Morgunblaðið - 18.08.1990, Side 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990
Minning:
* *
Lárus A. Arsælsson
frá Vestmannaeyjum
Fæddur 9. maí 1914
Dáinn 13. ágúst 1990
Mig langar til að minnast hans
afa míns með nokkrum orðum. Eg
ólst upp á neðri hæðinni í húsi afa
á Kirkjuveginum í Eyjum. Við urð-
um svo að fiýja um gosnóttina og
bjuggum þá saman í Reykjavík
fýrstu mánuðina þar til afi og Gógó
keyptu sér snotra íbúð handan göt-
unnar í Eskihlíðinni. Þau fluttu svo
heim til Eyja ári eftir að gosi lauk
og hafa búið þar síðan. Afi var
fæddur 9. maí 1914, elstur 9 systk-
ina, sonur Ársæls Sveinssonar og
Laufeyjar Sigurðardóttur frá
Fögrubrekku. Afa var ætlað að
hjálpa til við rekstur á útgerðarfé-
lagi föður síns og var því sendur í
Verslunarskólann í Reykjavík. Þessi
ár voru ekki eintómir sæludagar
og sérstaklega minntist hann kuld-
ans í herberginu sem hann bjó í og
hve oft hann var svangur og átti
litla matarpeninga. Þessi ár liðu og
hann kom til baka til Eyja og sett-
ist við skrifborið sem honum var
ætlað.
Fyrri eiginkona afa var Ágústa
Gísladóttir frá Skálholti, sem lést
1941. Þau eignuðust þrjú börn,
Sirrý, Ársæl og Ágústu. Árið 1948
kvæntist afi eftirlifandi konu sinni
Bergþóru Þórðardóttur frá Bergi
eða Gógó eins og við köllum hana
öll. Hún tók við heimilinu og hefur
annast það af einstakri alúð alla tíð
jafnt utan húss sem innan. Það var
ekki að ástæðulausu, sem afi talaði
um að Fagrihvammur væri rétt-
nefni á Kirkjuvegi 43. Alltaf var
hún boðin og búin til að hjálpa
okkur systkinunum við heimalær-
dóm, ég tala nú ekki um vinnubæk-
urnar sem hún aðstoðaði okkur við
að myndskreyta sem og ljölmargt
annað.
Mig langar til að minnast stunda
með afa, sem alltaf var reiðubúinn
að sinna okkur systkinunum frá því
að ég man eftir mér. Ein af fyrstu
minningunum er þegar hann settist
í tröppurnar á ganginum, tók okkur
sitt á hvort lærið og söng „negra-
strákar fóru á rall og þá voru þeir
tíu“ og „inn milli fjallana þar á ég
heima“ svo eitthvað sé nefnt. Marg-
ar vísurnar kenndi han okkur og
er mér sagt að kennari minn í 6-
ára bekk hafi undrast vísnakunn-
áttu mína, en þá mun ég hafa svar-
að að bragði, ,já, ég á svo góðan
afa“. Ósjaldan fór hann með okkur
í bíltúr, snemma á • sunnudags-
morgnum. Þá var alltaf mikið sung-
ið og blár ópal borðaður milli laga.
Afi var mjög vandvirkur og vildi
alltaf að maður gerði sitt besta. Þó
var hann ekki ósanngjarn eða of
tilætlunarsamur, en hrósaði okkur
ef við gerðum verkin samviskusam-
lega og af vandvirkni. Þessarar
alúðar fengu mín börn að njóta í
ríkum mæli, þegar fundum þeirra
og afa bar saman áratugum síðar.
Um 11 ára aldur fór ég að vinna
í saltfiski hjá afa, rífa upp og salta,
undir leiðsögn fullorðins fólks sem
kunni vel til verka. Þessa tíma
minninst ég alltaf með ánægju og
finnst mér þetta hafa verið góð
byijun á vinnuferlinum enda unnið
vel meðan verið var að, en saltfisk-
urinn tók þó ekki svo margar vikur
á hveiju sumri, að ekki gæfist
nægur tími til að vera barn og ungl-
ingur. Á þessum tíma var bygging-
arvöruverslun snar þáttur í fyrir-
tækinu. Það var dijúgt sem þurfti
að innheimta því mikið var keypt
út á krít. Oft hef ég hugsað til
þess síðar, að ekki hefðu allir treyst
12-13 ára unglingi fyrir öllum þeim
fjármunum, sem ég hafði oft á
tíðum í veskinu.
