Morgunblaðið - 07.09.1990, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990
+ Dóttir mín, BRYNJA RIIS JENSEN, andaðist á heimili sínu í Brussel 3. september. Fyrir hönd vandamanna, Kristján H. Ingólfsson.
+ Eiginmaður minn og faðir minn, PETERW. SIVERSON, lést 4. september að heimili sínu, 76 Independent Way, Convent Station, New Jersey. Sigrún Þórhallsdóttir Siverson, William Páll Siverson.
+ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVEINBJÖRG SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Garðbraut 25, Garði, verður jarðsungin frá Útskálakirkju föstudaginn 7. september kl. 15. Börn, tengdabörn og barnabörn.
Móðir okkar, UNA HELGADÓTTIR frá Steinum í Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 8. september kl. 14.00. Þórunn Sigurlaug Ólafsdóttír, Þorsteinn B. Sigurðsson.
+ FRIÐJÓN SVEINBJÖRNSSON sparisjóðsstjóri, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 8. septem- ber kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hans, láti Hjartavernd njóta þess. Björk Halldórsdóttir, Sigríður, Margrét og Halldóra Björk Friðjónsdætur.
+ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN GISSURARSON fisksali frá Byggðarhorni í Flóa, Sæviðarsundi 38, Reykjavík, andaðist í Vífilsstaðaspítala þann 5. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Karen Gissurarson, Inga Kjartansdóttir, Guðni J. Guðnason, Gunnar Kjartansson, Ágústa Árnadóttir, Anna Kjartansdóttir, Björn S. Lárusson, Erla Kjartansdóttir, Sigurbjörn E. Kristjánsson, Kristján Kjartansson, Stefanía K. Karladóttir, Sonja Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
+ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS ÓLAFSSON læknir, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 11. september kl. 13.30. Annella Stefánsdóttir, Stefán Ágúst Magnússon, Ragnheiður Ólafsdóttir, Ólafur Friðrik Magnússon, Guðrún Kjartansdóttir og barnabörn.
+ Faöir minn, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR HALLGRI'MUR GUÐMUNDSSON, sem lést 2. september sl., verður jarðsunginn frá Hvammstanga- kirkju laugardaginn 8. september kl. 14.00. Jónína Sigurðardóttir, Ólafur Þ. Sæmundsson, Sigurður H. Ólafsson, Hafdís Ólafsdóttir.
Minning:
Páll Gíslason frá
Norðfirði — Minning
Fæddur 2. febrúar 1946
Dáinn 1. september 1990
Páll Gíslason mágur minn-andað-
ist í Landspítalanum í Reykjavík
þann 1. september síðastliðinn eftir
stranga baráttu við ólæknandi sjúk-
dóm. Páll var fæddur 2. febrúar
1946 í Seidal í Norðfjarðarhreppi
og var því 44 ára er hann lést.
Hann var sonur Gísla Friðrikssonar
fyrrverandi bónda í Seldal og Sig-
rúnar Dagbjartsdóttur húsfreyju en
þau eru nú búsett á Neskaupstað.
Systkinahópurinn í Seldal var stór,
sjö systur og tveir bræður. Páll var
sá þriðji í röðinni. Ungur fór hann
að heiman til að vinna fyrir sér,
fyrst á síld og siðan ýmis önnur
verk bæði á iandi og sjó. Um ára-
bil var hann hjá Hafnarmálaskrif-
stofunni og fór þá víða um land og
vann að hafnargerð. Stórir bflar og
þungavinnuvélar voru ljúfar sem
lömb í höndunum á honum. Lengst
starfaði hann þó sem verkstjóri hjá
Síldarvinnslunni á Neskaupstað.
Lofrollur um fólk í minningargrein-
um getar verið leiðigjarnar en
stundum er lofið óumflýjanlegt.
