Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 C 15 THAJS/Hver eru örlög blúsgítarleikara? Vaughan fallitm ÞEIR eru fjölmargir blústónlistarmenn sem hafa fallið frá í blóma lifsins og reyndar virðast það á stundum vera örlög sem sérstaklega eru ætluð þeim. Charlie Patton, Robert Johnson, Magic Sam Magh- ett, Edward Guitar Slim Jones, John Lee Sonny Boy Williamson, Jimi Hendrix og svo mætti lengi telja. Hvítir blústónlistarmenn hafa einnig fallið í valinn á besta aldri og í síðustu viku lést í þyrluslysi 35 ára gamall Stevie Ray Vaughan. Líkt og aðrir hvítir blúsgítarleik- arar fékkst Stevie Ray við sitt- hvað meðfram og á plötum hans brá fyrir blús, rokki, soul, jass og poppi. í öllu sem hann tók sér fyrir hendur mátti þó heyra að þar fór einn fremsti gítar- leikari síns tíma og af síðustu plötu hans, sem út kom fyrir stuttu, mátti heyra að hann var enn að finna tón- list sinni nýjan far- hafa sigrast á Stevie Ray Vaughan fæddist í Dallas í Texas í október 1954. Þeg- ar hann varð sjö ára fékk hann Roy Rogers-gítar í afmælisgjöf. Hann hafði þann galia að ekki var hægt að stilla hann og Stevie breytti honum því í bassa og lék með bróð- ur sínum Jimmie, sem lék á alvöru gítar. Tónlistaruppeldið var Bítlarn- ir, Muddy Waters, Buddy Guy, B.B. King, Lightnin’ Hopkins, Wes Montgomery, Rolling Stones, Yard- birds og Jimi Hendrix, en í viðtali fyrir stuttu lýsti Stevie því að hann hafi í þá daga ekki gert upp á milli tónlistarstefna; þetta hafi allt verið góð tónlist. Hann lærði á gítar með því að stæla það sem á plötunum var og reyna að ná því á gítarinn og setti saman sveit, Double Trouble, sem stældi blúsrokk þeirra eftir Árna Matthíasson veg eftir að brennivínsfíkn. í valinn tíma. Sveitin vann sér fljótt álit í Austin, þar sem Stevie og Jimmie bróðir hans höfðu komið sér fyrir, Jimmie með sveit sinni The Fabul- ous Thunderbirds. Orð af sveitinni barst til Rolling Stones, sem lýstu áhuga sínum á að gera samning við Stevie og félaga og einhvern- veginn tókst þeim að komast að á Monterey-jasshátíðinni þó ekki hefðu þeir enn náð að gera plötu- samning. A þeirri hátíð flutti sveit- in hreint ótrúlega útgáfu á lagi Stevies Texas Flood og meðal áheyrenda var David Bowie, sem varð dolfallinn. Hann fór þess á leit við Stevie að hann léki á vænt- anlegrj plötu sinni og John Hamm- ond, sá hinn sami og uppgötvaði Bessie Smith og Bob Dylan, tók Stevie og Double Trouble upp á sína arma og platan Texas Flood kom út 1983. Texas Flood hefur alla tíð síðan verið talin með helstu blúsplötum hvítra tónlistarmanna og á henni sýnir Stevie Ray að hann var eng- Stevie Ray Vaughan Goðsögn í lifanda lífi, nú allur. inn venjulegur gitarleikari. Tæknin var nánast ótrúleg og tilfinningin lítið síðri. Platan seldist allvel og eftir það varð ekki aftur snúið og heimsfrægðin með það sem henni fylgdi kallaði. Hið Ijúfa líf leiddi hann út í brennivínsfíkn og reyndar almenna dópneyslu og 1986 féll hann saman á tónleikaferðalagi og tók sér hvíld frá tónlistinni. Fríið nýtti hann til að takast á við fíknina og sigrast á henni og endurskoða tónlist sína. Á nýju plötunni syngur hann meðal annars um það sigrast á fíkninni og um leið á sjálfum sér og tónlistin var ijölbreyttari og ör- uggari en nokkru sinni. Það var því ljóst að hann átti mikið eftir. Stevie sendi frá sér alls fjórar hljóðvers- skífur og eina tónleikaplötu fram að þyrluslysinu í Wisconsin, þegar Stevie og sveitin var á leið af tón- leikum Erics Claptons, þar sem hann hafði komið fram sem gestur. SÍGILD