Morgunblaðið - 26.08.1990, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGUST 1990
Atvinnuástand á Ólafsfirði er
gott. Þar er næga vinnu að
hafa fyrir fiskvinnslufólk og
nóg að gera fyrir verktaka. Forráða-
menn fiskvinnslunnar sjá fram á
vandræði í rækjuvinnslunni vegna
skorts á starfsfólki í haust þegar
skólafólkið hættir. Fjórir skuttogar-
ar eru á Ólafsfirði; tveir ísfisks- og
tveir frystitogarar, auk fjölda
smærri báta. Kvótinn er um 11.000
þorskígildi. Bæði er um að ræða ís-
aðan og frystan fisk. Það kom Ólafs-
firðingum því í opna skjöldu þegar
Eimskip tilkynntu í júnímánuði síð-
astliðnum að í bígerð væri að flutn-
ingaskip þess hættu að hafa við-
komu á Ólafsfirði í lok júlímánaðar
og í þess í stað yrði allur fiskur flutt-
ur til Dalvíkur. „Ég tel að Dalvíking-
ar hafí verið að beijast fyrir því að
fá alla flutninga til sín og einhvern
veginn komst sá kvittur á kreik að
við hefðum ekkert á móti því að
okkar flutningar færu um Dalvíkur-
höfn. Ég er ekki í nokkrum vafa
um að göngin um Múlann eiga
þarna stóran þátt í, þar sem sam-
göngur á landi verða mun greiðari
með tilkomu þeirra." Svo farast
Þorsteini Ásgeirssyni orð en hann
er formaður bæjarráðs Ólafsfjarðar.
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Dalvík, er ekki á sama
máli. Hann segir Dalvíkinga ekki
hafa borið sig sérstaklega eftir flutn-
ingum Ólafsfirðinga og að höfnun-
um hafi ekki verið stillt upp sem
andstæðum. Það sé hagsmunamál
beggja sveitarfélaga að hafnirnar
séu sem best í stakk búnar til að
þjóna skipaflotanum og vöruflutn-
ingum. „Dalvíkurhöfn er vaxandi
vöruflutningahöfn, skipakomur á
síðasta ári voru um 260 og með
breytingum í vöruflutningum og efl-
ingu hafnarinnar tel ég að við stönd-
um mjög vel að vígi. Þegar ákvörðun
er tekin um breytta flutninga hljóta
að koma til ótal samverkandi þættir
sem skipafélög munu taka tillit til.“
Þorsteinn segir Ólafsfírðinga hafa
brugðist hart við yfirlýsingu Eim-
skips og þegar hafi verið haft sam-
band við félagið, þar sem afstaða
Ólafsfirðinga kom mönnum í opna
skjöldu. Málið er nú í biðstöðu. Á
síðasta ári voru óreglulegar viðkom-
ur skipa Eimskips til Ólafsfjarðar, á
bilinu 15-20. Þórður Sverrisson,
framkvæmdastjóri flutningasviðs
Eimskips, segir ætlunina hafa verið
að nýta göngin til að tvöfalda skipa-
komur til Dalvíkur, upp í tvær á
viku, og hætta viðkomum á Ólafs-
firði þar sem aðeins séu tæpir 20
Hafnarframkvæmdir í fullum gangi í Olafsfjarðarhöfn.
eftir Urði Gunnarsdóttur/Myndir: Rúnar Þór
Björnsson
Á ÓLAFSFIRÐI er hugur
í mönnum. Þar er þess beð-
ið að gerð jarðganga um
Múlann ljúki, væntanlega í
nóvember, unnið er að
hafnarbótum upp á tug-
milljónir og þar velta menn
því fyrir sér hvernig sam-
vinnu og samnýtingu við
sveitarfélögin á svæðinu sé
best háttað. Verði ekkert
að gert, er eins víst að sú
samgöngubót, sem göngin
eru, snúist upp í andhverfu
sína. Til tals hefur komið
að færa flutninga Eimskips
frá Ólafsfirði til Dalvíkur
og það er vel þekkt á stöð-
um sem búið hafa við ein-
angrun, að þegar sam-
göngur batna, flyst fólk og
þjónusta ekki til staðarins,
heldur frá honum. Slíkar
„samgöngubætur“ freista
Ólafsfirðinga ekki. Því
beinist athyglin að hug-
myndum um Stór-Eyja-
fjarðarsvæðið svokallaða,
sem formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga hef-
ur sett fram og miðar að
skipulagningu um 30.000
manna þéttbýliskjarna við
Eyjafjörð, en með Múlan-
um er rutt úr vegi mesta
samgöngutálmanum á
svæðinu.