Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 C 17 MORGUNBLAÐIÐ ÁMEÐAL72.500 ÞUNGAROKKS- UNNENDA í CASTLE DONNINGON Á ENGLANDI Merkilegt nokk var þeim prýðilega tekið. Það hefur verið haft á orði um Poison að þeir séu fremur skemmtikraftar en tónlistarmenn, en sé það tilfellið virtist enginn hafa neitt á móti því, því Poison kunni svo sannarlega tökin á skrílnum. Það má eiginlega segja að Poison hafi séð um stuðið, svo vitnað sé til aug- ' lýsingatíma Ríkisútvarpsins og fyrir i utan það að engin áflog voru í þvög- unni var stemmningin svipuð því sem best gerist á íslenskum sveitaböllum. Eiturbrasararnir tóku gömul lög á borð við „Every Rose Has Its Thorn“ og mannljöldinn tók einum rómi úndir. Það var þó með lögum á borð við „Unskinny Bop“ og „Poor Boy Blues“, sem hlutirnir fóru að gerast. Skemmtikraftar á heims- mælikvarða. Aerosmith Og ég sem hélt að Poison gætu eitthvað! Þegar að Aerosmith kom á sviðið, varð snögglega ljóst að Poi- son var bara upphitunarhljómsveit. Ég hafði reyndar séð nokkra for- ingja baksviðs, sem voru í bolum merktum „Fuck Off, I’m from Bost- on!“ og fundist það bera merki um nokkurn hroka, en eftir að Aero- smith hóf leikinn var ljóst að þeir höfðu efni á að segja öðrum að fara ti! fjandans. Ég hef enga hugmynd um það hvað Aerosmith er gömul, en ég hugsa að hljómsveitarmeðlimir muni þá daga þegar menn trúðu því að Jane Fonda væri leikkona, að Yoko Ono væri listamaður og að nóg væri að syngja „Allt sem við viljum er friður á Jörð“ til þess að tryggja hamingju mannkyns um eilífð. Mun- urinn á Aerosmith og Jane Fonda, Yoko Ono og bongó- og gæruhippun- um er sá að Aerosmith hefur lært af fortíðinni í stað þess að lifa í henni og þess vegna er tónlist þeirra með því ferskara sem heyrist þessa dagana. Fyrsta lagið á dagskránni var „Young Lust“ og áður en nokkur vissi af var múgurinn kominn á hreyfingu, ríflega 70.000 manns sungu og dönsuðu í takt við tónlist- ina, sem hafði allt að því dáleiðandi áhrif. Skammt frá mér sat dökk- hærð gyðja á háhesti og þegar okk- ar menn kýldu á „Let The Music Do The Talkin’" af sólóplötu gítar- Ieikarans Joe Perry, vatt gyðjan sér úr bolnum og ég áttaði mig á hinni öldungis augljósu staðreynd, að þar var fijósemisgyðja á ferðinni. Áfram var haldið í „Janie’s Got a Gun“ og þegar komið var að „Love in an Elevator“ og „Dude Looks Like a Lady“ var mannfjöldinn orð- inn hömlulaus"... bókstaflega ærður af rokki og róli; jafnvel svo að hann gat slitið augun af frjósemisgyðj unni. Það var aðeins slakað á með ellismellnum „Sweet Emotion" en að því loknu rennt í fleira gamalt efni af plötunni „Toys in the Attic“. Aerosmith fór út af sviðinu í ör- skamma stund en áður en fagnaðar- lætin voru hálfnuð komu þeir inn aftur til þess að taka rólegt lag, „Dream On“. Að því loknu þögnuðu foringjarnir til þess að kynna sér stakan gest, en þar var kominn Jimmy Page, fyrrverandi gítarleikari Led Zeppelin, til þess að kynda enn undir lýðnum með laginu „Train Kept A-Rollin’“. Að því loknu upp- lýsir Tyler áheyrendur um það að ákveðnit' líkamshlutar hafi þrútnað Qg því sé augljóslega kominn tími til þess að taka „Walk This Way“ Hafi áheyrendur kunnað að meta Aerosmith fram að þessu, þá varð allt bókstaflega vitlaust þegar „Walk This Way“ stóð yfir. Um leið og lag- inu lauk hljóp sveitin út af sviðinu og í sömu svifum flaug Concorde þota frá Air France lágflug yfir tón- leikasvæðið. 