Morgunblaðið - 26.08.1990, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990
Þorsteinn fær heimboð
frá Eystrasaltsríkjum
Mun leggja áherzlu á stuðning við
rétt ríkjanna til sjálfstæðis
ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur fengið
heimboð frá stjórnvöldum í Eistlandi og Litháen. Fer Þorsteinn,
ásamt Kjartani Gunnarssyni framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks-
ins til Eystrasaltslandanna um aðra helgi.
orsteinn sagði við Morgun-
blaðið, að boðið hefði komið í
kjölfar heimsóknar eistlenska ráð-
herrans Endel Lippmaa hingað til
lands í sumar, en þá ræddust þeir
Þorsteinn við. „Eg mun leggja
mikla áherslu á stuðning sjálfstæð-
ismanna við rétt Eystrasaltsríkj-
anna til sjálfstæðis. Við höfum
tekið mjög sterkt undir þeirra sjálf-
stæðiskröfur og fluttum tillögu um
það í vetur að ísland viðurkenndi
sjálfstæði Litháen. Ég hef hins
vegar orðið fyrir vonbrigðum með
það hvað íslenska ríkisstjómin hef-
ur dregið lappimar í þeim efnum.
Og ég er ósammála afstöðu stóm
ríkjanna í NATO, sem hafa greini-
lega tekið aðra hagsmuni framyfir
rétt þessara smáríkja til sjálfstæð-
is,“ sagði Þorsteinn.
Hann sagðist hafa orðið var við
að Eystrasaltsþjóðimar legðu mik-
ið upp úr stuðningi íslendinga.
„Þótt við séum fáir meta þeir mjög
okkar stuðning og telja hann sér
til framdráttar og styrktar, og
þess vegna lít ég svo á að það sé
okkar skylda að gera það sem í
okkar valdi stendur til að styðja
þessar þjóðir í sjálfstæðisbaráttu
sinni,“ sagði Þorsteinn Pálsson.
Svo lítill vindur var á strandstaðnum að þyrlan varð að losa eldsneyti í sjóinn áður en hún gat híft
mennina um borð.
Skipbrotsmönnum af Vöggi GK bjargað af skeri:
Það var byrjað að flæða að
mönmmum er við komum að
- segir Kristján Þ. Jónsson hjá Landhelgisgæzlunni
6 gjaldþrota fyrirtæki
skildu eftír 53 milljómr
I Lögbirtingablaðinu var í fyrradag gerð grein fyrir skiptalokum
í þrotabúum fjögurra hlutafélaga í Reykjavík þar sem lánardrottnar
tapa rúmum 28 milljónum króna. Þá er lokið skiptum í þrotabúum
matvöruverslunar og verktakafyrirtækis í Kópavogi þar sem skuldir
voru samtals um 25 milljónir umfram eignir.
„YNGRI maðurinn hélt utan um félaga sinn á skerinu þegar við kom-
um að. Það vatnaði um þá og var byijað að falla að,“ sagði Kristján
Þ. Jónsson, skipherra á Landhelgisgæzluþyrlunni TF-SIF, í samtali
við Morgunblaðið í gær. Kristján og féiagar hans björguðu mönnunum
tveimur af Vöggi GK ísköldum og þjökuðum eftir að þeir höfðu hafzt
við á skerinu hartnær klukkustund.
Verslunin Kópavogur hf. í Kópa-
vogi varð gjaldþrota í nóvem-
ber 1988. Ekkert greiddist upp í
kröfur sem námu 14,6 milljónum.
í þrotabú Eðalverks hf. í Kópa-
vogi var lýst forgangskröfum að
íjárhæð rúmar 844 þúsund krónur
og almennum kröfum fyrir um 7,6
milljónir króna. Eignir reyndust
nægja til að greiða um tæp 170
þúsund af forgangskröfum.