Hann sýndi okkur alltaf mikla
umhyggju kannski einum of fannst
manni á stundum. Hvað sem á gekk
fyrir utan veggi heimilisins, þá lét
hann aldrei líðan sína og áhyggjur
bitna eða hafa áhrif á samveru
hans með okkur, Meira að segja sú
mikla uppstokkun og uppgjör, sem
fylgdi í kjölfar fráfalls föðru hans,
þar sem lífsstarf hans var að mestu
leyst upp, breytti þat- litlu um. Vinn-
an var eitt og heimilið annað.
Hin síðari ár þegar við hittumst,
spiluðum við gjarnan brids langt
fram á nótt og enginn var áhuga-
samari og gleggri en hann. Úthald-
ið brást nú oftast fyrr hjá unga
fólkinu áður en afi var búinn að fá
nóg af spilamennskunni.
Hann afi er nú allur, 76 ára að
aldri. Sjúkrahúslegan var skemmri
en okkur óraði fyrir en ég er visss
um að hann hefur ekki viljað hafa
hana lengri. Ég held að hann afi
minn hafi sofnað sáttur við sig og
sína. Ég geri þau orð að mínum sem
hann sagði við mig þegar pabbi
minn lést: „Núna líður honum vel,
hann er hjá Guði.“
Elsku Gógó mín. Hafðu þökk
fyrir stuðning þinn við afa og megi
minning hans og samheldni ykkar
styrkja þig gegnum þyngstu dag-
ana og verða okkur hinum að leiðar-
ljósi um ókomna tíð.
Ágústa Guðmarsdóttir og Ijöl-
skylda, Ási í Noregi.
Lárus var elstur 9 barna Laufeyj-
ar Sigurðardóttur og Ársæls
Sveinssonar útgerðarmanns er
Sæbjörg Sigurðar-
dóttir - Minning
Fædd 3. maí 1896
Dáinn 21. júlí 1990
Ellefu börn þeirra Sigurbjargar
og Sigurðar í Rauðholti fæddust á
19 árum, frá 1887 til 1906. Sæbjörg
var sú sjötta í röðinni. Samkvæmt
lögmálum mannlífsins hefur þessi
íjölskylda teygt greinar sínar víða
og telur nú yfir 400 manns. Það er
að segja afkomendur þeirra Rauð-
holtshjóna og þeir sem tengjast þeim
fjölskylduböndum.
Sæbjörg var í miðið og lengst af
hefur hún verið nokkurs konar
þungamiðja í þessari stórfjölskyldu.
I nokkur ár stóð hún ein eftir af
systkinahópnum en hefur nú einnig
verið kölluð til feðra sinna og var
jarðsett þann 27. júlí sl. í Fossvogs-
kirkjugarði.
Hver var hún þessi Sæbjörg?
Hún var einhleyp verkakona sína
löngu starfsævi. Kona serh alltaf virt-
ist geta veitt til annarra, bæði verald-
legum og andlegum gæðum.
Hvernig má rökstyðja það að hún
hafi verið þungamiðja, stórfjölskyld-
unni? Sjálfsagt er mér það ofviða,
en á móti finnst mér að við höfum
öll vitað af henni og hún hafi vitað
af okkur öllum eða svo fannst mér
þegar ég leit inn hjá henni á Elliheim-
ilinu Grund á seinustu árum. Það
virtist einu gilda hvort ég minntist
á fólk úr 1. 2. 3. eða 4. ættlið í þess-
um frændgarði, þá vissi hun á því
deili.
Þegar ég man fyrst eftir var Sæ-
björg flutt alfarin af Austurlandi og
mun lengst af hafa átt heimili í
Reykjavík eftir það.
Hún var heimilisföst hér í Rauð-
holti þar til afi minn brá búi 1912
og sjðan aftur hja'foreldrum mínum
(bróður hennar og mágkonu) um 5
eða 6 ára skeið, á 3. tug þessarar
aldar. í millitíðinni var hún allvíða,
m.a. hjá Sigrúnu Blöndal, sem þá rak
ásamt manni sínum Benedikt Blönd-
al, nokkurs konar lýðskóla í Mjóa-
nesi á Völlum. Ekki munu efnin hafa
gefið kost á skólavist, en á vefnað-
arnámskeiði var hún hjá Sigrúnu og
einnig var hún á námskeiði í fata-
saum á Seyðisfirði.
Löngu eftir að starfsdegi Sæbjarg-
ar lauk kom sér vel sú handmennt
sem hún aflaði sér á þessum árum.
