Morgunblaðið - 07.09.1990, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990
Torfærur og fótbrot
eftir Stefán
Steinsson
Föstudaginn í tólftu viku sumars
árið 1990 gerðist það í Reykhóla-
sveit, að bóndasonur einn velti tor-
færujeppa á beinum vegi, eftir að
hann hafði séð kind. Lesendur góð-
ir, sem mega vel hafa séð umfjöllun
málsins í DV, kunna að hafa velt
því fyrir sér, hvernig á því stóð, að
bóndasonurinn velti torfærujeppan-
um á beinum vegi, eftir að hafa séð
kind. Var maðurinn ekki vanur
kindum? Var hann ekki vanur tor-
færujeppanum? Var hann ekki van-
ur beinum vegi? Hefur hann ekið
of hratt? Ekkert var um þetta fjall-
að, en fram kom, að viðkomandi
væri torfærukappi, svo og margt
annað sem hér verður nefnt.
Óneitanlega þótti mér og fleirum,
sem þetta atvik líktist því mjög, að
vanur sjómaður drukknaði í vatns-
rúmi heima hjá sér, þá er konan
hefði rist það sundur með nöglunum
í stórum næturblossa. Lesendur sjá
í anda, hvemig konan ristir rúmið
upp endilangt, en sjómaðurinn
hverfur ofan í rifuna og drukknar
með miklu glurpi. Konan sígur nið-
ur klofvega á eftir honum og er í
öngum sínum.
En málið var ekki svo einfalt,
að fjalla mætti um það með gamni
einu. Maðurinn braut á sér fót við
ökla, svo að af var fóturinn næst-
um. Fáum dögum síðar kom hann
í DV og kvartaði sáran undan því,
að hjúkrunarkonan, sem kom á
vettvang, hefði ekki fundið neitt
morfín á elliheimilinu og varð hann
því að þola sársaukann lyfjalaust,
eins og Ásbjörn prúði forðum. Ekki
er mér þó kunnugt um, hvort bónda-
sonurinn kvað vísur nokkrar.
Það var eitt af hinum slæmu
málum, að hjúkrunarkonan hafði
farið í sund og skilið morfínið eftir
heima í eldhúsi, um fjörutíu kíló-
metra frá slysstað. Þótt önnur
umönnun hennar, með þokkalegum
umbúðnaði, hafí að vísu trúlega átt
þátt í því að þessi fótur stígur á
völl hér eftir, þá virtist það gleym-
ast að mestu. Morfínið þarf þessi
kona jafnan að nota minnst tvisvar
á ári og lesendur geta hugleitt,
hvort þeim eru, nokkurn tíma úr
huga stolnir þeir hlutir, sem svo oft
eru notaðír. Hitt er svo ekki fyrir-
gefanlegt, að hjúkrunarkonan
skyldi skilja morfínið eftir heima
og ekki taka það með sér í sund.
Því legg ég hér .með til, að gert
verði að fyrirmælum, að hjúkrunar-
konur taki ætíð með sér morfín í
sund. Ég tek það fram, að ég er
ekki fylgjandi þeirri hugmynd, að
þær hafi glösin með sér ofan í laug-
ina, því að ég veit, hversu erfitt það
er, að synda með krepptan hnefa.
Þvert á móti legg ég til, að komíð
verði upp sérstökum kassa á sund-
Iaugarbarminum, til að hafa mor-
fínið í, á meðan hjúkrunarkonan
syndir. Kassinn verði merktur MO.
Verði þetta að veruleika, ættu
fótbrotnir bóndasynir ekki að þurfa
að kvarta við DV yfír morfínlausum
elliheímilum og heil'sugæslustöðv-
um um land allt.
Mun róttækari hugmynd hef ég
heyrt hjá einum vina minna. Hann
leggur til, að á Iækjarbökkum með-
fram öllum vegum, þar sem bónda-
synir og fleiri kunna að ferðast, á
meira eða minna torfæruhæfum
farartækjum, verði komið upp litl-
um kössum, sem innihalda morfín.
