Morgunblaðið - 26.08.1990, Side 4

Morgunblaðið - 26.08.1990, Side 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 ERLENT IIMNLENT * Islending- arnir enn við Persaflóa íslenskir borgarar sem voru í Kúvæt þegar írakar réðust inn í landið hafa ekki enn yfírgefið landið. Á föstudag bárust boð frá þeim í gegnum sænska utanríkis- ráðuneytið, þess efnis að þau hefðu kosið að vera um kyrrt í Kúvæt- borg, og að þeim liði vel. Tekist á um búvörusamning í vikunni var fram haldið fund- um samninganefnda um nýjan búvörusamning, og lagði landbún- aðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, drög að samningnum fyrir ríkisstjómina á fundi hennar á fimmtudag. Alþýðuflokkurinn er hins vegar mótfallinn nýjum samningi, byggi hann á sömu for- sendum og sá búvörusamningur sem nú er í gildi. Þá hafa alþýðu- flokksmenn gagnrýnt gerð nýs samnings á þeim forsendum að það sé hvorki í verkahrings núverandi ríkisstjómar, né Alþingis sem nú situr, að. ganga frá slíkum samn- ingi. Landbúnaðarráðherra segir hins vegar, að rætt hefði verið um að nýr samningur innihéldi endur- skoðunar- og uppsagnarákvæði til handa nýrri ríkisstjóm. ÚA kaupir Hraðfrystihús Keflavíkur Utgerðarfélag Akureyringa keypti á mánudag öll hlutabréf í Hraðfrystihúsi Keflavíkur hf., í framhaldi af kaupum félagsins á frystitogara Hraðfrystihússins, Aðalvík KE. Kaupverðið á Hrað- frystihúsiriu var 75 milljónir króna. Rætt um gerð orkusamnings við EB Martin Ban- gemann, sem fer með iðnað- armál í fram- kvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins, átti í vikunni við- ræður við íslenska ráða- menn. Hann ræddi meðal annars við Jón Sig- urðsson, iðnaðarrráðherra, um aukið samstarf í iðnaði. Uppi em hugmyndir um gerð orkusamnings milli Islands og Evrópubandalags- ins. Drengir koma í veg fyrir eldsvoða Tveir tólf ára drengir, Kjartan Kárason og Jón Trausti Ingvars- son, komu á þriðjudag í veg fyrir eldsvoða í fjölbýlishúsi á Selfossi. Annar drengjanna var einn heima í hádeginu, er hinn kom að heim- sækja hann og sá reyk leggja út um glugga. Þegar drengimir könn- uðu málið kom í ljós að eldur log- aði í bamaherbergi í íbúðinni. Gripu þeir til slökkvitækis og slökktu eldinn, og skriðu síðan um gólf íbúðarinnar til að opna glugga og dyr. Útibúamál íslandsbanka endurskipulögð Islandsbanki hefur nú endur- skipulagt útibúamál sín. Útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu verður fækkað um tvö, meðal ann- ars verður útibúið í Útvegsbanka- húsinu við Lækjartorg lagt nið- ur. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að fækka starfsfólki um 80 fram eftir næsta ári ætla forráðamenn bankans ekki að grípa til almennra uppsagna, heldur mun ekki verða ráðið í þær stöður sem losna á næstunni. ERLENT Irakar nota gísla í hern- aðarskyni Saddam Hussein íraksforseti viðurkenndi á mánudag í fyrsta sinn opinberlega að írakar ætluðu að halda um 14.000 Vestur- landabúum nauðugum í Irak og Kúvæt til þess að hindra árásir af hálfu alþjóðlegu hersveitanna á hemaðarlega mikilvæg skot- mörk. Yrðu þeir notaðir sem skjöldur um mannvirkin. Hussein ávarpar Bush Hussein varaði Bush á þriðju- dag við því að ef hann leitaði ekki friðsamlegra lausna á deil- unni við íraka myndi stríð brjót- ast út við Persaflóa, sem hefði hörmulegar afleiðingar út um all- an heim. Greint var frá því að Hussein hefði látið flytja sovéskar eldflaugar af gerðinni Seud, sem hægt er að beita í efnavopnahem- aði til Kúvæts. Varalið Bandaríkjahers kallað út Bush fyrirskipaði herkvaðningu 40.000 varaliða í Bandaríkjaher á miðvikudag. íraska sjónvarpið skýrði frá því á miðvikudagskvöld að tvær óvinaflugvélar hefðu rofið lofthelgi landsins. Bandarískir hermenn í Saudi- Arabíu. Thatcher segist ekki semja um gísla Margaret Thather, forsætisráð- herra