Ekki trúi ég að Páll Gíslason hafi
verið vammlaus, þótt ekkert kunni
ég frá því að greina, en hitt fann
ég glögglega af því sem ég’ heyrði
að hann var allra hugljúfi. Eg minn-
ist þess að eitt sinn endur fyrir
löngu sátum við hjón í samkomu-
húsi í Reykjavík. Þá kom að borðinu
til okkar hópur af ungum stúlkum.
Einhver hafði sagt þeim að kona
mín væri systir Páls og þar með
máttu þær til með að heilsa upp á
okkur og segja frá því hve Páll
væri frábær verkstjóri. Þær höfðu
verið í fiski fyrir austan og þóttust
aldrei hafa verið undir jafngóðri
stjórn. Maðurinn var í einu orði
sagt meiriháttar. Þar hafði ég það
svart á hvítu, var reyndar farinn
að gruna það og sá síðar að rétt
var. Páll var einstakur geðprýðis-
maður, skipti sjaldan skapi, var já-
kvæður, bjartsýnn, húmoristi góður
og mannasættir.
Þegar Páll vann að hafnarbótum
á Isafirði í lok sjötta áratugarins
kynntist hann Herdísi Halldórsdótt-
ur og gekk með henni í hjónaband.
Þau bjuggu lengst af á Neskaup-
stað og ólu upp Þóri Engilbert, son
hennar af fyrra hjónabandi. Hann
starfar nú sem rafeindavirki í Nor-
egi-
Eftir að Páll tók að kenna sjúk-
dóms síns fluttu þau hjón til Hafn-
arfjarðar. Þar vann hann fyrst sem
bflstjóri hjá Landleiðum og svo hjá
rafveitunni síðustu árin.
í veikindunum síðustu mánuðina
komu eðlisþættir Páls vel í ljós.
Aldrei mælti hann æðruorð af vör-
um og aldrei heyrðist hann kvarta.
í fornöld var hefði verið um hann
sagt að hann brygði sér hvorki við
sár né bana. Karlmennska hans og
æðruleysi geður það að verkum að
fáa grunaði hve alvarlegur sjúk-
dómúr hans var. En þannig var
Páll, hann vildi ekki að neinn hefði
áhyggjur af sér eða fyrirhöfn. Þeg-
ar leið að endalokunum og læknam-
ir stóðu uppi ráðalitlir sögðu þeir
að nú væri það baráttustyrkur hans
sjálfs sem mest hefði að segja. „Af
honum hef ég nóg,“ sagði Páll.
Hann var ákveðinn í að lifa. Herdís
kona hans tók þátt í baráttunni og
sat við sjúkrabeðinn þessa erfiðu
tíma, hélt í vonina meðan sjúkdóms-
hryðjurnar gengu yfir en hressti og
gladdi vini og vandamenn þegar um
hægðist á milli. En enginn fær flú-
ið sinn skapadóm. Samanlögð
læknavísindin og lífskrafturinn og
baráttuviljinn sem einkenndu þenn-
an mann megnuðu ekki að bjarga
lífi hans.
Eftir sitjum við, ættingjar, vinir
og venslamenn, og hörmum góðan
dreng.
Arni Hjartarson
Það er án efa engum ætlað að
vera reiðubúinn til að kveðja sína
nánustu, sérstaklega þegar æviárin
eru ekki mörg að baki. Það er því
erfitt að sætta sig við að Páll Gísla-
son vinur minn sé ekki lengur á
meðal lifenda.
Páll hafði að vísu ekki gengið
heill til skógar síðustu æviárin, en
þá göngu fetaði hann svo sannar-
lega eins og honum var lagið á yfir-
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÚLÍUS ÁRNASON,
Vesturgötu 23,
Keflavfk,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 8. september
kl. 14.00.
Aðalheiður Júlíusdóttir, Hallmann Sigurðsson,
Sigurlaug Júlíusdóttir, Sigurjón Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug vegna fráfalls móður okk-
ar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
BJARGAR JÓNSDÓTTUR,
Hringbraut 113,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Sólveig Ingvarsdóttir, Bjarni Kristinsson,
Margrét Ingvarsdóttir, Jóhannes Björnsson,
Ingibjörg Ingvarsdóttir, Jónas Þórisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þakka innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfar-
ar eiginkonu minnar,
MARÍNAR S. GUÐMUNDSDÓTTUR,
Barmahlið 18.
