Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 DÆGURTÓNLIST Loddari eðapoppsniUingurt Popprísinn Prínce FÁIR tónlistarmeiin vekja eins blendnar tilfinningar og bandariski tónlistarmaðurinn Prince. Ýmist er að fólk finnur honum allt til foráttu og telur hann tákns hins versta í poppi, eða að hann er talinn einn helsti liti poppsnillingur síðustu ára; arftaki Sly Stone, Jimi Hendrix og Stevie Wonder. Prince hefur alla tíð far- ið sínar eigin leiðir og iðulega aðrar en aðdá- endur hans hefðu kosið. Hann var að- eíns 18 ára þegar fyrsta plata ; eftir Ama hans, Watlhiasson í’or You, kom út, en þá þegar hafði hann alla þræði í hendi sér, samdi lögin og út- setti, lék á nánast öll hljóð- færi og stýrði upptökum. Tónlistin var tiltölulega meinlaust popp/soul að hætti Stevie Wonder, og Prince var auglýst- ur sem „hinn nýi“ Stevie Wonder. Önn- ur platan breytti ekki miklu um það álit, en þriðja platan, Dirty Mind, skar sig úr. Þar bættist í poppblönduna fönk að hætti James Brown og áhrif frá Jimi Hendrix voru áberandi. Textarnir voru í djarfara lagi og það hefur reyndar loðað við Prince að textar hans séu blaut- legir. Fjórða platan, Controversy, þótti slöpp, en fimmta platan, 1999, er jafnan talin með bestu poppplötum sem út hafa verið gefnar í Bandaríkj- Prince Udriarí eða poppsnillingur? unum. 1984 kom svo kvik- myndin Purple Rain og samnefnd plata og Prince var orðinn margfaldur milljónungur og heims- frægur í þokkabót. Þá kom plata sem var nokkuð á skjön við það sem áður var komið, Around the World in a Day, þar sem hann tók upp sýrutónlist átt- unda áratugarins nokkru áður en sýruvakningin hófst með tónlistarmönn- um eins og Lenny Kravitz. Around the World ... seld- ist ekki vel og kvikmyndin Under the Cherry Moon og platan Parade með tón- list úr þeirri mynd, sem kom á eftir var aftur á móti almennt talin mis- heppnuð. Næst þar á eftir kom út enn ein fyrirtaks skífa frá Prince, Around the World in a Day, sem var mun pólitískari en plöt- ur hans hingað til, en næsta plata þar á eftir, Lovesexy, var með trúar- legu yfirbragði. (Ótalin er „svarta platan“. Af henni voru pressuð nokkur þús- und eintök, en Prince fannst hún of venjuleg tii að vert væri áð gefa hana út.) Síðasta platan var Batman, sem seldist í bíl- förmum, en margur hélt því fram að það væri ekki að verðleikum; Prince nyti vinsælda kvikmyndarinn- ar. Hvað sem um það má segja, lauk Prince nýverið við gerð sinnar þriðju kvik- myndar, Graffiti Bridge, og plata með tónlist úr þeirn mynd er nýkomin út. Á plötunni fær Prince til liðs við sig meðal ann- arra fönkmeistarann Ge- orge Clinton, gospelsöng- konuna Mavis Staples og hljómsveitina Time. Platan nýja hefur fengir einkar jákvæða dóma og margir taka það stórt upp í sig að segja að þar sé komin ein af bestu plötum Prince frá upphafi. Fjölbreytnin á plötunni er mikil og greini- legt að enn er mikið af hugmyndum eftir, þrátt fyrir tólf (þrettán) breið- skífur og þrjár kvikmyndir á tólf árum. MTRÚBROT er af merk- asta hljómsveit bítlatímans á íslandi. Um næstu áramót verða liðin tuttugu ár síðan hljómsveitin sendi frá sér breiðskífuna Lifun, sem er af mörgum talin ein merk- asta poppplata sem gefin hefur verið út hér á landi. Lifun hefur verið ófáanleg í fjölda ára, en nú er Rúnar Júlíusson að vinna að því að endurhljóðblanda plötuna fyrir væntanlega geisla- disksútgáfu, en sá diskur á að koma öðru hvoru megin við afmælið. Greifarnir Óhræddir við að gera tilraunir. Enn gaman að spila GREIFARNIR hafa löngum verið ein af vinsælustu hljómsveitum hér á landi og síðan sveitin sigraði í Músíktilraunum Tónabæjar 198 hefiir tónlist Greifanna verið samnefhari fyrir „sumarpopp". Þrátt fyrir vin- sældirnar heftir sveitin ekki sent frá sér nema eina breiðskífii, en fjölda laga á tólftommum og