Morgunblaðið - 18.08.1990, Síða 36

Morgunblaðið - 18.08.1990, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1990 „Ég i/iL -ekjd cÁ þú komir meb hjónabcinct&t/anciamciL þ!n t i/innucia." * Ast er... ... að vita að hlýðin börn eru góð börn. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1990 Los Angeles Times Syndicate ur... Góðan daginn herra minn. Var heimilisfriðurinn rofinn um helgina? Þetta er blesi minn: 68100007 Stórmerk bókum ævi Galínu Til Velvakanda. 1984 kom út í New York ævi- saga Galínu Vishnevskaya, stór- merk bók um lífið í Rússlandi og lífsbaráttu hennar. Á þeim árum var ötull útvarpsmaður í Banda- ríkjunum, eins og oft áður, sem manni fannst að gerði fullmikið af því að tilreiða fréttirnar í mann sem á þó ekki að vera og gleymir enginn fréttaflóðinu um Contralið- ana og fór það mál þó öðruvísi en frá var greint. Ég er viss um að ef frægasta söngkona Metropolitan óperunnar hefði þurft að búa í 7 herbergja íbúð með 35 manns og 1 salerni þá hefði það þótt stórfrétt og ef til vill átt að sýna íjandskap amer- íkumanna á tónlist. Svona er hús- næðisskorturinn í alþýðulýðveld- inu. í eldhúsinu hennar Galínu var felli- borð sem á svaf gömul kona og tveir undir borðinu. Þegar hún greinir frá menntamálunum þá kastar íyrst tólfum. Allt varð vit- laust þegar Pasternak fékk Nób- elsverðlaunin. Yfirmaður KGB lagði línuna, Pasternak var svikari við alþýðuna með því að leyfa að gefa bókina út í útlöndum. Énginn maður hafði lesið bókina en rithöf- undamir skrifuðu undir mótmæl- in. Stúdentum í bókmenntafræð- um var hótað burtrekstri úr skóla ef þeir skrifuðu ekki undir. Söngv- ararnir við Bolsoj skrifuðu allir undir nema Galína. Hún benti þeim á að þegar hún var í útlönd- um þá gæti hún ekki viðurkennt að hafa ekki lesið bókina og átti hún þá að segja að hún hefði ver- ið neýdd til þess. Hún skammar rithöfundana og sagði að þeir for- dæmdu Pastemak en sleiktu stíg- vélahælana á mönnunum sem drepið hefðu milljónir manna og hundmð rithöfunda. Manni hefur oft verið fluttar ómerkilegri fréttir en maður Ies í þessari bók. Blaða- mennirnir eru ekki betri. Þeir hafa þagað allt of lengi og er það for- kastanlegt. Húsmóðir. Til Yelvakanda. Hér á eftir fer texti sem er úr formála í riti Búnaðarfélags íslands „Hrossaræktin 1988“ en þar er verið að skýra hið mjög svo um- deilda og breytta númerakerfi nýja hrossaræktarráðunautarins. „I grein um sýningarhald ársins sem er hér í ritinu sést m.a. fjöldi nýskráninga í ættbók BÍ frá árinu 1988. Hrossin eru vitaskuld núm- eruð í samræmi við gildandi númerakerfi. Er þetta annað árið sem það er notað og er nú þegar farinn að sýna sig margháttaður ávinningur af notkun þess. Síð- ustu árin hafa öll bókfærð hross verið númeruð hvort sem þau hafa náð inn í ættbók eða ekki en slík vinnubrögð hefðu þurft að ryðja sér til rúms mikið fyrr. Númerið sem er notað er átta stafa tala þar sem tveir fyrstu stafirnir standa fyrir tvo síðustu stafi fæðingarárs hross- ins, þriðji stafur fyrir kynferði þess, fjórði og fímmti stafur fyrir héraðsnúmer fæðingarhéraðs hrossins og þrír síðustu stafir núm- ersins er raðnúmer fyrir hrossið innan héraðs, kyns og fæðingar- árs. Bent skal á að við lestur núm- era skal kveðið að þeim í samræmi við merkingu, sbr. lýsingu hér á undan. Svo dæmi sé nefnt skal númerið 83265791 lesið svo; átt- atíu og þrír - tveir - sextíu og fimm - sjöhundruð níutíu og eitt. Þá sér hver maður að hér er að ferðinni hryssa (2) sem fædd er árið 1983 (83) í Eyjafirði (65) þá nægir að leggja númerið 791 á minnið, annað helgast af rök- rænni hugsun. Merkingar með Æ-i og *-u verða ekki notaðar.