Morgunblaðið - 07.09.1990, Blaðsíða 26
Félagsbúið Þristur í Hrafnagilshreppi:
Mjólkurkvóti búsins orð-
inn um 470 þúsund lítrar
Jörðin Stórhamar II tekin á leigu með 105 þúsund lítra fullvirðisrétti
FÉLAGSBÚIÐ Þristur í Hrafnagilshrcppi hefur tekið jörðina Stórham-
ar II í Öngulstaðahreppi á leigu til eins árs. Þar með bætist 105 þús-
und lítra mjólkurkvóti við þá 364 þus. 1 sem félagsbúið hafði yfir að
ráða. Þrjár fjölskyldur standa að félagsbúinu, en til þess var formlega
stofnað 1. maí á síðasta ári.
Benedikt Hjaltason, einn Þristar-
bænda, sagði að jörðin hefði verið
tekin á leigu í eitt ár tii að byija
með og að því loknu myndu menn
skoða útkomuna.
Þijú býlí í Hrafhagiishreppi,
Hrafnagil I og II og Kroppur, sam-
einuðust formlega í eitt í maí í fyrra
undir nafninu Þristur. í upphafi
keyptu bændurnir jörðina Merkigil,
en þar er Qósið, sem hýsir um 120
kýr. Kálfamir eru aftur á móti á
Hrafnagili, en samtals eru gripir
Þristarbænda um 300.
Fuiivirðisréttur félagsbúsins var
um 364 þúsund lítrar, eða nálægt
eitt þúsund lítrum á dag. Fullvirðis-
réttur búsins á Stórhamri er um 105
þúsund lítrar á ári, þannig að sam-
tals er fullvirðisréttur félagsbúsins
tæplega 470 þúsund lítrar af mjólk
á ári. Búið leggur því til um þrettán
hundruð lítra af mjólk á dag.
Benedikt sagði að búreksturinn
væri í höndum fjölskyldunnar, auk
þess sem einn utanaðakomandi aðili
ynni á búinu. Þrátt fynr aukningu
þyrfti ekki að bæta við mannskap.
„Reksturinn gengur alveg ágætlega,
en það er með okkur eins og fleiri
að við eru ekki sérlega lausafjár-
sterkir," sagði Benedikt.
• „Við munum bara spila af fingrum
fram,“ sagði hann aðspurður um
framtíðina og frekari kvótakaup.
„Það er ekki hægt að gera neinar
áætlanir fram í tímann, þegar maður
veit ekki neitt hvernig mál muni þró-
ast og þeir sem ráða mjólkurfram-
leiðslunni vita ekkert heldur. Ég get
tekið sem dæmi að í vetur sem leið
fengum við bréf upp á að heimilt
væri að nýta 15% af fullvirðisrétti
næsta verðlagsárs, þess sem nú er
að hefjast fram til þess sem var að
ljúka. Síðan vita menn ekki hvort
veita megi þessu á undan sér, þ.e.
hvort við megum taka 15% af fram-
leiðslurétti næsta árs og nota í ár.
Ef ná á fram einhverri hagræðingu
í rekstrinum þarf að tlkynna um all-
ar svona breytingar að lámarki tvö
ár fram í tímann. Fyrir okkur þýða
15% af fuilvirðisrétti um 70 þúsund
lítra, en það er á við meðalbú í mörg-
um sýslum, þannig að það getur
haft verulegar breytingar í för með
sér,“ sagði Benedikt.
Samtök um jafnrétti og félagshyggju:
Stefnt að framboði í öllum
átta kjördæmum landsins
TÓMAS Gunnarson lögfræðingur
og stuðningsmaður Samtaka um
jafnrétti og félagshyggju segir
að unnið sé að því að bjóða fram
lista í öllum kjördæmum landsins
með svipuðum áherslum og sam-
tökin gerðu fyrir síðustu alþingis-
kosningar í Norðurlandi eystra.