Kassamir verði rækilega merktir
„notist aðeins í neyð“ og þar fyrir
neðan stöfunum MRF, til aðgrein-
ingar frá kassanum á sundlaugar-
bakkanum, sem áfram skal merktur
MO. Þessari hugmynd er hér með
hleypt af stað.
Reyndar má benda þeim á það,
sem þurfa að kvarta yfir morfín-
lausum hjúkmnarkonum eða lækn-
um, eða ónothæfum heilsugæslu-
stöðvum um land allt, eins og gert
var í DV 11. júlí, að slíkar kvartan-
ir eiga að fara til landlæknis, en
ekki til DV. Hins vegar minnist ég
einnig sjávarþorps, þegar ég skrifa
þetta, þar sem ég var eitt sinn að
myndast við lækningar. Þar bjuggu
nokkrar konur, sem höfðu fyrir sið
að hringja í landlækni og kvarta í
sífellu yfír stórum málum og
smáum, einkum smáum. Hygg ég,
að landlæknir hafi af þessu orðið
nokkuð þreyttur. Samt veit ég ekki
til þess, að hann hafi beðist undan
kvörtunum og óskað þess heldur,
að fólk talaði við DV. Þess vegna
gildir sú meginregla áfram, sem
nefnd var að ofan.
Einnig stundaði fólkið í sjávar-
þorpinu fjölmiðla. Ein kvennanna
hringdi eitt sinn í Rás tvö og sagði
frá því, að hún hefði ekki náð í
lækninn sinn í síma. Rásarmenn tvö
nenntu ekki að fjalla um málið, svo
að sjá má, að jafnvel fjölmiðlamenn
setja einhvers staðar mörkin. Eitt-
hvað svipað var upp á teningnum,
þegar Reykhólabúar hringdu í sömu
rás í fyrra og klöguðu yfir því, að
læknirinn hefði tafíst í snjómokstri
og komið að kvöldi, í stað eftirmið-
dags. Spurðu þeir, hvort Rás tvö
þættí það ekki firra, að læknirinn
væri að bauki sínu svo síðla dags.
Sigurður Þór Salvarsson sagði mér
í síma, að hann hefði ekki nema
rétt hæfilegan áhuga á að hefja
þetta mál í fréttum Ríkisútvarpsins.
Fyrst ég er farinn að skrifa í
þetta blað er best að ég leyfi mér
einn útúrdúr. Hafa lesendur tekið
eftir því, hve oft er talað um að
veita dánum manni nábjargir í bók-
um? Skarphéðinn lokaði nösum á
Höskuldi Njálssyni og ótal önnur
dæmi mætti upp telja. Þetta er þó
ekki svona auðvelt. Þeir sem um-
gengist hafa látna vita, að ekki er
einfalt mál að veita nábjargir. Augu
„Það er, að þeir sem
orðið hafa fyrir mis-
réttmætum árásum
slúðurmanna, stofni
með sér „klúbb hinna
ofsóttu“.“
ljúkast aftur til hálfs við andlátið,
en þeim verður ekki fulllokað, né
nösum eða munni, utan bindingar
komi til, venjulega af teygjubindi.
Ef til vill ætti ég því að stinga upp
á orðalaginu „að binda manni ná-
bjargir“, hvernig líst ykkur á það?
Og vona ég, að blaðið leyfi mér að
hafa þennan útúrdúr með.
Hafa menn annars nokkum tíma
hugleitt það, hvernig fyrsta indíán-
anum datt í hug að reykja tóbak?
Aftur að bílveltunni. Nú mun
fótur bóndasonarins hafa brotnað,
vegna þess að hann kom honum
út úr hurðarlausum bílnum og varð
fóturinn undir vinstri hlið bílsins,
er hann valt. Af þessu vil ég skora
á Bifreiðaskoðun íslands, að hún
láti með öllu banna hurðarlausa
torfærujeppa, í von um að fæturnir
hangi nokkurn veginn heilir á
bílstjóranum, þótt þeir kunni að sjá
kindur eða önnur spendýr á vegum.
