Morgunblaðið - 26.08.1990, Page 21
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990
21
JlfoYgmiÞlafeife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Bolungarvík og
Súðavík
IMorgunblaðinu í gær var
skýrt frá samkomulagi
milli tveggja útgerðarfyrir-
tækja í Bolungarvík og
Súðavík um sölu á einu fiski-
skipa fyrirtækja Einars Guð-
finnssonar hf. í Bolungarvík
til Frosta hf. í Súðavík en jafn-
framt, að kaupandi skipsins
skuldbindi sig til að leggja um
helming aflakvóta þess upp
til vinnslu í Bolungarvík
næstu fimm árin. Þetta sam-
komulag ásamt t.d. samein-
ingu Granda hf. og Hrað-
frystistöðvarinnar í Reykjavík
er vísbending um, að töluverð
hreyfing er innan sjávarút-
vegsins til aukinnar hag-
ræðingar í rekstri.
í þessu tilviki háttar svo
til, að Frosti hf. í Súðavík
hefur nýlega fengið nýjan tog-
ara og þarf á auknum kvóta
að halda fyrir skipið. Hins
vegar er framleiðslugeta
frystihússins í Súðavík nýtt
að verulegu leyti. Bolvíkingar
eru með stórt frystihús en það
hentar rekstri þeirra að selja
umrætt skip, geti þeir tryggt
sér hráefni til vinnslu í frysti-
húsinu. Þarna fara augljós-
lega saman hagsmunir þess-
ara tveggja nágranna við
Djúp. Togari Súðvíkinga fær
aukinn aflakvóta, frystihús
Bolvíkinga fær tryggingu fyr-
ir hráefni til vinnslu. í báðum
tilvikum verður niðurstaðan
hagkvæmari rekstur, bætt
afkoma og öflugri fyrirtæki,
sem geta tryggt starfsmönn-
um sínum betri kjör, þegar frá
líður.
Eitt hið mikilvægasta við
þetta samstarf Bolvíkinga og
Súðvíkinga er, að það sýnir,
að fyrirtæki í litlum sjávar-
plássum geta tekið höndum
saman, þegar á þarf að halda.
í umræðum á undanförnum
árum um hagræðingu í rekstri
sjávarútvegsins hefur það
komið fram hvað eftir annað,
að hrepparígur á milli fá-
mennra byggðarlaga kæmi í
veg fyrir samstarf þeirra í
milli. Og vissulega er meting-
ur milli byggðarlaga þekkt
fyrirbæri. Einmitt af þessum
sökum standa vonir til, að það
samkomulag, sem nú hefur
verið gert á milli tveggja
byggðarlaga við Djúp, geti
orðið fordæmi fyrir slíkri sam-
vinnu á milli fyrirtækja í sjáv-
arútvegi í sjávarplássum víðs
vegar um landið. Raunar er
full ástæða til að hvetja for-
ráðamenn útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækja til þess að
huga að vandamálum fyrir-
tækjanna út frá þessum for-
sendum.
í samtali við Morgunblaðið
í gær sagði Einar K. Guð-
finnsson að ætlun beggja að-
ila væri að taka upp viðræður
um enn frekara samstarf, og
sagði m.a.: „Við rekum hér
sameiginlega allmörg fiski-
skip og unnt ætti að vera að
stýra útgerð skipanna á þann
hátt, að þau séu ekki á sama
tíma í slipp og ekki á sama
tima í siglingum. Þannig get-
um við tryggt hráefnisöflun
til frystihúsanna í Bolung-
arvík og Súðavík.“ Og Ingi-
mar Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Frosta hf. í
Súðavík benti á áhrif bættra
samgangna á slíkt samstarf
er hann sagði: „Samvinnan
verður greiðari og auðveldari,
einkum fyrir húsin vestan
heiðar, ef af jarðgangagerð
yrði á þessu svæði. Það yrði
vissulega stórbylting, því vetr-
arsamgöngurnar hafa háð
samstarfinu.“
Síðustu árin hefur það kom-
ið æ betur í ljós, að batnandi
afkoma fólks í þessu landi
byggist að langmestu leyti á
því, að aukinn hagnaður náist
af útgerð og fiskvinnslu. Sam-
vinna útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækja af því tagi,
sem nú hefur tekizt í Bolung-
arvík- og Súðavík, er því til
fyrirmyndar og vísbending um
hvert stefna skal í sjávarpláss-
um víða um land.