Konu leitað
á Hellisheiði
HJÁLPARSVEITIR á Suðurlandi
leituðu í gær konu, Aldísar
Eiríksdóttur, sem saknað hefur
verið frá því 12. þessa mánaðar.
Lögreglunni barst í fyrradag
ábending um að sést hafi til kon-
unnar á Hellisheiði fyrir nokkru,
og var þegar í stað skipulögð
leit á svæðinu.
Um sextíu manns taka þátt í
leitinni, en hún hófst um
klukkan níu í gærmorgun. Um há-
degi í gær hafði ekkert spurst til
konunnar.
Bikarúrslitaleikurinn:
Útlit fyrir
mikla aðsókn
ÚTLIT ER fyrir að mikil aðsókn
verði á úrslitaleikinn í bikar-
keppni Knattspyrnusambands Is-
lands sem fram fer á Laugardals-
velli í dag kl 14. Það eru Valur
og KR sem eigast við að þessu
sinni.
Hjá KR höfðu í gærmorgun selst
um 1.000 miðar í forsölu, sem
er meira en selst hafði degi fyrir
úrslitaleikinn í fyrra, þegar KR
keppti við Fram.
KR-ingar hafa verið með forsölu
á aðgöngumiðum á Eiðistorgi. Vals-
menn hafa selt aðgöngumiða í
Kringlunni, en ekki tókst að afla
upplýsinga um sölu þar í gær. I
gærmorgun hófst forsala aðgöngu-
miða í Laugardal.
Sjá nánar um leikinn á bls.
16-17C
Engar eignir fundust í búi hluta-
félagsins Astvaldar og Gunnars í
Reykjavík, sem tekið var til skipta
í janúar 1989. Kröfur námu rúmum
11,8 milljónum.
M. Karlsson hf. var tekið til gjald-
þrotaskipta í júlí 1989. Lýst var
kröfum fyrir 7,4 milljónir króna en
engar eignir fundust.
Martek hf. varð gjaldþrota í júní
1988. Engin greiðsla kom upp í 6,1
milijóna króna skuld.
Videóland hf. varð gjaldþrota 20.
desember 1989. Kröfuhafar fá ekk-
ert greitt upp í rúmlega 2,6 milljóna
króna kröfur.
Strandið hefur líkast til orðið um
kl. 1.20 í fyrrinótt, og sendu
mennimir á Vöggi þá út neyðarkall
og sögðust ekki geta hafzt við í
bátnum öllu lengur. Sex mínútum
síðar gerðu loftskeytastöðvamar
Slysavamafélaginu viðvart og
mínútu seinna var björgunarsveitin
á Stokkseyri kölluð út. Neyðarblys
sáust frá Stokkseyri og Selfossi um
klukkan hálftvö, og var þá hægt að
miða strandstaðinn sæmilega út.
Björgunarsveitarmenn voru lagðir
af stað á staðinn tuttugu mínútum
eftir útkall, og einnig fóm lögreglu-
menn frá Selfossi.
Landhelgisgæzlan fékk tilkynn-
ingu um slysið frá Reykjavíkurradíói
kl. 1.30 og var áhöfn þyrlunnar köll-
uð út á sömu mínútu. Þyrlan tafðist
um nokkrar mínútur vegna bilunar
í ljóskastara, en var komin í loftið
kl. 2.07. Sjö mínútum seinna létu
björgunarsveitarmenn vita að þeir
væru komnir að eyðibýlinu Lofts-
stöðum, sem stendur skammt ofan
við strandstaðinn, en sáu þá engan
bát, þrátt fyrir gott skyggni. Brimið
hefur þá verið búið að vinna á skips-
skrokknum. Björgunarsveitarmenn
lögðu af stað frá Loftsstöðum niður
á fjörurnar, en sóttist ferðin seint,
enda er sandurinn mjög erfíður yfír-
ferðar.
