Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 vegna slysa af ýmsum toga,“ segir Gylfi. „Oneitanlegaertöluvert um skilnaðarmál hjá mér,“ segir- Svala.„Konurnar sækja mikið til mín. Ætli það sé ekki vegna þess að fáar konur eru í „praxis“.“ Þau segjast ekki hafa neitt skrif- stofuherbergi heima hjá sér í Foss- voginum enda reyndu þau að eyða frítímanum á annan hátt en að tala um lögfræði. „Við reynum eftir megni að komast hjá því að taka með okkur vinnuna heim, en óneit- anlega er þetta þannig starf að það er verið að elta mann uppi á öllum tímum sólarhringsins og jafnvel í fríum. Það koma upp „krísur“ hjá fólki, sérstaklega í viðkvæmum málum eins og hjónaskilnuðum og það er helst að ónæðis verði vart í slíkum rnálum." Á fyrsta ári í lagadeild eignuðust þau sitt fyrsta bam af þremur og gerðu þá með sér skriflegan samn- ing. Inntak samningsins er eitthvað á þessa leið: „Vinni annað hjóna, skal hitt einnig vinna.“ Þessi samn- ingur hefur í gegnum árin verið hafður í heiðri jafnt í vinnu sem og heima. „Já, hægt er að segja það hreinskilnislega að við höfum alltaf gengið í allt saman,“ segir Svala og Gylfi bætir við: ,;Já, ætli það sé ekki nokkuð rétt. Eg fæst hinsvegar ekki til þess að strauja. Ég kann það ekki og ég held að það sé farsælast fyrir þvottinn að mér sé ekkihleypt í hann.“ „Hann Gylfi eldartil dæmis miklu oftar en ég. Einhvern veginn held ég að karlmenn séu tilkippi- legri í matseldina heldur en í önnur heimilisstörf. Þeim finnst elda- mennskan svolítið spennandi. Jafn- réttið verður að byrja inni á heimil- unum. Það er grundvallaratriði að ala syni sína jafnt sem dætur með réttu hugarfari,“ segir Svala og eiginmaðurinn gefur þær skýringar að neyðin ein hafi rekið hann út í matartilbúning. „Ég átti þessu ekki að venjast á því heimili sem ég var alinn upp á. En þegar Svala var í námi, eins og ég, og ekki síst þegar hún byijaði í vaktavinnu á Sjón- varpinu, þá var náttúrulega ekki um neitt að ræða nema bjarga sér með börnin heima. Þegar konur vinna daglangt úti, er alls ekki eðli- Hvorki liðtækur við matseld né hreingerningar „TANNHEILSA manna fer stórbatnandi þrátt fyrir aukna sælgætisneyslu. Ljóst er að forvarnarstarf er farið að skila sér og ef fólk sinnir eftirliti reglulega, á það ekki að hafa stórar áhyggjur. Við tannlæknar viljum helst fá fólk í eftir- lit á hálfs árs fresti,“ segir Jónas Ragnarsson tannlæknir. Jónas rekur stofu sína á fjórðu hæð í húsi númer eitt við Háaleitisbraut og þar starfar einnig eiginkona hans, Hrafn- hildur Eysteinsdóttir, sem aðstoðarstúlka hans. Jónas er Fáskrúðsfirðing- ur og Hrafnhildur er undan Eyjaijöllum. Hún var í Húsmæðra- skólanum í Reykjavík og skólasystir hennar þar var meðal annarra systir Jónasar. „Við vissum svona af hvort öðru. Ég held að ég hafi fyrst séð hann á balli í Húsmæðraskólanum, en við kynntumst á dansleik í gamla Glaumbæ fyrir 23 árum,“ segir Hrafnhildur. Eftir tannlæknanámið í Háskólanum lá leið þeirra út á land, fyrst til Akureyrar og svo austur á land og síðar settust þau að í Garðabænum þar þau nú búa ásamt fimm börnum sínum sem eru á aldrinum 19 ára, 15 ára, 13 ára, 10 ára og 5 ára. Heimiliskötturinn Támína fær líka að valsa um að vild. „Starf aðstoðarstúlku tannlækn- is er svo sem ekkert verra en hvað annað. Ég held að ég myndi ekki vilja skipta um atvinnu úr þessu. Mér finnst þetta bara gaman og starfið er margþætt. Það er síminn, aðstoð við stólinn og svo er það félagsskapurinn. í sama húsnæði eru þrír tannlæknar til viðbótar og jafnmargar aðstoðarstúlkur þannig að það getur oft verið fjör í kaffi- stofunni. Það