Á SEXTUGSAF-
mæli Kohls kanzlara
Þýzkalands birti Bild
am Sonntag mynd af
honum þarsem kona
hans er að rétta hon-
um rós í tilefni dags-
ins. Kohl tekur rósina og lyktar af
henni. Það er augljóst kanzlarinn
kann vel að meta ilminn. En hann
var ekki að anda að sér ilminum
af þýzka Jafnaðarmannaflokknum.
Við höfum jafnvel afstæðar þjóð-
félagshugmyndir um rósina og ilm
hennar.
Mér þótti þessi mynd harla snið-
ug. Hún sýnir stjómmál eru afstæð
einsog annað. Eitt er það sem jafn-
aðarmenn rétta að okkur, en annað
sú rós sem ilmar í afmæli Kohls
og vekur persónulegar minningar
hans bundnar einni konu.
Lýðræði er þannig einnig af-
stætt, að sjálfsögðu. Við höfum
ekki öll eina mótaða skoðun á því;
heldur margvíslegar og ólíkar á
framkvæmd þess. Hugmyndir okk-
ar eru í samræmi við afstöðu okkar
og smekk.
Lýðræði er bezta stjórnarformið,
á því er enginn vafí. Og nú hefur
sagan sýnt það svo áþreifanlega
að engum dettur annað í hug en
það hafí alla yfírburði yfir aðra
stjórnskipun einsog alræði eða ein-
ræði í einhverri mynd. Svo verðum
við að umbera gallana og halda
jafnvægi andspænis hvimleiðum
fylgikvillum einsog Þjóðarsálinni
sem gæti bent til þess það séu fáar
hugsandi hræður hér á landi, svo
áberandi sem holrúmið er í hljóð-
nemanum. Einar Benediktsson tal-
aði um kúgun
tízkunnar og varaði
við þeim sem játast
helzt ekki undir aðra
húsbændur en al-
menningsálitið.
Hlutafélög hafa
fylgt lýðræði sem helzta fjárfesting-
arleiðin og einatt gefízt vel. Þó eru
á því annmarkar einsog við höfum
séð. Slíkir agnúar, eða aghnúar
einsog Fjölnismenn sögðu, eru einn-
ig á lýðræðinu sjálfu. Það er einsog
rósin; rauð, hvít eða bleik eftir því
sem verða vill. Hún ilmar. En þym-
arnir eru varasamir. Undan þeim
getur illa blætt. Þyrnar lýðræðisins
eru eijinig því varasamari sem þeir
eru sakleysislegri. Auðvelt er að
misnota lýðræði, það hefur oft ver-
ið gert. I því er hægt að hreiðra
um sig í skjóli fjármuna og valda.
Fáir stjórnmálamenn hafa til að
bera auðmýkt andspænis völdum
og fáir eignamenn, fjármálamenn
og stjórnendur almennra sjóða
þekkja takmörk ábyrgðar sinnar.
Þeir fjárfesta í völdum, sumir með
peningum sem þeir eiga ekki.
Við höfum sem betur fer yfirleitt
verið blessunarlega laus við ijár-
magnspillingu eða ófyrirleitið
valdastreð í skjóli peninga. Þó hefur
örlað á því. SÍS og Framsóknar-
flokkurinn hafa oft sýnt klærnar,
en nú eru þessi fyrirtæki á bata-
vegi, enda eru hagsmunir Sam-
bandsins ekki lengur ástæða til
þeirra stjórnmálaæfínga sem áður
var. Fyrirtækið er einsog hver önn-
ur saptök um samkeppni á frjálsum
markaði og er það vel. Framsóknar-
flokkurinn getur snúið sér að mikil-
vægara verkefni en innflutningi,
kaupfélagsverzlun og bankastarf-
semi samvinnumanna, þótt allt sé
nú þetta snar þáttur í ijármagns-
vefnaði lýðræðisins.
