki að DV er dagblað,
þeir dorga ekki hákarl á lagvað,
en þeir höndla við fíkla
og framleiða sýkla
sér til fjárgróða og valda í Bagdað.
Kolþerna er forn samsetning.
Ekki settu gamlar höfðingjaætt-
ir þernumerkinguna fyrir sig.
Þrjár eru Kolþernur í höfðingja-
ættum á Sturlungaöld, og ekki
aðrar, þeirra á meðal Kolþerna
Eyjólfsdóttir, sonardóttir Guð-
mundar ríka á Möðruvöllum í
Eyjafirði. Hún átti Bergþór Más-
son Húnröðarson Véfröðarsonar
Ævarssonar hins gamla. Þetta
eru Húnröðlingar eða Æverling-
ar. Hafliði Másson, stórhöfðingi
á Breiðabólsstað í Vesturhópi,
var mágur Kolþernu Eyjólfsdótt-
ur.
Arið 1703 voru 14 Kolþernur
á íslandi, einkum sunnanlands
og vestan. Árið 1801 hafði þeim
fækkað í átta, og þar af voru
sex í Dalasýslu. Tekur þetta
svipmikla nafn að einangrast þar
um slóðir. Árið 1845 hefur
fækkað um helming, og eru þrjár
í Dölum en ein í Strandasýslu.
Tíu árum síðar eru enn fjórar
og allar í Dölum. Árið 1910 eru
enn tvær Kolþemur, báðar
fæddar í Dalasýslu. Síðan ekki
söguna meir. En nú skíra menn
einstöku sinnum Kolfinnu og
Kolfreyju og mörgum sinnum
Kolbrún.
Sumt í fornum kvæðum okkar
er gætt þvílíkum þokka, að allar
lýsingar og skýringar verða
máttvana og orð duglaus. í
Hamdismálum er eftirfarandi
vísa, þegar Jörmunrekkur situr
að drykkju með hirð sinni og
verður þess vís, að Hamdir og
Sörli Jónakurssynir eru komnir
að hefna Svanhildar systur
sinnar „er Jörmunrekkur/jóm
um traddi“ = lét troða undir
hestafótum:
Hló þá Jörmunrekkur,
hendi drap á kampa,
beiddist að bröngu,
böðvaðist að víni.
Skók hann skör jarpa,
sá á skjöld hvítan,
lét hann sér í hendi,
hvarfa ker gullið.
Tínlngur: 1) í sjónvarpsfrétt-
um var þess getið að Byggingar-
sjóður rikisins gæti ekki veitt lán
til „byggingu" o.s.frv. Þarna
hefði átt að segja til byggingar.
2) í Útvarpsfréttum var getið
manns sem „nýtur stuðning
551.þáttur
Gorbatsjovs“. Afsakanlegra
hefði verið að sleppa eignarfalls-
essinu á útlendu nafni en
íslenska orðinu stuðningur. Enn
njóta menn stuðnings, þegar
svo ber undir.
3) í sömu útvarpsfréttum var
sagt frá mönnum „sem krefjast
aukins lýðræði“. Enn var eignar-
fallsending í ónáð. Venjulega
krefjast menn lýðræðis á tungu
okkar.
4) í dagskrárkynningu sjón-
varps voru boðuð „fangabrögð“.
í ljós kom að þetta voru fang-
brögð = glímutök, en (belli)-
brögð fanga víðs fjarri sem bet-
ur fór.
Lát ei kúgast þanka þinn,
þegar efni vandast.
Ég skal fljúga á forlögin,
fella þau og standast.
(Sigurður Eiriksson BreiðQörð; 1798-1846.)
„í Landnámu eru varðveittar
vísur, sem vel geta verið frá
fyrstu áratugum Islands byggð-
ar, yfirleitt einfaldar að formi,
en með frumstæðum fegurð-
arblæ:
Drúpir Höfði,
dauðr er Þengill,
hlæja hiíðir
við Hallsteini.
Ýmis ömefni og bæjarnöfn frá
landnámsöld era órækt vitni um
menn, sem bæði kunnu að sjá
og lýsa því, sem þeir sáu, með
einu orði, — hinu eina, rétta
orði. Þessi nöfn eru elzti skáld-
skapur íslendinga og mörg mjög
skáldleg: Bláskógar, Brimlár-
höfði, Dynskógar, Glóðafeykir,
Helgrindur, Hengifoss, Hregg-
nasi, Ljósavatn, Skuggabjörg,
Svalþúfa, Unaðsdalur o.s.frv.
Þau sýna, að þjóðin nam landið
með augum, hug og tungu, um
leið og hún nýtti það sér til
bjargar. Seinfundin mundu
verða í nýlendum þeim, sem
Norðurálfumenn hafa numið á
síðari öldum, nöfn staða og
bæja, sem bæru vitni um svo
skarpa athugun á einkennum
nýs lands og slíkan frumleik í
meðferð málsins.“
(Sigurður Nordal: Islenzk
menning, 1942.)