72.500 hendur tókust á loft og veittu þotunni löngutangar- kveðju. Mér skilst að Frakkar séu litlum metum á Englandi. Whitesnake Á milli Aerosmith og Whitesnake leið drykklöng stund, sem blaðamað- ur varði einmitt til þess arna. Sól hneig til viðar og varðeldar voru kveiktir á víð og dreif. Svæðið leit út eins og eftir loftárás og sjónum bert aö söluherferð Svala hafði tek- ist framar öllum vonum. Um leið og Whitesnake byijaði var ljóst að tónleikagestir áttu von á meiriháttar tónleikum. Það var líka ljóst að fram að þessu hafði bæði hljóð- og ljósakerfið ekki skilað nema hálfum afköstum. Fyrsta lagið var „Slip of the Tongue" og Snákarnir byijuðu af fullum krafti, sem þeir héldu allt til hinsta lags. Næst á dagskrá var „Slide It In“ og það var eins með það lag og öll önnur — söngvarinn David Coverdale hefði ekki þurft að hafa fýrir því að syngja, því áheyrendaskarinn söng hvert einasta orð með honum. í lag- inu „Kitten’s Got Claws“ steig gítar- leikarinn Steve Vai í sviðsljósið og sýndi hreint ótrúlegan gítarleik. Að 3ví loknu tók við sólókafli hins gítar- leikarans, Adrians Vandenbergs. Vandenberg er að sönnu góður gítar- leikari og semur flest lög White- snake, en hann á einfaldlega ekki „sjens“ í Steve Vai. Að því loknu kvaðst Coverdale hafa fengið at- hugasemdir frá BBC vegna munn- safnaðar, en tónleikunum var út- varpað beint. Fór hann því fram á það að tónleikagestir sæju um þessa hlið mála, sem þeir gerðu þegar í stað og hrópuðu þúsundradda: „Fuck Off!“ Næst á dagskrá var„Is This Love“. og síðan „Cheap An’ Nasty“. Gamli Whi'tesnake-slagarinn „Crying in the Rain“ var næstur og í framhaldi af honum tók Tommy Aldridge trumbu- sóló á heimsmælikvarða. Að þessu loknu tók við nokkuð, sem ekki er hægt að jafna við annað en trúarlega lífsreynslu. Steve Vai tók völdin og sýndi hvað í honum bjó. Hann var kynntur af Coverdale sem „hans konunglega myrkratign og sjöstrengj aseiðkarl", þar sem Vai nægir augljóslega ekki venjulegir sexstrengja gítarar. Það er engin leið að lýsa kúnstum Steve Vai í orðum, en í stuttu máli má segja að hann hafi rúllað öllum öðrum foringjum í bransanum upp. Til þess að leggja áherslu á það splæsti hann ýmsum stælum annarra gítarleikara inn í sólóið. Hann lék gamalt sóló með Eddie Van Halen á fjórföldum hraða, hló að Yngwie J. Malmsteen og undir lokin lokaði hann augunum, henti gítarnum á nærliggjandi hátal- ara og lék á hann að hætti Jeff Healy án þess að anda á milli. Það er þess virði að fara á tónleika með Whitesnake til þess eins að sjá þenn- an töframann að leik. En hann er ekki eina góða ástæð- an, því undirritaður hefur aldrei séð jafn rosalega tónleika. Menn kann að greina á um ágæti þungarokks, en þessir karlar kunna sitt fag. Án þess að lasta nokkra sveit, sem til Islands hefur komið, hefur önnur eins hljómleikasveit líklega aldrei komið til íslands síðan Led Zeppelin kom og samdi „Immigrant Song“ (tja, kannski Ciash, en ég er ekki viss). Whitesnake hélt áfram og tók lög á borð við „Here I Go Again“ og „Ain’t No Love in the Heart of the City“, sem tónleikagestir sungu há- stöfum með undir. Tónleikunum lauk með „Still of the Night“ og stóreflis flugeldasýn- ingu. Þreytu var vissulega farið að gæta eftir langan dag, en það hafði enn einu sinni sannast að Doning- ton-hátíðin er enn á besta aldri og á síst á hættu að lognast út af. Á BESTA STAÐ VIÐ SKEIFUNA ER 650 TIL 850 M2 ÓDÝRT I HÚSNÆÐI TIL LEIGU SEM HENTAR FYRIR VERSLÚN, LAGER, IÐNAÐ OG MARGT FLEIRA. HÚSNÆÐIÐ ER í KJALLARA MEÐ INNGANG FRÁ G0TUHÆÐ. EINNIG ERU 114 M2 TIL LEIGU SEM HENTA T.D HEILDSALA UPPLÝSINGAR f SÍMA 22344 OG Á KVÖLDIN 21151 TT oc O , J1 '<C OO UJ QC O NR.8 MALARINN 'i- 1 3=S VÖRUMÓTTAKA SALUR 650-850 M INNGANGUR LÓD SKEIFAN • • FJOLHÆF SAUMASTOFA í HÖNDUM FAGFÓLKS MED ÁRATUGA REYNSLU D Saumakonurnar hjá okkur hafa áratuga reynslu í hvers kyns saum og geta saumað allt - nema í fjárlagagatið. O Hönnuður Colin Porter. O Aðalklæðskeri Haukur Ingimarsson. O Saumum fyrir starfsfólk fyrirtækja, verslana og hópa. O Sömuleiðis klæðskerasaumuð föt fyrir ein- staklinga sem og fyrir þau sem eru „betur vaxin" en annað fólk. Og það er óneitanlega hagkvæmt fyrir hópa, stóra sem smáa, að taka sig saman og láta sauma á sig föt hjá okkur. S Ó L I N G E F J U N SAUMASTOFA Nýbýlavegi 4 (Dalbrekkumegin), Simi 45800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.