Borgaraleg öfl hér á landi höfðu
áðurfyr æma ástæðu til að óttast
og ala með sér áhyggjur af yfir-
gangi alræðis- og einokunarafla,
en nú er þessu ekki lengur til að
dreifa. Sósíalistar leita guðspjalli
sínu nýs inntaks og eru jafnvel farn-
ir að prédika helzta trúboð borgara-
legs samfélags, fijálsan markað,
og SÍS er að hverfa frá samvinnu-
hugsjóninni og hallast að hlutafé-
lögum. Ástæða þessa er að sjálf-
sögðu sú að fólk nennir ekki að
eltast endalaust við það sem gefur
ekkert nema eymd og fátækt í aðra
hönd einsog marxisminn, né það
sém fullnægir einungis einhverri
óskilgreindri félagshyggju, án
hagnaðarvonar, einsog samvinnu-
formið. Þessi von er afturámóti
aðalhvati hlutafélaga einsog við
höfum séð víða um lönd og því eftir-
sóknarverð leið fyrir dugandi ein-
staklinga til fjárhagslegs sjálfstæð-
is sem allir keppa að. Rousseau
gerði ekki einungis ráð fyrir sjálfs-
bjargarhvöt, heldur einnig sér-
gæzku og taldi hana ekki endilega
af hinu illa. Öryggis- og eignaþörf
mannsins er augljós eðlisþáttur í
fari okkar, þótt ýmsum takist vel
að hemja hann og halda honum í
skefjum. En þá hófst þjóðfélagið
þegar fyrsti maðurinn girti eign
sína af.
M.
(meira næsta sunmidag.)
HELGI
spjall
REYKJAVIKURBREF
Taugaspennan VIÐ
Persaflóa eykst stöðugt.
Á sama tíma og her-
menn streyma til þessa
svæðis úr öllum áttum
og gífurlegum herbúnaði
er safnað þar saman,
heldur forseti íraks uppi taugastríði gegn
Vesturlandaþjóðum með því að halda
óbreyttum borgurum frá Vesturlöndum
nauðugum innan landamæra Iraks. Jafn-
framt beinir íraksforseti áróðursstríði að
milljónum Araba í löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafs. Fjölmiðlar á Vesturlöndum
hafa ekki hugað nægilega vel að þeim
þætti þessara átaka, en samkvæmt frá-
sögn blaðamanns Morgunblaðsins, sem
kom fyrir nokkrum dögum úr ferð til Jórd-
aníu, ísraels og Sýrlands er stuðningur
við forseta íraks og málstað hans meiri
meðal almennings i Arabalöndum en menn
vilja vera láta í Vestur-Evrópu og í Banda-
ríkjunum.
Fyrir nokkrum dögum birtist athyglis-
verð grein eftir Henry Kissinger, fyrrum
utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Los
Angeles Times og fleiri blöðum vestan
hafs og austan, um Persaflóadeiluna. í
grein þessari segir Kissinger, að eftir að
Bush Bandaríkjaforseti tók ákvörðun um
að senda bandarískt herlið til Saudi-
Arabíu verði ekki aftur snúið. Nú skipti
öllu máli hver niðurstaðan verði. Takist
írak að halda Kúvæt, beint eða óbeint,
verði það mikið áfall fyrir Bandarikja-
menn. Verði niðurstaðan sú, að írakar
haldi Kúvæt en bandarískar hersveitir
verði áfram í Saudi-Arabíu sýni það, að
bæði almenningsálitið i heiminum og
Bandaríkin sjálf séu aukaatriði, sem litlu
máli skipti.
Kissinger segir, að af stjórnmálalegum
ástæðum þoli hvorki Arabaríkin né Banda-
ríkin langvarandi staðsetningu herliðs í
Saudi-Arabíu. Tíminn vinni ekki með
Bandaríkjamönnum. Verði framvinda mála
sú, að herseta Bandaríkjanna og stuðn-
ingsríkja þeirra breytist í umsátur kunni
Bandaríkin að neyðast til þess að íhuga
aðgerðir, sem geti leitt deiluna til lykta.
