Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 20
20 C H- MORGUNBLAÐIÐ FiOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 -T'ir-r"^rrr-r Vetrardagskrá Sjón- varps að skríða af stað ÞRÁTT fyrir að vetrardagskrá 'Sjónvarpsins heljist ekki form- lega fyrr en fyrsta vetrardag, munu nokkrir þættir heíja göngu sína í september og byrjun októ- ber. Fyrsti þáttur af fjórum, sem bera . yfirskriftina „Ný tungl“, verð ur sýndur í september. Þættirnir eru gerðir af íslensku hreyfimynda- stofnuninni og fjalla um vakningu í andlegum málefnum. I sama mán- uði hefst þriggja þátta röð um og með unglingum, sem nefnast Urð- ur, Verandi og Skuld. Umsjónar- maður þeirra verður Eiríkur Guð- mundsson. Þá má geta tveggja þátta sem gerðir hafa verið um hið landsþekkta hæfileikafólk, systkin- in á Kvísketjum. Egill Eðvarðsson og Andrés Ind- riðason munu stjórna upptökum á föstum þáttum í vetur. Egill verður með þætti Hemma Gunn, „Á tali“, og Andrés mun stjórna upptökum á þáttaröð sem kallast „Ur handrað- anurn". Þar verður rifjað upp gam- alt efni úr 24 ára gömlu safni Sjón- varpsins. Olaf Poulsen, Erik Erngaard og Svend Birkegaard, með nýja viku- blaðið. Aukin samkeppni í fjónskri blaðaútgáfu HAFIN ER útgáfa nýs vikublaðs á Fjóni, sem beint er gegn stærsta héraðsblað Fjóns, Fyens Stiftstidende. Kallast það Weekend Fyn og er ritstýrt af tveimur fyrrum yfirmönnum á Fyens Stiftstidende, Olaf Poulsen og Svend Birkegaard, auk Erik Erngaards, sem var ritstjóri Fyns Amts Avis. Hefur því verið haldið fram að ætlun þre- menninganna sé að hefna sín á fyrrum vinnuveitanda Poulsen og Birkegaard. Þeir félagar segja það alrangt, þeir séu eingöngu að leggja út í heilbrigða samkeppni. Weekend Fyn mun koma út um helgar og verða dreift ókeyp is á öll heimili á Fjóni. Ætlunin er að gefa út samsvarandi héraðsblöð á Jótlandi. Talið er að blaðið geti náð inn um 15-20% af auglýsinga- tekjum Fyens Stifttidende, þ.e. tæp- um 400 milljónum ísl. króna á ári. Það er talin alvarleg ógnun við Fyens Stiftstidende, sem hefur tap- að áskrifendum að undanförnu. Aðstandendur Weekend Fyn eru sannfærðir um að blaðið sé komið til að vera, en stjórnarmenn hjá keppinautnum vonast til þess að Weekend Fyn verði gjaldþrota áður en árið er liðið. Danski milljóna- mæringurinn Kurt Behrens hefur stutt dyggilega við bakið á nýja blaðinu en þar á móti kemur að Ritzau-fréttastofan hefur neitað Weekend Fyn um aðgang að frétta- skeytum. Þjóðviljinn er eitt þeirra blaða sem lita fréttir pólitískum lit- um. Þar með gerir það ekki greinarmun á staðreyndum o g pólitískri trú plÓÐVIUIMH = Þegar veruleikinn víkur fyrir viljanum Q.E.D. er latnesk skammstöfun sem stendur fyrir Quod erat demonstrandum og þýðir: það sem sanna átti. Þessi skammstöf- un, sem á unglingsárunum birtist manni á framandi síðum kennslubókar í algebru, er oft notuð í raungreinum eins og stærð- fræði þar sem eitt leiðir óhjákvæmilega og óumdeilanlega til annars. Þessi skammstöfun kemur oft upp í hugann við lestur íslenskra blaða, einkum þeirra, sem hvað lengst hafa verið tagl- hnýtingar stjórnmálaflokka. Margar fréttagreinar þessara blaða eru augljóslega skrifaðar í þeim tilgangi