Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 32
J2 C MORGUKBLADIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 2. 1990 Á FÖRIMUM VEGI „ þarftu oé i/ertí oS tfr/p. víá rrtig, rétt œ, meáan 'rg er-ad negla. T " 5&, Spurning hvernig við klár- uðum okkur ef við værum ekki bæði vinnandi? HÖGNI HREKKVÍSI Trillukarlar sóttir heim: Maður stendur ekki í þessu nema hafa sæmilega upp úr því Við lögðum leið okkar niður á höfn síðdegis á fimmtudag til þess að anda að okkur ilmi af tjöru og slori og vita hvort við rækjumst á einhvern úr þeim merkilega þjóð- flokki sem við nefnum trillukarla. Regnið fossaði úr loftinu þegar ekið var út á Granda, en síðan datt allt í dúnalogn. Sjórinn í smá- bátahöfninni var spegilfagur og nokkrir sólargeislar náðu að bijótast í gegnum skýjaþykknið. Við höfðum heppnina með okkur. Björn Björnsson og sonur hans Magnús voru að selflytja nesti og farangur yfir í litla trillu, Súlut- ind, sem Björn keypti nýlega til að hafa „á milli báta“. Eiginkona Bjöms stóð á bryggjunni fyrir neðan Kaffi- vagninn og kvaddi þá feðga. „Við erum að fara á ýsu og verðum undan Kjalarnesi," sagði skipstjórinn kankvíslega. „Þetta er um það bil þriggja stundarfjórðunga stím og aflinn venjulega í kringum 100 kíló. Við erum bara að sækja okkur soðn- ingu. Maður fær fíðring í sig og fer að kíkja eftir góðu veðri þegar svona þijár ýsur eru eftir í frystinum.“ Björn seldi fímm tonna trillu sem hann átti og nú er verið að smíða aðra af svipaðri stærð fyrir hann hjá Fossplasti í Hveragerði, átta milljóna króna skip.' Stímið á miðin styttist úr fimm tímum í tvo og hálfan. „En þetta gefur ágætlega af sér,“ segir hann. „Ég fískaði fyrir tæpar fimm milljónir frá því í júní í fyrra til ára- móta, á netum. Við voru tveir á. Maður nennir ekki að standa í þessu nema hafa sæmilegt upp úr því.“ Björn segir að aflabrögð hafí verið miklu daufari undanfarið. „Það er svo heitur sjór, að það sem þeir fá er oft orðin skemmd vara, farið að slá í þunnildin." Björn sem er trésmiður að mennt hefur alltaf átt trillu. „Svo hef ég smíðað nokkra báta,“ segir hann, „en plastið er alveg búið að ryðja trénu burt, bæði vegna viðhaldskostnaðar og annars.“ Um álit trillukarla á kvótaúthlut- unum vill hann sem fæst orð hafa. „Þetta er sérstakur þjóðflokkur, trill- urkarlar, allir uppi á móti öllum,“ segir hann. „Mér finnst að það ætti að banna smátrillum að vera á neta- veiðum héma í flóanum. Þær geta ekki dregið nógu ört, til dæmis á haustin, og komast kannski ekki til að vitja allt upp undir viku. Þá verð- ur að henda öllu. En ég get ekki séð að karlamir sem em á línu og hand- færum skemmi neitt. Það á bara að leyfa þeim að fiska fijálst." Magnús er að fara í sína fyrstu veiðiferð með pabba sínum. Hann ætlar að veiða bæði á stöng og rúllu. Hann sagðist ekki vera vitund sjó- veikur og var hvergi banginn. Neðar við sömu bryggju eru þrír ungir menn að hagræða netum og dytta að ýmsu um borð í myndar- legri trillu sem vonandi stendur ekki undir nafni því að hún heitir Ómagi. „Við erum að gera bátinn kláran,“ segir Hákon Sveinsson. „Við vorum að setja nýja vél í hann, mála og dedúa ýmislegt." Þeir em nýbúnir að kaupa þennan bát, Hákon og Róbert Snorrason, skipperjnn um borð, sem hljóp inn í stýrishús þegar myndavélin var mun- duð. En bróðir hans, Karl, var að hjálpa til og var alveg til í að vera með á myndinni. „Við vorum á netum á annarri trillu þangað til í maí,“ segir Hákon. „Síðan fórum við í tvo skakróðra, en höfum svo verið að vinna í tæpa tvo mánuði núna í sum- ar við að gera þennan kláran. Við verðum á netum í vetur.“ Karl er á humarbát og rær frá Grindavík, en það er stopp í bili. Þeir hafa sótt út í svokallað Grindavíkurdýpi, svona klukkutíma stím. „Þetta hefur verið frekar lélegt hjá okkur,“ segir hann, „en gengið vel fyrir austan. Við rétt náðum að klára kvótann.