“ Nú spyr sá, sem þetta ritar, hvort þessi texti, úr „viskubrunni Búnaðarfélags íslands" sé birtur þarna á ábyrgð stjórnar félagsins og búnaðarmálastjóra? Búnaðarmálastjóri er beðinn að svara þessu með nánari útskýring- um í grein í Morgunblaðinu. Hestamaður með mikinn áhuga á hrossaættfærslu og kynbótum. HÖGNI HREKKVÍSI ,, A HA .' —AUUR. Y/n/R „PApa."ERO StÍNIR VlNIR !" Yíkveqi skrifar að ætlar að taka ótrúlega lang- an tíma að aðlaga tölvur ís- lensku máli. Víkveiji veit svo mikið um tölvur að hann veit að það er ekki lengur tæknilegt vandamál að setja kommur yfir stafi, eins og tíðkast í íslensku og því virðist vera um framtaksleysi að ræða. Víkveiji skilur t.d. ekki af hvetju Lands- banki íslands getur sett kommu yfir í-ið í Islands en ekki yfír sér- hljóðana í manr.snafninu Ágúst á sama tölvuprentaða formið. Sömu- leiðis virðist ekki vera gert ráð fyr- ir því að menn heiti tveimur nöfn- um, því tölvurnar eru látnar klippa aftan af nafninu. Þannig heitir Ingvar Sigurður Hjálmarsson allt í einu Ingvar Sigurður Hjálmar og finnst Víkveija á því töluverður munur. Víkveiji er handviss 'um að hér er ekki við tölvurnar að sakast heldur slæleg vinnubrögð í bönkun- um. XXX * Isumar átti Víkveiji leið um Að-. aldal og sá þar m.a. fallega garða við sveitabæi. Þar vakti at- hygli sérkennilegt blóm, sem Vík- veija var tjáð að héti alpaþymir, og væri, eins og nafnið bendir til, ættað úr Alpafjöllum. Það sem er sérkennilegt við blómið er, að það þrífst hvergi be'tur en í Aðaldal og Reykjadal í Þingeyjarsýslu. Sunn- lenskir garðeigendur hafa reyndar komið blóminu til í görðum sínum, ■en það hefur kostað áralanga vinnu, sem ekki hefur alltaf skilað þeim árangri sem vænst var til. Leiddar hafa verið líkur að því, að loftslagi í þessum tveimur samliggj- andi þingeysku dölum svipi að ein- hveiju leyti til loftslags í dölum Alpaíjalla. Hnúkaþeyr er t.d. óþekkt fyrirbæri á Suðvesturlandi, en algengur í norðlenskum dölum og ekki síst í Alpafjöllum. Sunnan- vindurinn, sem blæs yfir landið missir þar raka og blæs heitur og þurr þegar yfir hnúkana er komið, hefur greinilega góð áhrif á alpa- þyrninn. Aað undanförnu hefur verið sagt frá því í fréttum að bók breska eðlisfræðingsins Stephens W. Hawkings hafi hlotið fádæma viðtökur í heimalandinu. Bók þessi heitir Saga tímans og fjallar um heimsfræðina, en verkefni hennar er eðli, uppruni og þróun alheims- ins. í bókinni er hvergi slegið af fræðilegum kröfum, en samt er hún skrifuð þannig að hún höfðar til almennings. Ástæðan er trúlega sú, að við lifum í heimi sem erfitt er að skilja og okkur langar að henda reiður á umhverfi okkar og vita hvert sé eðli alheimsins og hlutverk okkar í honum. Þar eð bók þessi er til í nýrri íslenskri útgáfu Hins íslenska bókmenntafélags fór Vík- veiji á stúfana til að kaupa hana. Það er skemmst frá því að segja að í öllum þeim bókabúðum sem Vík- veiji spurðist fyrir um bókina var hún uppseld. Þá ætlaði Víkveiji að fá hana lánaða á Borgarbókasafn- inu, en greip í tómt, og boðið að vera skráður á biðlista. Það er sann- arlega ánægjulegt þegar bækur af þessu tagi hljóta almenningshylli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.