að sanna einhverja full- yrðingu eða skoðun og þó svo þannig sé látið líta út að eitt leiði óhjákvæmilega til annars, þá er það nú sjaldnast svo. Sumir blaðamenn virðast helst greina frá því sem þeir vilja sjá fremur en því sem raun verulega fyrir augu þeirra ber. Þegar blöð voru málgögn átti þetta sína eðlilegu skýringu en í dag hins vegar eru þær kröfur gerðar til góðra fréttablaða að þau greini hlutlaust frá _______________________ staðreyndum. Hafi blað skoð- anir á það að greina frá þeim umbúðalaust en ekki fela þær á milli óljósra túlkana á staðreyndum og hálfsagðra sagna. Blöð sem gera slíkt geta ekki talist góð. Að þessu sinni skulu dæmi um miður góð vinnubrögð íslenskra blaða tek- in úr Þjóðviljanum. Þjóðviljinn er eitt þeirra blaða sem á sinn hátt tekst ansi oft að lita frásagnir. Á þessum vettvangi hefur áður verið um það fjallað hvernig Þjóðviljinn ásamt öðrum blöðum greindi frá atburðum fyrir síðustu alþingiskosningar. Sam- kvæmt marktækri athugun var _________________ blaðið hlut- BAKSVIÐ eftir Asgeir Friðgeirsson drægt. En það má benda á ný- legri dæmi þar sem afstaða blaðamanns mótar frásögn- ina. Á baksíðu blaðsins 16. ágúst sl. var frétt um þær hugmyndir að leyfa aftur bílaumferð um Austur- stræti. Fyrirsögnin var „Taka bílarnir völdin?" í undirfyrirsögn segir m.a. að gangandi vegfarend- ur séu mótfallnir bílaumferð um götuna. Greinin er að sumu leyti ágætlega unnin. Blaðamaður ræðir við báða málsaðila en þegar hann hinsvegar heldur því fram að veg- farendur séu eða virðist ósammála þá hverfur hann frá staðreyndum til tilefnislítilla getgátna. í grein- inni vitnar hann einvörðungu í einn vegfaranda, sem er orðinn að öllum vegfarendum í undirfyrirsögn. Raunar er á sömu síðu spurning dagsins og þar svara fimm ein- staklingar því til að þeim finnist að ekki eigi að opna götuna fyrir bílaumferð. Þrátt fyrir það á enn eftir að færa sönnur fyrir því að vegfarendur séu andsnúnir bílaum- ferð. Blaðamanni hefði t.d. nægt að segja að allir þeir vegfarendur sem hann hitti að máli hefðu verið andsnúnir, en það gerði hann ekki. Annað er varðar þessa frétt er fyr- irsögnin. Hún hljómar eins og mik- il ógn steðji að en eins og vegfar- endur á Laugavegi vita þá þarf það ekki að fara saman að heimila bíla- umferð og að bílar taki völdin. Verið getur að blaðamaður óttist að bílarnir taki völdin en varla getur það talist aðalatriði þessa máls. Að sjálfsögðu er þetta dæmi ákaflega saklaust en það er ein- mitt þess vegna sem það er valið. Það er einmitt það saklaust að enginn tekur eftir því en eftir stendur að þetta getur vart talist góð blaðamennska þó svo hún sé mikið stunduð hér á landi. Það er án nokkurs vafa eitt helsta framfaramál í íslenskri ijöl- miðlun að losa blöðin undan ægi- valdi flokka og hagsmunahópa. Það er vondur skóli í blaðamennsku þar sem ætlast er til þess af lærlingum að þeir rugli saman í skrifum sínum staðreyndum, kreddpm og pólitísk- um trúarbrögðum. í raun og veru er þetta það augljóst að eðlilegt væri að Blaðamannafélag íslands fjallaði um málið því faglegur metnaður er í veði. Víða í þessum heimi eru venjur fyrir því að fjalla um þjóðmál og önnur deilumál