Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 manni upp í Borgarfirði, Guðmund Sigurðsson, hinn kunna hagyrðing og Kristinn, en þeir voru tvíburar. Ingvar bónda á Hofsstöðum og j Ingibjörgu, konu Guðmundar Böð- varssonar skálds á Kirkjubóli. Til þeirra hjóna, upp í Borgarfjörð, fékk ég að fara tvisvar sinnum í vikutíma. Það þóttu mér stórkost- legar ferðir. Eg hitti svo margt merkilegt fólk hjá þeim því gesta- gangur var mjög mikill á Kirkju- bóli. Annað man ég ekki til að ég hafi farið á mínum æsku og upp- vaxtarárum. Ég var t.d. orðin 22 ára þegar ég kom til Þingvalla í fyrsta skipti. Það var eðlilegt að þetta væri svona því faðir minn dó þegar ég var tíu ára. Hann varð bráðkvaddur 62 ára gamall. Mamma varð þá að bjarga sér sjálf með barnahópinn og það gerði hún. Þá voru ekki bætur af neinu tagi og ekki voru eignirnar miklar. Hún sá fyrir okkur börnunum með því að þvo þvotta fyrir fólk í eldhúsinu hjá sér og mjólka 14 kýr kvölds og morgna í Skildinganesi. Samt man ég ekki til að talað væri um fátækt heima, né heldur var mamma höst- ug eða óþolinmóð við okkur krakk- ana. Ég held að enginn geti átt betri eða duglegri móður en ég átti. Eins og tíðkaðist í þá daga var Og tíminn stendur ekki í stað fremur en í veröld Þórbergs Þórðarsonar. Nú er Sjóka komin frá Moldavíu, nokkuð lerkuð en þó heil að húfi og ég er komin í eldhúsið til hennar msð tebolla fyrir framan mig. „Það voru erfiðir þessir hitar í Moldavíu," seg- ir hún og hellir meira te í bollann minn. í gluggakistunni eru litlir bollar með ekta gyllingu og nokkrar hnarreistar hænur með göt á mag- anum. Þessa gripi keypti Sjóka í stórri búð í Moldavíu. „Ég hef nokkrum sinnum til Rússlands á síðasta áratug. Ég hef farið með MÍR, þó ég sé ekki kommi,“ segir Sjóka og dreypir á neskaffi. „En mikið er öðruvísi yfírbragðið á fólk- inu núna en það var fyrir tveimur árum þegar ég kom þangað síðast. Sú breyting er ekki til batnaðar. Enginn vill gera neitt nema fyrir dollara. Það myndast víða miklar biðraðir því afgreiðslan er voðalega hæg þama. Það er kannski ein stúlka að simsa við að afgreiða ís og endalaus fjöldi í biðröð fyrir ut- an. Ég stóð í slíkri biðröð til að fá mér ís. Stúlkan var ekki að flýta sér og hún fór í kaffi áður en ég komst að. Hún setti bara upp spjald og fór svo. Ef þú átt dollara færðu mun betri afgreiðslu. En ég sá enga fátækt. Fólkið þama er vel klætt og virðist hafa nóg að bíta og brenna. Ég skal þó játa að betra virðist Katrín mikla hafa haft það. Ég skoðaði í Moskvu sýningu á skartgripunum hennar og fötum. Kjólarnir hennar vom ótrúlega við- hafnarmiklir og hún átti óskaplega stóra og þunga og glæsilega gull- skartgripi. Skeifumar undir hestun- um hennar vom skreyttar eðalstein- um. Meira að segja hjólin á vögnun- um hennar voru gimsteinaskreytt. Svo sá ég föt sem sjálfur ívan grimmi saumaði _sér, þetta var merkileg sýning. Á Rauða torginu sá ég styttu af Stalín, þeir létu sig hafa það að setja hann þar innan um aðra stjómendur Sovétríkjanna á 70 ára byltingarafmælinu.