Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 34
34 C MORGUNBLA0IÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 ÆSKUMYNDIN... er afSvanhildi Halldórsdótturfélagsmálafulltrúa hjá BSRB Dálítið fyrir- ferðarmikil sem bam Skellibjalla Svanhildur, til vinstri á myndinni, ásamtyngri systur sinni, Kristínu. „Systir mín var og er enn mjög dugleg og drífandi manneskja. Hún þótti dálítið fyrirferðarmik- il sem barn og fékk á sig gælu- nöfn eins og hlassadrottning og skellibjalla. Allt var það þó í góðu og hún var bæði glaðlynd og skemmtileg stelpa og ákaf- lega starfsöm," segir Kristín Halldórsdóttir fyrrum alþingis- kona Kvennalistans um systur sína Svanhildi, en á þessu ári eru tíu ár liðin frá því að Svanhildur Haildórsdóttir stjórnaði kosn- ingabaráttu fyrsta íslenska kven- forsetans, frú Vigdísar Finn- bogadóttur. Svanhildur er fædd í Varmahlíð á Laugum í Suður-Þingeyjar- sýslu 1. júní 1938, dóttir Halldóru Siguijónsdóttur fyrrum skólastýru húsmæðraskólans þar og Halldórs Víglundssonar. Hún ólst upp hjá móður sinni ásamt tveimur systkin- M um, Kristínu sem er ári yngri og Halldóri sem er fjórum árum eldri og starfar nú sem yfirlæknir á Kristnesspítaia. Svana lauk gagn- fræðaprófi frá Héraðsskólanum á Laugum og átján ára gömúl fór hún til Svíþjóðar og settist þar m.a. í norrænan lýðháskóla. Tvítug kom hún heim og réði sig þá til Hagstof- unnar þar sem hún var með hléum allt til ársins 1980. Síðustu tíu árin hefur Svana starfað sem félags- málafulltrúi hjá BSRB. Hún á ijög- j ur uppkomin börn og rúmlega árs- gamalt ömmubarn. Eins og dugnaðarfólki er gjarnt átti hún bágt með að þola öðrum hangs og leti og kom það stundum niður á yngri systur hennar sem var óttalegur drollari. „Vinir hafa alltaf safnast að systur minni því hún er mjög raungóð, laus við yfir- læti og hefur kímnigáfu. Það er helst að þvermóðska og uppreisnar- gimi hafi staðið henni fyrir þrifum í uppvextinum. Henni var eiginlega meinilla við að gera eins og ætlast var til.af henni. Til dæmis tók hún það í sig að hún væri engin náms- manneskja og stoppaði sjálfa sig á námsbrautinni. Ég held að hún sjái svolítið eftir þeirri vitleysu. Við ól- umst upp í allstórum hópi frænd- systkina og það var oft líf og fjör. Oft fóru krakkarnir á Laugabæjun- um í sund og varð Svana mikil sund- kona. Hún keppti á ótal mótum og gott ef hún á ekki ennþá héraðsmet- ið í 50 metra skriðsundi. Svo var hún alltaf að stofna einhver félög með leyndardómsfullum tilgangi og geymdi hún fjársjóði hér og þar í náttúrunni," segir Kristín. „Svana las mikið sem krakki, en hún var líka sískrifandi. Ég skil það ekki enn að hún skuli ekki vera rithöfundur því hún er talsverður stílisti. Hún skrifaði t.d. skáldsögur í löngum bunum síðustu árin sín í barnaskóla. Þetta voru mjög við- burðaríkar og dramatískar skáld- sögur og stundum bar dramatíkin höfundinn gjörsamlega ofurliði eins og þegar amman sagði dótturdóttur sinni frá þeirri stærstu raun lífs síns að hafa ekki getað eignast barn. Þá fékk hlustandinn, það er að segja ég, slíkt hláturskast að öll dramatík fór fyrir bí. Mig minnir að þetta hafi markað lok rithöf- undaferilsins, því miður. Þá var Svana á tólfta ári. Ég leit upp til systur minnar og fannst mikið til koma röggsemi hennar og lagni í samskiptum við fólk. Eiginlega bjóst ég við því að hún myndi stjórna einhverju þegar hún yrði stór þó mér dytti þá ekki í hug kosningabarátta fyrsta kven- forsetaná — ég bíð hinsvegar ennþá eftir skáldsögunni.“ Svanhildur Halldórsdóttir ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Rokkið er eilífit Rokkæðið hélt innreið sína á ís- landi vorið 1957 með tónleikum rokkhljómsveitar Tony Crombie frá Bretlandseyjum. Þá urðu tímamót í sögu íslensks skemmtiiðnað- ar og gætir þeirra áhrifa enn í dag enda hefur því verið haldið fram að „rokkið sé eilíft“. í frásögn Morg- unblaðsins af þessum fyrstu rokktónleikum, sem haldnir voru í Austurbæjarbíói, segir að „unglingarnir hafi verið gripnir hamslausu rokkæði og tóku að dansa rokk af miklum móði í sjálf- um bíósalnum, og varð af þessu slíkt uppnám og ærsl að lögreglan þusti á vettvang.