Morgunblaðið - 07.09.1990, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990
3
í gær var fyrsti skóladagurinn
hjá nemendum í grunnskólum
Reykjavíkur. í Foldaskóla
mynduðu nemendur og foreldr-
ar þeirra röð þegar þeir gengu
inn í skólann, þar sem kennarar
tóku á móti þeim og greindu
þeim frá skólastarfi vetrarins.
„Okkur líkar bara vel að byrja
í skólanum, það er alveg
ágætt,“ sögðu þeir Hafsteinn
Eggertsson og Fannar Sigurðs-
son, nemendur í Foldaskóla.
Fyrsti skóladagnr-
inn í grunnskóhinum
43 þúsund nemendur í grunnskólum landsins
FYRSTI skóladagurinn hjá nemendum
grunnskóla Reykjavíkur var í gær. Skólar
víða um land eru líka að heQa starf sitt
þessa dagana, að undanskildum nokkrum
skólum á landsbyggðinni, sem ekki hefja
störf fyrr en um miðjan mánuðinn. Alls eru
grunnskólanemendur á landinu um 43.000
og í grunnskólum Reykjavíkur eru 14.500
nemendur, sem er um 200-250 barna fjölgun
frá síðasta ári. Sex ára nemeudur sem nú
setjast í 1. bekk grunnskóla, eru alls um
1.400 í Reykjavík og verða þeir boðaðir í
skólana símleiðis á næstu dögum.
Mest gaman að hitta
krakkana aftur
Þær Sandra Heimisdóttir og
Sonja Hafdís Pálsdóttir eru tíu
ára gamlar og voru þær að
—*
Félagarnir Helgi Þór Guð-
mundsson og Tómas Hansson,
nemendur í Foldaskóla, sögðu
að sér líkaði ágætlega að byrja
í skólanum, enda væri þetta
skemmtilegur skóli og kennar-
arnir ágætir.
Fyrir utan Melaskóla voru fót-
boltakappar framtíðarinnar
farnir að æfa sig í gær þegar
þeir mættu til skóla í fyrsta
sinn eftir sumarfrí.
Þessar stúlkur úr fimmta bekk
Hólabrekkuskóla voru ánægð-
ar að sjá þegar þær komu í
skólann í gær. Þær Sonja
Hafdís Pálsdóttir og Sandra
Heimisdóttir, sem eru fremst á
myndinni, sögðust Iiafa hlakk-
að til að byrja í skólanum. „Það
er mest gaman að hitta krakk-
ana aftur,“ sögðu þær.
hefja nám í fimmta bekk í
Hólabrekkuskóla í Breiðholti í
gær. Þær voru nokkuð ánægð-
ar með að vera byijaðar í skól-
anum aftur og sögðust hafa
hlakkað svolítið til. Það væri
mest gaman að hitta krakkana
í skólanum. Þær sögðu að sér
litist ágætlega á námsgrein-
arnar, nema hvað þær kviðu
dálítið fyrir, að námsefnið í
íslandssögu og kristinfræði
yrði erfitt.
Helgi Þór Guðmundsson og
Tómas Hansson voru að byrja
í 4. bekk í Foldaskóla í Grafar-
vogi. Þeir sögðu að þeim líkaði
það ágætlega, enda væri
Foldaskóli skemmtilegur skóli
og kennararnir væru ágætir.
Það hafi verið gott að eiga frí
í sumar, en samt væri gaman
að byrja aftur í skólanum.
Hafsteinn Eggertsson og
Fannar Sigurðsson voru líka
að byrja í Foldaskóla eftir sum-
arfrí. Hafsteinn er 8 ára og
Fannar 7 ára. Þeim líkaði það
vel að byija aftur í skólanum
og sögðu að þeir hefðu ekkert
kviðið fyrir því, enda væri mjög
gaman að hitta alla krakkana
aftur eftir fríið.
Morgunblaðið/RAX
Seljaskóli fjölmennastur
Grunnskólamir í Reykjavík
eru nú 30 og eru fjórir þeirra
einkareknir; Isaksskóli, Landa-
kotsskóli, Tjarnarskóli og
Grunnskóli Sjöundadagsað-
ventista. Alls eru nemendur um
14.500, flestir í Seljaskóli en
næst flestir í Foldaskóla í Graf-
arvogi. Um 14.500 grunn-
skólanemendur í Reykjavík
byrjuðu í skólanum í gær og
er það 200 til 250 nemendum
fleira en í fyrra.
Alls eru grunnskólanemend-
ur í landinu um 43.000 í um
210 skólum. Kennarar við
þessa skóla eru um 3.500.
Hrólfur Kjartansson í mennta-
málaráðuneytinu segir að í
raun verði ekki teljandi breyt-
ing á ijölda nemenda í grunn-
skólum landsins. Hins vegar
fjölgi börnum á skólaskyldu-
aldri í haust í kjölfar breytinga
á grunnskólalögunum, sem
gerðar voru á Alþingi í vor.
Þá var samþykkt skólaskylda
6 ára barna, þannig að 6 ára
bekkur telst nú vera 1. bekkur
grunnskóla, en hét áður for-
skóli. I samræmi við þetta
munu 7 ára börn nú sitja í 2.
bekk, en voru áður í þeim
fyrsta, 8 ára börn verða í 3.
bekk en ekki 2. og efsti bekkur
grunnskóla verður kallaður
tíundi bekkur en ekki níundi.