“ Víkveiji skrífar Víkveiji fletti sér til fróðleiks uppi í íslandssögu Einars Laxness [Alfræði menningarsjóðs] eftir að hafa lesið þingbréf [Þjóðar- sáttin árið þúsund] um kristnitök- una, þar sem einnig er íjallað um ákvörðun Alþingis um að gefa út myndarlegt rit um þennan merkis- atburð og áhrif hans á þjóðlíf og menningu okkar allar götur siðan. Flestir landnámsmenn voru heiðnir, segir í íslandssögu, „en nokkrir þó kristnir: Ásólfur alskikk, Auður djúpúðga, Ketill fíflski í Kirkjubæ, Órlygur gamli á Esju- bergi o.fl., og tveir þeir síðast- nefndu eiga að hafa reist kirkjur á bæjum sínum. Hinir írsku þrælar, er hingað fluttust, voru vafalaust kristnir." Síðar segir: „Við vaxandi sókn kristni í Evr- ópu má þó ætla, að ásatrú hafi verið í hnignun á 10. öld og marg- ir landsmenn blendnir í trúnni [á Æsi] ... Fyrsta kristniboðsferðin til ís- lands, sem vitað er um, mun farin 981-86. Þorvaldur víðförli Kon- ráðsson frá Stóru-Giljá í Þingi hafði tekið skírn af Friðriki trúboðsbisk- upi í Saxlandi í þýzka keisaradæm- inu; fóru þeir báðir tii íslands og dvöldust á Stóru-Giljá og Lækja- móti í Víðidal. Nokkuð mun þeim hafa orðið ágengt, a.m.k. á Norður- landi.“ Kristni mun því hafa fest rætur hér með landnámi, þó að hún hafi átt í vök að veijast unz kristinn siður var lögfestur á Alþingi árið 1000 (sumir segja 999). Það sér- stæða við kristnitökuna hér á landi var að íslendingar gengust sem þjóð — og með löggjöf — undir kristinn sið. Víkveiji tekur undir þær þing- bréfsóskir að þjóðarsáttin, sem gerð var árið þúsund, megi áfram skjalda þjóðina næstu þúsund árin! xxx Víkveiji las nýlega athyglisverða grein í Vísbendingu eftir dr. Þorvald Gylfason, sem fjallaði um líklega framtíðarstöðu Islands, ef íslendingar verða einir Evrópuþjóða — ásamt Svisslendingum — utan EB. Höfundur telur ekki líklegt að gamalgróin og ný menningartengsl við Evrópu slitni, þótt við stæðum utan EB. „Við þyrftum ekki að ótt- ast einangrun," segir hann, „hins vegar myndum við ekki eiga jafn- greiðan aðgang að margT/íslegri menningarstarfsemi af því tagi, sem við höfum kynnzt bezt innan Norðurlanda. Þannig yrðu færri íslenzkar bækur trúlega þýddar á evrópsk mál en ella, og færri evr- ópskar bækur yrðu þýddar á íslenzku. Færri íslenzkir stúdentar kæmust að í evrópskum háskólum en ella, og færri evrópskir stúdent- ar kæmu hingað til náms, og þann- ig áfram. Við gætum varla orðið fullgildir þátttakendur í menningar- og vísindasamstarfi Evrópuþjóða, ef við kysum að standa utan við EB einir ásamt Svisslendingum.“ Höfundur telur þá hættu alvar- legasta fyrir íslendinga, þegar horft er til framtíðar, að lífskjarabii breikki enn milli íslands og annarra Evrópuþjóða í kjölfar markaðssam- einingar Evrópu 1992. Hagvöxtur vaxi trúlega með breytingunni á meginlandi álfunnar. Við héldum að óbreyttu áfram að dragast aftur úr. Þetta gæti leitt til umtalsverðs atgerfisflótta af landinu, ekki sízt ef fram verður haldið „láglauna- hernaði ríkisvaldsins á hendur há- skólamenntuðu starfsfólki ogóbeint gagnvart launþegum almennt", eins og hann kemst að orði. Víkveiji dagsins hefur ekki full- mótaða afstoðu til aðildar eða ekki aðildar íslands að EB. Hann telur hins vegar að mikið hafí á skort opinbera og almenna upplýsingu fólks um líklega framvindu mála í nýrri Evrópu og kosti og galla henn- ar fyrir Island. Víkveiji er þeirrar skoðunar að við þurfum fyrst og síðast að standa vörð um ótvíræðan eignar- og um- ráðarétt okkar yfir fiskveiðiland- helginni. Að því meginatriði tryggðu hljótum við að ganga til einhvers konar framtíðarsamninga við EB til að tryggja íslenzkan framtíðarhag. Tvíhliða viðræður við EB, til að tryggja betur markaðsað- stöðu sjávarvöru okkar, átti að hefja fyrir löngu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.