Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDÁGUR 2. SRINRMBER 1990 'C ' 5 Morgunblaðið/KGA „Mér fínnst meiri stuðningur af því að vinna saman heldur en ekki,“ segir Jónas Ragnarsson tannlæknir, en eiginkona hans Hrafnhildur Eysteinsdóttir er klíníkdaman hans. Annars keyra þau á sitt hvorum bílnum. Oftar en ekki liggur leið hans út á golfvöll eftir vinnu, en golf er brennandi áhugamál beggja. „Eg var að koma úr keppni. Við B tannlæknar vorum að vinna lög- fræðingana, sem voru svo bjartsýn- ir að skora á okkur eftir að hafa unnið læknana." Jónas og Hrafnhildur segjast hafa fengið golfbakteríuna fyrir rúmum tíu árum. Hann byijaði og smám saman fór hún að fylgja með á völlinn. Þau eru í golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og fá mikið út úr félagsskapnum, sem fylgir golf- inu. „Við tannlæknar höldum mikið hópinn í golfinu. Við förum á milli vallanna til að spila og út á land að minnsta kosti einu sinni að sumri. I sumar varð Sauðárkrókur fyrir valinu. Þá reynum við að fara árlega út fyrir landsteinana og þá með tanngolfinu svokallaða. Þá höfum við tannlæknar haft það fyr- ir venju að stytta hjá okkur vinnu- daginn á þriðjudögum á sumrin. Þannig vinnum við fyrir hádegi og spilum golf eftir hádegi. Þetta er gott fyrirkomulagog styttir vinnu- vikuna heilmikið. Úr vinahópi í Keili hefur orðið til fjórmenning- aklíka sem kemur saman tvisvar á mánudögum og fimmtudögum. Þá spilum við saman íjórir karlarnir og eiginkonurnar fjórar hinsvegar,'1 segir Jónas. Talið berst að heimilishaldinu og heimilisfaðirinn viðurkennir strax að það sé ekki hans sterka hlið. Hann segist hvorki vera liðtækur við matseld né hreingemingar og hann reyni að komast hjáþví að setja kartöflur í pott. Hinsvegar sé hann ágætur í útigrillinu á sumrin. Óhætt er að segja að þau haldi sér í formi á veturna þó golfið sé þá ekki fyrir hendi. Húsbóndinn segist iðka knattspyrnu tvisvar í viku og húsmóðirin æfír badminton af kappi með vinkonunum. koma okkur upp höfundum, sem gætu skapað sér nafn í bókmennta- heiminum, en það tekur oft ár og áratugi. Með því að kaupa eitthvert eldra útgáfufélag, fengum við mikinn lista af bókum og þekktum höfund- um. Þar stóð Halldór Laxness upp úr auk höfunda á borð við Stein Stein- ar, Davíð Stefánsson og fleiri,“ segir Ólafur og bætir við „en við höfum engu að síður lagt metnað okkar í að gefa út og kynna verk nýrra höf- unda á hveiju ári - bæði þeirra sem skrifa fyrir fullorðna og börn. í því sambandi stofnuðum við meðal ann- ars til barnabókaverðlauna ásamt fleirum, en þau hafa nú verið veitt fimm ár í röð.“ Lestur hvers konar er mikið áhuga- mál hjá þeim báðum. Þau hafa líka reynt að spila golf með misjöfnum árangri, hjóla dálítið auk þess sem Ólafur bregður sér stundum á skíði og þau fara saman í laxveiði. Garð- vinnan tekur líka sinn toll af tíma þeirra hjóna á sumrin og nokkur undanfarin ár hefur Ólafur safnað að sér ýmsu efni, sem hann hefur jafnvel hug á að festa á bók síðar meir. „Ég hef sérstaklega haft áhuga á íslenskri þjóðtrú, en fyrir nokkrum árum vann ég eina 20 útvarpsþætti um þetta sama efni. Hver veit nema úr þessu verði bók, sem ég hugsan- lega