Bretlands, sagði á þriðjudag að ekki kæmi til greina að Bretar semdu við íraka um breska borg- ara sem eru í haldi í írak og Kúvæt. Hún krafðist þess að við- skiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Irak yrði framfylgt í hvívetna og sagði stjóm sína vera að íhuga hvort senda ætti fleiri hersveitir til Persaflóa. Erlend ríki neita að loka sendiráðum Vestræn ríki og nokkur Austur-Evrópuríki __ hugðust hundsa fyrirmæli íraka um að loka sendiráðum sínum í Kúvæt á föstudag. íraskir hermenn höfðu á fimmtudag umkringt sendiráð nokkurra ríkja og óttast var að í odda kynni að skerast við sendiráð Bandaríkjanna. Mikið mannfall í S-Afríku Meira en 500 manns hafa fallið undanfarið í átökum zúlúmanna og xhosa, stærstu ættbálka blökkumanna í S-Afríku. Desm- ond Tutu, erkibiskup og friðar- verðlaunahafi, leggur til að sent verði alþjóðlegt friðargæslulið til að skakka leikinn. Desmond Tutu á tali við blökku- menn. Armenar lýsa yfir sjálfstæði Þing Armeníu lýsti á fimmtu- dag yfir sjálfstæði lýðveldisins og sagði það úr lögum við stjómvöld í Moskvu. Breytti þingið nafni lýðveldisins og heitir það nú Lýð- veldið Armenía í stað Sovéska sósíalistalýðveldið Armenía. Finnland: Stjórnarþátttöku lands- byggðarmanna lokið Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara FINNSKI Landsbyggðarflokk- urinn hefur enn einu sinni vald- ið óvissu í finnskum stjórnmál- um. Nú er deilt um hvort flokk- urinn hafí sagt skilið við ríkis- stjórnina á fjárlagafundi í vik- unni. Morgnnblaðsins. trausts meirihluta þingmanna því þingheimur hefur margoft sam- þykkt slíkar traustsyfirlýsingar. Fréttaskýrendum ber hins veg- ar saman um að Landsbyggðar- flokkurinn hafi orðið að segja skil- ið við ríkisstjómina til að eiga ein- Átta manns deyja úr barnaveiki í Moskvu Moskvu. Reuter. ÁTTA manns hafa dáið í bamaveikifaraldri sem geisar nú í Moskvu og stafar af vantrú fólks á bólusetningum og skorti á einnota sprautum, að sögn dagblaðs í Moskvu á föstudag. Harri Holkeri, forsætisráðherra Finnlands, segir að flokkur inn hafi sagt sig úr stjóm þegar hinir ríkisstjómarflokkarnir, jafn- aðarmenn, hægri menn og Sænski þjóðarflokkurinn vildu ekki fallast á kröfur landsbyggðarmanna varðandi fjárlög ársins 1991. Formaður Landsbyggðarflokks- ins, Heikki Riihijárvi, sóknarprest- ur frá Austur-Finnlandi, lýsir mál- inu hins vegar á þann veg að ráð- herra flokksins hafi verið rekinn úr ríkisstjóminni. Ráðherrann sjálfur, Raimo Vistbacka, sam- gönguráðherra, virðist ekki viss í sinni sök. Hann segist þó ekki ætla að afhenda forsætisráðherra afsagnarbeiðni. Nú freista löglærðir rnenh þess að finna svar við spurningunni hver eigi að taka ákvörðun um þátttöku ráðherra í ríkistjóm. Óvíst þykir hvort forseti geti rekið ráðherra hafi afsagnarbeiðni ekki borist. Formlega nýtur Vistbacka Dagblaðið Moskovskaja Pravda hafði eftir sérfræðingum að 154 tilfelli hefðu verið skráð ný- lega — 121 fullorðinn og 33 börn. „Ástæðan fyrir aukinni tíðni er sú að Moskvubúar neita að láta bólusetja sig því bóluefnin eru lé- leg og skortur er á einnota spraut- um,“ sagði í blaðinu. Þá sagði einnig að læknar borgarinnar hefðu aðeins fengið 11 milljónir sprautna síðustu sex mánuði í stað þeirra 47 milljóna sem þörf væri fyrir. hveija möguleika í næstu þing- kosningum, sem verða í mars. Fylgi flokksins hefur farið ört minnkandi og ráðamenn innan flokksins em margir þeirrar skoð- unar að það hafí verið alvarleg mistök að ganga til stjómarsam- starfs. Barnaveiki er nýjasta farsóttin í Sovétríkjunum. Mengað vatn hefur valdið allmörgum kólerutil- fellum í borginni Rostov við ána Don í Súður-Rússlandi og tilkynnt hefur verið um drepsóttir í Kaz- akstan í Mið-Asíu. Læknar og hjúkrunarfólk, sem em meðal lægstlaunuðu launþega Sovétríkjanna, efndu til mótmæla í 70 