Morgunblaðið - 07.09.1990, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 07.09.1990, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990 2i Minning: Sveinbjörg Svein- bjömsdóttir Fædd 13. nóvember 1915 Dáin 30. ágúst 1990 „Af hjartans rót ég heiðra þig, sem hafðir á mér gætur, höndin þín bjó svo hægt um mig, heill komst ég enn á fætur. Láttu þá sömu sætu náð, sem þú mér jafnan gefur, enn í dag blessa allt mitt ráð, eins og fyrr verið hefur. Nú þegar samfylgd okkar ömmu er lokið vil ég þakka henni fyrir þá miklu ást, hlýju, skilning og skemmtun sem hún veitti mér. I Minninguna og það veganesti sem hún gaf mér geymi ég í hjarta mínu. Guð geymi elsku ömmu mína. j EUert Mig langar með örfáum orðum að minnast mætrar konu, Svein- bjargar Sveinbjömsdóttur, Garð- braut 25, Garði. Þar kvaddi stórbrotin höfðings- kona með sæmd, hlutverk hennar í lífinu var stórt, að ala og annast uppeldi á stórum hópi barna. Þar sem maður hennar var langdvölum á sjónum gefur það augaleið að uppeldishlutverkið hvíldi mikið á hennar herðum. Barnahópurinn var stór og umsvif mikil á heimilinu, en Sveinbjörg hafði allt það til að bera að valda hlutverkinu við upp- eldi barna sinna, þar fór ekkert úrskeiðis. Hún helgaði sig heimilinu og börnunum og gaf þeim af sjálfri sér stóran hlut. Munu þau hjón hafa verið um það samhent svo og öðru er að heimili þeirra og börnum laut. Kærleikur og fórnfýsi var aðal þess- arar heimakæru konu. Heimilið, eiginmaður og svo hinn myndarlegi barnahópur voru henni svo hjart- fólgin að hún gaf þeim allan sinn tíma. Bera þau merki um það. Ahrif uppeldis Sveinbjargar ná ekki einungis til barna hennar, barnabörnin njóta kærleikans í gegnum mæður sínar og feður. SmCI auglýsingar Wélagslíf Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, heldur skyggnilýsingafund mánu- daginn 10. september kl. 20.30 í Skútunni, Dalshrauni 15, Hafnar- firði. Húsið opnað kl. 19.30. Miðar seldir við innganginn. Ungt fólk meðhtutverk tjjmSl YWAM - island Baena- og fræðslusamvera verð- ur í Grensáskirkju á morgun kl. 10.00. Olaf Engsbroáten veröur með fræðslu. Munið eftir samverunni á sunnu- dag. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Fjölskylduhelgi í Land- mannalaugum 7.-9. sept. Eitthvað fyrir alla! Fjölbreytt dagskrá fyrir unga sem aldna, m.a. gönguferðir, ratleikur, leiðbeint í Ijósmyndun, leikir, pylsugrill, kvöldvaka. Bað- laugin stendur fyrir sínu. Góð gistiaðstaða í sæluhúsi FÍ. Þeir, sem vilja eiga kost á meirihátt- ar ökuferð á laugardeginum að Hrafntinnuskeri (íshellar og hverir). Fararstjóri: Kristján M. Baldursson. Fjölskylduafsláttur. Verð kr. 5.000 fyrir utanfélaga og 4.500 fyrir félaga, 10-15 ára greiða hálft gjald og frítt fyrir 9 ára og yngri í fylgd foreldra sinna. Aðrar helgarferðir 7.-9. september 1. Þórsmörk. Frábær gistiað- staða í Skagfjörðsskála, Langa- dal. Haustið er ein skemmtileg- asta árstíðin í Þórsmörk. Göngu- ferðir við allra hæfi. 2. Landmannalaugar - Hrafn- tinnusker. Gist i sæluhúsi FÍ. Ekið í Hrafntinnusker á laugar- deginum, hverir og íshellar. Gengið þaðan í Laugar (ca 4 klst.). Sjá augl. um fjölskyldu- helgina. