Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 36
36 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 't f SNARSALA 20-50% -----i BAKÞANIiAR EM 258 ÖRBYLGJUOFN -r25% VAB_52^22t— NÚ395Q0 CEP6022 20" SJÓNVARP 4-25% VAR 20.880, NU 15.660,- CP 830 r , I .tn. ■“*■*”* ít - ««.1 GEISLASPILARI -20% VHR 5100 VIDEOTÆKI j^0%— VARjejjOOr^_ NÚ 6L20QiA_ VHR 5700 HI-FI VIDEOTÆKI IS7039VT 28" • BLAUPUNKT SJÓNVARPSTÆKI QB 310 NÚ53Æ0Q^_ UPP- ......... ÞVOTTA- VhL/hljóölát - -25% var^o^52iL-— NÚ 37.725.: QN 2276 vuuu i æ B8HBH % ö —rrr.” ÖRBYLGJU- DCX 59 Husqvarna smyo -í-25% VAR 65.060,- NÚ 48.800,- HLJÓM- TÆKJA- STÆÐA með geislaspilara oO0/„ _ SÍÐSUMARSÚTSALA GARDENA GARÐAHOLD Nú er hægt að gera góð kaup. <A Gunnar Asgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780 Sveitavarg- urínn, hún systír mín Við þóttum likar þegar við vor- um litlar ég og hún systir mín. Þegar við komumst á tán- ingaaldurinn vorum við enn svo líkar að ég gat notað passann hennar til að komast inn á böllin í Glaumbæ. Þau kvöldin komst hún ekki á ball. Við vorum báðar sendar í sveit á sumrin. .. . Sveitasælan festi eftir Helgu slg við hana en Thorberg ekkj vlð mlg Á þeim tíma sem við vorum í sveit mátti heyra setningar eins og „bóndi er bústólpi" og „bú er landstólpi“. Miðað við ástandið í landbúnaðarmálum þjóðarinnar í dag virðast þessar fullyrðingar á góðri leið með að fara í „vaskinn“ í orðsins fyllstu merkingu. „Vaskur" er stytting á hinum nýja virðisaukaskatti sem flæðir um landið allt, jafnt tií sjávar og sveita. Eða kannski alls ekki jafnt, eins og sveitavargurinn hún systir mín heldur fram. Hún syst- ir mín hefur fengið nýtt umræðu- efni. Áður talaði hún bara um hesta. í dag talar hún um hesta og virðisaukaskatt. í dag getur hún ekki látið sér nægja að tala um málin, því nú verður hún að færa bókhald og standa skil á „vaskinum”. Systur minni leiðist að færa bókhald. Systir mín er ekki einungis venjuleg bónda- kona heldur er hún einnig svo- kallaður „ferðabóndi" því að eitt- hvað verður fólk til sveita að nuddast við þegar ekki eru lengur neinar skepnur í útihúsum til að annast. Hænsnin eru flogin ofan í frystikisturnar i stórmörkuðun- um og eggjunum orpið beint í ba- neitraða plasteggjabakkana. Það er í sjálfu sér fagnaðarefni að sveitafólk geti nú eytt einhverjum tíma í að sýsla við bókhald og færa t.d. tapreksturinn milli ára og flytja til búmarkið eða hvað þetta nú heitir. Og svo má ekki gleyma að senda inn skýrslurnar, þá lendir allt í áætlun, eins og hjá henni systur minni. Ferðabónd- inn hún systir min er nefnilega ekki eingöngu með hestasölu, hestaleigu, hestatamningu, hross í haga og hross i maga, heldur leigir hún líka út gistingu með innfluttum landbúnaðarafurða- morgunmat „a la Kornflex og Cocopuffs", tjaldstæði, golfvöll oe veiðileyfi. Þegar hún fær viðskiptavin sem vill t.d. kaupa veiðileyfi, þá þarf hvorki að innheimta né skila neinum virðisaukaskatti. En komi einhver og vilji fara á hest- bak, þá á hún að innheimta og skila virðisaukaskatti. Þessi mis- munun fer í taugarnar á henni systur minni og ætlar hún að skamma Denna næst þegar hún nær tali af honum. Þegar einhver vill kaupa af henni hest þá á hún að innheimta virðisaukaskatt og skila honum helst beint til Ólafs Ragnars sjálfs. En þeir sem vilja kaupa hjá henni hest vilja helst sleppa við að borga virðisauka- skattinn. Það fer líka i taugarnar á henni systur minni. Þá heldur hún ræðu og segir að fólk vilji hafa heilbrigðisþjónustu og skóla- göngu fyrir börn og fullorðna en einhveijir aðrir en þeir eigi að borga. Systir mín segir að fólk hætti þá bara við að kaupa af henni hesta. Svei mér þá, mér er alveg hætt að lítast á þetta hjá henni systur minni. Ég held að þetta sé allt að fara í vaskinn hjá henni. Hún reyndar blessar sig í bak og fyrir fyrir að hafa hætt við að fara út í refarækt og laxeldi á síðustu stundu. „Þá væri ég gjald- þrota í dag,“ segir hún systir mín. Nei, þetta er einhvern veginn ekki sama sveitasælan og áður. Það var nú eitthvað betra þegar við Ingi bóndi vorum að hand- mjólka beljurnar og spjölluðum saman á meðan. Þá voru mjalta- vélarnar rétt ókomnar til að spilla friðnum i ijósum landsins. Þá var það bara nýmjólkin sem fór einu sinni í vaskinn. Það var þegar Ingi bóndi datt á rassinn i flórinn með fulla mjólkurfötu. Hann sót- bölvaði, ég skellihló og kýrnar kímdu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.