Þessi áskorun til Bifreiðaskoðunar
er miklu geðfelldari en önnur tillaga
sem ég kannast við, en hún er sú,
að torfærumenn allir láti sníða af
sér vinstri fótinn skammt neðan við
hné. Á það að fyrirbyggja, að þeir
brjóti fótinn, ef þeir sjá kind, eða
við því um lík tækifæri. (Hér sést,
að tillagan miðar við að bílarnir séu
smíðaðir fyrir hægri umferð.) Þett
finnst mér ekki nógu mannúðleg
tillaga, þrátt fyrir það að bent sé
á, að Long John Silver hafi komist
ágætlega af á tréfæti, alla Gulleyj-
una út í gegn. Mér finnst ég þar á
móti einhvem tíma hafa heyrt getið
um mann, sem festi tréfót í gati á
skipsdekki. Mátti hann sig þaðan
hvergi hræra. Ekki veit ég heldur
til að Stefán frá Hvítadal hafi verið
sérlega hrifinn af að ganga við tré-
fót, svo dæmi séu tekin úr Dölum.
Á seinni tillögunni eru því ýmsir
annmarkar.
Ég, læknirinn, var staddur í 108
km tjarlægð frá slysstað, en fjar-
stýrði aðgerðum símleiðis. Eftir að
maðurinn hafði verið tekinn undan
bílnum morfínlaus var hann sendur
suður með Isfírskri flugvél börulít-
ill. í DV sagði hann heila þijá tíma
hafa liðið, frá því að hann velti
bílnum, þar til hann komst I hendur
morfínmanna í Reykjavík. Það
munu þó vera venjulegar íslenskar
ýkjur, þetta voru tveir tímar.
Kjaftasagan í sveitinni sagði Iíka,
að hann hefði verið bundinn saman
með baggaböndum; það er fóturinn
bundinn á hann. Þetta mun þó hafa
verið lygi, enda tel ég að Borg-
ELECTROLUX-EUROCLEAN
óskar eftir umboðsmanni
Óskum eftir umboðsmanni á íslandi til að taka að sér mark-
aðssetningu og sölu á hreinsibúnaði frá Electrolux-Euro-
clean. Um er að ræða m.a. háþrýstivélar og hreinsiefni.
Við leitum að aðila, sem þekkir vel til í íslenskum landbún-
aði og öðrum framleiðslugreinum, þar sem slíkur búnaður
kemur að notum.
Nánari upplýsingar veita:
Magnus Jensen forstjóri eða
Thorbjörn Jespersen sölustjóri.
Electrolux-Euroclean A/S
Sandstueveien 70,0680 Oslo 6, Noregi.
Sími: 02-749900. Símbréf: 02/740010.
□ 1 Electrolux
□ Jl Eurodean
arspítalamenn geti tekið undir það
með mér, að vandi muni að binda
fót á mann með baggabandi. Má
hins vegar binda með þeim spelkur,
ef tiltæk eru, en svo var ekki I þetta
sinn.
Síðan var talað um það, að seint
hefði gengið að koma manninum á
skurðstofu, er hann var kominn á
Borgarspítalann. Yfir þessu var
klagað í DV, eins og mörgu öðru.
Borgarspítalamenn stukku þá til og
létu DV hafa eftir sér þann 13.
júlí, að allt væri það heilsufólki í
heimahéraði að kenna, hve seint
gekk áð koma gestinum á skurð-
stofuna. Gefnar hefðu verið al-
rangar upplýsingar. Reyndar var
ég tvisvar búinn að tala við kollega
minn á Borgarspítalanum. Fyrstu
upplýsingarnar voru á misskilningi
byggðar, en í seinna skiptið sagði
ég honum skýrt, að maðurinn væri
með opið öklabrot, svo að sæist inn
í liðinn. Kollega minn minn virtist
skilja mig í símanum, að minnsta
kosti höfðu þeir fullan bíl af morfíni
og börum á Reykjavíkurflugvelli er
ferðalangarnir komu suður. Varla
var það tilviljun. Þessu virtust Borg-
arspítalamenn hafa gleymt, þegar
þeir töluðu við DV.
