Morgunblaðið - 02.09.1990, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 02.09.1990, Qupperneq 13
C 13 MORGUNBLAÐIÐ MANLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 konar framkomu ætti hann að temja sér? Ég bar þessa spurningu upp við reyndan kennara á dögun- um og hann svar- aði: „Góðvild, glað- værð, einbeitni. Og svo helst jafnmarga handleggi og kolkrabbinn hefur arma til að halda utan um 20-25 manna hóp nýliða.“ Og bætti hann við: „Þolin- mæði og lipurð til að sinna foreld- rum með ólík lífsviðhorf og rrýsjafn- ar skoðanir á uppeldismálum." Eru allir kennarar gæddir þess- um eiginleikum? Sjálfsagt í misrík- um mæli og auðvitað eru aðstæður þeirra mismunandi eins og hjá öðr- um stéttum. En hvað gerist ef hann er ekki upplagður, á við persönuleg- an vanda að glíma, fjárhagsáhyggj- ur og hann getur ekki gefið sig óskiptur að starfinu? Það slaknar á festunni, verður dýpra á kátínunni, þetta finnur kennarinn og hann verður óánægður með sjálfan sig og á erfiðara með að láta gæskuna ráða ferðinni og umburðarlyndið víkur fyrir óþoli sem espar bömin, friðurinn er úti og streitunni boðið heim. Auðvitað stendur líka misjafn- lega í ból barnanna, heimilisaðstæð- ur þeirra og bakgrunnur eru mis- munandi. Ef vel á að vera þarf að ríkja í kennslustofunni hárfínt jafnvægi sem lítið þarf til að raska en getur verið erfitt að koma á aftur ef út af ber. Það er kennarans að leika á þetta margslungna og óútreikn- anlega hljóðfæri sem ein bekksögn er og fá úr því hreinan og fagran tón. Við skulum því líka setja okkur í spor kennarans sem er að hleypa inn í stofuna sína til að stunda vinnu sína „af góðvild, glaðværð, einbeitni, þolinmæði og lipurð“. eftir Gylfa Pólsson HAGFRÆDI/ Verbur olíukreppa? Saddamog sáttin TVÆR olíukreppur settu svip sinn á efnahagsmál 8. áratugar- ins, en þær dundu yfir á árunum 1973-74 og 1979-1980. Afleiðing þeirra varð að jafnt verðbólga sem atvinnuleysi fóru vaxandi og hægði mjög á hagvexti. Nú þegar olíuverð hefur allt að því tvöfaldast á einum og hálfum mánuði vegna ástandsins í Mið- austurlöndum, er víða spurt, hvort ný olíukreppa sé að skella á. Fyrst er að huga að því hver þróun mála gæti orðið í Mið austurlöndum. Ef til opins stríðs kemur, er næsta víst að engin olía kæmi frá þessum heimshluta og þá gæti fat af hráolíu hæglega farið upp í 50-60 dollara. Efnahagsleg áhrif þessa færu vita- skuld eftir því hversu langan tíma stríð gæti eftir Sigurð varað og hversu Snævarr víðtækt það yrði. Við óbreytt ástand, sem er varla líklegt til lengdar, má ætla að fat af Norðursjávarolíu kostaði um 25 dollara (það kostar nú 26-28 dollara en var 16-17 dollarar áður en írak- ar réðust inn í Kúvæt, Texasolía er hins vegar 5-6 dollurum dýrari). Fyrri olíukreppur rýrðu lands- framleiðslu OECD-ríkja beint um 2% og leiddu til beinna verðhækk- ana um svipaðan hundraðshluta. Verðbólguskrúfan sem af leiddi jók enn á verðbólguna og óbein áhrif á framleiðslu í ýmsum mikilvægum atvinnugreinum, ekki síst bílaiðnaði og tengdum greinum, juku enn á framleiðslusamdráttinn. Tilfærsla fjármuna til OPEC-ríkja dró enn- fremur úr eftirspurn í heiminum, þar sem OPEC-ríkin' (sem flest eru rík og fámenn) söfnuðu miklu fé í erlendum bönkum í stað þess að eyða því. Reynslan af fyrri olíukreppum kennir þannig að afleiðingar þeirra eru að verðbólga eykst og fram- leiðsla dregst saman. Það ræðst einkum af viðbrögðum stjórnvalda hvernig áhrifin skiptast milli aukn- ingar verðbólgu og framleiðslusam- dráttar. í fyrri olíukreppunni miðað- ist hagstjórn við að koma í veg fyrir samdrátt með þenslu í ríkisbú- skap og eftirgefanlegri peninga- stefnu, sem hafði í för með sér að verðbólga jókst en samdráttur í efnahagslífi var minni en ella, þótt atvinnuleysi hafi vaxið verulega. Markmið viðbragða við seinni olíu- kreppunni var að draga úr verð- bólgu með aðhaldi í ríkisfjármálum og hertri peningastefnu. Með þess- um aðgerðum var verðbólgan fjötr- uð, en raunvextir hækkuðu og at- vinnuleysi