TÓHUST/Hvermg hlmtar fólk á óperur? Uppljómun á Tunglinu ÞAÐ ER einhvern veginn þannig hér á íslandi að það er lítil hefð fyrir óperutónlist og margir eiga í erfiðleikum með að skiija hvernig í ósköpunum fólk hafi gaman af að hlusta á óperur. Venjulega eru óperuunnendur einhverjir sérvitringar, hálf- skrítið fólk, jafnvel komið af létt- asta skeiði. Eg mátti því til með að heimsækja Pétur Gaut Svav- arsson þegar ég frétti á skot- spónum að hann væri „algjört óperufrík" og þó ekki nema 24 ára gamall. Fyrsta spurningin var auðvitað hvernig í ósköpun- um stæði á þessum óperuáhuga. Aður en ég byijaði að hlusta á óperur hafði ég óskaplega léleg- an tónlistarsmekk, eins og svo margt ungt fólk hefur, en þegar ég fór 'í Myndlistarskólann, fóru líkaminn og sálin að kalla á meiri þroska á öll- um sviðum. Nú, nú, ég var að vinna í Þjóðleikhúsinu sem aukamaður í ljósa- deild við uppsetn- ingu á söngleiknum eftir Jóhönnu V. Vesalingarnir og Þórhallsdóttur þar hitti ég mikla óperuunnendur sem smituðu mig með áhuga sínum. Svo er það einn góðan veðurdag, kvöld reyndar, þeg- ar ég er á skemmtistaðnum Tungl- inu, og mikil diskó-rokktónlist dunar úr hátölurunum, að allt í einu er sett á fóninn, Carmen eftir Bizet. Ég fékk uppljómun og daginn eftir fór ég útí búð og keypti Carmen með Carreras og Agnesi Baltsa og þar með var ég dottinn inn í óperuheim- inn. Nú er svo komið að ég á orðið heilmikið safn. Úr Carmen fór ég í Verdi, II Trovatore og Don Carlos, og Mozart kom þar á eftir. Mozart er alveg ótrúlegur, það er t.d. ekki til slæm aría í Don Giovanni." Hvemig hlustar þú á óperu? „Tónlistin grípur mig auðvitað fyrst og ég fer svo í gegnum textann um leið því það er nauðsynlegt að skilja söguþráðinn og vita hvað er verið að syngja um. Flest útgáfufyr- irtæki gefa handritin út á 3-4 tungu- málum. Tökum t.d. aríu Filipusar konungs, æ þarna löngu aríuna í 4. þætti í Don Carlos, Ella giammai m’amo (Hún hefur aldrei elskað mig). Þetta er stórkostleg aría þegar mað- ur skilur textann." Pétur Gautur Svavarsson — Annars er ég nú bara amatör. Nú er Pétur kominn með geisla- disk með þessari aríu með Simon Estes og til viðmiðunar hlustum við líka á Nikola Gyuzelev. Pétur er greinilega í essinu sínu og heidur áfram: „Nikola Gyuzelev flakkar um allar trissur. Hann var síðast í Chigaco í Rakaranum og nýverið var hann í Covent Garden að syngja Igor fursta. Ég heillaðist af honum þar sem hann leikur doctor Miracle," og Pétur setur myndbandið í gang og það er Demantaarían úr Hoffmann. Ævintýri Hoffmanns er mikið uppáhaldsverk hjá mér, því hún gef- ur svo mikla möguleika með sviðs- uppfærslu. Heyrðu, eigum við ekki aðeins að hlusta á O’don fatale, með henni Agnesi Baltsa, hún er alveg æðisleg, hlustaðu á tóninn, hvað hann er skýr. Þessar óperur gefa manni svo ótrúlega mikið, þær fjalla allar um þessar mannlegu tilfinning- ar, ást, afbrýði, hatur o.s.frv. Það er ekki hægt að hlusta á óperur án þess að þær snerti mann. Ég vildi að það væri til félag óperuunnenda hér, þar sem væri hægt að skiptast á óperum, jafnvel fara í hópferðir til að horfa á óperur. Það er svo rosa- lega dýrt að kaupa allar þessar óper- ur og svo er erfitt að fá sumar þeirra. Annars er ég nú bara amatör," seg- ir Pétur og við skulum gera það að lokaorðum hans. Ég sit þó lengi eft- ir og við hlustum á Agnesi Baltsa og-förum í gegnum nokkrar óperur. . STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLUNNI, SÍMI 6 8 92 1 2 kynnir hönnuðinn Saridro Magli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.