Morgunblaðið - 07.09.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990
17
Sigfus Halldórsson tón-
skáld - Afmæliskveðja
í dag, föstudaginn 7. september,
er Sigfús Halldórsson sjötugur. Hér
á árum áður, þegar ekkert sjónvarp
var og myndir af fólki birtust sjaldn-
ar í dagblöðum en nú til dags, reyndi
ég oft sem ungur stráklingur, að
ímynda mér eða sjá fyrir mér, hvern-
ig þessi eða hinn frægra manna litu
nú eiginlega út.
Stundum var þetta jú eftir lýsingu
þeirra er séð höfðu mennina. Svo
kom oft að því, að ég sá viðkomandi
í eigin persónu og hrundi þá yfirleitt
til grunna sú ímynd sem ég hafði
gert mér. Þetta var um það leyti sem
„lítil fluga“ flaug um allt land og
öfugt við aliar aðrar flugur, þá var
þessari allsstaðar fagnað. Þessi
fluga, sem var reyndar í formi lags,
eins og allir vita, hefur suðað í eyrum
þjóðarinnar síðan og á eflaust eftir
að gera það um ókomin ár.
Þá var það að ég reyndi að ímynda
mér hvernig þessi Fúsi, sem allir
töluðu um með svo miklum kærleika,
liti út. Hvemig skyldi hann vera? Svo
kom að því, eitt sumarið austur á
Eskifirði, að ég sá Fúsa í eigin per-
sónu. Og meira en það, ég heyrði
hann líka spila og syngja! Þarna voru
á ferðinni „Frúmar þrjár og Fúsi“.
Þetta var mikil upplifun fyrir ung-
an dreng í fásinninu í þá daga þar
eystra, og man ég að öllum sem á
hlýddu, þótti þetta hin besta skemmt-
un. En var Fúsi nú líkur þeim, sem
ég hafði séð í mínu hugskoti? Ef til
vill hefði ég verið búinn að sjá mynd
af honum í blaði, þó ég muni það
ekki nú, en eitt er víst, að þarna var
hann nákvæmlega eins og ég hafði
hugsað mér. Og ekki nóg með það,
mér fannst að svona og nákvæmlega
svona ætti hann að vera og mætti
ekki vera öðruvísi! Mér finnst þetta
enn í dag.
Eftir að ég fluttist í Kópavog 1967,
varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast Sigfúsi persónulega. Þau
kynni hafa farið vaxandi og nú á
síðustu árum orðið að einlægri vin-
áttu. Það er gott að koma í Víði-
hvamminn og móttökur þeirra hjóna
á þann veg, að maður finnur sig
ávallt velkominn, og marzipankök-
urnar hennar Stellu eru hreinasta
afbragð.
Laun listamanna íslands eru sjálf-
sagt ekki alltaf í samræmi við það
sem listamaðurinn hefur skapað eða
þurft að leggja á sig við sköpun
verksins. Ég tel engan vafa á, að
þar sé vangoldið. Ég tel jafnframt
að fáir listamenn hafi fengið jafn
ríkulega goldið frá þjóðinni í formi
þakklætis og kærleika, sem Sigfús.
Það eru líka laun!
Ég mun ekki gera tónsmíðum
Sigfúsar nein skil hér og ekki reyna
að gera upp á milli hans stórgóðu
laga, sem sungin eru dag hvern um
land allt. Sum eru vinsælli en önnur,
en það er ekki þar með sagt að hin
séu ekki jafn góð. Upp úr stendur,
að Fúsi er eitt vinsælasta tónskáld
þjóðarinnar og stendur hjarta hennar
næst.
Ég heyrði einu sipni Sigfús spurð-
Sr. Arelíus Níels-
son - Afmæliskveðja
Árelíus Níelsson fæddist 7. sept-
ember 1910 í Flatey á Breiðafirði.
Hann ólst upp hjá fósturforeldrum
sínum í Kvígindisfirði í Múlasveit.
Barnafræðsluna önnuðust fóstur-
foreldrarnir. Vorprófin staðfestu
það að drengurinn hefði í engu
misst, þótt hann nyti ekki far-
kennslunnar, hann skaraði fram úr
jafnöldrum sínum. í Flatey naut
hann einkakennslu til undirbúnings
fyrir Kennaraskólann. Kennara-
prófi lauk hann 1932. Síðan var
hann við kennslu í Múlasveit og
Stykkishólmi til 1937. Þá hafði
hann lokið menntaskólanámi utan-
skóla samhliða kennslunni og tók
stúdentspróf það vor. Þá settist
hann í guðfræðideild Háskóla Is-
lands og lauk guðfræðiprófi með
1. einkunn 1940. Samhliða því námi
stundaði hann einka- og heimilis-
kennslu.
Strax að loknu guðfræðiprófi
vígðist hann prestur að Hálsi í
Fnjóskadal. Honum var veitt Stað-
arprestakall á Reykjanesi í október
1940. Sat þar til ársloka 1942. Þá
fékk hann veitingu fyrir Eyrar-
bakkaprestakalli, en tók ekki við
því brauði fyrr en um vorið 1943.
