Morgunblaðið - 02.09.1990, Síða 10

Morgunblaðið - 02.09.1990, Síða 10
MORGIÍNBLAÐÍÐ SlÍNNUDAGOR '2. SEPTEMBER 1990 10 c HE1MSVELDI Þjódemisólga og trúarvakning í sovézku Miö-Asíu VELDI Rússa í Mið-Asíu hnignar jafnt og þétt, þótt hrörnun heimsveidis þeirra sé ekki eins áberandi þar og við Eystrasalt og í Kákasus. Vaxandi ólgu gætir meðal Úzbeka, Kazaka, Kirgíza, Tadsjíka, Túrkmena og fleiri þjóða Sovézku Mið-Asíu og Þær standa í svipuðum sporum og Indverjar eða Indónesar og fleiri þjóðir áður en þær ákváðu að kasta af sér nýlenduokinu. Ný barátta gegn nýlendustefnu er hafín. Þjóðaátök: hermenn í Azerbajdzhan. Fyrr á öldum var Mið-Asía kjarni víðlendra ríkja land- vinningamanna á borð við Tamerlane, en þau urðu ekki langlíf. Rússar hernámu ekki yfirráðasvæði íslam- skra valdhafa í Mið-Asíu fyrr en á árunum eftir 1860 og breytingar á þjóðfélaginu hófust ekki fyrr en eftir byltinguna 1917. Tími rússneskra yfirráða kann að verða skemmri en ætlað hefur verið. Sumir Mið-Asíubúar vilja halda í sovézka heimsveldið. „Við verðum að efla þjóðarvitund okkar, en hafa hagsmuni ríkjasambandsins í huga, því að annars verðum við ekki leng- ur heimsveldi," sagði Sulaiman Kúlov, flokksleiðtogi í Frúnze í Kirgízíu í samtali við Far Eastern Economic Review, sem hér er stuðzt við. Aðrir viður- kenna að Mið- Asíulýðveldin minni á nýlend- ur, en telja að yfirvöldum í Moskvu hafi ekki unnizt tími til að „leiðrétta fyrri mistök“, endurlífga gamla menn- ingu og koma á nýrri stjómskipan. „Ef þjóðemishugmyndir eru hunds- aðar munu þær eflast,“ sagði sovézkur sérfræðingur. Hinn 20. júní lýstu Úzbekar yfir sjálfstæði, en tóku fram að stjómar- skrá þeirra mundi skipa lægri sess en stjórnarskrá Sovétríkjanna. Ríkisborgararéttur verður aðskilinn, en engin sérstök vegabréf verða gefin út í Úzbekistan, þótt allir íbú- ar þess verði skráðir borgarar. Fyr- irtæki verða áfram í eigu sovézkra ráðuneyta. en lýðveldið mun krefja þau um skatta. Úzbekar eiga að geta fengið undanþágu frá herþjón- ustu samkvæmt samkomulagi við sovézka landvarnaráðuneytið og samið verður við Sovétríkin um sölu á „hemaðarlega mikilvægum" varn- ingi, svo sem baðmull. Trúarvakning Áköfum þjóðernissinnum mun tæpast fínnast nógu langt gengið með slíkri yfirlýsingu. Kröfum um algert sjálfstæði eykst fylgi í Mið- Asíu og' um leið á sér stað mikil trúarvakning meðal múhameðstrú- armanna. Vakningin er öflug meðal Úzbeka, Túrkmena og Tadsjíka, en hefur ekki haft eins mikil áhrif meðal Kazaka og Kirgíza, sem voru áður hirðingjar. Trú, tunga og menning sameina íbúa Úzbekistans, Túrkmenistans, Kazakstans og Kirgizíu og þar að auki íbúa Azerbajdzhans, Tatara, sem búa á víð og dreif, og sjö millj- ónir Újgúra í Vestur-Kína. „Azerar og Kazakar eru sama þjóðin," sagði rithöfundur í Tasjkent eftir óeirðir í Azerbajdzhan í janúar. „Við erum Tyrkir, þeir eru Tyrkir. Ég skil 60% af tungu þeirra. Við aðhyllumst sömu trú, þótt þeir séu sjítar og við súnnítar." Ibúar fimmtá lýðveldisins í Mið- Asíu, Tadsjíkistans, eru líka múhameðstrúar, en af írönsku bergi brotnir. Hervaldi hefur verið beitt, m.a. í höfuðborg Tadsjíkistans, Dúsjanbe, en það hefur aðeins eflt þjóðernis- kenndina. Ráðamenn í Moskvu hafa látið reka á reiðanum. Vestrænar ríkisstjómir eru viðbúnar pólitískri upplausn innan eins til tveggja ára. Margir Rússar tala um að „bylting- arástand" sé í mótun. Stjómin í Moskvu hefur ekki bol- magn til að örva efnahagslífið, t.d. með því að hækka verð á gasi og baðmull frá Mið-Asiu. „Fjár- lagahallinn eykst, fram- leiðslan dregst saman, vinnu- deilum fjölgar, fyrirtæki ramba á barmi gjaldþrots og gjaldmiðillinn er svo verðlítill að fólk brennir rúblur í veitingahúsum í Moskvu," segir erlendur stjórnar- erindreki. „Allt bendir til þess að þjóðin standi frammi fyrir alvarleg- um samdrætti, jafnvel hmni.