jókst. Hvorugur kostur- inn er því fýsilegur. Aðstæður til að mæta nýrri olíu- kreppu eru um margt hagstæðari en áður. Hagvöxtur í vestrænum löndum hefur verið 3-4% undanfar- in ár, samfara því að úr verðbólgu og atvinnuleysi hefur dregið um- talsvert. Horfur eru góðar í Evrópu, einkum með innri markaði EB og sameiningu Þýskalands. Þá hefur olíunotkun á framleidda einingu minnkað mikið frá 1980 um yfir 30% í OECD-ríkjum. Þá má nefna að aðstæður í ríkjum OPEC eru nú allt aðrar en voru, og má ætla að mun meiri hluti af auknum olíutekjum myndi leiða til aukinnar eftirspurnar eftir vestræn- um vörum. Að síðustu má svo nefna að ýmsar að- gerðir til að styrkja aðlög- unarhæfni vestrænna hag- kerfa hafa borið nokkurn árangur, hér er ekki síst um að ræða breytingar á vinnu- og fjármagnsmark- aði. Áhrif olíuverðshækkun- ar á íslenskt efnahagslíf yrðu margþætt. Beinu áhrifin eru á verð og fram- leiðslukostnað. í viðtölum við fjölmiðla segir forstjóri Þjóðhagsstofnunar, að 30-40% hækkun olíuverðs (sem er í raun í neðri kanti) myndi auka verð- bólgu um 1,5-2%, rýra við- skiptajöfnuð um 2-3 millj- arða. Afkoma sjávarút- vegs myndi rýma um 2-3% af tekj- um og viðskiptakjörin myndu versna um 2%. Til viðbótar þessum áhrifum koma svo óbein áhrif á ís- lenskt þjóðarbú vegna minnkandi efnahagsumsvifa í helstu viðskipta- löndum og húgsanlegrar hækkunar raunvaxta á alþjóða fjármagns- mörkuðum. Líkur em einnig á, að álverð gæti farið lækkandi, þar sem olíuverðshækkun myndi leiða til minnkandi eftirspurnar eftir bílum og þar með eftirspurnar eftir áli. Reikniæfíngar af þessu tæi gera ekki ráð fyrir neinum aðgerðum stjórnvalda, en gagnsemi þeirra er augljós, ekki síst sem grundvöllur fyrir aðgerðir stjórnvalda. Hins veg- ar er vandséð hvers konar aðgerðir eru fýsilegar. íslensk stjórnvöld geta ekki breytt olíuverði á heimsmarkaði frekar en forstjórar frystihúsa á Vestfjörðum geta breytt raunvöxt- um lána sinn, gengi dollarans eða fískverði úti í hinum stóra heimi. Þjóðarsáttin margumtalaða byggir á 3% viðskiptakjarabata og óbreyttri landsframleiðslu. Augljóst er því að forsendur þjóðarsáttarinn- ar eru í hættu og ekki nema von, að grínagtugir menn tali nú um að setja bráðabirgðalög á Saddam Hussein. þó sjaldnast hvernig á stendur. Þetta er svo sannarlega óþægilegt ástand. Áður en hafist er handa um verk er viðkomandi einatt mjög eirðarlaus, kvíðinn (þaðan er nafnið sjálfsagt komið). Hann á afar erfítt með að einbeita sér, hrekkur frá einu í annað og getur ekki staldrað við neitt. Og meðan hann vinnur er hann undir miklu álagi, enda vinnur hann gjarnan hratt, ann sér ekki hvíldar og vinnulagi hans er að mörgu öðru leyti ábótavant. Ekki er óalgengt að starfsferill fólks gangi í eins konar bylgjum. Tímabil koma þegar allt leikur í lyndi. Maður vinnur af skerpu og dugnaði og líður vel í starfí, en síð- an tekur við lægð og þá gengur mun örðuglegar og tregðan er mikil. Það er með þetta eins og margt annað varðandi sálarlíf manna að skýringar liggja ekki á lausu, enda eru þær einatt margþættar og ein- staklingsbundnar. Að sumu leyti getur verið um skapgerðareinkenni að ræða, þar sem litlu verður breytt. Skiptir þó mestu máli að taka þessu vinnulagi og sérkennum Verk- kvíði — fremur það að eiga erfítt með að hafa sig að verki, en oftast nær vinna menn það sem þeir eiga að sínum sem staðreynd. Hætta að berjast gegn þeim, sætta sig við þau. Þá er oft eins og hlutirnir fari að ganga jafnar og betur. En þetta er áreiðanlega minnstur hluti skýr- inganna. Oft fylgir verkkvíði fólki sem er mjög gagnrýnið á sjálft sig, setur markið hátt og gerir miklar kröfur. Því finnst að það sem það gerir eigi að vera mjög gott, en er haldið þeirri tilfinningu að útkoman verði ávallt miklu lakari en vera ætti. Þetta kann stundum að stafa frá röngu uppeldi hjá hæfileikaríkum einstaklingum, en þó getur skýring- in að sjálfsögðu verið önnur í sum- um tilvikum. Hægt er að vinna nokkuð gegn þessum annmarka, ef menn sætta