Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 C 33 Björn Björnsson og Magnús sonur hans voru að fara í ýsu- róður á Súlutindi. Það vantar bara fiskinn Við færum okkur nú út að Faxa- markaði þar sem félagarnir Halldór Guðmundsson og Helgi Gizurarson eru að landa úr bát sínum, Árvík- inni. Löndunarstjórinn, Stefán Ágúst Sigurðsson, eldhress strákur, segir að mamma sín vinni í tollinum og ber sig faglega að við stjórntækið. „Við vorum úti á Sviðinu sem kallað er,“ segir Halldór ,úti á Syðra-Hrauni. Það er svona kiukku- tíma stím. Við fengum rúmlega 150 kíló, það er lélegt. Við lögðum netin strax og leyfilegt var 15. ágúst, en ég var einn á skaki í sumar. Það hefur verið lítið fiskirí á handfærin héma í Faxaflóanum í sumar. Það er svo heitur sjórinn segja þessir gömlu. Hann hefur verið upp í 13-14 gráður. Veðrið hefur hins vegar ver- ið alveg bærilegt, komið svona einn eða tveir bræludagar inn í milli. Það vantar bara fiskinn." Helgi Gizurarson og Halldór Guðmundsson landa úr Árvíkinni fyrir framan Faxamarkaðinn. Á innfelldu myndinni sést Stefán Ágúst Sigurðsson stýra löndun- arkrananum. Djasstónleikar sunnudag kl. 21.30 Gammar Stefán Stefánsson, saxófónar, Björn Thoroddsen, gítar, Bjarni Sveinbjörnsson, bassi, Kjartan Valdimarsson, píanó, Halli Gulli, trommur, og Marteen Van der Falk, lleiti potturinn slagverk. Fiscersundi Hæsti vinningur 100.000,00 kr.! Heildarverðmæti vinninga yfir 300.000.00 kr. Skíiaskálin - Hveraðölum Haukur Morthens og félagar skemmta sunnudagskvöld MUNIÐ OKKAR ROMAÐA HLAÐBORÐ © Yogaslöðin Heilsnbót auglýsir Starfsemin hefst 3. september eftir sumarfrí. Æfingarnar sem við bjóðum yður eru byggðar ó HATHA-YOGA. Þær eru ekki svo mjög fróbrugðnar venjulegri leikfimi. Markmiðið er að verjast og c'raga úr hrörnun, að efla heilbrigði ó sál og líkama. Æfingarnar henta konum og körlum á öllum aldri. Morguntímar, dagtímar og kvöldtímar. Sérlimi iyrir ófriskar Etonur Allar nánari upplýsingar í síma 27710. Innritun hafin. LjóS og gufa Yogastoðiii Heilsubot Hátún 6A, sími 27710. GYÐINGAR í ÍSRAEL ERU GUÐS ÚTVALDA ÞJÓÐ Til Velvakanda. A Astæða þessarar greinar er grein í Velvakanda þ. 29.8. eftir S.R. Haralds. Mikill misskilninur kemur þar fram sem nauðsynlegt er að leiðrétta í sambandi við gyð- inga. í greininni slær hann því fram sem fjarstæðu að gyðingar sem ekki trúa á Jesú séu Guðs útvalda þjóð. Það fólk sem hefur tekið við Jesú sem sínum persónulega frels- ara er sannarlega lýður Guðs og þau fyrirheit sem Guð gefur í Orði sínu gilda fyrir það fólk. En það breytir því ekki að gyðingar eru áfram Guðs útvalda þjóð samkvæmt biblíunni. í 1. Mósebók 12.1. segist Guð ætla að gefa Abraham land. í sama kafla versi 7 og 17. kafla v. 8 segir Drottinn við hann: „Niðjum þínum vil ég gefa þetta land til ævinlegrar eignar.“ I versi 3 seg- ir Drottinn að af Abraham skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta. Jesús fæddist af kyni Davíðs. í Jóhannes 4.22 segir Jesús að hjálpræðið komi frá gyðingum. Áætlun Guðs um að allt mann- kynið hlyti blessun Abrahams full- komnaðist, þegar Jesús var gerður að bölvun á krossinum. Á þann hátt kom blessun Abrahams yfir heiðingjana, Galatabr. 3. 13—14. Tími safnaðarins hófst með því að Heilögum anda var úthellt á hvítasunnudaginn. Frá því að hafa starfað fyrst og fremst í einni þjóð (ísrael) fór Guð nú að starfa meðal allra þjóða. Andanum var úthellt yfir allt hold. Fólk í söfnuðinum fór að velta því fyrir sér hvort starfi Guðs með- al gyðinga væri nú lokið. E.t.v. hafði hann gefið þá upp á bátinn þar sem þeir höfðu ekki tekið við Messíasi. Þessari spurningu svarar Páll í Rómverjabr. 11.1. „Ég spyr nú: Hefur Guð útskúfað lýð sínum'í Fjarri fer því. Sjálfur er ég ísraels- maður, af kyni Abrahams, ættkvísl Benjamins. Guð hefur ekki útskúfað lýð sínum, sem hann þekkti fyrir- fram.“ Sú hugsun að Guð hafi hafn- að gyðingum hefur valdið mikilli sorg í gegnum tíðina, hatri á gyð- ingum, ofsóknum og útrýmingu. En staðreyndin er sú að það voru allir sem deyddu Jesú. Syndir okk- ar allra negldu hann á krossinn og aftökuna á Jesú framkvæmdu Róm- verjar eftir ásökunum gyðinga. Þannig að bæði gyðingar og heið- ingjar, þ.e. allt mannkynið, á sök- ina. Með komu safnaðarins hefur Guð náð út til fólks í öllum löndum. Þegar þú tekur við Jesú Kristi sem frelsara þínum, þá verður þú einnig barn Abrahams. Sú staðreynd að ísrael sem land byggist upp í dag og að Jerúsalem er í höndum gyðinga er uppfylling á spádómum Biblíunnar. í spádómsbók Amosar 10. kafla og versi 15 stendur: „Og ég vil gróðursetja þá (gyðinga) í landi þeirra, svo að þeir skulu ekki fram- ar upprættir verða úr landi sínu, því er ég hefi gefið þeim, segir Drottinn, Guð þinn.“ Gyðingar í ísrael eru sannarlega Guðs útvalda þjóð og við sem Is- lendingar skulum virða þá og blessa á allan hátt, þannig að á okkur rætist versið í 1. Mósebók 12.3 þar sem Guð segir við Abraham og þar með alla gyðinga: „Ég mun blessa þá, sem þig blessa.“ Jódís Konráðsdóttir Páfagauk- ur S óskilum Grænn páfagaukur er í óskilum á Seljabraut. Kom að morgni föstudags. Upplýsingar fást í síma 77502. Ðú®fl éir 'ffiie Dulbliaieirs frá Íriandi mlðvikudag, timmtudag, föstudag og laugardag. Húsið opnað kl. 18.00. Nýr frskur matseöill ú ítsku veröi. Miðaverð eftir kl. 21.00 aðeins kr. 500,-. ÖLVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.