Morgunblaðið - 07.09.1990, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990
Formaður byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðu:
Áætlun tíl um að flutt
verði inn árið 1994
FINNBOGI Guðmundsson, formaður byggingarnefndar Þjóðarbókhlöð-
unnar, segir að gerð hafi verið áætlun sem miði að því að ljúka fram-
kvæmdum árið 1993 þannig að hægt verði að flytja inn árið 1994.
Segir hann menntamálaráðherra hafa lýst því yfir að Þjóðarbókhlöð-
unni beri að fá eignarskattsauka áranna 1987—89 og að honum verði
skilað.
í grein sem Birgir ísleifur Gunn-
arsson, alþingismaður, ritaði í Morg-
unblaðið í gær, kemur fram að á
árunum 1987, 1988 og 1989 nam
álagning sérstaks eignarskattsauka
684 milljónum króna og um mitt
þetta ár höfðu verið innheimtar 630
milljónir króna. Af þessum skatti,
sem lagður var á til að ljúka við
Þjóðarbókhlöðuna, hafa aðeins 244
milljónir króna skilað sér til hennar.
Mismunurinn, 386 milljónir, hefur
lent í ríkissjóði. Á þessu ári er eignar-
skattsauki lagður á samkvæmt nýj-
um lögum um „Þjóðarbókhlöðu og
endurbætur menningarbygginga". Á
í upphafi að veija sjóðnum til að ljúka
byggingu Þjóðarbókhlöðu. Sam-
kvaynt fjárlagafrumvarpi á þessi
eignarskattsauki að gefa 265 millj-
ónir króna á þessu ári og þar af á
einungis að verja 67 milljónum til
Þjóðarbókhlöðunnar.
Segir Birgir ísleifur í grein sinni
að allt hafi þetta leitt til þess að fram-
kvæmdir við Þjóðarbókhlöðu hafi
stöðvast. Milljónirnar 67 hafi farið í
að ljúka við áfanga frá síðasta ári.
„Með sama áframhaldi mun bygg-
ingunni ekki ljúka fyrr en á næstu
öld,“ segir Birgir íslefur.
Finnbogi Guðmundsson, formaður
byggingamefndar Þjóðarbókhlöð-
unnar, sagði að það væri rétt að með
sama áframhaldi myndi þetta ger-
ast. Hann sagðist hins vegar vænta
þess að fljótlega færi að komast
skriður á málið. „Menntamálaráð-
herra segist hafa fullan áhuga á að
beita sér fyrir því að lokið verði við
Þjóðarbókhlöðuna árið 1993. Þannig
yrði hægt að flytja inn í hana á
fimmtíu ára afmæli lýðveldisins árið
1994. Það liggur fyrir áætlun sem
miðuð er við þessar dagsetningar og
þá er bara að sjá hvernig þetta verð-
ur leyst fjárhagslega," sagði Finn-
bogi.
Hann sagði náttúrulega þurfa
mikið fé til að ljúka framkvæmdum.
Þegar hefði verið varið 850 milljón-
um króna á núvirði til byggingarinn-
ar og annað eins og vel það þyrfti
að koma til ef ljúka ætti verkinu.
„Miðað við lögin um eignarskatts-
auka eigum við aftur á móti inni
stórfé og væri það nóg til að hleypa
fullum krafti í framkvæmdimar.
Menntamálaráðherra hefur lýst því
yfir að Þjóðarbókhiöðunni beri þetta
fé og að því verði skilað.
VEÐUR
i DAG kl. 12.00
HttOTHkit VoðurGtofd ísslands
(Byggt á veáurspá kl. 16.15 í gter)
VEÐURHORFUR í DAG, 7. SEPTEMBER
YFIRLIT í GÆR: Yfir Norðausturlartdi er 1002 mb smáiægð sem
grynnist. Um 700 km suðvestur af landinu er 998 mb lægð á hreyf-
ingu norðnorðaustur,
SPÁ: í dag verður suðaustan kaldi og víða rigning, síst þó á Norð-
austuriandi. Snemma dags snýst vindur til suðvesturs með skúrum
um vestanvert iandið. Hiti verður á bifinu 7-12 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg suðvestanátt og sméskúrir á Suðvest-
ur- og Vesturlandi, en iéttskýjað austanlands. Fer að þykkna upp
vestanlands síðdegis.
HORFUR Á SUNNUDAG: SA-átt og rigning, einkum sunnanlands og
vestan. Regnsvæði mun hreyfast norðaustur yfir landiö. í kjölfar þess
verður suðvestlaag átt með skúrum á Suður- og Vesturi., en á Norö-
austur- og Austurlandi léttir þá tit. Hiti báða daga á bilinu 7-12 stig.
TÁKN:
Heiðskírt
'CálÍl Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10D Hitastig:
10 gráður á Celsius
Skúrir
Él
Þoka
Þokumóða
Súld
Mistur
Skafrenningur
Þrumuveður
V
*
V
? 5
5
oo
4
R
« 'a Wl
T f * ' 4
VBÐUR \ kl. 12:00 / 'IÐA gær m i UM HEIM að fsl. tíma vekur
/4M1I cyi i Reykjavik 9 úrkoma
Bergen HeUinki 18 14 akýjaö skýjafi
Kaupmannahöfn 18 skýjað
Narssarssuaq 3 rlgning
Nuuk 6 skýjað
Óstó 16 skýjaö
Stokkhóimur 10 rignlng
Þórshöfn 12 rlgning
Algarve 26 helðskírt
Amsterdam 16 akúr
Barcelona 27 mistur
Berlln 17 I 1
Chlcago 24 mistur
Feneyiar 23 heiöskírt
Frankfurt 18 skýjaö
Glasgow 11 skýjað
Hamborg 16 alskýjaö
laa Palmas vantar
London 18 skýjaö
LosAngeles 18 heiösklrt
Lúxemborg 16 skýjað
Madríd 32 heiðskirt
Malaga 29 heiöakfrt
Mallorca 29 léttskýjað
Montreal 17 skýjað
NewYork 24 mislur
Orlando 24 þokumóða
Parts 20 skúr
Röm 26 tóttskýjað
Vín 18 skýjaö
Washington 23 þokumóöa
Wlnnipeg 16 skýjaö
Andrés Kristjánsson og Páll Guðmundsson voru að heíja nám
við Fjölbrautaskólann í Breiðholti nú í haust, og sögðu þeir að
þeim litist mjög vel á skólann.