fæ útgefna einhvers staðar, en ég hefði gaman af því að geta eytt meiri tíma í ritstörf sjálfur. Það held ég að sé draumur flestra, sem stund- að hafa blaðamennsku. Eins hef ég verið að fíkta við heimildamyndagerð með gömlum samstarfsfélögum frá sjónvarpsárunum. Svo blundar alltaf gamli fréttamaðurinn í manni. Ég má ekki vita af fréttatíma neins stað- ar. Þá er búið að kveikja," og eigin- konan lætur það fylgja að oft sé er- fitt að slíta hann frá sjónvarpstækinu á hótelherbergjum erlendis sem ann- aðhvort bjóða upp á CNN eða BBC. Þau leggja ríka áherslu á að kom- ast burtu annað slagið. Hinsvegar hafa þau ekki í þessi tíu ártekið sér langt frí í einu, í hæsta lagi 10 tii 15 daga. Þau taka heldurþann kost- inn að fara oftar og þá helst í tengsl- um við erlendar bókasýningar eða fundi. Þau segjast vera nýlega komin úr tíu daga ferð frá Frakklandi þar sem þau voru í þijá daga í París og viku í Cannes. Vinnudagur þeirra hjóna hefst um klukkan níu. Þau aka í vinnuna á sitt hvorum bílnum enda eru verkefn- in, sem sinna þarf á daginn, ólík og á mismunandi stöðum. Auk þess hef- ur Elín það fyrir venju að fara heim um sex-leytið til að huga að kvöld- matnum, en Ólafur ekki fyrr en klukkutíma síðar. „Þó hann sé mynd- arlegur í sér, býr hann ekki til mat- inn.“ Þau kjósa bæði að eyða frítíma sínum í annað en hreingerningar og því hafi þau tekið það ráð að fá utan- aðkomandi konu í mestu tiltektina. Annars gengi þetta ekki upp því bæði ynnu þau langan vinnudag. Elín segist bera ábyrgð á matseld og þvottum. Ólafur sé hinsvegar mjög duglegur við að taka til í skápum og hillum, setur hlutina í röð og reglu o g grípur oft í ryksuguna. Hvað vinn- una varðar kom verkaskiptingin af sjálfu sér. „Minn áhugi beindist alltaf að útgáfumálunum, framleiðslunni og hugmyndavinnunni. Ég hefði því aldrei getað sinnt peningavafstrinu með öllu öðru og satt best að segja held ég að Elín sé mun betur til þess fallin en ég. Samstarfíð hefur gengið mjög farsællega og ég minnist þess ekki að til árekstra hafi komið. Þessi áhætta, sem við tókum fyrir tíu árum, reyndist farsælt spor sem engin eftir- sjá er að. Þetta er skapandi og spenn- andi starfsemi, sem byggist á góðum hugmyndum. Samkeppnin á mark- aðnum er vissulega hörð, en sam- skipti útgefenda almennt vinsamleg," segir Ólafur. ELDGJA - LAKAGIGAR SKAFTAFELL /J ^ hóteUeró Ferðaskrifstofa íslands og Hótel Edda, í samvinnu við heimamenn á Kirkjubæjar- klaustri, efna til 4 daga skoðunar- og skemmtiferðar um Suðurland dagana 6.-9. september nk. Á meðal áhugaverðra staða sem skoðaðir verða má nefna: Landmnimlaugar - Eldgjá ■ Skaftáreldahraun ■ Lakagígar ■ Núpsstadaskógur Skaftafell - Kapellan Núpsstad - Byggdasafniö Skúgum. Verð kr.: 19.600,- Allar nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu íslands, Skógarhlíð 18, sími 91-25855. Missið ekki af þessari stórskemmtilegu haustferð. Innifalið: Akstur Gisting i 3 nætur í 2ja manna herbergi m/baði á Kirkjubæjarklaustri 3 morgunverðir 3 nestispakkar 3 kvöldverðir r orsKemmmegu nausuero. vU FERÐASKRIFSTOFA ISLANDS lt|l Skógarhlíð 6 101 Reykjavík Sími 25855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.