Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 7
MORGUNIjLAÐIÍ) SUNNUDAQUH ?, SKþn'KMBKR 1990,. c 7 þurfti að skola af fótum og fótleggj- um í Tjörninni áður en ég fór inn í skólann. Ég var feit Eftir að ég stálpaðist var ég ráð- in í vist á sumrin. Ég passaði þá böm og hjálpaði til við húsverkin. Eftir fermingu fór ég alfarin að heiman. Ég réði mig í vist hjá Þór- hildi og Páli Sigfússyni skipstjóra og var heppin með stað. Ég hafði verið þar tvö undanfarin sumur í vist og þekkti vel til þar. Mér þótti vænt um börnin sem ég gætti og fólkið var mér gott, en ég hafði mikið að gera og átti ekkert ein- kalíf. Ég svaf í herbergi með einni heimasætunni og var vakin eld- snemma og var að vinna langt fram á kvöld. Ef mig langaði að skreppa eitthvað á kvöldin var ég lengi að koma mér að því að spyrja hvort ég gæti fengið frí. Ég átti engan tíma fyrir sjálfa mig. Þetta breyttist ekki þó ég færi sextán ára gömul í aðra vist. Þetta voru þau kjör sem fátækar stúlkur máttu búa við á þeim árum. Kaupið var líka mjög lágt. Ef maður fékk sér flík þá var ekkert hægt að gera vikum og jafnvel mánuðum saman, varla að maður ætti í strætisvagn. Samt var auðvitað stundum gaman. Ég átti góðar vinkonur og samhenta fjölskyldu og ég var ung. það skyggði meira að segja ekki á lífsgleði mína þó ég væri feit. Á unglingsárunum fór ég að fítna og við því var ekkert að segja. Ég var feit og engum datt í hug að það gæt breyst. Aldrei flökraði að mér að fara í megrun, það tíðkaðist ekki þá. Ég fór næstum aldrei á böll á þessum árum, en einstaka sinnum í bíó. Mest langaði mig þó í leik- hús. Ég sá sem unglingur Nitouc- he, Meyjarskemmuna og fleiri söng- leiki og fannst það besta skemmtun sem veröldin gæti boðið uppá. Það hefti mann auðvitað mikið að vera sífellt blankur. Einasta huggunin var að Gíslína á Hverfisgötunni spáði manni jafnan bjartri og rík- mannlegri framtíð þegar við fórum vinkonurnar að láta spá fyrir okk- ur. Það kostaði 2 krónur en þeim peningum var ekki illa varið því við vorum fullar af bjartsýni í margar vikur eftir hvern spádóm. Því miður reyndist Gíslína ekki sannspá. Það var kannski eins gott að hún sá ekki framtíð mína. Það er nóg að mæta mótlætinu þegar það ber að dyrum þó maður viti ekki af því löngu fyrir fram. Bjó við eilífan samanburð Ég gifti mig 23 ára gömul árið 1943 og eignaðist skömmu síðar Helgu Jónu, einkadóttur mína. Maðurinn sem ég giftist hét Ás- björn Jónsson og var átján árum eldri en ég. Hann var ekkjumaður með fjögur börn. Mamma talaði utan að því við mig hvort ég vildi ekki hugsa mig aðeins betur um en ég var fastákveðin í að giftast Ásbirni og við það sat. Hann var myndarlegur maður og mér leist mjög vel á hann. En hjónaband okkar var ekki farsælt. Lengi eftir að við vorum gift miðaði hann allt sitt tímatal við þann dag sem fyrri kona hans dó. Átburðirnir gerðust þá áður en „Konan“ dó, eða eftir að „Konan“ dó. Þannig talaði hann árum saman og það var engu líkara en honum fyndist ég svo lítilfjörleg í samaburði við fyrri konuna að það tæki því ekki að tala um mig. Börn- in fjögur voru líka með eilífan sam- anburð, jafnvel sú yngsta sem þó var aðeins tveggja ára þegar móðir hennar lést úr lungnabólgu. Það er ekki óeðlilegt að þannig sé þetta í byijun og ég reyndi að vera góð við stjúpbörn mín einsog önnur börn sem ég hafði verið með. En maðurinn minn gerði, að mér fannst, lítið til að hjálpa mér að axla það erfiða hlutskipti að ganga í móðurstað börnum sem voru sum lítið yngri en ég sjálf. Ég hafði í einfeldni minni haldið að það yrði svo gaman að verða húsmóðir á eigin heimili. Hélt að það yrði svo miklu notalegra en vera hálfgert vinnudýr hjá öðrum. En reyndin varð sú að ég átti heldur ekki með neitt eftir að ég gekk í hjónaband. Ég fékk ekki að versla, á morgnana fór maðurinn minn út í búð og keypti mjólk, fisk og brauð fyrir heimilið og spurði mig ekki hvað ég vildi hafa í matinn. Ég fékk heldur engin peningaráð. Mér fannst niðurlæging mín mikil að geta ekki einu sinni gefið börnunum í strætó þegar þau báðu mig. Þann- ig vöndust þau því að líta á mig sem þýðingarlausa persónu á öllum