Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 C 25 MNýjasta gamanmynd Mike Nichols er „Post- cards From the Edge“ með tveimur ágætisleikkon- um, Meryl Streep og Shir- ley MacLaine. Myndin kemur seinna meir í Stjörnubíó en hún segir frá sambandi móður og dóttur í Hollywood þar sem dóp og meira dóp ræður ríkjum. Myndin er byggð á bók Carrie Fisher, sem litlu munaði að yrði tengdadóttir Svarthöfða í eina tíð. Tveir leikarar að auki koma við Hinrik V okkar tíma Þegar leikhúsmaðurinn Kenneth Branagh fór af stað með nýja bíómyndaútgáfu af leikriti Shakespeares, Hinrik V, sem sýnd verður í Háskólabíói innan skamms, var stærsta vandamálið að brjóta það sem hann kallar „Shakespearemúrinn“. Mörgum þykir Sha- kespeare fráhrind- andi,“ sagði Branagh fyrir ári, þegar hann gerði mynd- ina aðeins 28 ára gamall og hlaut frábæra dóma fyr- ir, „og mig lang- aði til að eiga þátt í því að gera hann meira aðl- aðandi fyrir það fólk. Ég veit að við fáum ekki Branagh (til hægri) í mynd sinni Hinrik V; sprottinn úr sömu veröld og Batman. sömu aðsókn og Batman en ég vil að fólk skynji að Hin- rik V er sprottinn úr sömu veröld og Batman, að hann er líka frá 1989.“ Eina bíómyndin sem til var um Hinrik V var sú sem Sir Laurence Olivier gerði á stríðsárunum en í henni var söguhetjan ekkert nema sjálfsöryggið og hugrekkið enda krafðist tíðarandinn þess. „Ahorfendur vildu þjóðar- tákn um breskt hugrekki," sagði Branagh, sem leggur meiri áherslu á dekkri hliðar Hinriks, einsemd hans og efasemd- ir. Margir frægir Sha- kespeare- leikarar koma fram í myndinni þ. á m. Paul Scofield, Ian Holm og Derek Jacobi. „Áður en áhorfendur fara á myndina getur verið að þeir hugsi með sér að hún sé þess virði að sjá en örugglega leiðinleg. Ég vona að þeir dragist inní hana. Þetta er ekki eitthvað sérstaklega merkt Menning með stóru Emmi. Fyrir mér er Hinrik V bráðlifandi og skemmtilegur og þannig vildi ég matreiða hann oní alla aðra.“ Einn helsti ráðgjafi Bra- naghs var maður sem þekk- ir vel hvernig það er að vera kóngur: Karl prins. sögu. Þeir eru Dennis Qua- id og Richard Dreyfuss en líklega komast þeir ekki með tærnar þar sem döm- urnar hafa hælana. ■Diane Keaton leikur nú í myndinni „The Lemon Sisters" undir leikstjórn Joyce Chopra en hún er um þijár vinkonur og menn- ina í lífi þeirra. Einn af þeim er Elliott Gould, sem ekki hefur leikið í mörgum bíómyndum upp á síðkastið, en hinir eru Ruben Blades og Aidan Quinn. MHryiiingsmyndin „Dark- man eftir Sam Raimi með Liam Neeson hefur fengið ágætis dóma vestra og hef- ur einn gagnrýnandinn gerst svo lítillátur að kalla hana bestu mynd ársins. Mliann er ekki dauður úr öllum æðum Chuck Norris enda orðin þörf fyrir gamal- dags stríðsjaxl á hvíta tjald- ið eins og málin standa við Persaflóa. „Delta Force 2“ hefur nú verið frumsýnd en slæmu fréttirnar eru þær að Ameríka er að tapa enn einu stríðinu og þær góðu að Chuck er á Ieiðinni. Hátíð í New York Seinna í þessum mánuði fer hin árlega kvikmyndahátíð í New York af stað en byrjunarmynd hennar verður „Miller’s Crossing” eftir þá Joel og Ethan Coen. Lokamynd hátíðarinnar verður „The Nasty Girl“ eftir Michael Verhoeven, son Pauls („Total Recall"). Mynd Coenbræðra er eins og áður hefur komið fram á þessari síðu um írska mafíósa með Albert Finney og Gabriel Byrne í aðalhlutverkum en mynd Michaels er um þýska skólastúlku' seint á sjötta áratugnum sem lendir í vondum málum þegar hún skrifar skólaritgerð sem hún kaliar „Bærinn minn á tímum þriðja ríkisins". Gabriel Byrne í „Miller’s Crossing“; opnunar- mynd á kvikmyndahátíðinni í New York. Alls verða 26 myndir frumsýndar á hátíðinni, m.a. nýjustu afurðir franskra nýbylgjuhöfunda eins og Eric Rohmers og Jean-Luc Godards, myndir eftir Finnann Aki Kaurismaki og fjölbreytile- gustu verk allt frá Nýjá-Sjál- andi til Japans. Hinir ítölsku Tavianibræður verða á hátíðinni með mynd sína Nætursól, tvær myndir verða frá Sovétríkjunum svo eitthvað sé nefnt, eft- ir þá Vitaly Kanevski og Pavel Loungu- ine, önnur gerist í hálfgerðu gúlagi en hin í Moskvu. Og loks má nefna að Christopher Walken leikur í ítalsk-amerísku sam- vinnuverkefni um gangster sem kemur úr fimm ára fangelsi og tekur upp þráð- inn að nýju. Kiefer Sutherland og Julia Roberts í „Flatliners"; leikur við dauðann. Leikið við dauðann í nýjustu mynd leikstjórans Joel Schumachers („St Elmo’s Fire“, „The Lost Boys“) taka nokkrir læknanemar í búningi efnilegustu ungu leikara Hollywood sig til og gera tilraunir með dauðann en myndin heitir Flatliners" og er væntanleg í Stjömubíó. Með hlutverk læknanem- anna fara Kiefer Sut herland, Julia Roberts, Kevin Bacon og William Baldwin, bróðir Alecs. Schumacher las handritið, hið fyrsta sem Peter Filardi skrifaði og fékk óhemju pen- ing fyrir, vorið 1989 og heill- aðist strax af því. „Þetta var algérlega frumlegur þriller. Ég hafði aldrei lesið neitt þvílíkt. Það tvinnaði sam- an mannlega sögu og sjóm-æna frásögn en það er nokkuð sem ég held ég sé alltaf að leita að.