er helst að menn geri að gamni sínu þar. Það er ekki mikið rætt yfir sjúklingunum nema það nauðsynlegasta," segir Hrafn- hildur. Hún fór að vinna hjá mann- inum sínum fyrir um það bil fjórum árum, fyrst í fjóra tíma á dag, svo í sex tíma og nú allan daginn, tíma- bundið. Áður hafði Hrafnhildur unnið sem gangastúlka á Hrafnistu. Jónas segir samstarfið ganga vel og í hinu mesta bróðerni. Sér finn- ist meiri stuðningur af því að vinna saman heldur en ekki. Éini gallinn sé kannski sá að börnin gangi um of sjálfala heima. Þau séu mikið ein og pössun á þeim yngsta lenti oft- ast á þeirri næstyngstu. „Annars hafa börnin gott af því líka að maður sé ekki alltaf yfir þeim. Þau læra að taka tillit hvert til annars. Samkomulagið hafði til dæmis ekki verið upp á það besta hjá tveimur þeim elstu. Svo gerðist það að við hjónin fórum í sumarbústað í sumar og maður varð ekki var við annað en að sambandið hefði stórbatnað ámeðan,“ segir Hrafnhildur. Vinnudagur tannlæknisins hefst um klukkan átta og stendur sam- fleytt til að ganga fimm. Ef þau ætla að verða samferða heim úr vinnunni, fara þau á sama bílnum. Morgunblaðið/Einar Falur „Á fyrstu árunum gerðum við með okkur samning, sem er eitthvað á þessa leið: Vinni annað hjóna, skal hitt einnig vinna. Þessi samning- ur hefur í gegnum árin verið hafður í heiðri jafnt í vinnu sem og heima,“ segja lögfræðingarnir Svala og Gylfi Thorlacius. legt að þær sitji einar í húsverkun- um.“ Ferðalög og skútusiglingar eru aðaláhugamál þeirra hjóna. „Við leigðum okkur húsbíl og skruppum yfir helgi á Vestfirðina um daginn. Svo ætlum við í skútuferðalag með tveimur öðrum hjónum síðari hluta septembermánaðar. Við leigjum okkur skútu þegar út verður komið og ætlum að dóla á sundinu, sem er á milli Korsíku og Sardiníu. Við fórum í skútuferðalag út af Grikk- landi fyrir tveimur árum. Þá voru um það bil tíu skútur í samfloti, en nú ætlum við að vera köld og á eigin vegum. Þetta er feikilega skemmtilegt og maður lærir á æf- ingunni. Annars er Gylfi með svo- kallað pungapróf og hefur auk þess farið á námskeið hjá Siglingaskó- lanum.“ Höldum atvinn- unni sem lengst frá einkalífinu „ÞAU SAMSKIPTI, sem við eigum hér innan veggja fyrirtæk- isins, eru fyrst og fremst faglegs eðlis. Auk þess höfum við sett okkur þá reglu að taka ekki með okkur vinnuna heim. Það yrði mjög óskynsamlegt að eyða tímanum heima í að ræða mál tengd rekstrinum. Við reynum eftir megni að lialda einkalífínu og atvinnunni aðskildu. Elín er eins og hver ann- ar deildarstjóri, sem vinnur sín verkefni og oft líða heilu dagarnir án þess að við svo mikið sem sjáumst hér. Það er helst að við rekumst hvort á annað í kaffistofunni.“ Morgunblaðið/Emilía „Áhættan sem við tókum fyrir tíu árum reyndist farsælt spor sem engin eftirsjá er að“. Eigendur Vöku-Helgafells Ólafur Ragnarsson og Elín Bergs með nýjustu útgáfubók forlagsins, bók um líf og list málarans Van Gogh. lafur er Sigl- fírðingur og flutti sig suður á unglingsá- rum til að fara í Verslunar- skólann. Eftir að hafa lokið verslunarskóla- prófi, fór áhuginn að beinast að blaðamennsku og fjölmiðlun. Hann hóf störf á Alþýðublaðinu árið 1965, en í bytjun árs 1966 var hann ráðinn meðal annarrati! Sjónvarpsins til að undirbúa útsendingar sem hófust um haustið þ_að sama ár. Hjá Sjónvarpinu starfaði Ólafur við fréttaöflun og dagskrárgerð í tíu ár. Þá tók hann við ritstjórn Vísis þar sem hann var til ársins 1980. „Þaðan lá leiðin út í bókaútgáfuna. Ég hafði lengi haft hug á að kynnast þeirri grein fjölmiðl- unar og eftir að hafa starfað hjá öðrum allan minn feril, fannst mér