safnplötum. Fyrir skemmstu kom út með Greifunum safnplata með eldri lögum og fjórum nýjum til viðbótar. tilraunir og því Væru nýju Istuttu spjalli sagði Krist- ján Viðar Greifí að ekki væri málum svo háttað að þeir ættu ekki nóg af lögum; þeir ættu lög á meira en eina breiðskífu. Hinsvegar hafi verið ákveðið að koma lögum sem hefðu verið hér og þar saman á einn geisla- disk og láta breiðskífu með eingöngu nýju efni bíða um stund. Kristján sagði ballmenn- ingu vera að breytast mikið með bjómum, en Greifamir héldu sér á lofti með þvi að vera óhræddir við að gera lögin ail fi-ábmgðin þeim eldri. Hann sagði engan bilbug að finna á sveit- armönnum, þeir hefðu verið að spila um land alít í sum- ar og héldu því áfram fram á haust, enda nóg að gera. Ekki vildi hann meina að þeir væra orðnir þreyttir á að fara um landið, „það er enn gaman að spiia og á meðan svo er förum við ekki að hætta. Það er líka svo góður andi í sveitinni; við höldum saman innan sveitar og utan.“ MHÖRÐUR Torfason, sem búið hefur í Danmörku síðustu ár er kominn hingað til lands til tónleikahalds, líkt og hann hefur gert á hverju ári. Fyrstu tónleik- arnir verða í Norræna hús- inu föstudaginn 7. septem- ber nk. Yfirskrift tónleik- anna er „Undir þessum stjömuskara, standa menn bara... og stara,“ en Hörður hyggst flytja eingöngu lög og texta sem ekki hafa kom- ið út á plötu. Af Herði er það annars að frétta að inn- an skamms kemur út með honum breiðskífa í Dan- mörku. ■ ROKKS VEITIN góð- kunna Ham sté fram í dags- ljósið á ný eftir langt hlé með tónleikum í Duus þar sem sveitin kynnti ný lög og nýjan trymbil. Ham sendir frá sér breiðsk- ífuna Pimpmobile í október nk., en sú plata er einkum ætluð fyrir Bandaríkja- markað, því á henni vera nokkur lög sem þegar hafa verið gefin út hér á iandi og í Bretlandi. Með sveitinni komu fram þetta kvöld Sor- oricide, Sjálfsfróun og Bootlegs. Ham Ný lög og nýr trymbill. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Geisladlskíiútgáfa gefurýmis tækifæri til að endurmeta popptónlistararfi nn og sveitir koma misvel úr því endurmati. Sumar sveitir eldastþó afskaplegavel oggottdæmi um slíkt er bandaríska poppsvetin Beach Boys. each Boys, sem stofnu var 1961, var ekki fyrsta Kalifor- níurokksveitin, en án efa sú áhrifamesta, því hún átt eftir að móta þróun sumarpopps vesturstrand- arinnar á af- gerandi hátt þau ár sem hún starfaði. (Reyndar er sveitin enn að, en að stæla sjálfa sig og án Brians Wilsons.) í árdaga var sveitin skipuð þremur bræð- rum, Dennis, Brian og Carl Wilson, og vinum þeirra. Brian Wilson var höfuðpaur sveitarinnar og helsti laga- smiður hennar. Hann var brautiyðjandi í röddun í poppi og útsetningar hans þóttu þá og þykja enn mikið meistaraverk. Fram til 1965 sendi sveitin frá sér hvert metsöluiagið á fætur öðra og öll samdi Brian. 1965 fékk hann taugaáfall á tónleika- ferð og hætti slíkum ferða- lögum. Honum gafst þá meiri tími en áður til hljóð- versvinnu og fyrsta breiðskíf- an sem út kom eftir það, Pet Sounds (1966), átti eftir að bergmála á fjölda piatna frá ýmsum flytjendum, þó ekki fengi hún náð fyrir eyrum plötukaupenda. Sama ár kom út meistaraverk Wilsons, Good Vibrations, sem tók hálft ár að hljóðblanda. Brian var þá orðinn traflaður á geði og réð nokkra mikil dóp- neysla. Bræður hans tóku þá við stjóminni og eftir það fóru vinsældir sveitarinnar minnk- andi og Brian Wilson dró sig nánast algerlega í hlé og það er ekki langt siðan tók upp Beach Boys Elíft sumar og sól. Eins og fram kom hér fyr- ir ofan er nú verið að gefa út plötur sveitarinnar á geisla- diskum og í tilefni þeirra útg- áfu kom út fyrir skemmstu piatan Summer Dreams með 32 helstu lögum hennar, sem á er að finna hveija sumar- perluna af annarri. Eilíft poppsumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.