á hlutlausan hátt í ljölmiðlum og þar virðist það ekki vera mikill vandi. Hvað stendur í vegi íslenskra blaðamanna? Framundan eru þingkosningar. Það veður spennandi að fylgjast með því hversu vel íslensku blöðun- um mun ganga að gera greinarmun á því sem þau sjá og þau vilja sjá. Um rannsóknir - og skort á þeim Fyrir nokkrum árum ruddi nýtt bugtak sér rúms í fjölmiðlaum- ræðu hérlendis. Það var rannsóknarblaðamennska. Ekki ætla ég að reyna að útskýra til hlítar hvað það þýðir, enda kannsi eilítið á huldu. Þó er ljóst að það merkir meðal annars að blaðamenn láti sér ekki nægja að fjalla um yfirborð fréttanna, láti ekki rétta sér hvað sem er heldur kanni á eigin spýtur hvað að baki ■* býr, orsakir og afleiðingar atburða. Sviðinjörð Nokkur brögð voru að því að sumir blaðamenn mis- skildu hugtakið svolítið og héldu að það þýddi að þeir ættu að uppheíja sjálfa sig, einkum með því að taka kjörna ráðamenn þjóðarinn- ar og aðra burgeisa og með- höndla sem götustráka. Obrotgjörnustu minnisvarð- ar um þennan skilning blaða- manna eru líklega Geirfinns- og Hafskipsmál, auk nokk- urra smærri. Sammerkt með athöfnum þessara blaða- manna er að athafnir þeirra skildu eftir sig ógróin sár, vanvirðingu réttarkerfisins og það sem er kannski skrýtnast: Sá almenningur sem þeir þóttust ætla að upplýsa var ruglaðri en nokkru sinni fyrr. Nú er það að vísu svo að löngu áður en almenningur var ruglaður með rannsókn- arblaðamennskunni töldu sæmilegir blaðamenn sér skylt að kryfja mál til mergj- ar og fletta ofan af ýmsu því, sem reynt var að fela. Hins vegar álitu þeir að það vinnulag væri fyrst og fremst skylda sín gagnvart lesendum en ekki tæki til að setja sjálfa sig á stall. Fyrsta persóna eintölu var ekki að- alatriði frétta þeirra heldur fréttin sjálf, vettvangur hennar og baksvið. Nú heyrist orðið rann- sóknarblaðamennska sjaldan nefnt, enda kannski jafngott, vegna þess óorðs sem nokkr- um mönnum tókst að koma á það. Samt er„rannsókna" þörf í nútímaþjóðfélagi er samt mikil nauðsyn á því að blaða- menn vinni með því hugar- fari, sem býr að baki sannri rannsóknarblaðamennsku. Hún krefst hins vegar óhjá- kvæmilega verulegrar þekk- ingar á þeim málum sem um er fjallað, þekkingar sem fyrst og fremst fæst með sérhæfingu blaðamanna. Það er engin von til þess að sumarafleysingafólk í blaða- mennsku, sem hefur ef til vill aldrei stundað aðra vinnu en í skólagörðunum, geti fjallað af dómgreind um full- yrðingar ráðuneyta um ástand ríkisijármála eða deil- ur um kvótaskiptingu í út- gerð. Samt verður þetta fólk að hlaupa í skarðið og fjalla um þessi mál ef svo ber und- ir á sumum fjölmiðlum. En það eru ekki bara við- vaningarnir sem ruglast svolítið í ríminu. Hinir eldri og reyndari detta stundum í gildrur. Gaman var að hvell- inum sem varð fyrir nokkru í sumum ljósvakafjölmiðlum vegna þess að tvær skýrslur komu fram um starfsmanna- hald ríkisins og eyðslu þess. Menn þóttust aldeilis hafa tekið ráðamenn í bólinu og báru fjálglega saman tölur ráðuneytis og ríkisendur- skoðunar. Rugluðum áheyr- endum fannst í bili að nú stefndi í skemmtilega deilu. En allt í einu datt botninn úr öllu saman. Málið þætti að vera