Morgunblaðið - 26.08.1990, Side 40

Morgunblaðið - 26.08.1990, Side 40
MILLILANDAFLUG Opnum kl. 8:00 alla daga FLUOLEIDIR, C733Q0 MORGUNBLADID, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTIIÓLF 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Vogalax til sölu: Kaupunum fylgir endur- heimturétt- ur á laxinum BÚSTJÓRAR þrotabús Vogalax hf. á Vatnsleysuströnd auglýsa stöðina til sölu í Morgunblaðinu í dag. Með fylgir endurheimtu- réttur á þeim laxi, sem stöðin hefur sleppt í sjóinn undanfarin ár. * Iauglýsingunni kemur fram að stöðin er til sölu með öllum búnaði, en hún hefur yfir að ráða 7.500 rúm- metra eldisrými. í stöðinni eru nú 2 milljónir sumaralinna seiða og klakfískur, er gefur 10 milljónir hrogna. Franski sjá- andinn fékk y f- ir 3.000 bréf FRANSKI sjáandinn, Marcelus Toe Guor, sem var í viðtali í sunnudagsbaði Morgunblaðsins ekki alls fyrir löngu, hefur í kjöl- farið fengið ríflega 3 þúsund bréf frá Islandi, þar af bárust honum 600 bréf á aðeins þremur dögnm fyrst eftir að viðtalið birt- ist. Marcelus Toe Guor hefur beðið Morgunblaðið að koma þeim boðum til bréfritara að hann hygg- ist svara öllum bréfunum en verið sé að þýða þau fyrir hann og vegna KTns mikla íjölda bréfa geti liðið einhver tími þar til svarbréfið berst. Kvikmyndahús: Gestum flöl g- ar og mynd- um fækkar GESTUM kvikmyndahúsa í Reykjavík íjölgaði á síðasta ári eftir að hafa fækkað ' - EJ^jafnt og þétt árin á undan. Hins vegar fækkar jafnt og þétt þeim kvikmyndum sem sýndar eru í kvikmyndahús- unum. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu ís- lands voru seldir 1.170.000 að- göngumiðar að kvikmyndahúsum í Reykjavík á siðasta ári, en 1.094.000 V miðar árið áður. Árið 1985 voru seldir 1.418.000 miðar. Á síðasta ári voru frum- sýndar 157_ kvikmyndir í Reykjavík. Árið 1988 voru frumsýndar 186 kvikmyndir og árið 1985 voru þær 229. Sjá kvikmyndasíðu bls. 20c. Einar Matthíasson MorgunDiaoid/tíorKur Hákon Hákonarsson Morgunblaðið/Börkur Landhelgisgæsluþyrlan bjargaði tveimur skipbrotsmönnum af skeri; Batt taug í ósyndan félaga sinn og dró upp á skerið TVEIR sjómenn úr Breiðdalsvík, þeir Hákon Hákonarson, skip- stjóri, 35 ára gamall, og Einar Matthiasson, háseti, 63 ára gamall, björguðust naumlega er 17 tonna bátur þeirra, Vöggur GK 204, strandaði rétt vestan við Þjórsárósa aðfaranótt laugardagsins. Hafði þeim tekist að senda út neyðarkall og slyóta upp blysi áður en þeir stukku í sjóinn. Mínútu síðar hvolfdi bátnum. Hákon hafði bundið taug um þá báða, þar sem Einar er ósyndur, og tókst hon- um að komast upp á sker og draga félaga sinn til sín. Höfðust þeir við á skerinu í um klukkustund áður en þyrla Landhelgisgæsl- unnar bjargaði þeim og flutti á Borgarspítalann í Reykjavík. Eg var sofandi þegar Einar kom niður og vakti mig og sagði að það væri farið að grynnka. Eg flýtti mér upp en það var ekki lið- in meira en um hálf mínúta þegar kom brot aftan á. Þá var leikurinn tapaður,“ sagði Hákon Hákonar- son, skipstjóri, sem er fjögurra barna faðir. „Ég sá smugu fyrir framan og reyndi að sigla áfram en báturinn hreyfði sig ekki, skrúfan hefur verið föst. Báturinn hélst á floti í um fjórar mínútur en svo hvolfdihonum. Við höfðum engan möguleika á að setja út björgunar- bát en náðum að senda út neyðar- kall og skjóta upp einni sól. Félagi minn er ósyndur og batt ég taug í hann og síðan í mig. Eftir að við höfðum stokkið frá borði hrifsaði sjórinn mig aftur til baka frá sker- inu og lenti ég 2-3 metrum vest- ar. Þá kom annar sjór og þeytti mér upp á skerið. Hoppuðum á skerinu til að halda á okkur hita Það tók mig eina til tvær mínút- ur að jafna mig en svo kallaði ég á Einar og heyrði hann svara mér. Ég dró hann til mín en þá var hann orðinn mjög þjakaður og búinn að drekka mikið af sjó. Sketjagarðurinn var um 200 metra frá landi en við hefðum aldrei get- að synt í land. Það var því ekkert annað að gera en að koma honum á lappir og hoppa og skoppa til að halda á okkur hita.“ Hákon vildi koma þökkum á framfæri til þeirra sem hefðu stað- ið að björguninni, það hefði verið ótrúlegt hvað þeir voru fljótir á vettvang. Hann sagði það hafa hjálpað sér mjög mikið að fyrir mánuði hefði hann farið í Björgun- arskóia sjómanna og vissi því hvernig hann ætti að haga sér við þyrlumóttöku. „Ég held að við hefðum ekki átt að sleppa,“ sagði Hákon. „Þegar bátur skellur til og frá eina fjóra fimm metra og hendist á klettinn þá eiga menn ekki að sleppa. Ég hef tuttugu ára reynslu af sjó- mennsku en hef aldrei lent í neinu þessu líku.