Hann bendir á, að takist írak að halda
yfirráðum yfir Kúvæt geti írakar ákveðið
markaðsverð á olíu með því að kúga önn-
ur ríki við Persaflóa til þess að draga úr
olíuframleiðslu en sameiginlega ráði þessi
ríki yfir 40% af öllum olíulindum, sem
þekktar eru.
Kissinger telur, að ástandið í Miðaust-
urlöndum verði ótryggara eftir því, sem
deilan dragist á langinn. Ekki megi van-
meta áhrif áróðurs gegn Vesturlöndum,
sem komi frá Bagdað. Stjómarbylting í
einu furstadæmanna eða skemmdarverk í
olíuvinnslustöð geti valdið uppnámi í þess-
um heimshluta og ringulreið í efnahagslífi
þjóða heims. Aðgerðirnar, sem nú er beitt
gegn Irak, beri ekki árangur nema á nokk-
uð löngum tíma og á því tímabili geti
komið alvarlegir brestir í þá alþjóðlegu
samstöðu, sem tekizt hafi að skapa gegn
írak. Spurningin sé ekki fyrst og fremst
sú, hvort takist að koma í veg fyrir, að
írakar selji olíu heldur, hvort takist að
koma í veg fyrir, að þeim berist birgðir
frá öðrum löndum. Landamæri íraks séu
löng og matur geti borizt yfir þau. Mögu-
leikar Iraka til þess að komast yfir mat
og aðrar nauðsynjavörur aukist eftir því,
sem deilan standi lengur, ekki sízt, ef
nágrannaþjóðir íraka komist að þeirri nið-
urstöðu, að Saddam Hussein haldi velli.
Stutt og hörð átök séu því æskilegri en
langvarandi umsátur.
Henry Kissinger er þeirrar skoðunar,
að Bandaríkin tapi á löngu umsátri um
írak. Bandaríkin geti búizt við því að tapa
einhveijum þeim stuðningi, sem þau njóti
nú á alþjóðavettvangi, ef þau hafi frum-
kvæði að harðari átökum en á móti komi,
að verði Bandaríkin undir í deilunum við
Persaflóa tapi þau þeim stuðningi ekki
síður. Að auki mundi auðmýking Banda-
ríkjanna í þessari deilu verða til þess, að
þau gætu ekki lengur haft jákvæð áhrif á
átök þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafs.
Deilur milli
ljósvaka-
miðla
Bandaríkin hafa ekki efni á því að vera
svikin og þau hafa ekki efni á því að tapa,
segir Kissinger. Niðurstaða hans er sú,
að beri núverandi aðgerðir ekki árangur
verði Bandaríkin að íhuga alvarlega eyði-
leggingu hernaðarmannvirkja í írak. Yrði
Saddam Hussein áfram við völd og hernað-
armáttur hans óskertur mætti búast við
frekari árásaraðgerðum af hans hálfu í
framtíðinni.
Henry Kissinger hafði gífurleg áhrif á
þeim árum, þegar hann var öryggisráð-
gjafi Bandaríkjaforseta og síðar utanríkis-
ráðherra. Hann er sá sérfræðingur Banda-
ríkjamanna í alþjóðamálum, sem mest
trausts hefur notið víða um heim. Það hlýt-
ur því að vekja mikla athygli, þegar hann
hvetur beinlínis til þess, að Bandaríkin
hafi frumkvæði að hemaðaraðgerðum
gegn írak, eins og hann bersýnilega gerir
í þeirri blaðagrein, sem hér hefur verið
vitnað til.
FRÁ ÞVÍ AÐ ÚT-
varps- og sjón-
varpsstarfsemi var
gefin frjáls hafa við
og við sprottið upp
harðvítugar deilur
á milli forráðamanna Ríkisútvarpsins og
talsmanna hinna nýju ljósvakamiðla, þ.e.
útvarpsstöðva og Stöðvar 2. Með einum
eða öðrum hætti snúast þessar deilur fýrst
og fremst um aðstöðumun, þau rekstrar-
skilyrði, sem hinum nýju fjölmiðlafyrir-
tækjum eru búin í samkeppni við Ríkisút-
varpið. Slíkar deilur koma óhjákvæmilega
upp, þegar ríkisfyrirtæki keppir við einka-
fyrirtæki og forsvarsmönnum einkafyrir-
tækjanna þykir leikurinn ójafn.
