Morgunblaðið - 26.08.1990, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.08.1990, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 17 halda upp á þennan stórgróða. Eins og ég sagði áður hefur það verið eftirtektarvert hve lítið hefur borist af fréttum frá Sýrlandi frá því Saddam Hussein réðst til atlögu við Kúvæt og virtist síðan bíta í skjaldarrendur við landamörk Saudi-Arabíu. Ekki síst þótti furðu- legt að nánast engin opinber við- brögð, eins og það heitir á frasa- máli fjölmiðlanna, komu eftir að Saddam hafði leikið næsta Ieik og tekið upp á að vingast við írani, fjendur í átta ára stríði. Nú bauðst hann til að senda stríðsfanga í stór- um kippum, færa sig með sveitir af umdeildu svæði og svo skyldu fulltrúar landanna setjast niður í Rasheed var vel mæltur á ensku og hann túlkaði en það lögðu allir orð í belg og kaffihúsastjórinn mátti hafa sig allan við að koma því til skila sem þeir vildu sagt hafa. Þeir voru yfirleitt aldrei sammála um neitt nema þeim væri illa við Bandaríkjamenn. Þeir sögðu að það sýndi hvað Sýrlendingar stæðu samt þétt að baki sínum arabfsku bræðrum að þeir hefðu sent nokkur þúsund hermenn til Saudi-Arabíu. „Þrátt fyrir að Am- ríkanar séu þar. En þetta er auðvit- að meira táknrænt,“ sagði Rasheed eins og þjálfaður pólitíkus. „Annars verður þetta verst fyrir Ameríkanana. Þeir stikna úr hita og gefast upp. Þeir halda kannski að þeir geti verið þarna eins og heima hjá sér. En það verða ekki liðnir margir dagar áður en þeir verða sendir heim í sjúkrabörum eða það sem betur væri kistum. Ekki sárir af skotum, heldur hita,“ sagði Rasheed og það hefur komið í ljós að hann vissi ekki aðeins hvað hann söng heldur hefur hann orðið sannspár. Þegar þetta er skrifað hafa nokkur hundruð amrísku her- mannanna örmagnast og hefur ver- ið flogið með þá umsvifalaust í burtu. Þeir vissu sínu viti karlarnir á kaffihúsinu hans Rasheeds. Ef menn halda að Reykjavík eða Tókíó séu dýrustu borgir í heimi ættu þeir að bregða sér til Damask- us sér til fróðleiks. Gisting á hótel- um fer varla undir 170 dollara og er þó ekki merkileg vistarvera svo að það er fullt eins viturlegt að vera á betri hótelunum eins og Sheraton þar sem gistingin kostar ekki „nema“ 200 dollara. Ég hafði sótt um leyfi til að fara yfir til Sýrlands og samkvæmt ráð- leggingu ræðismanns okkar í Jórd- aníu og hjálparhellu Stefaníu Rein- hardsdóttur Khalifeh fann ég mér annað starfsheiti en blaðamaður, gerðist kennslukona á umsókninni. Enda stóð það heima, sýrlenska sendiráðið sá ekkert athugavert við að veita mér leyfið hið skjótasta. Erlendir blaðamenn eru mjög fáir í Sýrlandi og strangt eftirlit er haft með þeim. Mér var sagt að nokkrum sinnum hefði blaðamönn- um frá heims- blöðum og sjón- varpsstöðvum verið hleypt inn í Sýrland síðustu tvær vikurnar en þeir voru þá fluttir í sérstök- um rútum og at- hafnafrelsi þeirra var mjög takmarkað auk þessa nefnda eftirlits. Á landamær- unum við Sýr- land er regla að hver útlendingur Frá Damaskus. verður að skipta 100 dollurum. Sem er í sjálfu sér allt í stakasta. En þeir greiða ekki nema hálfvirði fyrir þessa peninga. Svo að fyrsta máltíðin í Damaskus kostaði 500 pund, mér reiknaðist til að það væri 3.000 krónur og þótti nokkuð ferlegt. Daginn eftir borgaði ég sömu upphæð fyrir ámóta máltíð en þar sem ég hafði nú skipt öðrum 100 dollurum í banka á réttu gengi, kostaði sú máltíð 1.500 krónur enda fékk ég mér aukaglas af hvítvíni til að snatri og heíja samningaviðræður svo að hægt yrði að binda hnútinn á formlegt vopnahlé sem hefur ekki verið gert vegna ágreinings um þessi atriði. Sýrlendingar stóðu með írönum í stríðinu og því hlaut það að koma harla flatt upp á þá þegar Saddam tók nú upp á því að sýna írönurh blíðulæti. „Hann ætlar sér vitanléga að reka fleyg á milli okkar og írana en honum verður ekki kápan úr því klæðinu. Rafsanjani forseti írans hefur fullvissað Ássad Sýrlandsfor- seta um það,“ sagði talsmaður í utanríkisráðuneytinu í Damaskus við mig. En á kaffistofu Rasheed voru þeir ekki jafn vissir: j,Guð veit ég má ekki segja það, en íranir eru ef nokkuð er svikulli en írakar og er þá langt til jafnað.