Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 Salóme Gísladótt- írHjört- Fædd 29. október 1913 Dáin 21. ágúst 1990 Salóme Gísladóttir Hjort frá Saurbæ í Vatnsdal, lést 21. ágúst sl. eftir að hafa lifað við þungbær veikindi um árabil. Kynni okkar hófust haustið 1934, er við mætt- umst sem nemendur í Kvennaskól- anum á Blönduósi. Við vorum fljót- ar að kynnast, og enn frekar vegna þess að foreldrar hennar og mínir höfðu kynnst á sínum yngri árum, en Katrín Grímsdóttir móðir Lóu, eins og hún var ávallt kölluð, var Mmning frá Syðri-Reykjum í Biskupstung- um. Gísli Jónsson faðir hennar sótti þessa mætu konu til Suður- landsins, eftir að hafa dvalið í Tungunum um eins árs skeið. Okkur skólasystrunum var vetr- ardvölin á Blönduósi mikils virði, allt svo skemmtilegt þó ekki alltaf auðvelt. Við vorum hjálpsamar hver við aðra og söngurinn samein- aði okkur í byijun hvers dags; þannig vildi frú Hulda hafa það. Að flestum ólöstuðum held ég að Lóa hafi verið samviskusömust, hún var að okkar dómi skemmti- lega nákvæm, enda komst hún lengra en við hinar. Hún stundaði síðar nám við Húsmæðrakennara- skóla íslands og að því loknu var hún ráðin forstöðukona kvenna- skólans á Blönduósi og gegndi því starfi í einn vetur við góðan orðstír. En á þessum árum kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Gorm Erik Hjort, verkfræðingi frá Árhus í Danmörku, og flutti því þangað alfarin. Ekki efa ég, að hún sakn- aði skólastarfsins, en heimilið og húsmóðurstarfið heillaði meir, enda var hún vel undir það búin og hún sinnti því af eigi minni kostgæfni. Það var mér ljóst, er við heimsóttum hana eitt sinn í Danmörku. Þau Lóa og Gorm Erik bjuggu í farsælu hjónabandi í yfir fjörutíu ár. Þau eignuðust einn son og þijár dætur, sem öll eiga heima í Danmörku. Barnabörnin eru tvö. vV/SS"i<# Mánudaginn 3. september hefst sala á nýjum flokki verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs. Útgáfan er byggð á heimild í lánsfjárlögum fyrir yfirstandandi ár og lögum um lánsfjáröflun ríkissjóðs innanlands, nr. 79 frá 28. desember 1983. Um er að ræða eftirfarandi flokk spariskírteina: Flokkur Lánstími Gjalddagi Vextir á ári Útboðsfjárhæö 1990 2. fl. D 10 ár 1. feb. 2001 6,0% Innan ramma lánsfjárlaga Kjör þessa flokks eru í meginatriðum þessi: a) Nafnvextir eru 6,0% á ári og reiknast frá og með 1. september 1990. Grunnvísitala er lánskjaravísitala septembermánaðar 1990, þ.e. 2932. b) Lánstími skírteinanna er um 10 ár, þ.e. til 1. febrúar 2001, en að þeim tíma liðnum getur eigandi fengið andvirði þeirra útborgað hvenær sem er og fylgir því enginn kostnaður. c) Spariskírteinin eru gefin út í eftirfarandi verðgildum: 5.000, 10.000, 50.000, 100.000 og 1.000.000 krónur. Spariskírteini ríkissjóðs eru almennt skráð á Verðbréfaþingi íslands og gerir það eigendum þeirra kleift að selja þau fyrir gjalddaga með milligöngu aðila að Verðbréfaþinginu. Seðlabanki íslands er viðskiptavaki fyrir spariskírteini ríkissjóðs sem eru skráð á þinginu. Samkvæmt gildandi lögum um tekju- og eignarskatt kemur ekki til skattlagningar á vaxta- og verðbótatekjur af spariskírteinum hjá fólki utan atvinnurekstrar. Séu þessar eignir ekki tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi manna, er heimilt að draga þær aftur að fullu frá eignum. Spariskírteinin skulu skráð á nafn og eru þau framtalsskyld. Spariskírteini ríkissjóðs eru til sölu í Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6, í bönkum og sparisjóöum um land allt og hjá helstu verðbréfamiðlurum. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS 8 vo t: o Eftir dvöl okkar á Blönduósi áttum við Lóa margar góðar sam- verustundir hér í Reykjavík. Þá kynnti hún mig fyrir uppáhalds frænda sínum, eins og hún sagði, Hauki, og á hún því sinn góða þátt í mínu lífshlaupi. Eftirminnilegar ferðir fórum við Lóa og Dysta, skólasystir okkar, á hestum frá Laugarvatni austur að Syðri- Reykjum; pabbi lánaði okkur gæð- ingana sína og í loftinu þeystum við austur Dalinn. Á Syðri-Reykj- um fengum við frábærar viðtökur og varla er fegurri fjallasýn frá nokkrum bæ en þar, enda fann Lóa að móðir hennar átti þá sýn fyrir augum er hún talaði um sínar æskustöðvar. Við Lóa áttum báðar fagrar æskustöðvar hvor í sínum dal; það hefur ef til vill að hluta leitt til okkar ævilöngu vináttu, því á báð- um stöðum áttum við saman ánægjustundir. Þau Lóa og Gorm Erik, komu í nokkur skipti til ís- lands og ætíð heimsóttu þau okkur Hauk. Þá kynntumst við hennar góða, trausta eiginmanni. Mörg síðustu árin hafa aðeins bréf farið á milli öðru hvoru; um heimsóknir var ekki að ræða. Þess saknaði ég oft, er mér varð hugsað til hennar þessi erfiðu ár. En dýrmætt var fyrir okkur vini hennar og skyld- fólk hér heima að vita, að hún átti eiginmann, sem reyndist henni umhyggusamur og traustur. Hann lagði sig fram um að létta henni stundirnar í hinum erfiðu veikind- um. í júní sl. komum við skólasyst- urnar saman til að minnast 55 ára veru okkar á skólanum. Allar spurðum við frétta af þeim sem ekki gátu komið, hugsuðum til okkar kæru Lóu og minntumst hljóðar þeirra er dánar voru. En er við kvöddumst að kvöldi þessa dags hafði gleðin sigrað það sem olli trega. En nú er blessuð Lóa einnig horfin sjónum okkar. Við söknum góðrar vinkonu; hin mikla Guðs gjöf, trygglyndið, var henni svo eðlislægt. Við Haukur vottum Gorm Erik, börnum hans og systk- inum hinnar látnu innilega samúð. Laugardaginn 25. ágúst sl. var Lóa lögð til hinstu hvílu heima í Dan- mörku. 1 hver en Tone spilles „Farvel“ með sagte Klang. Við samles paa vor Gang Kun for Engang at skilles. I hver en Tone spilles „FarveT' með sagte Klang. (J.L.H.) Lára Böðvarsdóttir frá Laugarvatni. í Kaupmannahöfn FÆST I BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.