Þrjár mínútur yfir hálfþijú komu
lögreglumenn frá Selfossi auga á
mennina tvo á skeri, og leiðbeindu
þyrlunni á staðinn. „Við sáum brak
á skeijunum í kring og töldum okk-
ur sjá bóginn á bátnum, þar sem
braut á honum talsvert fyrir utan
þá,“ sagði Kristján Þ. Jónsson. Hann
gizkaði á að skerið, sem mennirnir
stóðu á, hefði verið 100-200 metra
undan landi.
„Þegar við ætluðum að fara að
hífa þá var svo lítill vindur, að þyrl-
an ætlaði varla að haldast á lofti.
Þyrlan svífur alltaf betur í dálitlum
strekkingi. Við tókum þess vegna
tvo eða þijá hringi í kring um þá
og losuðum okkur við eldsneyti til
að ná okkur í rétta þyngd,“ sagði
Kristján. Hann sagði að þyrlan væri
búin góðum búnaði til að losa elds-
neyti, og það hefði gengið hratt fyr-
ir sig.
Sigmáður seig eftir mönnunum
tveimur og gekk vel að ná þeim upp
í þyrluna að sögn Kristjáns. Menn-
imir vom ískaldir og mjög þjakaðir,
sérstaklega sá eldri. Læknir var um
borð í þyrlunni að vanda og hlynnti
hann að mönnunum á leiðinni í bæ-
inn. Þyrlan lenti með mennina tvo
við Borgarspítalann sjö mínútur yfir
þijú. í áhöfninni vora, auk Kristj-
áns, Bogi Agnarsson flugsljóri, Haf-
steinn Heiðarsson flugmaður og
Gunnar B. Guðmundsson læknir.
Saga smábátaútgerðar ekki lið-
in en slæmur kapítuli framundan
- segir Haraldur Jóhannsson hjá Landssambandi smábátaeigenda
„SAGA smábátaútgerðar er ekki liðin en mér sýnist slæmur kapí-
tuli vera framundan," segir Haraldur Jóhannsson varaformaður
Landssambands smábátaeigenda. Togaraútgerðir hafa keypt mik-
ið af smábátum frá því í vor, þegar Alþingi samþykkti lög um
stjóm fískveiða en þau kveða m.a. á um að smábátum skuli út-
hlutaður aflakvóti frá næstu áramótum. Skagstrendingur hf.
keypti til dæmis sex smábáta fyrir skömmu til að nýta sér afla-
kvóta þeirra. „Kaupendur smábátanna em aðallega togaraútgerð-
ir en einnig bátaútgerðir. Þeir, sem hafa efni á að kaupa afla-
kvóta, em fyrst og fremst menn, sem selja aflann á innlendu og
erlendu fiskmörkuðunum og sumir þeirra ætla að kaupa 100-400
tonna kvóta,“ segir Brynjar ívarsson hjá skipasölunni Bátum og
búnaði.
Brynjar ívarsson segir að eftir-
spurn eftir varanlegum afla-
kvóta sé meiri en framboðið.
Kvótakílóið hafi kostað 100 krón-
ur í vor, þegar kvótalögin voru
samþykkt, en vegna aukinnar eft-
irspurnar sé verðið nú komið upp
í 120 krónur. Utgerðir, sem kaupa
400 tonna afla-
kvóta, þurfa því
að greiða 48
milljónir fyrir
kvótann. Kílóið
af varanlegum
kvóta kostaði 30
krónur árið 1984, að sögn Brynj-
ars.
„Það er alveg ótrúlegt hvað
smábátamir geta veitt. Eg fékk
til sölu kvótann af tveggja tonna
Færeyingi, sem veiddi 102 tonn
af þorski árið 1987. Þessi afli
fékkst staðfestur hjá ráðuneytinu.
