Morgunblaðið - 26.08.1990, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. AGUST 1990
19
Gert er ráð fyrir
að hlutafjáreign
erlendra aðila í
viðskiptabönkum
sé án takmarka
eftir f imm ár
Möguleikar opn-
aðir til erlendrar
fjárfestingar í
fiskvinnslu
Heildarfjárfesting
erlendra aðila
nemurnú 7,5
milljörðum króna
96% af erlendri
eignaraðild eru í
höndum 9 fyrir-
tækja
Núverandi löggjöf
um erlendar fjár-
festingar víða
ábótavant og úr-
elt
Frumvarpið sem hér um
ræðir er að grunni til hið
sama og það sem Þor-
steinn Pálsson þáverandi
forsætisráðherra lagði
fram til kynningar árið
1988 og var flutt af hon-
um, ásamt nokkrum öðr
um þingmönnum Sjálfstæðisflokks-
ins, nær óbreytt á síðasta þingi.
Fjárfestingar erlendra aðila í ís-
lenskri atvinnustarfsemi nema nú
um 1% af heildinni sé miðað við
launagreiðslur. Fyrirtæki með ein-
hverja eignaraðild útlendinga
greiddu um 1,4% af öllum launum
í landinu 1987 en sé miðað við
þann hluta sem að fullu er í eigu
útlendinga má ætla að sambærileg
tala sé rétt um 1%. Þetta er óeðli-
lega lágt hlutfall sé miðað við sam-
bærilegar tölur í nágrannalöndum
okkar. Sem dæmi má nefna að af
iðnfyrirtækjum með yfir 50% eign-
araðild útlendinga er aðeins eitt
slíkt hérlendis, það er ÍSAL. í Dan-
mörku eru þau 269 talsins, í Sví-
þjóð 572, í Noregi 191 og í Finn-
landi 165. Samanburðardæmi eru
að vísu af mjög skornum skammti
en nefna má til dæmis að í Bret-
landi er áætlað að árleg erlend fjár-
festing nemi um 3% af landsfram-
leiðslu. Ef hið sama gilti um ísland
væri um að ræða erlenda Ijárfest-
ingu upp á tugi milljarða króna á
hveiju ári.
í skýrslu forsætisráðherra um
fjárfestingu erlendra aðila í atvinn-
urekstri hérlendis, sem lögð fyrir
fyrir Alþingi í vor, kemur m.a. fram
að heildarfjárfestingin nemur 7,5
milljörðum króna. Af þeirri upphæð
eru ÍSAL og Járnblendifélagið með
73% eða 5,5 milljarða. Af því sem
eftir stendur eru 7 aðilar með 1,7
milljarða eða 23%, þannig að það
eru einungis 9 fyrirtæki sem eru
með 96% af allri erlendri eignar-
aðild að íslenskum fyrirtækjum en
afgangurinn, ca. 4%, skiptist milli
50 fyrirtækja/einstaklinga. Hins-
vegar hafa arðgreiðslur erlendra
aðila í atvinnurekstri á íslandi stöð-
ugt farið vaxandi á undanförnum
fimm árum. í skýrslunni kemur
fram að árið 1985 voru þær 4,3
milljónir, árið 1987 höfðu þær auk-
ist um helming eða í 8,3 milljónir,
árið 1988 urðu þær tæpar 20 millj-
ónir en síðan tóku þær stórt stökk
á árinu 1989 og fóru í 80,6 milljón-
ir.
Löggjöf um eignaraðild erlendra
aðila í íslensku atvinnulífi er um
margt ábótavant og þykir brýnt
að bæta-þar úr
meðal annars
fyrir stofnun
Evrópumarkað-
arins 1992.
Þorsteinn Páls-
son lagði fram
frumvarp til
lagfæringar og
leiðréttingar á
þessari löggjöf
er hann var for-
sætisráðherra
1988. Það
frumvarp var
lagt fram til
kynningar þar
sem ljóst var að
ekki var sam-
staða um það í
stjóminni. Og
ekki liggur enn
ljóst fyrir hvort
samstaða er um
hið nýja frum-
varp innan
stjórnarinnar
nú. Steingrímur
Hermannsson
forsætisráð-
herra segir
hinsvegar að
núverandi lög
séu heill frum-
skógur út af
fyrir sig og því
verði að breyta.