Síðast barst hingað handunnið vegg-
teppi frá henni þegar hún var að ljúka
níunda áratugnum.
Þegar hún var hjá foreldrum
mínum keypti hún pijónavél, sem
hún mun hafa hugsað sem grunn
að atvinnurekstri, en efnahagsástand
hér í sveitum á þeim kreppuárum
gaf ekki forsendur til slíks. Hins
vegar varð vélin hér eftir til ómetan-
legs bjargræðis fyrir þau, þegar
Sæbjörg fluttist suður í atvinnuleit.
Þar urðu störfin margvísleg. Mætti
nefna vistir, kaupavinnu í sveitum,
fiskvinnu og veitingastörf á Hreða-
vatni.
Þótt skólagangan væri lítil var
fróðleiks- og menntaþorstinn til stað-
ar og það heyrði ég móður mína
segja að henni hefði stundum fund-
ist, að Sæbjörg þyrfti ekkert að sofa
á vorin. Hún hefði lesið heilu og
hálfu næturnar. Víst er það, að
menntun eignaðist Sæbjörg með sínu
móti eins og svo margir aðrir.
Eitt sem einkenndi hana öðru
fremur var hve henni var eðlilegt að
gefá. Einn þattúr þeirrar gjafmildi
kom fram með þeim hætti, að aldrei
kom hún í heimsókn hér á æskuslóð-
ir án þess að heimilin þar sem nánir
frændur bjuggu væru heimsótt og
að ölllum á hveijum bæ væri vikið
einhverju þörfu til eignar.
Þrátt fyrir þennan eiginleika auðn-
aðist Sæbjörgu að öngla saman fyrir
íbúð í Hátúninu í Reykjavík. Þar
hélt hún hún heimili umárabil eftir
að halla tók undan fæti hjá henni.
Þegar ekki gekk lengur að sjá um
sjálf vistaði hún sig á Elliheimilinu
Grund og gaf íbúðina dvalarheimili
aldraða í sínu heimahéraði. Bækur
sínar gaf hún einnig til Dvalarheim-
ilsins á Egilsstöðum og í þá sendingu
komu líka bækur úr dánarbúi Boga
bróður hennar.
Þótt Sæbjörg ynni alla sína starfs-
ævi sem verkakona mun hún yfir-
leitt hafa haft verulegt sjálfstæði á
sínum vinnustað; fas hennar og
framganga bauð ekki upp á annað.
Beinar fregnir af hennar starfs-
ferli hef ég ekki mjög víða að, en
allt hnígur það til einnar áttar að
störf hennar voru virt og þökkuð.
Móðir mín lét þau orð falla þegar
hún var orðin aldurhnigin að hún
ætti engum meira að þakka.
Það hef ég sannfrétt að óskyldir
einstaklingar og íjölskyldur hafí no-
tið alls þess sama og frændliðið, þar
sem leiðir lágu saman á dvalar-eða
vinnustöðum þannig að vinátta skap-
aðist.
Sem þakklætisvott hlaut hún, að
ég hygg oftar en einu sinni, að
vandalaus börn voru skírð í höfuð
henni, auk þess sem dálitlum hópi
systkinabarnanna hlotnaðist sá heið-
ur að fá að bera nafn sem leitt var
af hennar nafni.
Frænkan mín góða var búin að
kvíða því svolítið að henni væri ætlað
að verða 100 ára. Var þetta ekki
nokkuð góð málamiðlun að sleppa
með 94 ár og um það bil þriggja
mánaða banalegu, sem ég og fleiri
hefðum svo fegnir viljað létta. Um
það er of seint að ræða. En þiggðu
þessa kveðja og þakkir.
Guð blessi Sæbjörgu.
Sævar Sigbjarnarson
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma,
BIRNA ÞÓRÐARDÓTTIR,
andaðist föstudaginn 17. ágúst.
Helgi G. Ingimundarson,
börn og barnabörn.
bjuggu að Fögrubrekku, Vest-
mannaeyjum.
Lárus ólst upp eins og unglingar
í þá daga lítið um leiki, alvara lífsins
tók fljótt öll völd. Útgerð og rekst-
ur föður hans áttu hug hans allan.
Árið 1935 kvænist Lárus Ágústu
Gísladóttur frá Skálholti og eignuð-
ust þau þrjú börn. Ágústa lést á
besta aldri árið 1941.