Kvóti þessa homs er á hinn bóg-
inn ekki nema um 40 tonn, þar
sem aflahlutdeild bátanna byggist
á meðalafla tveggja bestu áranna
frá 1987 til 1989. Menn reikna
einnig með að aflakvóti smábáta
skerðist um 10% vegna þess að
þeim hefur fjölgað mikið undan-
farið,“ segir
Brynjar. Sam-
kvæmt upplýs-
ingum Brynjars
fást því um fimm
milljónir fyrir
kvóta þessa
tveggja tonna báts.
Frá og með árinu 1984, fyrsta
kvótaárinu, hafa verið skráðir
samtals 683 nýir, opnir vélbátar.
Þeir eru allir undir 10 tonnum að
stærð og meðalstærð þeirra er um
6 tonn, að sögn Gísla Auðunsson-
ar skipaskráningarmanns.
Heildarafli smábáta hefur auk-
ist mikið að undanfömu. Til dæm-
is veiddu smábátar 7 þúsund tonn-
um meira af þorski fyrstu sjö
mánuðina í ár en á sama tíma í
fyrra, þrátt fyrir að heildarþorsk-
aflinn verði að minnsta kosti 46
þúsund tonnum minni í ár en í
fyrra. Haraldur Jóhannsson full-
yrðir að aukinn afli smábáta stafí
af auknum krókaveiðum, þar sem
kvóti sé á netaveiðum smábáta.
„Bátar, sem stunda krókaveið-
ar, koma með besta fiskinn að
landi og það er ódýrara að gera
út smábáta en togara. Því fæst
meiri arður af smábátaútgerð en
togaraútgerð, þegar upp er staðið.
Það er því mjög slæm þróun fyrir
þjóðarbúið að togaraútgerðir skuli
kaupa smábátakvóta í miklum
mæli.“ Haraldur upplýsir að sum-
ar togaraútgerðir ætli að kaupa
1.000 tonna kvóta og telur líklegt
að kvótaverðið haldi áfram að
hækka vegna mikillar eftirspurn-
ar.
Brynjar Ivarsson segir að
togaraútgerðir kaupi annars veg-
ar bæði smábátana og kvóta
þeirra og hins vegar einungis
kvótann. Einn þeirra togaraút-
gerðarmanna, sem keypt hafa
marga smábáta að undanfömu,
segir orðrétt við Morgunblaðið:
„í rauninni eigum við bátana bara
að nafninu til og skilum þeim eft-
ir áramótin, þegar kvótinn hefur
verið færður yfir. Það er síðan
mál eigenda bátanna til hvers
þeir nota þá eftir að kvótinn hefur
verið seldur. Sumir halda eftir
10-20 tonnum af þorskkvóta og
ímynda sér að þeir geti gert út á
steinbít og flatfísk og slíkt og
átta sig ekki á því að auðvitað fer
allur fískur í kvóta.“
Árni Kolbeinsson, ráðuneytis-
stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu,
upplýsir að trúlega verði ákveðið
í næsta mánuði hversu mikið
smábátar fái að veiða á næsta ári
og ekki sé búið að ákveða hvort
kvóti verði settur á fieiri tegundir
en þorsk, ýsu, karfa, ufsa og grá-
lúðu á næsta ári. Hann bendir
hins vegar á að árið 1984 hafi
einnig verið kvóti á skarkola og
steinbít.
Hjá veiðieftirlitinu fengust þær
upplýsingar að veiðieftirlitsmönn-
um verði trúlega fjölgað úr 16 í
21, m.a. vegna þess að betur þurfi
að fylgjast með veiðum smábáta
en áður, þar sem þeim verði út-
hlutaður aflakvóti frá áramótum.
„Það verður samt sem áður von-
laust fyrir okkur að fylgjast með
því að þeir, sem selt hafa kvótann
af bátum sínum, veiði einungis í
soðið fyrir sjálfa sig en þeir verða
að greiða fyrir það 2-3 þúsund
króna sportveiðileyfi," segir veiði-
eftirlitsmaður.
BflKSVIÐ
efiirÞorstein Briem