“ „Þegar við vorum komnir rétt austur fyrir Stokkseyri fór allt í einu að grynnka verulega, líklega hefur straumur borið okkur eitt- hvað af leið,“ sagði Einar Matt- híasson. Hann sagði að dýptar- mælirinn hefði skyndilega farið úr 24 föðmum í 13 og hann þá sótt skipstjórann í skyndi. „Rétt eftir að hann kom upp skall báturinn á klettunum. Ég er ósyndur og var því hálf ragur við að henda mér í sjóinn. En skipstjórinn sagði að við yrðum að fara frá borði, það væri ekki seinna vænna. Við vorum báðir komnir í björgunarvesti og hann batt einnig um mig taug áður en við stukkum í sjóinn. Síðan synti hann út á klettinn og togaði mig þangað. Ætli ég hafi þá ekki verið búinn að vera fimm til tíu mínútur í sjónum. Þar stóðum við síðan og skulfum eins og hríslur. Ólýsanlegur fógnuður þegar þyrlan kom Það leið ekkert óskaplega langur tími þangað til við fórum að sjá mjög sterk ljós úr landi, þeir voru þarna með einhverja ljóskastara. Við hrópuðum eins og við höfðum kraft til og einnig flautaði skip- stjórinn allt hvað hann gat í flautu sem var í mínu vesti. Loksins kom þyrlan og ég ætla ekki að lýsa þeim fögnuði sem við fundum í bijósti þegar við sáum hana. Við hefðum örugglega króknað ef við hefðum verið þarna mikið lengur. Maður gat sig lítið hreyft, klettur- inn var ekki mjög stór og einnig var hann mjög sleipur. Við vorum síðan hífðir upp í þyrluna og flutt- ir hingað á Borgarspítalann." Einar var hinn hressasti miðað við aðstæður og sagðist vera orð- inn stálsleginn. Hann hefði drukk- ið heilan helling af sjó en ekki virst hafa orðið meint af því. Vöggur GK var nýlegur sautján tonna stálbátur, tæplega ársgam- all. Þeir Hákon og Einar voru að ferja bátinn, sem hafði verið keypt- ur frá Sandgerði, til Breiðdalsvík- ur. Höfðu þeir lagt upp frá Njarðvík fyrr um daginn. Sjá bls. 2. Frumvarpsdrög um erlendar Qárfestingar hérlendis: Hlutdeild útlendinga í bönk- um án takmarkana frá 1995 SAMKVÆMT frumvarpsdrögum um breytingar á lögum um erlend- ar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi er m.a. gert ráð fyrir að hlut- afjáreign erlendra aðila í viðskiptabönkum verði án takmarkana frá og með 1. janúar 1995. Gert er ráð fyrir að frá 1. janúar 1992 geti hlutafjáreign erlendra í viðskiptabönkunum orðið allt að 50% en fram að þeim tíma allt að 25%. Frumvarpsdrögin eru nú til skoðun- ar hjá hagsmunaaðilum en reiknað er með að þau verði lögð fram í formi stjórnarfrumvarps á næsta þingi. Frumvarpi því sem hér um ræðir er ætlað að samræma þau lög sem fyrir eru á þessu sviði og rýmka að mun þær heimildir sem erlendir aðijar hafa til fjárfestinga hérlendis. Á frumvarpið að stuðla að því að erlent áhættufé geti í ríkari mæli komið í staðinn fyrir erlent lánsfé við fjármögnun at- vinnurekstrar hér á landi. Meðal annarra nýmæla í frumvarpsdrög- unum má nefna að samkvæmt þeim eru opnaðir möguleikat' fyrir er- lenda aðila til fjárfestinga í fisk- vinnslu hérlendis, það er fiskvinnslu utan hinna hefðbundnu greina eins og frystingar, söltunar og bræðslu. Núverandi löggjöf um erlendar fjárfestingar er um margt ábóta- vant og segir Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra að hún sé heill frumskógur út af fyrir sig og því verði að breyta henni. Hann stefnir að því að kynna hið nýja frumvarp hið fyrsta innan stjórnar- innar og reiknar með að það verði lagt fram í þingflokkum í næsta mánuði, Frumvarpsdrögin eru að stofni til samskonar og frumvarp um sama efni sem Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram til kynningar í ríkisstjórn sinni 1988 en þá var ekki samstaða um málið innan stjórnarinnar. Það frumvarp var svo endurflutt á síðasta þingi af honum og öðrum sjálfstæðisþingmönnum en hlaut ekki afgreiðslu. Þorsteinn segir málið allt skýrt dæmi um löggjöf sem látin hefur verið sitja á hakan- um þrátt fyrir knýjandi þörf á hinu gagnstæða. Raunar hefði hún þurft að koma til fyrir 2-3 árum svo at- vinnulífinu gæfist nægilegur tími til aðlögunar. Á hann þar við hinar miklu breytingar sem fyrirhugaðar eru í Evrópu frá 1992 með tilkomu Evrópumarkaðarins. Sjá bls. 18-19.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.