Borgarspítalamenn kasta reynd-
ar gijóti í glerhúsi búandi, spítalinn
hefur heldur betur fengið að kenna
á æsifréttamennskunni. Þið munið
hann Karvel — hvernig mætir menn
á hjartadeild Borgarspítalans voru
rægðir ofan I svaðið á sjónvarps-
skjá og í blöðum; yfirsjónir þeirra
gerðar að köldum glæpum. Og fjalla
ég ekki meira um það.
Svona er víst æsifréttamennsk-
an, börnin góð. Slasaður maður
klagar af ergelsi sínu í slúðurblað,
í staðinn fyrir að bera fram sakir
við réttan aðila. Slúðurmenn bregð-
ast við glaðir, endá aldrei fegnari
en þegar þeir geta klæmst á ein-
hveiju, sem á ekkert erindi í blöð.
Bersyndugir embættismenn verða
svo fyrir steinum hinna syndlausu
kastara og eiga að láta sér það vel
líka, lesa biblíuna og njóta lífsins.
Gaman er að muna, að ekki hafa
syndlausir kastararnir alltaf verjð
jafn hreinir til æviloka. Við munum,
hvernig Helgarpósturinn heitinn
sökk sjálfur í skuldafen, eftir að
hafa hlakkað gammlega yfir Haf-
skipsmönnum. Ég heyrði hruni
Helgarpóstsins líkt við það, að
rottuhola stíflaðist af skít rottunn-
ar, svo að allt kafnaði þar inni fyr-
ir. Mér fannst samlíkingin skemmti-
leg. Óskandi er, að sem flestir slúð-
urmenn kafni í afurðum sínum.
Reyndar var á dögunum rætt um
það, þar sem ég var staddur, hver
tvö ráð bersyndugir embættismenn
gætu haft, þegar þeim verða á
skyssur og slúðurblaðamenn hefja
syndlaust steinkast. Athygli verð-
ara fannst mér fyrra ráðið. Það bar
Sturlungaaldarsvip: Að embættis-
mennirnir fengju sér flugumann og
sendu hann til að drepa blaðamenn-
ina. Þó verður að benda á það, að
flugumenn eru löngu horfnir á ís-
landi, sem betur fer kannski. Þá
er seinna ráðið eitt eftir, það er að
þegja og þreyja, vel munandi þá
staðreynd, að enginn hlutur í ver-
öldinni er jafn úreltur og blaðafrétt-
in frá í gær.
Annað hefur mér dottið I hug.
Það er, að þeir sem orðið hafa fyr-
ir misréttmætum árásum slúður-
manna, stofni með sér „klúbb hinna
ofsóttu". Þar yrðum við hjúkrunar-
konan vestan Gilsfjarðar ágætlega
saman komin með Hafskipsmönn-
um, hjartalæknum Borgarspítalans,
Magnúsi Thoroddsen, Þorvaldi
Garðari, Guðrúnu Helgadóttur og
Heimi bróður mínum, fyrrum fóm-
arlambi Helgarpóstsins sáluga. Við
gætum talað hroðalega um íslenska
blaðamenn á fundum klúbbsins.
