Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990 13 Breytingar á tíð- um í íslensku eftirÁrna Böðvarsson Egill Egilsson ritar hugvekju um málfar í Morgunblaðið laugardaginn 18. fyrri mánaðar og gagnrýnir þar meðal annars mátfar í fjölmiðlum. Hann spyr í fyrirsögn hvort notkun tíða sé að breytast í íslensku og bein- ir spurningunni öðrum þræði til mín. Ég get reynt að svara henni að ein- hveiju leyti, en það svar er raunar reist á tilfinningu minni, ekki neinum rannsóknum, því að ég veit ekki til að þetta efni hafí verið kannað að gagni. Egill minnist á tvær breytingar sem hann telur að séu að gerast í tiðanotkun í íslensku. Önnur breytingin er óeðlileg notk- un samsettrar sagnbreytingar í framtíðarmerkingu þegar notuð er samsett tíð með munu. Þá segja sum- ir: „Hann mun koma á morgun.“ Þetta er óeðlilegt mál ef með því er aðeins átt við þennan ókomna tíma, á morgun. En það er hins vegar eðli- legt ef aðalatriðið er ekki framtíðin, heldur spá um eitthvað. í venjulegri íslensku er hrein framtíðarmerking sýnd með svokallaðri nútíð, „hann kemur á morgun". Þessi ósamsetta tíð (,,kemur“) er að jafnaði eðlilegra mál en samsetningin með „munu“ („hann mun koma“). Orðasambandið „hann mun koma á morgun“ gefur í skyn spádóm, sennileika, líkindi, en framtíðin er þar sýnd fyrst og fremst með sambandinu „á morgun". Það eru nokkrir áratugir síðan Hermann Pálsson tók svo til orða um þetta í bréfi til mín að máifræð- ingar væru að „ljúga framtíð inn í íslenskt mál“. Þetta mun vera rétt að því leyti að þessari röngu, sam- settu framtíðarmynd hefur löngum verið haldið að skólanemendum og þeim sagt að framtíð í íslensku myndist með hjálparsögninni munu. Það er röng kenning, hrein framtíð er í eðlilegri íslensku táknuð með svokallaðri nútíð, ósamsettri. Hins Árni Böðvarsson „Oft skiptir það máli hvort sögnin merkir venju, eðli eða eitthvað þvílíkt. Þegar sá þáttur merkingarinnar felst í sögninni, er notuð ósamsett nútíð. vegar held ég — og get þó ekki stutt það neinu öðru en almennri mál- skynjun minni — að slík samsett framtíð sé minna notuð í fjölmiðlum nú en var fyrir nokkrum áratugum. En hún fær stuðning af enskri mál- notkun; það er svo auðvelt að setja íslensk orð í staðinn fyrir ensk og halda að þá sé komin þýðing á íslensku. Hin breytingin sem Egill talar um, er samsett nútíð í setningum eins og hann er að konia. Hún er töm öllum íslenskumælandi mönnum með óbrenglaða málkennd þegar verið er að tala um líðandi stund. En hann kemur á venjulega aðeins við framtíð, einhveija ókomna stund; þá verður að tiltaka tímann nánar með einhveijum öðrum orðum, „hann kemur strax, hann kemur eftir tvö ár“. Ég hygg það sé rétt hjá Agli að þessi tilhneiging sé að verða æ ríkari um þessar mundir og mér þyk- ir líklegt að það séu einnig ensk áhrif. í sumum sögnum er ósamsett nútíð þó ein eðlileg, svo sem að vita. „Hann veit þetta“ er ekki framtíð, heldur merkir beinlínis að hann viti þetta núna, en framtíðarmerkingu má koma að með öðrum orðum í setningunni, „hann veit þetta á morgun, hann veit þetta þegar þú hittir hann“. Enginn segir „hann er að vita þetta" þó að allir segi „hann er að koma“. Þetta gildir að mestu leyti um svo nefndar