sviðum. Hann meðhöndl- aði sonar, var systir mannsins míns. Ég hef oft verið spurð um sam- skipti okkar, enda bjó hún á hæð- inni fyrir ofan mig í 38 ár. En Þó hún sé þekkt sem eiginkona hins ágæta rithöfundar Þórbergs Þórð- arsonar og við séum báðar söguper- sónur í Sálminum um blómið þá verð ég að segja söguna um okkar viðskipti eins og hún gekk til og get ekki verið að gylla hana neitt. Það voru jafnan heldur kaldar mágaástirnar milli okkar. í öll þau ár sem við bjuggum saman hér á Hringbraut 45 drakk ég aldrei kaffibolla uppi hjá Mar að því gert ef ég er heimsk, fremur en þú getur gert að útliti þínu.“ Svona vomm við nú hlýlegar hvor við aðra mágkonurnar. En Þórbergur ]ét sig hafa það að drekka stundum kaffi hjá mér í eldhúsinu og gerði sér meira að segja margar ferðir til að hlusta á hvað þvottakerlingin móðir mín hafði að segja um lífið og tilveruna Hann sat löngum stundum á rauða koffortinu í gamla eldhúsinu hennar meðan hún var að þvo og hlustaði á hana segja frá göml- um mig sem slíka og þau lærðu af honum að gera það sama. Þau þökkuðu mér aldrei það sem ég þó reyndi að gera nema helst næst yngsta dóttirin sem var 12 ára þegar við Ásbjörn gift- umst. Hún var mér jafnan notalegri en hin. Líklega hafa þau aldrei skilið hve mikið starf ég lagði á mig þeirra vegna. Matseld og þjón- usta á svo mörgu fólki tekur mikinn tíma úr æfi einnrar manneskju. Mér leið heldur ekki vel innan um fólkið hans. Það var ættað frá Innri Njarðvík og hafði gjarnan orð á góðu ættemi sínu. Það var fullt samkomu- lag um ágæti ætt- arinnar en varla um neitt annað. Ég var óvön öllum leiðindum og orðaskaki og var þess vegna hálft í hvoru fegin að mér var sjaldnast boðið með þegar Innri Njarðvíkur- ættin kom saman. Einu sinni var mér þó boðið í veislu þar sem einn ættingi mannsins míns talaði lengi um hinn ríka og umsvifamikla afa sinn, Ásbjörn í Njarðvík. Síðan snéri hann sér að mér og spurði: „Hvað gerði afi þinn.“ Ég svaraði: „ Ætli hann hafi nokkuð gert nema vera á honum Rauð.“ Það sló þöng á samkvæmið. Ég var jafnan látin finna að ég væri ættsmá, enda held ég að það hafi ekki fyrirfundist hundahreinsari í minni ætt, hvað þá hærra settur maður. Það voru kaldar mágaástirnar Margrét, kona Þórbergs Þórðar- Jórunn með Helgu dóttur sína á fyrsta ári gréti, hvað þá annað. Ásbjöm bróð- ir hennar fór líka sjaldan upp til hennar, en hún kom þó niður þegar hún varð fimmtug og sagði: „Ási, ætlarðu ekki að koma upp og drekka kaffi.“ Mér bauð hún ekki upp þá fremur en endranær, ég þótti ekki frambærileg innan um stórmenni. Hún lá ekki á þeirri skoðun sinni að ég væri heimsk, enda var hún kvennaskólagengin en ég bara með barnapróf. Þegar ég lagði eitthvað til málanna sagði hún oft: „Ósköp ertu heimsk," eða „Hver hefur þú heyrt þetta, hjá þvottkerlingunni henni móður þinni?" Ég tók því þann kostinn að þegja fyrstu árin sem við vorum samtíða. Loks áræddi ég að að svara henni. Einu sinni hafði henni sem oftar orðið tíðrætt um heimsku mína, þá sagði ég: „Ég get ekki Sobbeggi afi og Lilla Hegga í sófanum heima lijá Sjókumömmu tímum. Mamma var fróð kona og minnug og það kunni hann að meta en lét sér í léttu rúmi liggja þó hún stæði lágt í metorðastiganum. En Margréti líkaði ekki vel að Þórberg- ur kæmi við í eldhúsinu hjá mér. Mér virtist hún vera afbrýðisöm að upplagi og vilja alls staðar vera í fyrsta sæti. Mér fannst sem hún stæði jafnan nokkuð í skugga Þór- bergs og líkaði það ekki vel. Oft heyrði ég hana taka af honum orð- ið þegar ,hann var að segjá frá á sinn skemmtilega máta. En hann var kurteis maður og lét oftast sem ekkert væri. Það er hins vegar al- ger misskilningur að Margrét hafi kúgað Þórberg eins og ég hef stund- um heyrt fólk halda fram. Ég sá ekki betur en Þórbergur réði því sem hann vildi ráða og að Margrét beygði sig undir það. Mér fannst hún meira að segja sitja talsvert mikið á sér þegar hann var við- staddur. Hún vann við að setja upp púða fyrir fólk og þótti gera það vel. En hún vildi fá verk sitt vel borgað, jafnvel svo að sumum þótti nóg um. Ef konurnar mögluðu þeg- ar hún kom með reikninginn brást hún hin