“ Samdráttur hefði ef til vill ekki ýkja mikil áhrif í Mið-Asíulýðveld- unum, sem flytja út matvæli til annarra landshluta og stunda vöru- skipti við Kína og Iran, en lítillar hjálpar er að vænta frá Moskvu. Mengun er einn helzti arfur sovét- kerfísins. Áveituframkvæmdir og notkun efna til að eyða skordýrum og illgresi hafa eitrað stór svæði og valdið heilsutjóni meðal fólks. Aralvatn er uppþornað og vindar feykja þaðan eitruðu salti. Margir íbúar nálægra svæða hafa veikzt af krabbameini og fleiri sjúkdómum. Skurður, sem liggur yfir Kara Kúm-auðnina frá Oxux-fljóti (Amú Daija), er að fyllast af salti. Höfuðborgirnar Alma Ata, Frúnze, Asjkabad og Tasjkent eru hörmuleg dæmi um sovézka bygg- ingarlist. Heimamenn_ eru orðnir færri en Rússar eða Úkraínumenn og aðrir aðkomumenn eins og Kóreumenn og Volgu-Þjóðverjar, sem Stalín flutti nauðuga til Mið- Asíu. Utan borganna eru menntun, heilsufar og rússneskukunnátta á lægra stigi en látið hefur verið í veðri vaka. Sjúkdómar og barna- dauði eru algengari en í Evrópulýð- veldum Sovétríkjanna. Á ári hveiju hella hundruð ungra, giftra kvenna yfír sig benzíni og kveikia_ í sér. Nú er sagt að aðeins 24% Úzbeka tali rússnesku, miðað við 48% 1979. Stjórnmálaólga Síðan Míkhaíl Gorbatsjov kom til valda hafa margar hreyfíngar mú- hameðstrúarmanna og þjóðernis- sinna sprottið upp í Mið-Asíu. Ýms- ar þeirra hafa orðið til vegna mót- mæla, t.d. í Kazakstan. Þar efndi rithöfundurinn Olzjaz Súleimenov til útifundar í höfuðborginni Alma Ata, þegar geislavirkt ský mynd- aðist yfír tveimur byggðum svæðum í febrúar 1989 eftir leka á kjarn- orkutilraunasvæðinu við Semípal- atínsk. Tilraunum var hætt um haustið og síðan hefur starfað ötull þrýstihópur andstæðinga kjarnorku. í Frúnze voru samtökin Asjar (Samstaða) sett á fót vegna hús- næðiseklu. Ungir Kirgízar hófu kof- asmíði í úthverfunum og í marz í fyrra var þeim úthlutað lóðum. í Úzbekistan mynduðu • Mo- hammad Salif og fleiri rithöfundar þjóðernissamtökin Bírlík (Einingu) 1988. Þau hófu baráttu fyrir um- hverfisvernd, en sneru sér að eflingu úzbekískrar tungu. Haustið 1988 efndu samtökin til útifundar og margir nemendur komu til liðs við þau. Nú munu stuðningsmenn Bírlíks vera ein milljón. Hreyfingin krefst sjálfstjórnar og efnahagslegs sjálf- stæðis og vill að síðan verði efnt til þjóðaratkvæðis um fullt sjálfstæði. Onnur helztu baráttumálin eru bandalag fólks í Sovétríkjunum, sem talar mál af tyrkneska málaflokkn- um, ríkjasamband múhameðstrúar- manna í Mið-Asíu, aukin útbreiðsla islams og almennari notkun arabísks leturs. Óformleg hreyfing í Kirgizíu hélt fjölmennan útifund í Frúnze í febrú- ar. í ráði er að stofna nýja hreyf- ingu og kalla hana Namus (Virð- ing). Nemendur í Frúnze hafa bundizt samtökum og kalla sig „kommissara perestrojku". I Túrkmenistan hafa nemendur sig einnig í frammi og auk þess starfa deildir úr samtökum í Moskvu og svokölluðum kjósendaklúbbum. Fáir flokkar hafa verið formlega stofnaðir í Mið-Asíu. Aðalástæðurn- ar eru einangrun og almenn vantrú á því að glasnost og perestrojka séu annað en orðin tóm. „Þingmenn okkar greiða atkvæði með lýðræði í Moskvu, en eru harðstjórar heima í héraði,“ segir ungur Kirgízi. Spilling og kúgun Fyrir daga Gorbatsjovs var reynt að hamla gegn þjóðernisstefnu með því að skipa heimamenn í æðstu embætti og láta þá í friði, ef kyrrð hélzt og hráefni héldu áfram að streyma. Mið-Asía varð gróðrarstía spillingar. Sjaraf Rasjidov, aðalritari í Úzbekistan 1959-1983, lét stóran hluta íbúanna rækta baðmull í nauð- ungarvinnu og milljörðum rúbina var skotið undan þegar baðmullin var seld. Dínmúkhamed Kúnaév hélt uppi svipuðu kerfi í Kazakstan, en ekki eins víðtæku. Uppgjör við þessa spillingu varð vatn á myllu stuðningsmanna Gor- batsjovs. Rannsókn leiddi í ljós að frá flokksritaranum í Bokhara lá mútukeðja til æðstu manna flokks- ins í Úzbekistan og þaðan til Jegors Ligatsjevs. Gorbatsjov reyndi þó ekki að koma höggi á þennan helzta andstæðing sinn og kvað málið ein- skorðast við Úzbekistan. í staðinn var þjarmað að yfir- mönnum rannsóknarinnar, Telman Gdljan og Níkolaj ívanov, sem voru reknir úr fiokknum og sviptir störf- um. Umbætur í flokkunum í Mið- Asíu töfðust. Sæmilegur friður ríkir í svipinn. Flokkurinn heldur mótmælum í skefjum með kúgunarráðstöfunum og reynir að innbyrða óánægjuhópa. Hugsjónafræðingur flokksins í Frúnze, Ísmaílóva Sagna, segir að íjölflokkakeiTi muni einhvern tima komast á, en telur mótmælahópana óþroskaða. Margir þeirra séu ekki ósammála flokknum um markmið ■i ERLEND wm HRINGSJÁ efiir Gudm. Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.