Hann stefnir að
því að kynna
hið nýja frum-
varp _ innan
stjórnarinnar
hið fyrsta og
reiknar með að
það verði lagt
fram í þing-
flokkum í
næsta mánuði.
Lítill áhugi
utan stóriðju
og fiskeldis
Ef frá er tal-
in útgerð hefur
áhugi erlendra
aðila á að fjár-
festa hérlendis verið nær enginn
ef frá er talin stóriðja og fiskeldi.
Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar segir að þótt lög og
reglur um fjárfestingar breytist
eins og að er stefnt muni að hans
mati ekki verða nein stökkbreyting
á þessu sviði. „Áhugi mun ef til
vill aukast á afmörkuðum sviðum
eins og þjónustu við ferðamenn,"
segir hann. „En það gerist með
mjög hægfara þróun. Reglur um
sjávarútveg verða mjög takmark-
aðar áfram en þar hefur áhugi er-
lendra aðila aðallega legið. Mér
sýnist breytingar á því sviði að
mestu fólgnar í að gefa erlendum
kost á vinnslu sjávarafurða í neyt-
endapakkningar.“
Þórður segir að tímasetning
frumvarpsins sé í eðlilegu sam-
hengi við þær breytingar sem ný-
lega urðu á lögum um gjaldeyri-
sviðskipti. „Það er eðlilegt að sam-
hengi sé á milli þess að auka mögu-
leika íslendinga a að fjárfesta er-
lendis og útlendinga á að fjárfesta
hér á landi,“ segir hann.
Vankantar margir
Helstu vankantar núverandi lög-
gjafar um erlendar fjárfestingar í
íslensku atvinnulífi eru einkum hve
hún er sundurleit og ósamstæð.
Mörg ákvæði hennar eru þar að
auki komin mjög til ára sinna og
úrelt. Má til dæmis nefna að lögin
um fjárfestingar í fískveiðum og
vinnslu eru að stofni til frá árinu
1922. Um þetta segir m.a. í
skýrslu forsætisráðherra: „Gildandi
lagaákvæði um heimildir erlendra
aðila til fjárfestingar í atvinnu-
rekstri hér á landi eru mjög ósam-
stæð að efni til. Auk þess eru
þessi ákvæði á víð og dreif í lögun-
um. Mjög erfitt er því að fylgjast
með og hafa yfirsýn yfir fjárfest-
ingar erlendra aðila hér á landi.
Af þessum sökum hefur nokkur
óvissa og skoðanamunur ríkt varð-
andi það hveijar séu heimildir er-
lendra aðila í atvinnugreinum, sem
sérstök lög hafa ekki verið sett um.
Heppilegast virðist því að setja ein
lög í stað margra og margvíslegra
lagaákvæða sem nú gilda um heim-
ildir erlendra aðila til að ijárfesta
í atvinnurekstri hér á landi."
Fiskvinnslan opnuð
Mjög strangar reglur gilda nú
um að aðeins Islendingum sé heim-
ilt að stunda fiskveiðar hér við land
og eru menn almennt sammála um
að svo verði að vera áfram.
Ákvæði laga um fiskvinnslu eru
ekki eins skýr, einkum ef útlending-
ur fjárfestir í fyrirtæki sem einvörð-
ungu stundar fiskvinnslu en ekki
útgerð. Hinsvegar hafa stjórnvöld
ávallt litið svo á að aðeins fáist
leyfi til fiskvinnslu ef um fulla eign-
araðild íslendinga sé að ræða.
Vegna óskýrra lagaákvæða um
þetta efni hefur oftar en einu sinni
risið ágreiningur um lagatúlkun á
þessu sviði.