versta við og stundum kvað við í stigaganginum þegar hún sagði þessum múðurkerlingum sitt álit á framferði þeirra. Hún átti jafnvel til að kalla álit sit á eftir þeim þegar þær flýttu sér niður stigann til þess að komast sem fyrst úr návist Margrétar. Slíkur reiðilestur var aldrei nema svipur hjá sjón þegar Þórbergur var heima. Margrét og Þórbergur hændu mjög að sér Helgu litlu dóttur mína. Stundum þótti mér jafnvel nóg um. Ég var ung og vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við þessu svo ég lét það kyrrt liggja þó þau væru nokkuð umsvifamikil í uppeldi hennar. Auðvitað fann ég að þau vildu vel og hún græddi mikið á þessum samskiptum, sérs- taklega við Þórberg. Þetta atriði var nokkuð þungt á metaskálunum þegar ég íhugaði að slíta hjóna- bandi mínu og flytja burtu með Helgu litlu. Ég verð að segja að mér leið afar illa í þessu hjóna- bandi, ég var einsog fugl í greip sem alltaf herti að. Þannig lítur þetta út fyrir mér. Mér fannst ég vera rétt einsog hver önnur vinnu- kona hjá manninum mínum og börnum hans og engu þeirra virtist detta í hug að ég hefði neins konar tilfinningar. En við áttum ekkert nema þessa íbúð sem við keyptum af Reykjavíkurbæ og mér fannst erfitt til þess að hugsa að leysa upp heimilið og selja íbúðina. Stjúpbörn mín höfðu áður misst heimili sitt og orðið að vera hjá vandalausum og m.a. þess vegna fannst mér ég ekki geta gert þetta. í annan stað var Helga litla_ sæl í sinni veröld þarna. Ég ein var vansæl. Niðurstaðan varð sú að ég hélt áfram að halda heimili fyrir Ás- björn og börnin hans. Líf mitt breyttist þó heldur til batnaðar þegar ég fór að vinna úti árið 1947. Þá fékk ég nokkur pen- ingaráð, sem ég notaði reyndar að mestu _ í þágu heimilisins. Ég vann við að undirbúa veislur og taka til hjá fólki og líkaði það vel. Sem ung stúlka átti ég mér þann draum að verða hjúkrunarkona. Ég komst næst því að láta þann draum rætast þegar ég sinnti næturvökt- um á sjúkrahús- inu Sólheimum um nokkurra ára skeið. Þrisvar sinnum var ég komin nálægt því að fara í hjúk- • runarnám en alltaf gerðist eitt- hvað sem afstýrði því. Síðast ætlaði ég 47 ára gömul að fara í Sjúkralið- askólann þegar hann tók til starfa, en þá fékk ég heilablóðfall og missti mátt um tíma. Þá var ég að vinna á matstofu hjá Sambandinu og fannst það góður vinnustaður. Meðan ég var veik dó maðurinn minn. Það var í apríl árið 1967. Varla var hann orðinn kaldur þegar börn hans af fyrra hjónabandi komu uppá spítala til mín til þess að krefj- ast arfsins. Þau gengu hart fram í því máli en það vildi mér til að góður vinur minn lánaði mér pen- inga til að borga þeim út, annars væri ég líka horfin héðan af Hring- braut 45, rétt einsog aðrar söguper- sónur úr Sálminum um blómið.“ Nú þagnar Jórunn og við þegjum saman nokkra stund. Þetta viðtal hefur tekið aðra stefnu en ég bjóst við. Ég get ekki að mér gert að hugsa um ungu feitlagnu stúlkuna sem fór til Gíslínu spákonu á Hverf- isgötunni full af vongleði æskunn- ar. Stundum er sagt að allir fái sinn skammt af mótlæti í þessum heimi. Frásaga Jórunnar minnir mig á lít- ið ljóð sem ég heyrði sungið fyrir skömmu við lag eftir Felix Mend- elssohn. Þar sem segir frá litlu bláu blómi sem kvartar sáran undan þyrnikossi rósarinnar, sem var svo sár að hjarta þess brast. En þá kom kóngulóin til sögunnar og sagði: „Uss hvað gerir það til. Það er betra að hjartað bresti en hafa aldr- ei kynnst ástinni og deyja ástlaus." Allar ákvarðanir í ástamálum fela í sér áhættu. Sumir eru einfaldlega heppnari en aðrir. Einhveijum kann að finnast sem Jórunn hafi verið óheppin, þeim til huggunnr get ég sagt að hún hitti seinna mann sem henni féll afar vel við. Þau áttu um tíma góðar stundir saman, þar til hann dó úr krabbameini fyrir fáum árum. En „Þeir verða að missa sem eiga,“ segir Jórunn hæglátlega. Hún segir mér einnig að hún hafi jafnan haft gott og náið samband við Helgu dóttur sína og fimm börn hennar. Svo og hafa systkini henn- ar og gamlir vinir sýnt henni ástúð. Hún er því ekki í hópi þeirra sem hverfa ástlausir úr þessum heimi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.