Hann var skólastjóri Barnaskólans
í Stykkishólmi frá janúar til maí
1943. Hann sinnti einnig Staðar-
prestakalli þann tíma, sem hann var
við skólastjórn í Stykkishólmi. Á
Eyrarbakka sat hann til hausts
1952, en þá fékk hann veitingu
fyrir hinu nýstofnaða Langholts-
prestakalli í Reykjavík. Meðan hann
var á Eyrarbakka stundaði hann
mikið kennslu á Eyrarbakka,
Stokkseyri, Selfossi og um skeið í
Reykjavík.
Á fyrstu starfsdögum hans
haustið 1940 kynnti hann sér áhuga
fólks og viðhorf til kirkju, félagslífs
og skólamála. Hann þekkti frá
æskudögum sínum hvaða hindranir
stóðu í vegi fyrir unglingum sem
vildu komast í eitthvert framhalds-
nám. Á þessu haustdögum tók hann
ásamt konu sinni, Ingibjörgu, þá
eftirminnilegu og óeigingjörnu
ákvörðun að setja á stofn heimavist-
arunglingaskóla á heimili sínu. Að-
staðan til skólahalds verður nútíma-
manni hreint ótrúleg. Á Stað á
Reykjanesi var reisulegt timburhús.
Niðri voru tvær stofur og tvö
herbergi og stórt eldhús, en uppi
voru svefnloft, annað fyrir pilta en
hitt fyrir stúlkur, auk þess hjóna-
herbergi. Prestshjónin fengu aðra
stofuna og herbergið niðri en eldun-
araðstöðu í eldhúsinu með tvo
prímusa og aðgang að eldavél fyrir
stærri eldamennsku. Kennslustofán
var stofa prestshjónanna Heima-
vistin var hjá Snæbirni og Unni,
konu hans. Við vorum þarna í fæði
og tvímennt var í hverju rúmi, eins
og þá var títt á hveijum bæ. Sumir
voru í heimangöngu allt að 10 km
göngu hvora leið á dag. Kennslu-
greinarnar voru íslenska, danska,
enska, reikningur, félagsfræði,
mannkynssaga, landafræði, nátt-
úrufræði, skrift, kristinfræði, söng-
ur, orgelleikur og alhliða félags-
störf. Kennslan stóð samfleytt í 4
annir frá janúar til mars ög október
til desember bæði árin 1941 og
1942. Nemendur voru frá 6 og upp
í 12 þegar flest var. Geymst hafa
hjá mér úrslit prófa í þeim þrem
önnum er ég var í námi. Að öðru
leyti mun ekkert hafa verið skráð
um þetta skólahald. Engar skýrslur
voru sendar til Fræðslumálaskrif-
stofunnar. Stílapeningar, yfirvinna
og heimavistargæsla og auk þess
kennslan sjálf var hvergi skráð og
ekkert greitt fyrir. Síðar fréttist af
þessu framtaki prestsins og mun
hafa fengist heimild til greiðslu á
hálfs árs launum.
Iflörtur Þórarinsson
an að því, hvaða lag hans honum
þætti best. Svarið var svona: „Ef þú
ættir 10 börn og værir spurður að
því hvert þeirra þér þætti vænst um,
yrði þá ekki erfitt að svara?“
Fyrr á þessu ári ákvað Bæjar-.
stjórn Kópavogs að gefa út hljóm-
plötu með lögum Sigfúsar, í tilefni
sjötugsafmælis hans. Frá þessu var
síðan horfið eftir nánari athugun og
þess í stað ákveðið að gefa út bók
með um 40 lögum, sem nær öll eru
nú gefin út í fyrsta sinn. Enn eru
til fjöldi laga éftir Sigfús, sem ekki
hafa verið gefin út og því mikið verk
óunnið fyrir tónlistarútgefendur.
í dag mun.Bæjarstjórn Kópavogs
halda Sigfúsi hóf í Félagsheimili
Kópavogs milli kl: 18.00 og 20.00
og eru vinir hans og velunnarar vel-
komnir á meðan húsrúm leyfir.
Kæri vinur! Ég óska þér og fjöl-
skyldu þinni hjartanlega til hamingju
með daginn. Megið þið öll eiga heill-
aríka framtíð. Guð blessi ykkur.
Guðni Stefánsson
HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLANS
NYJA MEGASARPiATAN:
„Er nokkuð annad eftir en heimsfrœgðin?“
Þórdís Bacmann, Vikan
„Hugsanlega besta plata Megasar til þessa."
Skúli Helgason, Rás 2
„Megas er eins og þroskadur ávöxtur innan um her
grœnjaxla, tónlistarlega, textalega og heimsþekilega."
HMP, Þjóðviljinn
2 x LPog2 x CD Áskriftarsími 616766
„Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella"
fást einnig afhent í Plötubúðinni, Laugavegi 20, og
Bóksölu stúdenta við Hringbraut.