Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.08.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990 13 BLETTAFIFILL — Hieracium faeroense Blóm vikunnar Umsjón Ágústa Björnsdóttir Þáttur nr. 178 Undafíflar hafa löngum verið höfuðverkur grasafræðinga vegna þess hve breytilegir þeir eru í útliti. Tilbrigðin sem unnt er að fínna í íslenskri náttúru virð- ast nánast óendanlega mörg, sumar „tegundir" eru lágvaxnar, aðrar hávaxnar, sumar bera eitt blóm eða fá, aðrar fjölmörg, á sumum sitja öll blöð í hvirfingu við jörð, á öðrum eru blöð upp eftir öllum stöngli, á sumum eru blöðin græn, einlit, en á öðrum blettótt eða dflótt svo nokkuð sé nefnt. En allir bera íslensku unda- fíflamir gula kolla. Roðafífíllinn svonefndi er erlendur undafífíll með gulrauð blóm og algengur í görðum hér á landi. Ástæðunnar fyrir þessari fjölbreytni er að leita í sérstæðri æxlun þessara plantna, og gerir hún undafíflana afar at- hyglisverða frá fræðilegu sjónar- miði. En vegna fjölbreytninnar eru undafíflamir einnig mjög áhugaverðir fyrir garðeigendur. Margir fíflanna em afar skraut- legar plöntur sem sóma sér vel í hvaða garði sem er og fyrír safn- ara em undafíflar mikil náma. Ingimar heitinn Óskarsson grasa- fræðingur taldi vaxa hérlendis a.m.k. 177 tegundir af undafífl- um. Bergþór Jóhannsson telur hins vegar heppilegt að raða íslenskum undafíflum fyrst um sinn í 20 tegundir. Hér ætla ég að gera að umtals- efni eina tegund íslenskra unda- fífla, sem kölluð hefur verið Blettafífill, vegna áerkennilegra rauðra flekkja á blöðunum sem setja mjög svip sinn á plöntuna. Blettafífillinn er nokkuð stórvax- inn, getur orðið a.m.k. 60-70 sm hár og afar blómsæll. Eins og aðrir undafíflar blómstrar hann ekki fyrr en nokkuð er liðið á sumar, í júlí og ágúst. Það er til bóta að klippa kollana af eftir blómgun, við það fríkkar plantan og einnig á fífíllinn það til að sá sér nokkuð ef honum er leyft að þroska aldin, ekki þó svo að vera- legur ami sé að. Blettafífillinn er mjög harðgerður og furðu vind- þolinn. í verstu sumarveðmm get- ur hann þó lagst útaf þar sem ekki gætir skjóls, ef hann er ekki uppbundinn. Blettafífíllinn er víða algengur á suðvesturhorni landsins, en vex einnig á Austurlandi... Hann er nú til í nokkram görðum a.m.k. í Reykjavík. Auðvelt er að rækta hann frá fræi en undanfarin ár hefur verið talsvert úrval af unda- fíflum á frælista Garðyrkjufélags íslands. Agnar Ingólfsson Geysir Hólar Frá Gerpissvæðum. Bærinn Laug í baksýn. Göngumenn geta valið um ýms- ar leiðir upp frá Geysi. Ein er sú að fara inn í Haukadal og upp með Tungufljóti að vestan. Þar er margt fallegt að sjá, og m.a. er Haukadalur sjálfur. Leiðin er ekki alls kostar greið. Tungufljót renn- ur austan undir Haukadalsheiði, og falla í það margar kvíslar úr hlíðinni. Þar verður nafnbreyting. Heitir Ásbrandsá þar fyrir ofán. Kemur hún úr Sandvatni. Er í henni jökulvatn og fær Fljótið þaðan silfurgráa litinn. Kvíslarnar auka mjög vatnsmajgnið en þó er dijúgmikið vatn í Asbrandsá, og víða er hún ströng. Verður því naumast komist yfír hana nema á vöðum. Skammt fyrir austan ána er bærinn Hólar. Gegnt honum er foss í ánni, Hávaðafoss. Er vað í ánni rúmlega 1 km fyrir ofan foss- inn, nefnist Stekkatúnsvað. Kunn- ugir telja vaðið gott, venjulega ekki dýpra en í hné, en þræða verður brot. Vilji menn