Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 C 21 Miklar breytingar á 19:19 MIKLAR breytingar eru á döf- inni á 19:19, frétta- og fræðslu- þætti Stöðvar 2, og mun árang- urinn birtast fyrstu vikuna í september. Þá munu Valgerður FÓLK i fjölmiðlum H Um mánaðamótin hóf Ólaf- ur E. Jóhannsson störf á frétta- stofu Stöðvar 2 en hann var áður fréttamað- ur á Sjónvarp- inu. Ólafur segir Pál Magnússon hafa falast eftir sér í starfið og eftir nokkra um- hugsun haíl hann ákveðið að taka því. Hann segist munu kveðja gamla vinnustaðinn með söknuði þó að vissulega taki við nýtt og spenn- andi starf. Ólafur verður í inn- lendum fréttum en ekki hefur verið ákveðið hvort hann mun sjá um ákveðna málaflokka. OLAFUR Matthíasdóttir og Ómar Ragn- arsson vinna að undirbúningi þáttaraða sem sýndar verða í haust og á fyrstu vetrarmánuð- um. Fréttatími 19:19 verður lengdur og mun standa til kl. 20.10. í tengsium við 19:19 verða frétta- skýringaþættir, umræðuþættir og fréttatengt efni þijú kvöld vikunn- ar. A mánudögum sér Helga Guð- rún Johnson um þættina „Sjón- aukann" þar sem rætt verður við fólk af öllum stærðum og gerðum. A þriðjudagskvöldum verða til skiptis umræðuþættir i tengslum við fréttatímann eða fréttaskýr- ingaþættir í umsjón fréttamanna Stöðvar 2. Á miðvikudögum mun svo Sigmundur Ernir Rúnarsson halda um stjórnvölinn á „Lystauk- anum“, þætti um strauma og stefnur í íslensku mannlífi. Af innlendri dagskrárgerð á næstu mánuðum má nefna þætti Valgerðar Matthíasdóttur „Nýja öldin“ sem fjalla um andleg mál- efni og heilbrigt líferni. Fyrsti þátturinn verður sýndur seinni partinn í september og verða þeir alls sex talsins. Þegar þáttaröð Valgerðar lýkur, tekur Ómar Ragnarsson við með þætti sem bera vinnuheitið „Draumalandið“ og eru um ísland en Ómar hefur í sumar viðað að sér töluverðu efni í þættina. Valgerður Matthíasdóttir Sigmundur Ernir Rúnarsson Oasis flugfélagið þakkar ánægjuleg viðskipti í sumar I Nýr unglingaþáttur hefur göngu sína á Rás 2 í dag; „Glym- skrattinn - útvarp framhalds- skólanema.“ Umsjónarmaður er Jón Atli Jón- asson, sem ætti að vera yngri hlustendum Rás- ar 2 vel kunnar en hann hefur verið einn um- sjónarmanna barnaútvarps, útvarps unga fólksins og Zikk zakk. Jón Atli segir meginuppistöðu Glym- skrattans verða tónlist auk þess sem öllu hæfileikafólk innan framhaldsskólanna er velkomið að koma fram í þættinum. Hann verður á dagskrá alla virka daga og sunnudaga kl. 20.30. ■ Töluverðar breytingar verða á mannahaldi við dagski'árgerð Sjónvarpsins í haust. Tveir dag- skrárgerðarmenn, Gísli Snær Erlingsson og Eggert Gunnars- son, hverfa til náms. Sömuleiðis fara í nám fimm skriftur, Helga Brá Árnadóttir, Helga Sigríður Harðardóttir, Ragna Guðný Lár- usdóttir, Óskar Nikulásson og Dröfn Harðardóttir. í stað þeirra verða ráðin einn upptöku- stgóri, Hákon Már Oddsson, sem hefur starfað í afleysingum á Sjónvarpinu síðastliðið ár, og íjórar skriftur; Ingveldur Ólafs- dóttir, Kristín Atladóttir, Ingvar Ágúst Þórisson og Bjarni Felix Bjarnason. ■ MERVYN Bragg, sem sumir munu kannast við úr við- talsþáttum í Stöð 2, átti nýlega fyrsta viðtalið, sem haft hefur verið við rithöfundinn Salman Rushdie — liöfund Söngva satans — síðan Rushdie fór í felur í febrú- ar 1989. Viðtalið fór fram „ein- hvers staðar á Englandi" að sögn Braggs og talsverð leynd hvíldi yfir því. Myndatökumennirnir höfðu til dæmis enga hugmynd um hvern þeir áttu að mynda. Viðtalið verður sýnt í þáttaröð- inni „The Southend Show,“ sem sumir munu kannast við, 30. sept- ember. Fjallað verður um nýja skáldsögu eftir Rushdie og fyrri verk hans. Bragg sagði í samtali við Financial Times að hann vildi að fjallað yrði um Rushdie sem rithöfund, en ekki sem þjóðfélags- vandamál. Bragg spyr þó Rushdie nokkurra spurninga um það sem hann hefur orðið að þola og segir að liann hafí ekki látið hugfallast. og býður 66 heppnum íslendingum ódýr sæti til Spánar Oasis ílugfélagið hefur nú flogið rneð 4.439 íslendinga í sólina í sumar og þakkar fyrir viðskiptin með því að bjóða sérstakan afslátt þann 6., 11. og 18. september til að kynna þjónustu sína. Við hjá Veröld viíjum leggja okkar af mörkum og bjóðum bestu gististaðina okkar á þessum frábæru kjörum. Costa del Sol Mallorka Sunset Beach Club 6. september 18 sæti Benidorm Los Gemelos Club Levante 6. september 14 sæti Ogverðið... Til þess að allir sitji við sama borð þá bjóðum við allsstaðar sama verðið á meðan sæti eru til, hvort sem er til Benidorm, Costa del Sol eða Mallorka. Paraiso de Alcudia 11. september 16 sæti 18. september 18 sæti 4 fullorðnir í íbúð 39.900,- 3 fullorðnir í íbúð 44.500,- 2 fullorðnir í íbúð 49.900,- Barnaafsláttur 2- 5 ára 18.000,- 6-11 ára 15.000,- 12-15 ára 10.500,- AUSTURSTRÆT117,101 REYKJAVÍK , SÍMl: (91) 62 22 00 & 622 011 EjilH Verð í 2 vikur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.