Verið sé að ræða við fólk víða um
land þar um en stefnt að því að
taka af skarið varðandi framboðið
á fundi sem haldinn verður um
næstu mánaðamót.
félaginu, að það er mikill hljóm-
grunnur fýrir nýju fólki, nýjum að-
ferðum, að það sé nauðsynlegt að
reyna þetta,“ sagði Tómas.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Nemar í Verkmenntaskólanum eru ríflega eitt þúsund og hafa
aldrei verið fleiri. Kennsla hófst í skólanum í fyrradag og var
ný kennsluálma tekin í notkun við það tækifæri.
Yfír eitt þúsund nemar
í dagskóla VMA í vetur
Ný kennsluálma tekin í notkun
NEMAR í Verkmenntaskólanum á Akureyri hafa aldrei verið
fleiri en verða í vetur, en þeir eru skráðir alls 1.003, auk tveggja
skiptinema. Ný kennsluálma var tekin í notkun við upphaf skóla-
ársins, en kennsla hófst í fýrradag. Skólinn missir á móti stofur
í Háskólanum og í íþrótahöllinni, þannig að í raun bætast einung-
is tvær stofur við.
Haukur Jónsson settur skóla-
meistari sagði að vissulega væri
gaman að skólinn væri svo vin-
sæll sem raun bæri vitni, en hins
væri það líka erfitt þar sem skól-
inn hefði ekki allt það húsnæði
sem hann ætti von á að fá.
Ný sérkennsluálma var tekin í
notkun við upphaf skólaárs, en
þar er um að ræða kennslustofur
vegna náms í hjúkrunarfræði, tei-
knifræði, hárgreiðslu og tilrauna-
stofa í raungreinum og eru stof-
umar 9 talsins. Þar sem ekki
fékkst fé til kaupa á búnaði í stof-
urnar verða þær nýttar sem al-
mennar kennslustofur fyrst í stað.
Á móti nýju kennslustofunum
kemur að skóiinn missir þijár af
sex kennslustofum sem hann
hafði til umráða í íþróttahöllinni
og þá verða engar kennslustofur
í notkun í Háskólanum á vegum
skólans, utan að þar er enn
trésmíðaverkstæði í kjallara. „Það
er auðvitað stórkostlegur áfangi
að nær öll kennsla er komin und-
ir eitt þak á Eyrarlandsholti,"
sagði Haukur.
Kosningabarátta Þjóðarflokksins hafín:
Hótel Oðal
fær nafn
HÓTEL Óðal er heiti á nýju hót-
eli við Hafnarstræti 67 á Akur-
eyri, en nafnið var skráð I fírma-
skrá Akureyrar í gær.
Framkvæmdir við breytingar á
.húsinu í hótel hófust 1. ágúst sl. og
er stefnt að því að opna það um
miðian maí á næsta ári.
Hötelið er á fjórum hæðum, mót-
taka og veitingasalur á þeirri neðstu
en á hæðunum þremur verða 19
herbergi, 17 tveggja manna og 2
eins manns herbergi, en snyrting er
á öílum herbergjunum.
Aðalgeir T. Stefánsson, eigandi
Hótels Óðals, sagði að þegar væri
farið að huga að markaðsmálunum
fyrir næsta ár og samningum þar
að lútandi. „Nafnið er rausnarlegt,
en við munum standa undir því og
kappkosta að veita sem besta þjón-
ustu og aðbúnað fyrir okkar gesti,“
sagði Aðalgeir.
Tómas sagði að enn væri ekki ljóst
hvort boðið yrði fram undir nafni
samtakanna eða einhveiju öðru.
„Við erum að ræða við fólk um allt
íand og vinnum að því að koma á
fundi um næstu mánaðamót þar sem
tekið verður af skarið um það hvort
ráðist verður í þetta eða ekki,“ sagði
Tómas.
Hann sagði að þetta mál ætti sér
langan aðdraganda. Samstarf sem
unnið hefði verið að við Þjóðarflokk-
inn um framboð hefði runnið út í
sandinn og innan forystu þess flokks
væri veruleg andstaða um samstarf
við Stefán Valgeirsson þingmann
Samtaka um jafnrétti og félags-
hyggu og hans menn. „Við bindum
okkur ekki við það samstarf og það
er mikill áhugi fyrir framboði af
þessu tagi víða um land.“
Tómas sagði að framboðinu yrði
einkum beint gegn „gömlu flokkun-
um“ svokölluðu og hagsmunahópum
margskonar sem væru verulega ráð-
andi um eigin málaflokka.