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni, Öldugötu 3, símar: 19533 og 11798. Verið velkomin! Ferðafélag Islands. EHifilllJJOGA Vetrarstarfið er hafið í Frískandi, Faxafeni 9 * Opnir jógatímar mánudaga til fimmtudaga kl. 7.00 og 18.15. ★ Jóganámskeið - Hatha jóga, hugleiðsla, slökun og öndun. Upplýsingar hjá Helgu á kvöldin í síma 676056. KENNSLA Vélritunarkennsla Ný námskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s. 28040. Börn hennar bera þess merki að þau hafa fengið gott veganesti úr foreldrahúsum og hafa varðveitt það. Fyrir þau er gott að líta til baka og skynja það hversu mikill auður er að eiga góða móður. Um leið og ég kveð Sveinbjörgu þakka ég henni fyrir þá konu er hún gaf mér. Ég óska henni velfarnaðar á landi lifenda. Laufey Tryggvadóttir í dag föstudaginn 7. september fer fram frá Útskálakirkju í Garði útför tengdamóður minnar, Svein- bjargar Sveinbjörnsdóttur, Garð- braut 25, Garði. Hún andaðist sl. fimmtudag, eft- ir nokkuð langa legu, vegna sjúk- dóms er hún fékk um sl. áramót. Sveina, en það var hún ávallt nefnd, fæddist 13. nóvember árið 1915 í Garðinum, og ól allan sinn aldur þar. Árið 1935 giftist hún Þórði Jörg- enson frá Hjallakróki í Ölfusi, en hann andaðist árið 1984. Þau hófu búskap fljótt eftir sín kynni og byggðu sér hús ásamt Njáli Benediktssyni að Garðbraut 25, en það hús var nefnt Fagri- hvammur eins og títt var í þá daga. Árið 1941 fæddist fyrsta barn þeirra Sveinu og Þórðar og urðu börnin alls 10, en tvö þeirra létust kornung. Einn fósturson ólu þau upp og hefur hann verið einn af barnahópnum. Það var árið 1965 sem undirrit- aður kynntist þessu sómafólki, er ég gekk að eiga eina dótturina. Framan af búskap þeirra hjóna stundaði Þórður sjómennsku, svo það kom í hlut Sveinu að gæta bús og bama. En eins og títt var, þá hafði fjölskyldan bústofn til að framfleyta sér og kom það því hlut Sveinu að ganga til mjalta kvölds og morgna, ásamt því að ala upp börnin. Það hefur því verið langur vinnudagur hjá Sveinu, en þrátt fyrir það hefur uppeldishlutverkið hvergi bragðist. Árið 1964 slasaðist elsti sonur þeirra hjóna, en hann var sjómaður og kom ekki að annað til greina hjá þeim en að styðja við bakið á honum. Það var því afráðið að keyptur yrði bátur til að sonurinn gæti stundað sitt starf áfram. Þrátt fyrir stóran barnahóp, og að nokkur þeirra væru enn í foreldrahúsum, fór Sveina að vinna í frystihúsi í Garðinum til þess að afla heimilinu tekna, en Þórður fór að aðstoða soninn við bátinn. Það er mér til efs að Þórður hafi þegið laun fyrir sitt framlag. En þannig var hugsun þessara mætu hjóna. Heima er best, en það fannst Sveinu. Hún fór afar lítið að heiman og ferðalög voru fá, og til marks um það þá kom hún aðeins tvisvar til Akureyrar frá því að ég kynntist henni. Sveina var afar trúuð kona, en fór dult með það. Hún var mjög berdreymin og veit ég það fyrir satt, að hún fylgdist grannt með sonum og tengdasonum í draumum sínum er sjómennsku stunduðu. Hún vakti yfir velferð barna sinna, tengdabarna og bamabarna. Þegar Sveina var flutt í Sjúkra- húsið í Keflavík fyrir tveimur vikum kvaddi hún Hvamminn sinn í hinsta sinn vitandi að hún kæmi þar ekki aftur í þessu lífi. Henni var afar ljóst að hverju stefndi. Ég er viss um að heimkoma hennar til æðri heima hefur verið góð og að Þórður hefur beðið hennar þar, ásamt öðr- um ástvinum sem á undan fóra. Ég vil þakka Sveinu fyrir allar þær góðu stundir er ég og fjöl- skylda mín áttum með henni. Ég votta öllum ástvinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi elskulega tengdamóð- ur. Kristján Skarphéðinsson Málþing um list- og sköpun- arþörf barna í Háskólabíói MÁLÞING um list- og sköpunar- þörf barna verður haldið í Há- skólabíói, sal 3, sunnudaginn 9. stptember kl. 10 til 16. Málþing- ið er haldið á vegum nefndar menntamálaráðuneytisins um barnamenningu. Dagskrá málþingsins hefst