Ríkisútvarpið er gömul og rótgróin
stofnun, sem hefur gegnt þýðingarmiklu
hlutverki í þjóðlífi okkar. Það hlutverk á
ekki að vanmeta eða vanvirða á nokkurn
hátt við breyttar aðstæður. Þessi gamla
stofnun stóð skyndilega frammi fyrir gjör-
breyttum aðstæðum fyrir nokkrum árum,
þegar nýjar útvarpsstöðvar komu til sög-
unnar og ný sjónvarpsstöð tók til starfa.
Hún missti fótanna um skeið og tapaði
bæði hlustendum og áhorfendum en sótti
í sig veðrið á nýjan leik og endurheimti
að hluta til það, sem tapast hafði. Þetta
var út af fyrir sig ekki óeðlileg þróun.
Nú standa leikar þannig, að Stöð 2
hefur fest sig í sessi meðal almennings en
á við mikla fjárhagsörðugleika að etja,
útvarpsstöðvar hafa risið og fallið og fyrsta
fijálsa útvarpsstöðin er nú að sameinast
Stöð 2, þannig að öflugt einkafyrirtæki í
ljósvakamiðlun er að verða til, þótt rekstr-
argrundvöllur þess sé enn mjög ótryggur.
Við þessar aðstæður er ekki óeðlilegt, að
samanburður sé gerður á rekstrarskilyrð-
um þessara tveggja fyrirtækja.
Ríkisútvarpið hefur fastan tekjustofn,
þar sem eru afnotagjöld, sem allir hand-
hafar útvarps- og sjónvarpstækja verða
að greiða. Enginn getur sagt þessari þjón-
ustu upp nema með því að láta innsigla
tæki sín og þá geta menn ekki notfært
sér þjónustu einkafyrirtækisins. Þar að
auki eru þeir, sem láta innsigla tækin,
settir á svartan lista hjá Ríkisútvarpinu!
Stöð 2 hefur aflað sér töluvert yfir 40
þúsund áskrifenda, sem er umtalsvert af-
rek, en þessum áskrifendum er fijálst að
segja áskriftinni upp og notfæra sér þjón-
ustu RÚV eina. Hér er auðvitað mikill
aðstöðumunur, raunar svo mikill, að hann
særir réttlætiskennd fólks í vaxandi mæli
eins og sjá má af því, að einstaklingar
hafa tekið höndum saman um að stofna
samtök gegn nauðungarsköttum og er þá
ekki sízt átt við greiðslu afnotagjalda til
Ríkisútvarpsins.
Ríkisútvarpið og Stöð 2-Bylgjan keppa
um auglýsingar á ljósvakamarkaði og hafa
jafna aðstöðu til að beijast um þær. Hins
vegar sýnir reynslan, að Ríkisútvarpið
getur búizt við því, að rikissjóður fjár-
magni taprekstur fyrirtækisins, jafnvel
þótt hann nemi miklum fjárhæðum. Stöð
2-Bylgjan verður hins vegar gjaldþrota
takist ekki að stöðva taprekstur fyrirtækis-
ins. Raunar snertir, að því er virðist, óheft-
Umbrot er-
lendis
Laugardagur 25. ágúst
ur aðgangur Ríkisútvarpsins að ríkissjóði
ekki aðeins Stöð 2-Bylgjuna heldur aðra
fjölmiðla einnig, þ. á m. dagblöðin. Morg-
unblaðið og DV sækja ekki fjármuni í ríkis-
sjóð en eru að sjálfsögðu í samkeppni við
Ríkisútvarpið um auglýsingar auk sam-
keppni á öðrum sviðum svo sem í fréttum.
Einkafýrirtækin í fjölmiðlarekstri, hvort
sem um er að ræða Morgunblaðið, DV eða
Stöð 2-Bylgjuna verða að efna til mikilla
spamaðaraðgerða, ef á móti blæs, sem
auðvitað getur komið niður á ýmsum þátt-
um í starfsemi þeirra en Ríkisútvarpið
heldur uppi fullri starfsemi vegna þess,
að skattgreiðendur em látnir borga, þótt
þeir hafi engin efni á því.
