Morgunblaðið - 07.09.1990, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990
31
Kjartan Jóhannesson
fyrrv. deildarsljóri
Fæddur 17. júlí 1913
Dáinn 30. ágúst 1990
Erlendis barst mér fregnin um
andlát Kjartans Jóhannessonar frá
Heijólfsstöðum. Var þá hugurinn
fljótur heim en átti þó um stund
heimilisfang á miðjum ijórða áratug
aldar, sem kreppan hafði svo þung-
um skrefum troðið og þjóðin önnur
en síðar varð.
Sumarið 1935 hringdi til mín
Magnús Björnsson, ríkisbókari, bað
mig að taka til starfa á skattstof-
unni ungan mann, sem ég varla
yrði svikinn af. Svo stóð á að þetta
sumar lá ég sjúkur heima og kom
þessi ungi maður til mín. Var þetta
Kjartan Jóhannesson.
Á þessum árum var það einn
helsti grunnur í skoðun skattfram-
tala að reiknað var út hjá skatt-
þegni hveijum, hve mikið fé hann
hafði notað sér til framfærslu. Hét
það á skattstofumállýsku „að gera
upp eignahreyfingar og finna
lífeyri“. Höfðu mótast um þetta
fastar reglur og aðferðir. Voru þær
„formúlur“ eitt hið fyrsta sem
hveijum nýjum starfsliða skyldi inn-
rætt. Náðu sumir þeim hugreikn-
ings hraða, að ekki þurfti nema
augnagot á framtalið til að sjá hér
niðurstöðuna. Ekki var ég í þeirra
tölu og af guðs miskunn hafa tækn-
iii og tölvan frelsað mannskollinn
frá að þurfa slíkt á sig að leggja,
að vísu þó fyrir því séð, að léttleik-
inn væri ekki aukinn óbærilega á
sumum öðrum sviðum.
Til gamans lýsti ég fyrir Kjartani
hvemig skattstofan færi að því að
fínna lífeyri manna, eins og mér
hafði sjálfum sýnt verið, þegar ég
í fyrsta sinn átti við skattframtal
að bjástra.
Tók Kjartan þegar blað og út-
færði þetta allt á pappírnum. Fór
hann að svo búnu, ég þurfti frest
til að athuga hvernig á stóð með
hlutina.
Daginn eftir kom Kjartan aftur.
Hafði hann þá vakað yfír því um
nóttina, hvort ekki mætti fínna ein-
faldari eða fljótlegri aðferð eða aðra
röðun við uppsetningu á dæminu.
Þetta var dæmigert fyrir Kjartan
Jóhannesson.
Á þessum tíma var skattstofa
Reykjavíkur sú eina í landinu, hvíldi
þá einnig á henni að vera útspýtt
hundskinn fyrir fjármálaráðuneyt-
ið.
Hvorki blíð veður eða stríð hefta
hafgang þann er voldug skattamál-
anna Rán reisir á sínum söndum.
Þegar bára hver hefur að bjargi
hnigið og dáið sínu drafnarskauti,
rísa jafnóðum aðrar frammi.
Tuttugu og átta árin var Kjartan
Jóhannesson á skattstofunni. Margt
var þá gruflið við að fást. Ekki var
slegið slöku við þegar Kjartani voru
verkefni falin. Ekki spömð yfirleg-
an og hugkvæmni kom oft í þarfir.
Tap varð það mér þegar skatt-
stofan hans missti.
Ekki var Kjartan við skattijölina
eina félldur. Hneigð hans til rann-
sókna og leitandans þrá beindist
að fleiri sviðum. Kjörinn hefði hann
verið til langskólanáms á einhveiju
sérsviði, hefði þess í hans æsku
kostur verið. En þá var tíðin önn-
ur. Kannski hefði hann ekki valið
þær leiðir, sem venjulegastar eru.
Tóm gefst mér ekki hér að rekja
æviferil, þó af löngum kynnum
gæti margs verið að minnast. Ung-
ur varð Kjartan fyrir áfalli, sem
sveið undan um skeið. Lánsmaður
varð hann í einkalífí, gott varð
kvonfangið og heimilið.