„Við verðum auðvitað að horfa á
málin af raunsæi. Jafnvel þó góð
samstaða yrði um að bjóða fram,
þá vitum við ekkert um niðurstöður.
En við teljum aðstæður slíkar í þjóð-
Blaðberar óskast
Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi:
Strandgötu - Brekkusíðu - Jörfabyggð -
Oddagötu - Hólabraut.
Hressandi morguntrimm, sem borgar sig.
Hafnarstræti 85, sími 23905.
Boðið fram í öllum kjördæmum
undir nafni Þjóðarflokksins
Engar formlegar viðræður farið fram á milli flokksins
og annarra stjórnmálasamtaka um framboð
KOSNINGABARÁTTA Þjóðar-
flokksins fyrir næstu alþingis-
kosningar er formlega hafin, en
um síðustu helgi var stofhað
fyrsta kjördæmisfélag flokksins
og er það i Norðurlandi eystra.
Flokkurinn stefnir að því að bjóða
fram lista í öllum kjördæmum
landsins og verða framboðsmálin
sem og önnur mál rædd á lands-
fundi flokksins sem haldinn verð-
ur í lok næsta mánaðar. Þetta
kom fram á blaðamannafundi sem
Þjóðarflokkurinn hélt á Akureyri
í gær.
Kjördæmisfélag Þjóðarflokksins í
Norðurlandi eystra var stofnað
síðasta laugardag og er það fyrsta
kjördæmisfélagið sem stofnað er
innan fiokksins. Benidikt Sigurðar-
Lionessur munu bjóða plastpoka til sölu næstu daga.
Lionessur selja plastpoka
HIN árlega plastpokasala Lion- bænum og bjóða poka síná til sölu.
essuklúbbsins Aspar á Akureyri Allur ágóði rennur til fæðingadeild-
en hafin. ar Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
Plastpokasalan stendur yfir fram eyri. Lionessur vænta góðra undir-
til 12. september næstkomandi. tekta bæjarbúa nú sem fyrr.
Félagskonur munu ganga í hús í Fréttatilkynning
. !D2fTOt2 .0 I
""■■MnnnzmnBanaannHanMM
son á Akureyri var kjörinn formaður
félagsins, en aðrir í stjóm þess eru
Anna Helgadóttir á Kópaskeri,
Gunnlaugur Sigvaldason í Svarfað-
ardal, Þórdís Vilhjálmsdóttir,
Húsavík og Klara Geirsdóttir, Akur-
eyri. Tilgangur félagins er að vinna
að samstarfi fólks um framboð til
Alþingis og standa fyrir stjórnmála-
umræðu miili kosninga. Á fundinum
kom fram að félagið hefði þegar
hafið störf og vinnur það að undir-
búningi næstu kosninga, „sem e.t.v.
dynja á með skömmum fyrirvara“,
eins og segir í tilkynningu frá
flokknum.
Stjórn flokksins vinnur nú að und-
irbúningi vegna stofnunar sambæri-
legra félaga í öðrum kjördæmum
landsins og er áformað að halda
landsfund í lok næsta mánaðar.„Við
getum litið svo á að við séum með
þessu að hefja kosningabaráttuna
formlega, enda geta kosningar dunið
yfir hvenær sem er,“ sagði Benidikt
Sigurðarson formaður kjördæmisfé-
lagsins.
Á fundinum í gær kom fram að
engar formlega viðræður hefðu farið
fram á milli Þjóðarflokksins og ann-
arra stjórnmálasamtaka um framboð
fyrir næstu kosningar. Flokkurinn
mun bjóða fram í öllum kjördæmum
landsins við næstu kosningar.„Ein-
staklingar og skipulögð samtök
þeirra sem eru reiðubúin til að vinna
að framgangi stefnumála flokksins
eru nú sem fyrr boðin velkomin til
samstarfs um framboð Þjóðarflokks-
ins,“ segir í yfirlýsingu frá flokknum
vegna frétta um framboðsmál hans.