spennandi að sjá hvortéggæti stað- ið á eigin fótum. Það voru margir svartsýnir á að vit væri í að stofna nýtt bókaforlag og reynt var að draga úr manni kjarkinn. Mér var sagt að það væru allt of mörg fyrirtæki starf- andi á þessum vettvangi og allt of mikið gefið út. Þrátt fyrir úrtölur þróuðust málin þannig að við hjónin ákváðum að slá til og taka áhætt- una. Þetta varð að vera samkomulag okkar beggja því ekki gat ég veðsett eignir okkar upp á eigin spýtur. Bóka- forlagið Vaka varð til í ársbyijun 1981. Við álitum að þetta snérist ekki um fjölda fyrirtækja á markaðn- um, heldur væri þetta spurning um gæði, hugmyndir og nýjar leiðir í útgáfumálum," segir Olafur. Eins og flestar konur með börn starfaði Elín hálfan daginn utan heimilis. Hún vann fyrir hádegi sem læknaritari á göngudeild Landspítal- ans fyrir háþrýsting. „Ólafur var eini starfsmaðurinn til að byrja með og fljótlega kom að því að ég fór að fara eftir hádegi til að hjálpa til því ekki höfðum við ráð á að borga starfs- manni Iaun. Ég hætti á spítalanum og fór að vinna allan daginn í fyrir- tækinu okkar í febrúar 1982, ári eft- ir að það varð til,“ segir Elín. „Við byrjuðum smátt og gættum þess að að reisa okkur ekki hurðarás um öxl. Fyrsta árið gekk mjög vel. Við gáfum út átta bækur. Þeirra á meðal var viðtalsbók við Gunnar Thoroddsen þáverandi forsætisráð- herra sem ég skrifaði reyndar sjálfur og varð sú bók metsölubók það árið,“ segir Ólafur. Það er óhætt að segja að fyrirtæk- ið hafi átt velgengni að fagna frá upphafi. Það hefur alltaf sýnt hagnað og veltir nú um 200 milljónum króna árlega. „Við teljum að þetta sé ekki bara heppni. Þetta snýst mest um það að hafa nef fyrir því hvað fólk vill kaupa. En auðvitað gefum við líka út bækur, sem þurfa að vera til en vitað er fyrirfram að munu ekki standa undir kostnaði. Þetta á við um ýmislegt menningarlegt efni. En sölubækurnar þurfa að standa undir þeim þætti útgáfunnar. Fyrir utan hefðbundna bókaútgáfu höfum við lagt töluverða rækt við klúbbarekst- ur, sem rennt hefur styrkari stoðum undir fyrirtækið og orðið til þess að það hefur stækkað. Að líkindum för- um við eitthvað út í hljómplötuútgáfu á næstunni. Fyrsta hljómplatan frá okkur er væntanleg fyrir jólin, en það er jafnframt fyrsta hljómplata Viðars Gunnarssonar óperusöngvara í Þýskalandi,“ segir Elín. Þess má geta að Viðar er fyrrum starfsmaður fyrir- tækisins. „Ég held að við höfum aldrei hugs- að tíu ár fram í tímann þegar við vorum að byrja í bókaútgáfunni. Ég neita því ekki að þetta hefur kannski vaxið örlítið hraðar en við áttum von á. Hugmyndin var í upphafi sú að við hefðum atvinnu af þessu,“ segir Ólafur. Um þrjátíu föst störf eru nú í fyrirtækinu, en ef saman eru taldir allir þeir, sem eru á launaskrá, telj- ast þeir um 130. „Það er langt síðan ég fór að segja við Ólaf að við skild- um bara halda fyrirtækinu í ákveð- inni stærð, en ný viðfangsefni eru spennandi og með góðu samstarfs- fólki er gaman að takast á við þau - ekki síst ef reksturinn heldur áfram að vera jákvæður," segir Elín. Ólafur skýrir þetta þannig út að hann vilji ekki endilega að forlagið verði að einhveiju risafyrirtæki heldur snúist þetta um hugmyndir, sem hann vilji sjá komast í framkvæmd. Það þýddi auðvitað meiri umsvif og fleiri starfs- menn. Ef fram kæmi góð og arðvæn- leg hugmynd, myndi maður síst af öllu vilja pakka henni niður í skúffu og bíða eftir því að einhver keppinaut- annatæki hana upp. Árið 1985 keypti Vaka bókaforlag- ið Helgafell. „Við sáum fram á að það myndi taka of langan tíma að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.