Morgunblaðið - 07.09.1990, Page 21

Morgunblaðið - 07.09.1990, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990 21 STRIÐSASTAND VIÐ PERSAFLOA Kúvæt: Brqttflutningur Banda- ríkjamanna undirbúinn Washington. Amman. Reuter. BANDARÍSKA útvarpsstöðin Voice of America útvarpaði í gær skilaboðum til bandarískra þegna í Kúvæt og bað þá að gera sig klára fyrir hópflutning til Bagdad í Irak og þaðan til Amman í Jórdaníu. Að sögn útvarpsins er vonast til að írakar leyfi a.m.k. banda- rískum konum og börnum sem eru í Kúvæt að fara úr landi. í gangi væru tilraunir til að fá þá til að fallast á að leyfa körlum einnig að fara en hálft þriðja þúsund Bandaríkjamanna munu vera í landinu. í útsendingum Voice ofAmeríca var fólk hvatt til þess að hafa símasamband við bandaríska sendiráðið í Kúvætborg en beðið fyrir alla muni að reyna ekki að fara þangað vegna umsáturs íraska innrásarliðsins. í gær komu 182 Bretar með rútum til Bagdad en fyrr í vikunni fóru rúmlega 300 konur og börn landleiðina þangað. í viðtölum við blaðamenn við komuna gagnrýndi fólkið breska sendiráðið í Kúvæt fyrir aðgerðarleysi við að reyna að koma fólkinu úr landi. Leiguflugvél frá íraska flugfé- laginu kom í gær með 140 Vestur- landabúa til Ankara í Tyrklandi. Flóttamönnum frá írak og Kú- væt sem komast til Jórdaníu fjölg- ar stöðugt. Munu á annað hundrað þúsund flóttamanna hafast við í 17 búðum. Eru margir aðfram komnir vegna hás hitastigs í eyði- mörkinni og vegna vatns- og mat- arskorts. Því til viðbótar heija sporðdrekar og snákar á fólkið. Hermt var í gær, að komið hefði til bardaga um vatn og mat milli hinna ýmsu þjóðarbrota í flótta- mannabúðum. Reuter Bandarískur skriðdreki á ferð í eyðimörkinni í Saudi-Arabíu. Persaflóadeilan og önnur ágreiningsefni í Mið-Austurlöndum: Yaxandi ótti um að samstaða stórveldanna verði rofin Washmgton. The Daily Telegraph. EMBÆTTISMENN í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, eru teknir að óttast að Sovétmenn hyggist binda hugsanlega lausn Persaflóadeilunnar við önnur ágreiningsefni í þessum heims- hluta. Þykja ummæli Edúards Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, í Vladivostok fyrr í vikunni gefa til kynna að Sovét- menn séu áfram um að boðað verði til alþjóðlegrar ráðstefnu um málefni Mið-Austurlanda og kunni með þessu að ijúfa sam- stöðu risaveldanna í Persaflóa- deilunni. Shevardnadze sagði í ávarpi í Vladivostok á þriðjudag að innrás íraka í Kúvæt væri eitt fjölmargra margslunginna og tengdra ágrein- ingsefna í Mið-Austurlöndum. Vera kynni að efna þyrfti til alþjóðlegrar ráðstefnu í því skyni að þoka deilu- Bandaríkjamenn vilja fá allan herkostnaðinn bættan Anchorage í Alaska. Reuter. HÁTTSETTIR bandarískir embættismenn greindu frá því í gær að sú hugmynd nyti nú vaxandi fylgis að þrýst yrði á ríkar þjóð- ir, vinveittar Bandaríkjamönnum, um að standa straum af kostn- aði vegna veru herliðsins við Persaflóa. Heimildarmenn Reuters-írétta- stofunnar, sem voru í för með Nicholas Brady, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, á leið hans til Asíu kváðu það sjálfsagða sanngirnis- kröfu að auðugir bandamenn Bandaríkjanna tækju á sig allan kostnaðinn. í Washington telja menn að kostnaðurinn við að koma öllu því viðbótarherliði sem Banda- ríkjamenn hyggjast senda á þessar slóðir fram til ársloka verði um sex milljarðar