“ Að Ioknum tón- leikunum hófst rokkið svo aftur á Snorrabrautinni, „í úðarigningu einni stundu eftir miðnætti“, eins og segir í blaðinu. I kjölfar þessa þótti enginn maður með mönnum nema hann kynni rokkdansinn og einna þekktastur á því sviði var Ssemundur Pálsson, sem oft var fenginn til að sýna listimar opinber- lega ásamt einhveijum dansfélaga af hinu kyn- inu og voru það þá oft- ast „Sæmi og Didda“ eða „Sæmi og Lóa“, eins og lesa má í auglýsingum frá þessum ámm. Meðfylgjandi em tvær myndir frá rokksýningu „Sæma og Lóu“ í Silfurtunglinu á upphafsá- mm rokksins og við látum eina fylgja með úr skemmtistaðnum Vetrargarð- inum, sem var hjá Tívolí í Vatnsmýr- inni, en sá staður var einn fjölsótt- asti dansstaður borgarinnar á rokk- ámnum. Eftir því sem best er vitað hafa ekki áður birst myndir af innvið- um þessa ágæta veitingahúss í Morg- unblaðinu. Innviðir Vetrargarðsins í Vatnsmýrinni, sem var fjölsóttur á rokkár- unum og þótti þar oft ærið sukksamt. SMÁVINUR VIKUNNAR , < (Acleris notana) Birlávefari Birkivefari hefur fundist í öll- um Iandshlutum og er mun al- gengari en lyngvefarinn sem hann er náskyldur og var kynnt- ur í síðustu viku. Birkivefarinnn er mun gjarnari á að fljúga og lætur því meira á sér kræla. Hann getur verið staðbundið mjög algengur, en fjöldinn virð- ist mjög breytilegur frá ári til árs. A Ibyijun september skríður nýja kynslóðin úr púpum og fíðrildin sjást á flögri langt fram eftir októ- ber ef vel viðrar. Birkivefari leggst í vetrardvala sem fullorðið fiðrildi. Að loknum vetrardvala birtast vef- ;. ararnir þegar í byijun apríl, ef vor- inu þóknast að láta á sér kræla svo snemma, og það má sjá þá fljúga allt fram eftir júní. Lirfurnar vaxa upp í júní og júlí líkt og lirfur lyng- vefarans. Lirfa birkivefarans étur birkilauf, eins og heiti hennar bend- ir til, og svipar að mörgu leyti til tígulvefarans __ sem kynnur var á miðju sumri. A svipaðan hátt spinn- ur hún saman nokkur laufblöð. Ólíkt tígulvefaranum sem púpar sig í jarðvegi, púpar birkivefarinn sig í laufskála sínum. Þannig má síðsumars auðveldlega rekja um- merki eftir vefaralirfur á birki til tegunda. Báðar þessar tegundir geta leikið birkið illa. Birkivefari er mun minni en lyng- vefari, oft með um 26 mm væng- haf. Á nýklöktum fiðrildum eru framvængirnir oftast ryðrauðir með dekkri og ljósari flikrum. Aftur- vængir eru ljósbrúnir. Á vorin hefur hreistur vængjanna slitnað veru- lega og eru þeir þá oftast grábrún- ir og ekkert mynstur greinanlegt. ÞETTA SÖGDU ÞAU ÞÁ . . . þJÓOVILJINN Þjóðviljinn 23. júlí, 1940. Valdataka alþýðunnar í Eystrasaltsiöndunum. Ákvörðun um framkvæmd sósíalismans, myndun sjálfstæðra sovétlýðvelda og inngöngu í Sovét- sambandið. Alþýða, sem í 20 ár og þar áður lengur hefur nú þjáðst undir atvinnuleysi, kaup- kúgun, menningarafturhaldi og harðstjórn burgeisastéttanna þar, þráði sem von er að sjá strax kormð á hjá sér þeirri stjórnarskrá, sem m.a. tryggir alþýðunni fullkominn rétt til tryggrar atvinnu.-réttláts kaups, hvíldar, öryggis menntunar og frelsis. BÓKIN PLATAN Á NÁTTBORDINU Á FÓNINUM MYNDIN ÍTÆKINU Inga Krist- insdóttir starfsstúlka í mötuneyti Eg er nýkominn heim frá ísrael og Egyptalandi og hef verið að lesa „From Beirut to Israel“ eft- ir Thomas Freeman, en hún fjallar um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs . Þá hef ég einnig verið að lesa „The Slegde Patrol" eftir David Howarth sem segir frá stríðsárun- um á Austur-Grænlandi. Mér finnst notalegt að setja plöt- ur á fóninn þegar ég kem heim úr vinnunni og geri töluvert af því. Undanfarið hef ég meðal annars verið að hlusta á nýjustu Madonnu-plötuna og plötur með Enyu, sem er mjög góð og óvenju- leg söngkona. Eg horfi mikið á myndbönd og þá allt mögulegt. Um daginn horfði ég til dæmis á frönsku mynd- ina „The Big Blue“ og svo „Forever Friends". Mér fannst báðar mynd- irnar mjög góðar. Núna eru á náttborðinu „The Man in the Brown Suit“ eftir Agöthu Christie en bækur hennar finnst mér gott að líta í þegar mér gengur illa að sofna; seinni hlutinn af „Glæp og refsingu" en fyrri bók- ina las ég fyrir nokkru og leist vel á og að síðustu „Islandsævintýri Himmlers" eftir Þór Whitehead, sem ég er að lesa í annað sinn. Síðast hlustaði ég á „Konu“ með Bubba Morthens, plötu sem stendur alltaf fyrir sínu. Ég hlusta töluvert á tónlist og þá allar tegund- ir. Eg horfi nú svo mikið á mynd- bönd að það er varia að ég muni hvað var síðast í tækinu. Mig minnir að það hafi verið „Platoon" eftir Oliver Stone. Helst horfi ég á spennumyndir og reyni að velja þær sem eru vandaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.