“ Mér fannst þó, eins og ég gat um í frétt frá Damaskus, að ráða- menn ættu í verulegum vandræðum með að skýra þá aðgerð sýrlensku stjórnarinnar að senda herlið til Saudi-Arabíu. „Þetta er ekki traustsyfirlýsing á Bandaríkin. Við óttumst mjög að smávægilegustu mistök af hvorra hálfu sem er leiði til átaka sem slá allt út sem hér hefur gerst fyrr. Sýrland mun ekki standa aðgerðarlaust ef svo fer,“ sagði talsmaður í utanríkisráðu- neytinu og þegar ég spurði hvort þetta væru hótanir kvað hann svo ekki vera en svo kynni að fara að Sýrlendingar yrðu að horfast í augu við nýjan raunveruleika. Hann sagði að hvað sem öllum loforðum Rafsanjanis Iransforseta liði um að Saddam skuli ekki komast upp með að slíta hin traustu vináttubönd ír- ana og Sýrlendinga, væri mönnum ekki rótt. En mér sýnist augljóst að meðan sýrlenska stjórnin getur ekki komið sér alveg niður á það hvar hún stendur nákvæmlega heyrist fátt frá Damaskus nema það sem hér hefur verið skrifað. Því blaðamenn fá ekki að fara. þangað — nema þá helst í gervi forvitinna kennslu- kvenna. Zahar Jannan er ráðuneytisstjóri í upplýsingaráðuneytinu og var mér drjúgur til hjálpar í fyrri ferð til Sýrlands. Síðan eru að sönnu ein níu ár og ég gat ekki með neinni Yfír aðalút- og innganginum í Gamla markað vakir Assad leiðtogi. En víða eru hrörleg húsakynni. sanngirni búist við því að Jannan myndi eftir mér. En það fó.r nú svo að það rifjaðist upp fyrir honum regar hann fletti sínum plöggum. Ég hugsaði meðan ég sá hann blaða í rykföllnum skjölum að’það væri sennilega betra skipulag á hlutunum en ég hafði reiknað með. „Þú hefðir átt að láta mig vita,“ sagði Jannan ávítandi en kurteis- lega. Ég staðhæfði að ég hefði sent honum telex um komu mína nú; „furðulegt,“ sagði ég hvít í framan af sakleysi og undrun, „að þú hefur ekki fengið það.“ Jannan hristi höf- uðið. „Telexvélin hefur verið biluð,“ sagði hann. „Hefði ég vitað að þú kæmir hefði ég getað undirbúið ein- hveija fundi fyrir þig. Ætlarðu bara að stoppa í tvo daga? Það er öllu verra. Ég skal hringja í utanríkis- ráðuneytið, Farouk A1 Shara ut- anríkisráðherra er að vísu upptek- inn og talar ekki við blaðamenn, enda eru þeir fáir hér. Við viljum bíða átekta áður en við leyfum þeim að koma inn. Aftur á móti, fyrst þú ert nú komin alla þessa leið ... Og fékkstu áritun sem kennslu- kona!“ Þá hallaði Jannan sér aftur á bak og skellihló. „Nú hringi ég í ritara A1 Shara,“ sagði hann. Nokkru seinna brunaði ég i ut- anríkisráðuneytið. Starfsmaður kom á móti mér. „Það verður að vera á hreinu að ef ráðherrann hitt- ir þig, má ekki hafa neitt eftir hon- um. Hann vill bara sýna þér þennan vináttuvott og ætlar að segja við þig eitt eða tvö kurteisisorð í fimm mínútur." „Að sjálfsögðu skil ég það,“ sagði ég hin prúðasta. „Ég met mikils þann heiður sem ráð- herrann sýnir mér, mun ekki hafa neitt eftir honum undir nafni." Inni hjá ráðherranum voru ■ nokkrir aðstoðarmenn á þönum, símar bjölluðu, tómir tebollar og fullir öskubakkar innan um leður- húsgögnin. Ráðherrann kom og heilsaði. Hann var alvörugefinn en vinalegur. Hárið var grárra, líkams- umfangið ívið meira, en útgeislunin söm og fyrr. „Þá hittumst við í þriðja sinn,“ sagði hann og það fór náttúrlega um mig þægilegur straumur vegna þess hve ég hlyti að vera eftirminnileg. Við spjölluð- um saman í fáeinar mínútur og síð- an rabbaði ég við aðstoðarmenn ’hans. Ég lofaði hátíðlega þegar við kvöddumst með virktum að vitna hvergi í hann og hef enda hvergi tekið fram hvort það var hann eða kannski bara einhver undirtylla sem lét þau orð falla sem áður er vikið að og sögð höfð eftir sýrlenskum embættismönnum. Þegar ég kom heim á Sheraton aftur eftir hlaup til og frá í 38 stiga hitanum settist ég stund við sundlaugina en gafst upp og fór upp í 200 dollara herbergið. Þar beið þá kampavínsflaska og konfekt frá hótelstjóranum. Ég hugsaði full vanþakklætis að ég hefði nú heldur viljað fá afslátt og það gæti orðið afdrifaríkt ef kampavínsflaskan brotnaði í tuðrunni minni á leiðinni til Amman daginn eftir En auðvitað var engin ástæða til að vera í fýlu. Ég hafði þó hitt Rasheed kaffihúsastjóra og „tals- mann í utanríkisráðuneytinu". Ég skrifaði pistil til Morgunblaðsins og ákvað að borða aftur í kaffisjopp- unni. Yfirþjónninn kom fagnandi á móti mér; „Nei, gott kvöld, madame Krigongotir. Má bjóða þér glas af hvítvíni eins og í gærkvöldi?“ Þetta er liður í að framfylgja slagorði Sheraton-hótela hvar sem er í heim- inum að smáatriðin skipti máli; þar af leiðandi hljóti það að gleðja gesti ósegjanlega ef þjónar og starfslið muni nöfnin þeirra að ekki sé nú minnst á hvað þeir hafi áður fengið sér að drekka eða borða. Svo að starfsliðið hefur væntanlega se- tið við um nóttina með sveittan skallann til að læra nafnið mitt enda þótt framburðurinn væri ekki betri en arabískan mín. Svo ákvað ég að halda upp á Sýrland og fá mér koníak með kaffinu. Daginn eftir komumst við svo báðar óbrotn- ar með rútunni til Amman, ég og kampavínsflaskan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.