Nú er fengin nokkur reynsla af fijálsum
útvarps- og sjónvarpsrekstri og þá er orð-
ið tímabært að huga að rekstrarskilyrðum
þessara fyrirtækja og samkeppnisskilyrð-
um á fjölmiðlamarkaðnum almennt með
það í huga að jafna aðstöðu á milli einka-
fyrirtækja og ríkisfyrirtækis í þessari
grein. Það út af fyrir sig ætti að vera
fagnaðarefni fyrir helztu forystumenn
Ríkisútvarpsins, sem á öðrum vettvangi
hafa barizt fyrir einkarekstri, fijálsu fram-
taki og fijálsri samkeppni.
UMBROT Á FJÖL-
miðlamarkaði eru
ekki einskorðuð við
ísland um þessar
mundir. Fyrir
nokkrum vikum riðaði rikisstjórn Ítalíu til
falls vegna átaka í ítalska þinginu um
rekstrarskilyrði fjölmiðlafyrirtækja í ríkis-
eign og einkaeign. Samkvæmt frásögn
bandaríska dagblaðsins New York Times
fær ítalska ríkissjónvarpið greidd afnota-
gjöld frá notendum. Þar að auki eru sendar
út auglýsingar hjá ítalska ríkissjónvarpinu
en skv. nýjum lögum verður auglýs-
ingatíminn takmarkaður. Ríkissjónvarpið
má ekki senda út auglýsingar nema í 7
mínútur og 12 sekúndur á hveijum klukku-
tíma. Hins vegar mega einkasjónvarps-
stöðvar senda út auglýsingar í 12 mínútur
á hveijum klukkutíma. Ennfremur eru
settar takmarkanir á það, hve oft má ijúfa
útsendingu kvikmynda eða annars efnis
með auglýsingum. Ef útsending tekur
lengri tíma en 90 mínútur má ijúfa útsend-
ingu þrisvar sinnum með auglýsingum.
Nú er það svo, að þessum lagaákvæðum
er ekki fyrst og fremst ætlað að jafna
rekstrarskilyrði á milli ríkisfyrirtækja og
einkafyrirtækja í fjölmiðlun á Ítalíu heldur
er þeim að mati erlendra blaða ekki sízt
beint að fjölmiðlakónginum Berlusconi,
sem talinn hefur verið hliðhollur Sósíalista-
flokknum á Ítalíu (ekki kommúnista-
flokknum), en sjónvarpsstöðvar hans hafa
rofið útsendingar á kvikmyndum að eigin
vild til þess að koma að auglýsingum.
Þá er þessari nýju ítölsku löggjöf einnig
ætlað að koma í veg fyrir of mikla sam-
þjöppun eignaraðildar að fjölmiðlafyrir-
tækjum. Þannig má enginn einn aðili eiga
meira en þijár sjónvarpsstöðvar og eigi
hann þijár stöðvar má hann ekki eiga
dagblað að auki. Þannig er talið, að Ber-
lusconi verði að selja eitt dagblað og nokkr-
ar litlar sjónvarpsstöðvar en þess ber að
geta, að lög þessi ganga ekki í gildi fyrr en
í árslok 1992.
Á vettvangi Evrópubandalagsins og í
Bretlandi eru miklar umræður um ýmsa
þætti fjölmiðlamála. í Bretlandi hafa lengi
verið í gildi reglur, sem banna útgefendum
dagblaða að eiga hlut í sjónvarps- og út-
varpsstöðvum og svipaðar reglur hafa víða
verið í gildi í öðrum Evrópulöndum. Hins
vegar eru að verða breytingar á þessu
vegna tækniframfara. Þá hefur fram-
kvæmdastjórn Evrópubandalagsins lagt
fram drög að reglugerð, sem m.a. gerir
ráð fyrir, að sé kvikmynd styttri en 110
mínútur megi ekki ijúfa útsendingu henn-
ar með auglýsingum nema tvisvar sinnum.