“ Jó- runn er á valdi ferðaminninganna og rétt getur rifíð sig frá þeim til þess að segja mér frá litlu stúlk- unni sem ólst upp í Skeijafirðinum og vestur á Grímsstaðaholti. „Ég er raunar fædd árið 1920 í Bygg- garði á Seltjarnamesi, sem var mikil samhjálp í Holtinu. Þar voru allir fátækir og barnmargir og hjálpuðust að eftir megni. Oft lán- aði mamma mig til að líta eftir börnum meðan konurnar skruppu í bæinn til þess að útrétta. Mennirn- ir vom flestir á sjónum svo allt slíkt lenti á konunum. Þær fóru kannski klukkan eitt og komu klukkan sex. Þeir voru lengi að líða dagarnir þegar ég sat yfir krakka- rollingunum. Á veturna gekk ég í Miðbæjarskólann. Það var töluverð- ur spölur að ganga þangað og oft voru Melarnir illfærir í bleytutíð. Ég var þá með tusku með mér því ég sökk svo í aurbleytuna að ég gamalt hús sem stóð í flútt við Nesstofu. Svo þurftum við að fara og fluttum þegar ég var þriggja ára að Skildinganesi í Skeijafirði. Mér þótti svo gaman að vera þar, túnið var svo grænt og fallegt. En nokkru seinna keypti Eggert Class- en jörðina og leigði hana bónda sem fékk húsið sem við bjuggum í. For- eldrar mínir Jón Frímann Friðriks- son sjómaður og Helga Jónsdóttir, fluttu þá að Þrastaragötu 9, rétt fyrir sunnan loftskeytastöðina. Þar höfðum við tvö herbergi. Ég átti fjögur alsystkini, Friðrik, Gunnar, Ingibjörgu og Sigurlaugu. En áður hafði mamma átt fjögur böm með Það er alltaf eittlivað æfintýralegt við það að hitta söguper- sónur sem maður hefur lesið um. Einu sinni snemma í sumar átti ég erindi við mann vestur á Hringbraut og fyrir misskilning fór ég inn í stigagang númer 45. Ekki hafði ég gengið marga stiga þegar rann upp fyrir mér að þetta væri stigagangurinn hans Þórbergs Þórðarsonar og handriðið sem ég studdi mig við væri það sama og Bidda systir renndi sér svo listilega niður í bókinni Sálmurinn um blómið. í þeirri bók segir á einum stað: „Tímarnir liðu, og allt var alltaf að breytast. Enginn hlutur var í dag nákvæmlega eins og hann hafði verið í gær. Eftir 500 ár verður skrifborðið hans Sobbeggi afa orðið sprekað ræxni, og frost og rigningar verða þá búin að mola í sundur góða steininn, sem hann Sobbeggi afi sótti út á Mela til að leggja ofan á hlemminn yfir saltkjöts- tunnunni hennar Mömmugöggu á altaninu, og Sobbeggi afi verður kannski orðinn forsetaráðherra á Bláu eyjunni.“ Síðan þetta var skrifað eru liðnir margir áratug- ir. Hvað um skrifborðið liefur Rætt við Jórunni Jónsdóttur “Sjókumömmu“ í bók Þór- s Þóróarsonar Sólmin- um um blómið orðið veit ég ekki, né heldur hef ég haft spurnir af steininum góða og allra síst veit ég hvar Þórbergur er núna. En ég komst að því að eitt stendur þó eftir í ölduróti breytinganna. Sjóka, mamma hennar Lillu Heggu, býr enn að Hringbraut 45. Jórunn Jónsdóttir heitir hún réttu nafni og fyrir staka tilviljun hitti ég hana þarna í eigin persónu og spurði hana um manninn sem ég þurfti að hitta. „Ég ætti að kannast við nágrannana," sagði hún stuttaralega. „Ég hef búið hér í 47 ár, ég er svokölluð Sjóka.“ Svo sagði hún mér til vegar og tók jafnframt vel í að spjalla við mig betur seinna þegar hún kæmi úr ferðalagi til Moldavíu í Rússlandi, sem hún var þá rétt ófarin í. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.