vera lausir við að vaða ána, verður að fara þjóðveg- inn austur yfir Tungufljótsbrú. Skammt austan við brúarsporð er bærinn Brú. Þaðan et sæmileg gönguleið upp hjá Hólum. Litlu austar en Brú er bærinn Kjóastað- ir. Þaðan er einnig leið upp hjá Hólum, lítið eitt lengri, en betra gönguland. Hólar hétu fullu nafni Upphól- ar. Jörðin var byggð nokkuð fram á 20. öld. Hún þótti ágæt fjáijörð, en afskekkt nokkuð og hefur það átt sinn þátt í eyðingu byggðar. Ásamt Tungufelli og Jaðri í Ytri- hrepp og Brattholti í Tungum mun hún vera einna lengst frá sjó allra bæja á landinu, þeirra er verið hafa í byggð á síðari öldum. Land er hér fremur flatt og Á slóöum Feröafélags tslands fremur tilbreytingarlítið, en þeim mun tignarlegri er fjallasýn. Rism- ikið fjall er í landnorðri, mikið um sig, en upptyppt. Er það Bláfell, hæsta fjall suðvestanlands að jökl- um fráteknum, 1.204 m. Langjök- ull blasir við í útnorðri, en suðaust- an við hann er röð hvassra tinda, Jarlhettur, mjög áberandi, þar sem þær ber við hvítan jökul, svipdökk- ar sjálfar. Sunnar er Hlöðufell mest fyrirferðar, litlu lægra er Bláfell, 1.188 m. Hólar eru sem mest móts við Gullfoss eða litlu innar. Hér er víða fagur gróður, einkum austan til inn af Gullfossi, en gras fer þverrandi. Er auðséð að hér er komið á efstu mörk byggðarlands- ins, en afréttur tekur við, og brátt er gróið land horfíð, en í þess stað auðn ein og berangur, nema græn- ir blettir sjást á stöku stað, upp- græðsla síðari ára. Fram undan er nú Sandá, og er land þar að mestu ógróið. Stjórnarskipti í SÍNE SUMARRÁÐSTEFNA SÍNE var haldin 11. ágúst sl. Þar fóru fram stjórn- arskipti. Þeir sem skipa nýja stjórn SÍNE eru Arnór Þórir Sigfússon, Guðmundur Rúnar Árnason, Eiríkur Hjálmarsson, Jón Ólafsson og Ólaf- ur Briem. í lok ráðstefnunnar var „Sumarráðstefna SÍNE haldin 11. ágúst í Félagsstofnun stúdenta skor- ar á stjórnvöld að vera á varðbergi vegna sameiginlegs innri markaðar Evrópubandalagsins í byijun árs 1993. Ef ekki verður vel á málum haldið, kann svo að fara að skólar í löndum EB lokist fyrir íslendingum og eru reyndar ýmis teikn á lofti sem vekja ugg. í ljósi þessa skýtur skökku við að stjórnvöld skuli vega að námi erlendis þegar það þarfnast hvað mestrar aðhlynningar. Mótmælt er hækkun tekjutillits, niðurfellingu sumarlána og niðurskurði á láni vegna bóka-, tækja og efniskostnað- ar. Fundurinn beinir þeim tilmælum til lánasjóðsyfírvalda að námsmönn- samþykkt svohljóðandi ályktun: um verði leyft að hafa sumartekjur sem svara tvöfaldri framfærslu í leyfí án þess að lánin verði skert. Fundurinn fagnar því að nú skyli hafa verið gerð framfærslukönnun á íslandi en skorar á stjórn LÍN að gera samskonar könnun fyrir náms- menn erlendis. Fundurinn lýsir furðu sinni á ummælum Árna Þórs Sigurðs- sonar formanns stjórnar LÍN sem telur að miklu hærri neysluútgjöld námsmanna en sem nemur útreikn- uðum framfærslugrunni LÍN, bendi ekki til að sá grunnur sé of lágur. Sumarráðstefna SÍNE telur hinsveg- ar að þessar niðurstöður sýni svart á hvítu að framfærslugrunnur lána- sjóðsins er viðsflarri raunverulegum framfærslukostnaði námsmanna." Míele „ROLLS ROYCE" ÞVOTTAVÉLANNA MB „gSMttuaM JÓHANN ÓLAFSS0N & CO. HF. Sundaborg 13 - 104 Reykjavík - Sími 688 588 OPHD A LAUGARDAG FRA KL. 10-12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.