í þeim frumvarpsdrögum sem
nú eru til umfjöllunar mun vera
gert ráð fyrir að fiskvinnslugreinar
á borð við frystingu, söltun og
bræðslu eða hinar svokölluðu hefð-
bundnu greinar verði áfram í hönd-
um íslendinga en önnur fullnýting
á sjávarafla geti verið með eigna-
raðild útlendinga. Ákvæði þar að
lútandi eru nú til umfjöllunar í sjáv-
arútvegsráðuneytinu. Samkvæmt
þeim yrði til dæmis ekkert því til
fýrirstöðu að erlendur aðili ætti
helming af fiskréttaverksmiðju hér
á landi. í skýrslu forsætisráðherra
eru talin upp öll þau fyrirtæki á
íslandi sem útlendingar eiga
eignaraðild að. Þar er þijú fisk-
vinnslufyrirtæki að finna. Er hlutur
útlendinga óverulegur í einu þeirra
en útlendingar eiga 49% í íslensk-
um gæðafiski hf. og 45% í Sjóvík hf.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins munu hagsmunaaðilar í
sjávarútvegi ekki ósáttir við að er-
lendum aðilum sé heimilað að fjár-
festa í fiskvinnslufyrirtækjum svo
framarlega sem slíkt yrði á jafn-
réttisgrundvelli. Einn talsmaður
fiskvinnslunnar segir að við núver-
andi aðstæður
séu íslendingar
síður en svo í
stakk búnir til
að mæta þess-
ari samkeppni
og þurfi margt
að lagfæra
áður en svo
verður.
„Áhyggjur
okkar beinast
fyrst og fremst
að því að við
núverandi að-
stæður mynd-
um við selja
okkur of ódýrt
sökum hins
mikla fjárs-
korts sem er
innan þessa
geira,“ segir
hann.
Lítill
áhugi
erlendra
banka
Sem fyrr
segir eru ein
helstu nýmæli
frumvarps-
draganna þau
að bankastarf-
semi er opnuð
fyrir erlendu fé
og ganga drög-
in í því efni mun
lengra en frum-
varp Þorsteins
Pálssonar. Er
gert ráð fyrir
að takmarkanir
á hlutafjáreign
erlendra aðila
verði engar eft-
ir 1995. Hins-
vegar er að
finna ákvæði í
lögunum þess
efnis að fari
ijárfesting ein-
staks erlends
aðila fram úr
250 milljónum
á einu almanaksári skuli sú fjár-
festing háð leyfi viðskiptaráðherra.
Er miðað við lánskjaravísitölu í júní
í ár. Fari svo að einhveijir hafi á
því áhuga að kaupa stóran hlut í
banka hér, eða stofnsetja eigin
banka, þurfa viðkomandi að öllum
líkindum fyrrgreint leyfi. En það
eru víst litlar líkur á að svo verði
í bráð. Þórður Friðjónsson segir að
áhugi erlendra banka á þátttöku í
bankastarfsemi hér sé mjög tak-
markaður í dag. Nefnir hann sem
dæmi um áhugaleysið þegar leitað
var með logandi ljósi að erlendum
þátttakanda í Útvegsbankadæm-
inu. „Ég hef rætt þetta mál við
erlenda bankamenn og hjá þeim
hefur komið fram að almennt virð-
ist stefna bankanna vera sú að
draga úr þátttöku sinni í banka-
starfsemi á erlendri grund,“ segir
Þórður. „Þeim virðist meira um-
hugað að einbeita sér að heima-
markaði sínum.“
Nauðsynlegt til að auka
Qölbreytni
Sem fyiT segir byggjast frum-
varpsdrögin á frumvarpi sem Þor-
steinn Pálsson formaður Sjálfstæð-
isflokksins lagði fram til kynningar
er hann var forsætisráðherra 1988.
Þorsteinn segir ástæður þess að
frumvarpið var samið á sinum tíma
margþættar. í fyrsta lagi búum við
í dag við mjög takmarkaða löggjöf
á þessu sviði og við þurfum að
Nýmælin í frumvarpsdrögunum um eignarhlut erlendra í viðskiptabönk-
um eru í samræmi við breytingar á gjaldeyrislögunum.
opna atvinnulíf okkar meir fyrir
erlendu áhættufjármagni og auka
lannig fjölbreytnina í atvinnulíf-
inu,“ segir hann. „Auk þess þurfum
við að hafa sömu reglur um þessi
mál og gilda í nágrannalöndum
okkar en núverandi löggjöf er mjög
brotakennd og misvísandi."