sig við að stilla kröfun- um í hóf. Hollt er að minnast þess, að engin hætta er á heimurinn far- ist eða alþjóð rísi upp til handa og fóta, þó að ekki sé allt sem frá mönnum kemur með snilldarhand- bragði og leiftrandi af frumleika. Líklega er flestum ef ekki öllum nokkurn veginn sama! Fjölbreytt, skemmtileg og gefandi námskeið Andleg málefni - uppbygging einstaklingsins - dulrœn efni Tarotspllin námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Skráning til 4. sept. Leiðbeinandi: Christopher Marshall. Einnig einkatímar. Talnaspeki fyrir byrjendur. Skráning til 6. sept. Leiðbeinandi: Juanita West. Einnig einkatímar. Andlitslestur fyrir byrjendur. Helgarnámskeið. Skráning til 10. scpt. Kennd grundvallaratriði þess að lesa sögu, viðhorf og möguleika fólks úr vöðvum andlitsins og staðsetningu hluta þess. Leiðbeinandi: Dr. Narayan Singh Kalsa, sálfræðingur helsti forvígismaður þessara fræða í dag. Nokkrir einkatfmar. Móðir jörð/alhliða tengsl alls sem lifir. Tvö dagsnámskeið. Skráning til 12. sept. Maðurinn, hans náttúrulega sjálf, tengsl við jörðina og allt sem byggir hana. Aðferðum heilunarog „shamanisma* beitt. Leiðbeinandi: Dr. Ralph Metzner sálfræðingur, varaforseti California Institute of Integral Studies, en hann hefur stundað rannsóknir f 25 ár á ýmsum stigum vitundarinnar. Kabala- hebreska dulspekikerfið. Skráning til 15. sept. Kabala er talið grunnurinn að dulspeki Vesturlanda. Kerfið byggir á kortlagningu alheimsins, frá því smæsta til hins stærsta sem birtist í gagnkvæmri speglun á milli Guðs og manns. Leiðbeinendur: Normann Plaskett og Hilmar örn Hilmarsson. Michaelfrteðslan fyrir byrjendur og lengra komna. Skráning til 10. okt. Fjallað um 7 aldursskeið sálna og 7 sálnagerðir. Að auki er fjallað um persónuleikaþætti sem skv. þessari kenningu eru valdir fyrir hverja fæðingu o.fl. o.fl. Leiðbeinandi: Dr. José L. Stevens sálfræðingur. Hann er kennari við Berkeley háskóla, höfundur fjölmargra bóka um andleg efni og Michaelmiðill. Örfáir einkatímar lausir. Akureyringar/Norð/endingar ath.: Heilsuhomið vicI Skipagötu og Snyrtistofa Nönnu við Strandgötu annast skráningar á eftirtalin námskeið: Tarot - talnaspeki - andlitslestur - Michaelfrxðslu. Scrhæfð og lcngri námskeið. Sjálfstyrking fyrir karlmenn. 8 vikna námskeið. Skráning til 14. sept. Kennt hvernig má styrkja eigin framkomu og persónureisn, taka gagnrýni og neikvæðum viðbrögðum, gera greinarmun á ákveðni og yfirgangi, vera afslappaður í samskiptum, auka öryggi sitt, o.fl. Leiðbeinandi: Ásþór Ragnarsson sálfræðingur. Takmarkaður þátttakendafjöldi. Slökun í skólastofunni. SérhæftlO vikna námskeið fyrir kennara. Skráning til 15. sept. Farið yfir rannsóknir á streituvöldum. Kenndar hagnýtar aðferðir til að ná slökun, fjallað um hlutverk tónlistar og lita, o.sv.frv. Sjá nánar í dreifibréfi til skólanna. Leiðbeinandi: Sarah Biondoni sálfræðingur. Takmarkaður þátttakendafjöldi. Almennt slökunarnámskeið.7vikur. Skráning til 15. sept. Mjög hagnýtt námskeið þar sem kennt er m.a. að greina streituvalda í daglegu lífi og hvernig má takast á við þá. Einfaldar og fljótvirkar aðferðir til slökunar við ýmsar aðstæður. Hvernig slökun og vellfðan geta verið eðlilegur hluti daglegs lífs, í stað streitu. Leiðbeinandi: Sarah Biondoni sálfræðingur. Takmarkaður þátttakendafjöldi. Framhaldsnámskeið í Kabala tengt byrjendanámskeiði. Ég vil ekki beita ofbeldi/kúgun. Sérhæft námskeið fyrir þá sem vilja breyta erfiðu viðbragðsmynstri og skapa sér og sínum nánustu öruggara og jákvæðara líf. Leiðbeinandi: Ásþór Ragnarsson sálfræðingur. Tímasetning ákv. síðar. Takmarkaður þátttakendafjöldi. Fullur trúnaður. Aðildarfélagar munið frestinn v/forgangsskráningar. Michaelfundir verða haldnirfyrsta mánudag hvers mánaðarað Hótel Lind kl.20.00. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Hugræktarhússins að Hafnarstræti 20,3. hæð frá kl. 16.00 - 18.30 virka daga og í síma 91-620 777.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.