á því að leikskólabörn frá Marbakka syngja, en síðan setur Svavar Gestsson menntamálaráðherra samkomuna. Þórunn Sigurðardótt- ir, formaður nefndar um barna- menningu flytur inngangserindi. Auk hennar flytja erindi á ráðstefn- unni þau Örn Ingi Gíslason mynd- listarmaður, Bryndís Gunnarsdóttir kennari, Herdís Egilsdóttir kennari, Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld, Gerður G. Öskarsdóttir ráðunautur menntamálaráðherra, Sigurjón B. Sigurðsson (Sjón) rithöfundur, Þór- hildur Þorleifsdóttir leikstjóri og alþingismaður og Sigríður Björns- dóttir myndmeðferðarfræðingur. Sýnd verður kvikmyndin „Hér komum við“, sem gerð er á vegum Námsgagnastofnunar og kynnir Guðrún Alda Harðardóttir fóstra myndina. Málþinginu lýkur með pallborðsumræðum, þar sem þátt- takendum gefst kostur á stuttu inn- leggi. í pallborði sitja Gunnvör Braga deildarstjóri barnaefnis út- varps,' Guðmundur B. Kristmanns- son lektor, Gyða Jóhannsdóttir skólastjóri, Heimir Pálsson fram- kvæmdastjóri, Margrét Thorlacius ritstjóri og Guðrún Alda Harðar- NÚ stendur yfir í menntamála- ráðuneytinu sýning á verkum barna í Varmalandsskóla 1975 til 1990. Sýningin er liður í barna- menningarátaki ráðuneytisins og er gott dæmi um velheppnað skapandi starf með börnum. Hátt á annað hundrað verk, myndir, munir o.fl. unnin á íjölbreytileg- an hátt. Sýningin stendur út september- dóttir fóstra. Kynnir og stjórnandi umræðnanna er Sigurður Hallmars- son skólastjóri. Meðan á málþinginu stendur verða sýnd í anddyri Háskólabíós verkefni, sem unnin hafa verið á námskeiðum í Gerðubergi undir yfirskriftinni „Gagn og gaman“. Þá munu börn úr Borgarnesi starf- rækja listasmiðju í anddyrinu. mánuð og er opin á skrifstofutíma ráðuneytisins, frá klukkan 8-16. Málþing um listþörf og sköpunar- þörf barna verður haldið í Há- skólabíó, sal 3 sunnudaginn 9. sept- ember klukkan 10-16. Víðtækar umræður um þetta viðfangsefni, þátt skólakerfisins og að hveiju skuli stefnt. Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Menntamálaráðuneytið: Sýning á verkum barna i í Nauðungaruppboð Föstudaginn 7. september 1990 fara fram nauðungaruppboð, annað og sfðara, á eftirtöldum fasteignum í dómsal embættisins í Gránu- götu 4-6. Aðalgötu 14, 3. hæð, Siglufirði, þingl. eign Sigurjóns Jóhannssonar, eftir kröfum Tryggingastofnunar ríkisins og fslandsbanka. Kl. 13.30. Laugarvegur 32, e.h., Siglufirði, þingl. éign Önnu L. Hertevig, eftir kröfu lönlánasjóðs. Kl. 13.40. Túngötu 26, Siglufiröi, þingl. eign Benónýs S. Þorkelssonar, eftir kröfum Vátryggingafélags islands, veðdeildar Landsbanka islands hf., Ólafs Garðarssonar hdl. og Grétars Haraldssonar hrl. Kl. 13.50. Bæjarfógetinn á Siglufirði, Erlingur Úskarsson. F É L A G S S T A R F Aðalf undur f ulltrúaráðs sjálfstæðisfélanna í Barðastrandarsýslu veröur haldinn i Félagsheimilinu Bildudal, þriðjudaginn 11. septem- ber kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. ’ Ávarp: Matthías Bjarnason, alþingismaður. Stjórnin. Isafjörður Fundur veröur í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna á ísafirði þriðjudag- inn 11. september kl. 20.30, í Sjálfstæðishúsinu, 2. hæð. Fundarefni: Bæjarstjórnarmálin. Stjórnin. Aðalfundur kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum verður haldinn í W 1 Flókalundi 14. og í 15. september I • ' Dagskrá: / j|l Venjuleg aðalfund- ’ ’ F 7 arstörf. %f0^ Dagskrá verður send út siðar til formanna. MÉ Gestir fundarins al- þingismennimir Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.