Bandaríkjadala (um 330 milljarðar ísl. kr.). Að auki er talið að kostnaðurinn við að halda liðinu úti verði ekki minni en einn milljarður dala í hverjum mánuði. Embættismennirnir, sem kröfð- ust nafnleyndar, sögðu að gert væri ráð fyrir því að hin auðugri ríki Mið-Austurlanda, iðnríki Evr- ópu og fjármálaveldi í Asíu, þ. á m. Taiwan, bættu með mismun- andi hætti upp útgjöld Bandaríkja- manna vegna Persaflóadeilunnar. málum þessum í samkomulagsátt. Saddam Hussein íraksforseti lýsti sem kunnugt er yfir því í síðasta mánuði að hann væri tilbúinn til að endurskoða innlimun Kúvæt yrði jafnframt samið um lausn annarra deilumála í Mið-Austurlöndum og nefndi forsetinn einkum veru herliðs ísraela á landsvæðum Palestínu- manna og heimkvaðningu herliðs Sýrlendinga frá Líbanon. Þessari til- lögu höfnuðu Bándaríkjamenn og bandamenn þeirra í Persaflóadeil- unni snimhendis. Sovétstjórnin hefur löngum hvatt til þess að kölluð verði saman alþjóð- leg ráðstefna til að ræða yfirráð Isra- ela yfir Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu og framtíð hinna landlausu Palestínumanna. Stjórnvöld í ísrael hafa þráfaldlega hafnað þessari hug- mynd og það hafa Bandaríkjamenn einnig gert enda hefur þeim löngum verið umhugað um að takmarka áhrif Sovétmanna í Mið-Austurlönd- Aðspurður um ummæli hins sov- éska starfsbróður síns sagði James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, að hann teldi þetta ekki sérlega uppbyggilega hugmynd. Herför íraka inn í Kúvæt og deilan um ríki Palestínumánna væru óskyld málefni. Heimsbyggðin öll hefði þeg- ar tekið afstöðu til innrásarinnar í Kúvæt á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna og mætti á ýmsan hátt líkja því við að boðað hefði verið til ráð- stefnu um málið. Baker sagði á fundi með banda- rískum þingmönnum að tímabært væri að huga að því hvert ætti að vera framtíðarhlutverk Banda- ríkjanna í svæðisbundnum deilumál- um sem Persaflóadeilunni. Mikil- vægt væri að Bandaríkjamenn gerðu sér Ijóst að þeir einir hefðu fullnægj- andi styrk á hemaðar- og stjóm- málasviðinu til að skipuleggja við- brögð á alþjóðavettvangi við árásar- og yfirgangsstefnu tiltekinna ríkja. Nefndi hann sem dæmi að hugsanleg heimkvaðning hersveita íraka frá Kúvæt myndi ekki reynast fullnægj- andi ástæða fyrir því að herlið Bandaríkjamanna yrði aftur flutt til síns heima. Tímabært væri að hugað yrði að því hvernig koma mætti á fót fjölþjóðlegu öryggjsgæsluliði á þessum slóðum. Lét utanríkiráðher- rann þess getið að slíkt alþjóðlegt lögreglulið þyrfti ekki nauðsynlega að lúta forystu Bandaríkjamanna þótt sýnilegt væri að floti Banda- ríkjanna hlyti að vera þar í lykilhlut- verki. TEPPALANDS Teppi, dúkur, parket og flisar. Teppalandsútsaian er í fullum gangi. Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að gera eins góð kaup á gólfefnum á stórlækkuðu verði. Við höfum lækkað verðið um allt að 50% - það munar um minna. Nú er einstakt tækifæri því verslun- og gólfdúkabútum. Einnig fyrsta in er full af útsölu-gólfefnum, s.s. flokks flísar, grásteinn og skífur, gólfteppum, stökum teppum, parketafgangar, gólfkorkur og mottum, dreglum, bútum, teppa- veggdúkur. afgöngum, gúmmímottum, gólfdúk Það vilja allir spara - nú er tækifærið. Teppaland • Dúkaland Grensásvegi 13, sími 83577 og 83430, Rvík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.