í sumum aðildarríkjum Evrópubandalags-
ins felst í slíkum reglum aukið frjálsræði
en í öðrum eins og t.d. í Bretlandi takmörk-
un frá því, sem nú er. Og samkvæmt því,
sem fram kom í ræðu Andrew Knight,
aðalforstjóra News International-fjöl-
miðlafyrirtækisins í Bretianai, sem reKur
bæði Sky-gervihnattasjónvarpið og nokkur
helztu dagblöð Bretlands, á ráðstefnu á
vegum Financial Times fyrr í sumar, bein-
ir framkvæmdastjórnin í Brussel nú at-
hygli sinni að eignaraðild að fjölmiðlafyrir-
tækjum og hvernig henni skuli háttað.
Af þessu má sjá, að það er víðar en hér
á íslandi, sem umbrot eru í fjölmiðlaheim-
inum og opinberar umræður um ýmsa
þætti í rekstri þeirra. Þetta er eðlilegt í
ljósi vaxandi áhrifa fjölmiðlanna á Vestur-
löndum.
StaðaRUV
HER A ISLANDI
hljóta þessar um-
ræður að beinast
mjög að stöðu RÚV
og að einhveiju leyti að ríkisstyrkjum til
dagblaða. Fyrsta krafan, sem gera verður
til ríkisins sem á og rekur RÚV, er auðvit-
að sú, að fyrirtækið verði rekið taplaust
og fjáraustur til þesS úr ríkissjóði verði
stöðvaður. Þetta á auðvitað að vera þáttur
í almennu aðhaldi, sem ríkið veitir fyrir-
tækjum, sem það á, enda er svo komið,
að ríkissjóður hefur ekki efni á að halda
uppi fyrirtækjum, sem rekin eru með stöð-
ugu tapi ár eftir ár. Þess vegna er eðlilegt
að gera þá kröfu til yfirstjómar RÚV, að
því aðhaldi verði beitt í rekstri, sem dugar
til þess, að stöðva tapreksturinn. Morgun-
blaðið hefur áður bent á það í forystu-
grein, að ef óhjákvæmilegt er að stytta
dagskrá Ríkisútvarpsins til þess að ná
þessu marki, beri að gera það.
Sumir vilja ganga svo langt að banna
allar auglýsingar í RÚV og segja sem
svo, að fyrirtækið verði að komast af með
afnotagjöldin, eins og ríkisrekin fjölmiðla-
fyrirtæki verða að gera víða um lönd.
Áðrir vilja ganga svo langt í niðurskurði
á rekstri RÚV að segja sem svo, að
ástæðulaust sé að ríkið reki fréttastarf-
semi. Hvort tveggja eru öfgar. Ríkisút-
varpið stendur djúpum rótum í íslenzku
þjóðlífí og ekki til umræðu að takmarka
starfsemi þess á þennan veg.
Hins vegar hlýtur sú spurning að vakna,
hvort hægt sé að jafna að einhveiju leyti
aðstöðumun RÚV annars vegar og ann-
arra fjölmiðlafyrirtækja og þá ekki sízt
Stöðvar 2-Bylgjunnar með því að tak-
marka í raun útsendingartíma auglýsinga
í hljóðvarpi og sjónvarpi RÚV. Þá má nefna
þann möguleika að gera sjónvarp RÚV
að áskriftarsjónvarpi með sama hætti og
Stöð 2 er, þannig, að fólk hafí fijálst val
um, hvort það notfærir sér sjónvarp RÚV
eða ekki.
Hvemig sem á þetta er litið er fullt til-
efni til að taka rekstrarskilyrði einkafyrir-
tækja í fjölmiðlun gagnvart RÚV til um-
ræðu á hinum pólitíska vettvangi og taka
þá m.a. mið af þeim umræðum, sem nú
fara fram innan Evrópubandalagsins og
víðar um þessi efni.
Morgunblaðið/BAR
„Nú er fengin
nokkur reynsla af
frjálsum útvarps-
og sjónvarps-
rekstri og þá er
orðið tímabært að
huga að rekstrar-
skilyrðum þess-
ara fyrirtækja og
samkeppnisskil-
yrðum á íjöl-
miðlamarkaðnum
almennt með það
í huga að jafna
aðstöðu á milli
einkafyrirtækja
og ríkisfyrirtækis
í þessari grein.“