“ Leikstjórinn tók þegar til við að kynna sér viðfangsefhi myndarinnar, dauðann, las bækur um fólk sem staðið hafði við dauðans dyi- og hlustaði á hljóðrituð samtöl sem lýstu þeirri reynslu að deyja og snúa aftur til lífsins. Flestar vom lýsingamar ákaf- lega fallegar en það „sem sjaldnar kemur fram er að sumar lýsa hryllilegri reynslu fólks sem reynt hefur að svipta sig lífi“, segir Schumac- her. Og „Flatliners” er um af- leiðingamar sem það hefur fyrir lítinn hóp læknanema að rannsaka tæknileg sjálfsmorð og nota hvert annað sem til- raunadýr. „Ef þú leikur þér við dauðann,“ segir Sc- humacher, Jeikur dauðinn sér að þér.“ KVIKMYNDIR~™~ Erþab óbœrilegur léttleiki afturf Kaufinan gerir aðra ástarsögu MYNDAVÉLAR bandaríska leiksfjórans Philips Kaufmans eru farnar að suða aftur og fyrir framan þær er leikin ástarsaga. Það er okkur ekki alveg ókunnugt. Síðast þegar Kaufman gerði ástarsögu fyrir hvíta Ijaldið hét hún Óbærilegur léttleiki tilver unnar. Núna heitir hún Henry og June. Það er mynd um all sér- stæðan ástarþríhyrn ing rithöfundanna Anais Nin og Henry Millers og eig- inkonu Henrys, June, sem leikin er af Uma Thur- man. Ann- ars kemur leikarava- lið á óvart nema að því leyti að Kaufman heidur sig við frekar óþekkta leikara. eftir Arnald Indriðason Hann hefur valið FredWard („Miami Blues“) til að fara með hlutverk Henrys en hann er helst þekktur sem harðhaus í þrillerum. Ward er reyndar gamall vinur leikstjórans og lék geimfara í Kaufmanmyndinni „The Right Stuff" og sóttist mjög eftir að fá að leika Henry. Loks leikur óþekkt leik- kona, Maria de Medeiros, Anais Nin. Sögusviðið er París á öndverðum fjórða áratugn- um en handrit Kaufmans M \!tn Philip Kaufman með leikkonunni de Medeirosa, við upptökur á Henry og June. og konu hans Rose er byggt á dagbókum Nin þar sem kemur fram að hún og Mill- er voru elskendur. „Öll myndin er um rithöfunda og það að skrifa og sköp- unarþrána og tengsl hennar við kynlífið," segir Kauf- man í American Film. Kauf- man og Rose tókst meistar- alega vel að færa erfiða bók Miians Kundera á fílmu en það var jafnvel erfiðara að gera handrit uppúr dagbók- um Nin. Þau voru ár að skrifa það en höfðu áður lesið allt sem Nin og Miller höfðu skrifað, dagbækurn- ar, skáldsögurnar og bréfin. Anais Nin og Henry Mill- er voru fremst í flokki þeirra rithöfunda sem skrif- uðu um fijálsar ástir og að þau skyldu í ofanálag vera ástfangin hvort af öðru var nokkuð sem heillaði Kauf- man • mjög. Sagan er sögð frá sjónarhóli Nin sem hefur verið hamingjusamlega gift í sjö ár þegar myndin hefst og hún kynnist Miller. Til að flækja málið enn frekar dregst Nin einnig að eigin- konu Millers, June, en myndin er með orðum Kauf- mans könnunarleiðangur um slík svið eins og erótík, ástir, hjónaband og bók- menntir. Hann heldur áfram með þann efnivið sem hann hafði í höndunum í Óbæri- legum léttleika þegar hann fjallaði um kynferðislega hlaðið innra samspil persón- anna, tengslin á milli manns og konu, konu og konu, eiginmanns og eiginkonu. í BÍÓ Astæða er til að geta þess að ný íslensk bíó mynd er frumsýnd núna um helgina I Há- skólabíói en það er barna- og fjölskyldu- myndin Pappírs-Pési efitir Ara Kristinsson. Hún Qallar um um samnefnda pappafígúru sem vaknar til lífsins svipað og Gosi forðum og lendir 1 ýmsum ævin- týrum ásamt hópi krakka. Myndin er unnin upp úr nokkrum sjónvarps- þáttum sem Ari hefur kvikmyndað en handri- tið, sem hann skrifar sjálfur, er byggt á sögu- persónum Herdísar Eg- ilsdóttur. Þetta er fyrsta leikstjórnarverkefni Ara Kristinssonar en hann hefur verið kvikmynda- tökumaður mynda Þrá- ins Bertelssonar, Skyttnanna og Rokks f Reykjavík svo eitthvað sé nefnt og vinnur nú við tökur á Börnum náttúrunnar undir leik- stjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.