skemmtilegt. Árans skýrslurnar voru sem sé um sinn hlutinn hvor og stöng- uðust víst ekkert á. Eins gott að fréttamönnum fannst það samt fyrst. Annars hefði kannski aldrei verið frá þeim sagt! Umfjöllun um heilbrigðismál Eitt mál hefur orðið stór- mál á hveiju sumri í fjölmiðl- um. Það er lokun deilda á sjúkrahúsum. Einkum er það gamla fólkið sem verður fyr- ir barðinu á þessum aðgerð- um, eða kannski á maður heldur að segja aðstandend- ur þess. Um leið beinist at- hyglin að því gamla fóþki sem ætti að vera á sjúkrahúsum en kemst þangað aldrei vegna þess að þau eru of lítil eða starfsfólk vantar. Yfir þetta breiða fréttamenn sig með mikilli hneykslan, og er raunar ekki nema gott um það að segja, því vissulega er ástandið óafsakanlegt. En þetta mál „gerist" ekki fyrst og fremst á sumrin. Það verður til allan ársins hring, og raunar fara vandræði næsta sumars að verða til nú í haust, þegar grunnur verður lagður að fjárlögum næsta árs. Endanlega verða þau svo staðfest með handa- uppréttingu þingmanna síðustu dagana fyrir jól, þeg- ar enginn má vera að því að hugsa um svona mál fyrir innkaupum og sumarið er óralangt í burtu. Ef fjallað væri af alvöru um þetta mál í fjölmiðlum yrði þá tekið á málinu, þeir sem ákvarða fjárveitingar fengju að svara fyrir þær og ráðamenn yrðu knúnir sagna um það hvernig þeir ætluðu að bjarga málum á komandi sumri. En til þess arna þarf sér- hæfingu, raunverulega rann- sóknarblaðamennsku. Af og til gýs upp umræða um lyfjaverslun og lyfjanotk- un. Yfirleitt hefst hún á þá leið að einhver ráðherra rek- ur upp ramakvein yfir lyfja- kostnaði, skömmu eftir að skattskráin kemur út. Eru þá stórar tölur dregnar úr pússi og fullyrt að nú ekki bara þurfi heldur skuli tekið á málum. I blaði nokkru var um daginn fjallað um þessi mál á hefðbundinn hátt. Þar var sem dæmi tekinn lyfjaflokk- ur sem notkun hefði aukist mikið á og sagt að þessi lyf drægju víst eitthvað úr magasýrum. Ekki fór samt milli mála, eftir tóninum í frásögninni að dæma, að hér væri mikið óhóf á ferðinni og þessari vondu tísku væri stýrt af einhveijum sem græddu óhæfilega Af tilviljun barst þetta í tal við góðkunningja minn sem er virtur skurðlæknir. Hann hefur að vísu helgað sig öðrum líkamshlutum en mallakútnum, en hann fuil- yrti að eftir að þessi lyf komu á markaðinn hefði uppskurð- um vegna magasára fækkað svo að þeir væru orðnir sjald- gæfir. „Ég er viss um að átið á þessum lyfjum er mesti sparnaður sem yfir heil- brigðiskerfið hefur lengi dunið,“ sagði hann. „Það er ekki nóg að uppskurðirnir sparist heldur verður vinnu- tap hverfandi miðað við það sem áður var.“ Heilbrigðiskerfið er ein aðal „eyðsluhít“ þjóðfélags- ins er okkur sagt. í það fer hátt hlutfall af skattpening- um okkar. Um það varðar hvern einasta þjóðfélags- þegn frá vöggu til grafar. Samt veit ég ekki til að nokk- ur blaðamaður hafi talið það skyldu sína að rannsaka það svo hann geti sagt lesendum sínum rétt og hleypidóma- laust frá en þurfi ekki að hirða hráan allan áróður sem kemur frá mönnum, sem gleymdu að gera ráð fyrir staðreyndum þegar þeir bjuggu til fjárlög. Magnús Bjarnfreðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.