Höfum ekki trú á því
að skólastarf raskist
- segja nemend-
ur í Fjölbrauta-
skólanum í
Breiðholti
STARF flestra framhaldsskóla
í landinu er nú að heíjast. Á
undanförnum árum hefur i
nokkur skipti orðið röskun á
starfi skólanna vegna verk-
falla kennara. Nemendur í
Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti, sem Morgunblaðið
ræddu við í gær sögðust ekki
kvíða verkfallsátökum í vetur,
þrátt fyrir kjaradeilur kenn-
ara og ríkisins.
Fyrir utan Fjölbrautaskólann
í Breiðholti sátu þeir Andrés
Kristjánsson og Páll Guðmunds-
son, en þeir voru nú að hefja nám
við skólann á almennu bóknáms-
sviði. Þeir sögðu að sér litist afar
vel á skólann og hefðu ekki telj-
andi áhyggjur af því að kjarabar-
átta kennara truflaði skólastarf-
ið. Þar sem þetta væri fyrsti vet-
ur þeirra í skólanum hefði nám
þeirra ekki raskast til þessa
vegna verkfalla.
Vala Georgsdóttir er nemandi
á fimmtu önn í Fjölbrautaskólan-
Vala Georgsdóttir, nemandi á
fimmtu önn í Fjölbrautaskó-
lanum í Breiðholti, segist ekki
hafa trú á að röskun verði á
skólastarfi í vetur vegna kjara-
deilna kennara og ríkisins.
um í Breiðholti og stundar nám
á félagsfræðibraut. Hún sagði
að frá því hún hefði hafí nám
við skólann hefðu kennarar tvisv-
ar efnt til verkfalla en hún hefði
ekki trú á því að röskun yrði á
skólastarfinu í vetur vegna slíkra
átaka. Hún sagði að kenaara-
verkföllin hefðu ekki haft nein
áhrif á nám sitt, en hún vissi
hins vegar til þess að ýmsir hefðu
hætt í skóla og farið út á vinnu-
markaðinn í þessum verkföllum.
Álver á Keilisnesi:
Fáránleg niðurstaða
að 1Ö% vinnuaflsins
komi af Suðumesjum
- segir oddviti Vatnsleysustrandarhrepps
Vogum.
JÓN Gunnarsson, oddviti Vatnsleysustrandarhrepps, segir fáránlegt
hvernig hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu að einungis 10%
þeirra, sem myndu vinna við álver á Keilisnesi, komi frá Suðurnesj-
um. Hann segist ekki hafa fengið að sjá forsendurnar fyrir þessum
útreikningum. Hins vegar virðist íbúafjöldi Reykjavíkur og Reykjan-
eskjördæmis hafa verið lagður saman en íbúaíjöldi Suðurnesja dreg-
inn frá og niðurstaðan sé sú að íbúafjöldi Suðurnesja sé um 10%.
Jón Gunnarsson segir að álver á
Keilisnesi yrði á vinnusvæði stéttar-
félaga á Suðurnesjum. „Það er sjálf-
sagt að félagar í þeim gangi fyrir
um vinnu en ef álvérið verður ekki
að fullu mannað fólki frá þessum
félögum komi það vinnuafl, sem
vantar, annars staðar frá,“ segir
Jón. Þá segist Jón vera ákaflega
óhress með það hvernig ráðamenn
þjóðarinnar tali um Suðurnesin og
Suðurnesjamenn.
„Ég sem oddviti," segir Jón,
„furða mig á hve lítið heyrist í þing-
mönnum kjördæmisins, öðrum en
Karli Steinari Guðnasyni. Það er
furðulegt að þeir sitji undir ámælum
ráðherra, sem eru á móti álveri á
Keilisnesi, því ég tel hlutverk þing-
mannanna meðal annars vera það
að gæta hagsmuna okkar. Það tek-
-ur- fjögur-til-fjögur-og- hálft -ár- -að
byggja álver og á byggingartíman-
um tel ég að íbúum fjölgi hér í
Vogum, þannig að ekki væri óeðli-
legt að um 20% starfsfólks kæmi
héðan úr hreppnum,“ segir Jón.
Ólafur Ragnar Grímsson ljar-
málaráðherra sagði ijölmiðlum frá
umræddum niðurstöðum Byggða-
stofnunar eftir ríkisstjórnarfund á
miðvikudaginn. Skrifstofa starfs-
hóps um stóriðjumál á Suðurnesjum
sendi í gær frá sér fréttatilkynningu
þar sem sagði, að annaðhvort hefði
fjármálaráðherra farið með grófar
rangfærslur á skýrslu Byggðastofn-
unar eða að stofnunin hefði sýnt
ótrúlegan barnaskap í ályktunum í
skýrslunni. Skýrslan hefur ekki enn
verið gerð opinber, samkvæmt
ákvörðun ríkisstjórnarinnar.
EG