Þegar embættismanni sámar við
kaldranalega sendingu, svo sem
klögur bóndasonarins í DV eða
handþvott Borgarspítalamanna í
sama blaði þann 13. júlí, trúi ég
honum sé bést að hugleiða sögu
Sturlu Sighvatssonar í Örlygsstaða-
bardaga. „Og nú vinna smádjöflar
á mér,“ sagði hann. Þá var hann
veginn. Má hinn rægði til þess
hugsa, að smádjöflunum mun ekki
takast að vega hann með orðum
einUm. Og hvað sem orðavígum
líður munu flestir höggtakar blaða-
manna halda tómnni eitthvað um
sinn, vona ég. (Lesandi tekur eftir,
að ég set mig sem lækni jafnan
undir sama hatt og hjúkrunarkon-
una, sem klöguð var í DV, því að
náið er nef augum. Enda er hjúkr-
unarkona þessi fólki sínu sannast
sagna jafngildi læknis í þeirri sveit,
þegar mikið liggur við. Ef skjól-
stæðingar hennar bíta hana af sér
með rógi, þá vita þeir ekki hvað
átt hafa fyrr en misst hafa.)
Tilfellið er, að fólki (og slúður-
blaðamönnum) virðist finnast að
heilsugæslufólk eigi að búa yfir fim-
leik amerísku kanínunnar, þeirrar
er ég sá nýlega á myndbandi.
Kanína þessi breytist í bandariskan
fána þegar illa stendur á og fer þá
geysifari. Bjargar hún öllum mál-
um, svo sem Njáll á Bergþórshvoli
gerði forðum, en þó miklum mun
fljótar. Hún getur auk þess flogið,
það gat Njáll ekki, en vissulega
kæmi sá eiginleiki sér vel fyrir
heilsustarfsfólk kringum Gilsfjörð
og Hvammfjörð og sjálfsagt víðar.
Hér er svo ekki annað eftir en
geta þess, að DV sá um að klagað
væri í landlækni, svo sem fram
kemur í blaðinu 12. júlí. Var land-
læknir þá að leysa af sem heilsu-
gæslulæknir á Þingeyri, en enginn
læknir var á Patreksfirði, Flateyri
né ísafirði. Eins og við mátti- búast
barst síðan umvöndunarbréf frá
staðgengli landlæknis og hefði ver-
ið sjálfsagt að taka þvf vel, hefði
málatilbúnaður verið eðlilegur. En
úr þessu mun ég fátt um segja.
Sjálfsagt er rangt að geta gátur
um hugrenningar okkar ágæta
landlæknis, en gaman þætti mér,
ef hann hefur innst inni hugsað líkt
og ég: Ekki er þetta blessaða fólk
að tilkynna það í blöð, sem vel er
gert I smáhéruðunum, enda hafa
blöðin engan áhuga á því. (Sé aldr-
ei neitt gert vel er best að þetta
heilsustarfsfólk pilli sig burt og
sjálfsagt er að athuga það. En á
sama tíma er vælt yfir lækna-
skorti.) Þegar eitthvað kemur upp
á er strax rokið til og klagað ámát-
lega í blöð eða útvarp, í staðinn
fyrir að tala við réttan málsaðila.
Og á sama tíma ætlast þetta fólk
til þess, að einhver nenni að vera
læknir úti á landi!
Höfundur er læknir í Búðardal.
Þrír árekstrar í olíu-
bleytu á Bústaðavegi
ÞRÍR árekstrar urðu með skömmu millibili á áttunda tímanum á
miðvikudagskvöld á Bústaðavegi í Reykjavík, móts við Slökkvistöð-
ina. Bílarnir sem rákust saman runnu til S olíubleytu á götunni.
Tildrög voru þau, að sögn lög- við þessar aðstæður og því urðu
reglu, að ökumaður vörubíls með
stóran tengivagn var að losa vagn-
inn. Þegar hann var að sturta af
vagninum sprakk olíuslanga i
sturtubúnaðinum og á augabragði
úðaðist olía yfir götuna. Við það
varð gatan hál og dekk bíla misstu
grip. Ökumönnum nokkurra
bílanna tókst ekki að hemja þá
þarna þrír árekstrar áður en hægt
var að hreinsa burt olíuna.
Árekstrarnir urðu ekki harðir og
ekki urðu slys á fólki.
Um líkt leyti urðu tveir árekstr-
ar í Mosfellsbæ og þurfti í báðum
tilvikum að flytja fólk á slysadeild,
en ekki var um alvarleg meiðsl
að ræða.