Brynjólfur Jónsson.
vegaðan hátt. Einmitt sá þáttur var
eitt af hans helstu einkennum. Það
var sama á hveiju gekk, ávallt var
hann á því að allt færi vel að lokum.
Ég mun ekki með þessum fátæk-
legum orðum rekja æviferil Páls.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
er ég fluttist til Norðfjarðar i byijun
árs 1973. Vinskapur var með
tengdafólki mínu frá Bjargi og fjöl-
skyldu Páls. Þannig hófust kynni
okkar. Síðar lágu leiðir okkar sam-
an, þá er við unnum báðir hjá
Steypusölunni á Neskaupstað. Þar
starfaði hann sem yélamaður af
miklum dugnaði og af samvisku-
semi.
Á þessum árum tókst með okkur
vinskapur sem varði þar til yfir
lauk. Við unnum nokkuð saman að
félagsmálum. Hann var virkur fé-
lagi í Lionsklúbbi Norðfjarðar,
starfaði hann einnig í Sjálfstæðisfé-
lagi Norðfjarðar. Margar góðar
minningar á ég um Pál frá þessu
starfi og öllum þeim stundum er
við áttum saman. Ég veit að ég er
ekki einn um að eiga góðar minn-
ingar um Pál.
Þegar litið er til baka að lífi Páls
kemur strax upp í hugann yfir hve
mikilli kímnigáfu Páll bjó. Hún,
hlátur hans og lundin hans ljúfa
smituðu út frá sér, hafði mikil og
góð áhrif á þá sem hann um-
gengst. Þá var og ljúflyndi hans
viðbrugðið. Hann var einn af þeim
sem vildi ávallt gera gott úr öllum
málum, vildi færa allt til betri veg-
ar. Einmitt það gerði hann á leið
sinni gegnum lífíð. Þrátt fyrir erfið-
an sjúkdóm var Páll bjartsýnn til
hinstu stundar.
Með mikilli ró mætti hann þeim
þætti lífsins sem við öll eigum vísan.
Það er erfitt að skilja af hveiju
árin voru svona fá. Okkur er án efa
ekkí ætlað að skilja þennan þátt
lífsins. Það eina sem við getum
gert er að biðja guð að blessa minn-
inguna um góðan dreng. Við biðjum
hann einnig að styrkja þig, Dísa
mín, og Þóri í erfiðri raun.
Það er huggun harmi gegn, að
minningin um góðan dreng mun
lifa.
Rúnar Jón Árnason
í dag kveðjum við hinstu kveðju
elskulegan tengdason, mág og svila,
Pál Gíslason, en hann andaðist á,
Landspítalanum laugardaginn 1.
september, langt um aldur fram,
eftir skamma en stranga legu.
í okkar hópi var hann ekki að-
eins ástkær eiginmaður Herdísar
og stjúpfaðir Þóris og vinur, heldur
okkar vinur sem við mátum öll og
sá sem alltaf lét gott af sér leiða
og alltaf tilbúinn að rétta okkur
öllum hjálparhönd ef á þurfti að
halda. Ekki einungis okkur heldur
öllum sem til hans leituðu, því að
neita öðrum um greiða var nokkuð
sem Páll kunni ekki. Við erum stolt
af að hafa átt slíkan vin. Hans er
nú sárt saknað af okkur öllum, en
sárastur er söknuður eiginkonu og
stjúpsonar, aldraðra foreldra og
syskina og biðjum við þeim blessun-
ar í sárum harmi.
Við kveðjum Pál með söknuði og
þökkum honum samfylgdina og
biðjum Guð að blessa minninguna
um góðan dreng.
Tengdaforeldrar og fjöl-
skyldur þeirra.