1948 kvænist Lárus eftirlifandi
eiginkonu sinni Bergþóru Þórðar-
dóttur frá Bergi.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Lárusi er ég var barn að alast
upp í nágrenni fyrirtækis fjölskyldu
hans. Umsvif þessa mikla útgerðar,
fiskverkunar, verslunar og iðnfyrir-
tækis Ársæls Sveinssonar vakti
fljótt áhuga minn. Það var ekki síst
að alltaf var tími hjá stjórnendum
þess til þess að veita unglingi at-
hygli og ræða málin bæði í alvöru
og glettni.
Það kom í hlut Lárusar að loknu
námi við Verslunarskóla Islands að
veita skrifstofu fyrirtækisins for-
stöðu. Ég veit að ég mæli fyrir
marga er ég segi að það starf hafi
lánast vel, þrátt fyrir að oft hafi
verið sigldur krappur sjór í umsvifa
miklum rekstri. Það gerist ekki að
sjálfu sér að reka fjölþætt fyrirtæki
með um eitt hundrað starfsmenn.
Lárus var virðulegur maður,
hafði skoðanir á málum og ræddi
þau af alúð, hann virti skoðanir
annarra og aldrei heyrði ég hann
hallmæla manni hvorki starfsmanni
eða viðskiptaaðila.
En þrátt fyrir erilsamt og
ábyrgðarmikið starf gaf Lárus sér
tíma til þátttöku í nokkru félags-
starfi. Hann hafði áhuga fyrir söng
og starfaði í karlakór um árabil,
var félagi í íþróttafélaginu Þór,
Golfklúbbi Vestmannaeyja, Björg-
unarfélagi Vestmannaeyja, Sjálf-
stæðisflokki Vestmannaeyja. í öll-
um þessum félögum naut hann virð-
ingar og var í stjórn sumra um lang-
an tíma. Einnig starfaði hann í
ýmsum félögum og nefndum er
tengdust rekstri fjölskyldunnar.
Að ætla sér að rekja ævi og störf
Lárusar Ársælssonar í nokkrum
línum er ekki hægt, það væri efni
í heila bók.
Árið 1964 hefst samstarf Skipa-
smíðastöðvar Vestmannaeyja sem
er í eigu fjölskyldu Lárusar og
Skipaviðgerða hf. er fjölskylda mín
á hlut í, frá þeim tíma hefur sam-
vinna okkar verið náin og góð.
Fjölskylda mín og starfsmenn
Skipaviðgerða hf. vilja þakka góð-
um drengskaparmanni samfylgd-
ina.
Kæra Bergþóra, Sigríður, Ár-
sæll, Ágústa og fjölskyldur, við
vottum ykkur innilega samúð.
Kristján G. Eggertsson
Eiginmaður minn, t EIÐUR SVEINSSON,
Nesvegi 41,
lést 16. ágúst. Reykjavík,
Sigríður Sæmundsdóttir og börn.
t
Útför
GUÐLAUGAR ÓLAFSDÓTTUR
frá Eyri ■ Svínadal,
fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 20. ágúst kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Gréta Árnadóttir,
Einar Hilmar Jónmundsson,
Sigurður Rúnar Jónmundsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
INDÍANA GÍSLADÓTTIR,
Dalbraut 27,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 20. ágúst
kl. 10.30.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Jóhanna Jónasdóttir,
Jóhann Jónasson,
Þórunn Ólafsdóttir,
Stefán Jónasson,
Anna Jónasdóttir,
Rannveig Jónasdóttir
og barnabörn.
Bjarni Sumarliðason,
Margrét Ákadóttir,
Gylfi Sigurlinnason,
Rósa Gunnarsdóttir,
Bo Jonsson,
t
Innilegar þakkir færum við þeim fjöl-
mörgu, sem með samhryggð, vinarhug
og göfuglyndi studdu okkur á einn eða
annan hátt í veikindum, við andlát og
við útför,
SJAFNAR ÓLAFSDÓTTUR,
Hólagötu 2,
Vestmannaeyjum.
Læknum, hjúkrunar- og starfsfólki
krabbameinsdeildar Landspitala (11-E), sendum við alúðarþakkir
fyrir einlæg störf og hjartahlýju.
Guð leiði ykkur öll.
Trausti Marinósson,
ÓmarTraustason, Svava Gísladóttir,
Marinó T raustason,
Ólafur Traustason, Matthildur Matthíasdóttir,
Sigrún Lúðvíksdóttir,
og barnabörn.