borgum í síðustu viku til að vekja athygli á bágbornu ástandi heilbrigðismála. Frelsissamtök Palestínu gísl Saddams Husseins Palestínumenn lýsa yfir stuðningi við íraka. INNRÁS íraka í Kúvæt hefur á ótrúlegan hátt breytt aðstæð- um í Austurlöndum nær, riðlað gömlum fylkingum og fengið svarna óvini til að snúa bökum saman. Ein niðurstaðan kann að vera sú að Frelsissamtök Palestínumanna herðist aftur í afstöðu sinni gagnvart ísrael og skaði jafnframt ímynd sína á Vesturlöndum sem byggð hefur verið upp með góðum árangri undanfarin ár. að er vert að taka nokkur dæmi af hinum nýju kring umstæðum í kjölfar útþenslu- stefnu íraksforseta. Egyptar, sem stutt höfðu íraka í stríðinu við írani, kölluðu saman leiðtogafund Arabaríkja sem fordæmdi innrás íraka í Kúvæt. Sjálfír voru Egypt- ar fyrstir til að koma sér í vígstöðu við hlið Bandaríkjamanna í Saudi-Arabíu. Sýrlendingar voru helstu skjólstæðingar Sovétmanna í Arabaheimin- um á kalda- stríðsárunum og knúðu Banda- ríkjamenn til að draga her sinn út úr Líbanon 1984. Þeir hafa nú einnig sent hermenn til Saudi- Arabíu. Og óvæntasta vendingin til þéssa var kannski sú að írakar gengu að öllum kröfum írana og menn spurðu sig hvers vegna átta ára styrjöld, sem kostaði meira en milljón manna lífið, hefði verið háð. Síðast en ekki síst hafa Frels- issamtök Palestínu (PLO) orðið að gera upp hug sinn í deilunni og ákveðið að styðja Saddam Hussein. Víst er að það tekur PLO langan tíma að vinna sig í álit á ný á Vesturlöndum eftir að þessi afstaða hefur verið tekin. Þær raddir heyrðust innan samtak- anna að Yasser Arafat, formaður þeirra, væri að gera sín stærstu pólitísku mistök. Það má ekki gleyma því að Kúvæt og Saudi- Arabía hafa verið helstu fjárhags- legir bakhjarlar PLO. Eins og fleiri aðilar í Austurl- öndum nær átti Arafat þó ef til vill ekki margra kosta völ. í fyrsta lagi eru hern- aðarbæki- stöðvar PLO og fleiri mikil- vægar stofnanir Palestínumanna í Bagdad, höfuðborg íraks. Þar er einnig viðskiptaskrifstofa Int- ifödu, uppreisnar Palestínumanna á hernumdu svæðunum. Að minnsta kosti 5.000 PLO-her- menn og háttsettir embættismenn samtakanna eru einnig í Bagdad þar sem þeir hafa átt húsaskjól síðan þeir hröktust frá Líbanon árið 1982. Danska dagblaðið Jyl- Iandsposten kemst að þeirri niður- stöðu að PLO sé nokkurs konar gísl íraka. „írakar hafa sagt okk- ur skýrt og greinilega að við verð- um að standa að baki Saddams Husseins í skiptum fyrir aðstöð- una í Bagdad,“ sagði talsmaður PLO í samtali við Reuters-frétta- stofuna. Eftir fjögurra daga fundahöld í Túnis í pólitískum höfuðstöðvum PLO lagði Arafat til síðastliðinn mánudag að fundin yrði málamiðlun sem kæmi til móts við alla aðila. Aðrir araba- leiðtogar brugðust við með því að yppta öxlum. I öðru lagi virðist æ líklegra að almenningur í arabaheiminum og þar með taldir Palestínumenn fylki sér að baki Saddam Hussein. íraksforseti reynir allt hvað af tekur að breyta deilunni úr ágrein- ingi tveggja fylkinga arabaríkja í uppreisn arabísks almennings gegn spilltum valdhöfum og Bandaríkjamönnum. Hann reynir að útmála nærveru Bandaríkja- hers sem hernám Saudi-Arabíu og tengja það við hersetu ísraela á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu. Þannig tekst honum að vekja sterk hughrif hjá almenn- ingi. Það kann því að vera að Arafat telji sig veðja á réttan hest með því að styðja Saddam Hussein í einu og öllu. Það dregur jafnframt úr vonum manna um að deila ísraela og Palestínu- manna leysist í bráð með samn- ingum. Undirbúningur að þeim var kominn nokkuð á veg fyrir tilstilli Egypta en nú hefur Arafat haft að engu tilraunir Hosni Mu- baraks, Egyptalandsforseta, til að fá arabaríkin til að standa saman gegn írökum. BAKSVIÐ eftir Pál Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.