Morgunblaðið - 26.08.1990, Page 18

Morgunblaðið - 26.08.1990, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 FYRIRHUGAÐ AÐ RYMKA LÖG UM ERLENDAR FJÁRFESTI AHÆTTUF Gert er ráð fyrir að opna möguleika fyrir erlenda aðila að Qárfesta í fiskvinnslufyrirtækjum sem framarlega sem fyrirtækin stundi ekki hina hefðbundu vinnslu eins og frystingu, söltun og bræðslu. eftir Friðrik Indriðason NÚ ERU til skoðunar hjá hagsmunaaðilum drög að nýju stjórnarfrumvarpi um Qárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri á Islandi. Fyr- irhugað er að leggja frum- varpið fram á næsta þingi. Frumvarpinu er ætlað að samræma þau lög sem fyrir eru á þessu sviði auk þess að rýmka að mun þær heimildir sem erlendir aðilar hafa til fjárfestinga hérlendis. Á frumvarpið að stuðla að því að erlent áhættufé geti í rík- ari mæli komið í staðinn fyrir erlent lánsfé við fjármögnun atvinnurekstrar hér á landi. Sem dæmi um rýmkaðar heimildir til erlendra aðila í frumvarpsdrögunum má nefna að frá I. janúar 1992 er gert ráð fyrir að hlutafjár- eign erlendra aðila í við- skiptabanka geti verið allt að 50% og að frá 1. janúar 1995 „mega erlendir aðilar kaupa hlut í íslenskum hlutafélags- banka án takmarkana enda njóti íslenskir aðilar eigi lak- ari réttar í heimaríki viðkom- andi aðila“, eins og segir í frumvarpsdrögunum. Annað dæmi er að eignarhlutur er- lendra aðila í fiskvinnslufyrir- tæki hérlendis, sem stundar aðra vinnslu en hina hefð- bundnu frystingu, söltun eða bræðslu og er ekki í útgerð, getur orðið allt að 50%. Möguleiki er á að eignarhlut- urinn verði stærri en þáþarf sérstakt ley 11 frá viðskipta- ráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.