núþálegar sagn- ir (unna, kunna, mpna, munu, skulu, þurfa, eiga, mega, vita, vilja), einnig þekkja, borða, drekka, sofa og marg- ar fleiri, en þetta er misjafnt eftir merkingum þeirra. Til að mynda segjum við „hún á barn“ í annarri merkingu en „hún er að eiga barn“, og sömuleiðis merkir „hann borðar fisk“ annað en „hann er að borða fisk“. Oft skiptir það máli hvort sögnin merkic venju, eðli eða eitthvað þvílíkt. Þegar sá þáttur merkingar- innar felst í sögninni, er notuð ósam- sett nútíð. Eðli hesta er að hneggja, eldijalla að gjósa, pappírs að fjúka, svo nokkur dæmi séu nefnd. Ekki er sama merking í „hesturinn hneggjar“ og „hesturinn er að hneggja", „Hekla gýs“ og „Hekla er að gjósa", „blaðið fýkur í rokinu" og „blaðið er að fjúka“. Þetta efni er flóknara en virðast kann í fljótu bragði, og þessi dæmi eru bæði fá og einhæf. En þau eiga að sýna að ekki er sama hvort notuð er samsett eða ósamsett nútíð í íslensku. Um það gildir að sjálfsögðu hið sama og um aðra málnotkun, fólk verður að læra og skilja blæmun á mismunandi orðalagi. Það er hrein skylda alls fjölmiðlafólks. Það tekst með góðum vilja og sívakandi at- hygli. Ég vona að Agli þyki þetta svar skárra en ekkert. Á höfuðdaginn 1990. Með þökk fyrir birtinguna. Höfundur er málfarsráðunautur. Börnum mínum og Jjölskyldum þeirra þakka ég myndarlega veislu er þau héldu mér. Vinum mínum þakka ég heimsóknir, skeyti og annan sóma er mér var sýndur á 85 ára afmœli mínu þann 17. ágúst sl. Sérstakar þakkir til frœnda míns og vinar, Hjartar skálds Þórarinssonar á Selfossi. Blessun Guös sé meö ykkur öllum. LárusÁg. Gíslason, Miöhúsum. Músíkleikfimin hefst mánudaginn 24. september. Styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir konur á öllum aldri. Byrjenda- og framhaldstímar. Kennsla fer fram í íþróttahúsi Melaskóla. Kennari Gígja Hermannsdóttir. Upplýsingar og innritun í síma 13022 um heigar og virka daga í sama síma eftir kl. 16. Söngáhugafólk Samkór Kópavogs vantar söngfólk í allar raddir Fyrirhuguó utanlandsferó meó vorinu Æft í Kópavogsskóla mánudagskvöld kl. 20.30-23.00. Nánari upplýsingar í síma 34369 (Osk), 46493 (Þorbjörg) og 31857 (Ágústa). DANSSKÓLIAUÐARHARALOS NÝIR BARNADANSAR FYRIR 3-5 ÁRA RaðgreiÖslur. Rock’n’Roll, Boogie og Tjútt. íslandsmeistararnir yó/og María kenna. Byrjendurog framhald. Pör og einstaklingar: Samkvæmisdansar, gömlu dansarnir, Rock og tjútt. Byrjendur og framhald. Ath! Gestakennarar skólans fyrir jól eru Geoffrey og Diana Hearn og heimsmeistararni'rí suður-amerískum dönsum, Corkyog Shirley Ballas. Einkatímar eftir samkomulagi. Innritun ísímum: 39600, 31360 og 656522 frá kl. 13-19daglega. F.Í.D. D.Í. Kennslustaóir Ath! Nýtt kennsluhúsnæði í Skeifunni 11B, 2. hæð, Skeifunni 17, 3. hæð, KR-heimilinuv/Frostaskjól, Tónabæ og Gerðubergi í Breiðholti. Garðabær: Garðalundur (laugardagskennsla). Kennsla hefst 10. sept. Kennslutíminn fyrir jól eru 14 vikur og jólaball. NYTT - NYTT „Soca-Dance“ fyrir börn, unglinga og hjón. Sértímar + kennt með öðrum dönsum. NYTT - NYTT Vouge - hip hop - funk diskó jazz og freestyle. Meiriháttar nýir dansar. 10-12 ára, 13-15 ára 16ára og eldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.