Þorsteinn segir að ástæða sé til
að fagna því ef þeir stjórnmála-
flokkar sem staðið hafa í vegi fyrir
lessum breytingum ætli nú að snúa
við blaðinu. Hinsvegar hafi þvi
miður orðið alvarlegur dráttur á
að þessar breytingar hafi náð fram
að ganga, raunar svo að hætta sé
á að íslenskt atvinnulíf beri skaða
af. Hvað aðlögun að væntanlegum
Evrópumarkaði 1992 varðar segir
Þorsteinn að í sumum tilvikum
gangi þessar breytingar of skammt
miðað við það sem þar er að stefnt
og þurfi að taka enn stærri skref
í fijálsræðisátt von bráðar til aðlög-
unar að þeim markaði. „Þetta mál
allt er skýrt dæmi um löggjöf sem
látin hefur verið sitja á hakanum
irátt fyrir knýjandi þörf á hinu
gagnstæða. Raunar hefði hún þurft
að koma til fýrir 2-3 árum hið
minnsta til að atvinnulífinu hefði
gefist nægilegur tími til aðlögun-
ar,“ segir Þorsteinn.
Fleiri nýmæli
Fyrir utan það sem fram er kom-
ið er að finna fleiri nýmæli í lögun-
um en finna má í núverandi lög-
gjöf. Eitt þeirra fjallar um tilkynn-
ingaskyldu til gjaldeyriseftirlits
Seðlabanka íslands um alla erlenda
fjárfestingu jafnskjótt og samning-
ar eða ákvarðanir þar að lútandi
liggja fyrir. Tilkynningaskyldan
nær til bæði fjárfestingar í atvinnu-
fyrirtæki sem viðkomandi hefur
ekki ijárfest í áður og viðbótarfjár-
festingar í slíku fyrirtæki. Gjald-
eyriseftirlitið hafi sama rétt til upp-
lýsingaöflunar og athugana vegna
fjárfestingar erlendra aðila og það
hafi samkvæmt lögum um skipan
gjaldeyris- og viðskiptamála.
Hinir erlendu aðilar skulu skatt-
skyldir samkvæmt ákvæðum al-
mennra íslenskra skattalaga og
sérstök fimm manna nefnd um er-
lenda fjárfestingu skal vera við-
skiptaráðherra til ráðuneytis um
leyfisveitingar samkvæmt lögunum
og umsagnaraðili um einstök mál,
svo tæpt sé á öðrum nýmælum.
Tvímælalaust til bóta fyrir
atvinnulífið
Frumvarpsdrögin voru unnin af
sérstakri nefnd forsætisráðherra
undir forystu aðstoðarmanns hans,
Jóns Sveinssonar. í áliti kemst
nefndin að sömu niðurstöðu og
Þórður Friðjónsson að ekki megi
búast við neinum stökkbreytingum
þótt ákvæði frumvarpsins verði
samþykkt á þingi. En ávinningur-
inn uf rýmkun heimilda til erlendr-
ar fjárfestingar er talinn tvímæla-
laus. Um þetta segir nefndin m.a.:
„Frumvarp þetta mun því, ef að
lögum verður, hafa mikilvæg áhrif
á vaxtar- og þróunarskilyrði at-
vinnufyrirtækja innan fjölmargra
atvinnugreina. Auknir möguleikar
innlendra fyrirtækja til samvinnu
við erlenda aðila, einkum í fram-
leiðslu- og útflutningsgreinum,
geta skapað ný tækifæri sem leitt
geta til aukinnar verðmætasköpun-
ar innanlands ... Er og vert að
hafa hugfast í þessu sambandi að
fáar þjóðir eru svo háðar utanríki-
sviðskiptum sem íslendingar. Fer
og í vöxt að íslenskir aðilar reki
og taki þátt í atvinnufyrirtækjum
í öðrum löndum. Á hitt ber þá jafn-
framt að líta að þótt heimildir er-
lendra aðila til að fjárfesta...
verði rýmkaðar er ekki þar með
sagt að vænta megi mikils áhuga
erlendra aðila. Hér eru ekki í boði
neinir sérstakir fjárfestingarhvat-
ar. . . heimamarkaðurinn er lítill,
fjarlægðir frá öðrum mörkuðum
verulegar og náttúruauðæfi ekki
fjölbreytt. En verði þetta fruinvarp
að lögum ættu ... ekki lagalegir
óvissuþættir og hindranir að þurfa
að standa í vegi fyrir fjárfestingu
erlendra aðila í sama mæli og til
þessa..