Af hjúadyggðinni og hollustu-
tryggðinni blómguðust býlin og
lifðu af aldanna basl. Á því búskap-
arlagi þraukaði þjóðin. Það var hin
íslenska stjórnunarleið mærð í sög-
um, sú eina sem í raun gildir.
Lagðist mér þetta til. En ekki
em mér nú fjærri orð Væringjakon-
ungs, er hann gekk frá grefti Úlfs
Soffía Theódórs-
dóttír — Minning
Fædd 12. september 1928
Dáin 31. júlí 1990
Margt kemur upp í hugann nú
þegar Nabba, eins og hennar nán-
ustu kölluðu hana jafnan, er öll.
Margt hefði mátt segja og gera á
annan veg en gert var. Nabba var
enn barn að aldri er ég giftist Guð-
jóni elsta bróður hennar og hófust
þá strax náin kynni okkar. Hún
varð mér þegar kær, svo blíð og
létt í lund og starfsglöð. Þær vom
líkar að þessu leyti hún og Lóa
systir hennar, sem einnig er nýlega
látin. Foreldrar hennar voru hjónin
Helga Soffía Bjarnadóttir og Theó-
dór Jónsson sjómaður og verkamað-
ur. Nabba og Kristján tvíburabróðir
hennar voru yngst af 12 börnum
foreldra sinna og var oft þröngt í
búi með svo stóran bamahóp. Það
var oft erfitt líf fyrir yngstu börnin,
en grönn og þrautseig bmtust þau
í gegnum allt og náðu góðum
þroska. Nabba var oft til heimilis
hjá mér og Guðjóni bróður sínum,
fyrst sem unglingur og síðar með
litla drenginn sinn Helga, sem hún
eignaðist ung með Hauki Hjálmars-
syni frá Hofi á Kjalarnesi. Við Guð-
jón bjuggum um tíma í sveit og
sýndi Nabba þá vel hvað í henni
bjó, er hún var hjá okkur. Vandvirk
og afkastamikil var hún í öllum
verkum og hreif alla með glaðlyndi
sínu, kom það sérlega vel fram, er
hún lék við börnin. Nabba giftist
síðar barnsföður sínum og eignuð-
ust þau þá þrjú börn í viðbót: Onnu,
Kristján og Aslaugu. Það átti ekki
við Nöbbu að láta fjötra sig og þau
Haukur slitu sambúð. Seinustu árin
var hún sjúklingur, en hversu mik-
ill vissu fáir. Maður skildi fara var-
lega í að dæma, þvíenginn veit
hver verður næstur. Ég kveð svo
mína kæru yngstu mágkonu og
þakka fyrir allt hið góða sem við
áttum saman.
Veri hún ætíð Guði falin.
Lydía Guðjónsdóttir
stallara, „Þar liggur sá nú er dygg-
astur var og drottinhollastur".
Halldór Sigfússon
Kjartan Jóhannesson, fyrrv.
deildarstjóri við embætti ríkisskatt-
stjóra, andaðist 30. ágúst sl. og
verður jarðsettur í Reykjavík í dag.
Hann varð rúmlega 77 ára gamall,
fæddur á Söndum, Meðallandi,
þann 17 júlí 1913.
Við Kjartan kynntumst fyrst er
ég hóf störf á skattstofunni í
Reykjavík 1942. Þar vorum við
samstarfsmenn fram á árið 1943
og síðan á árunum 1946-1952.
Samstarfið á þessum árum varð
ekki náið vegna mismunandi verk-
efna okkar, svo og hins að Kjartan
var frá störfum þaðan á árunum
1948-1950. fyrst við framkvæmd
eignakönnunar og síðar við álagn-
ingu stóreignarskatts.
Náin kynni okkar Kjartans hóf-
ust í reynd ekki fyrr en haustið
1962, þegar embætti ríkisskatt-
stjóra var stofnað. Þegar ljóst varð
að embættinu yrði m.a. falið það
verkefni að semja nýja reglugerð
um tekju- og eignarskatt með hlið-
sjón af nýjum skattalögum leitaði
ég á færustu mið og var það lán-
samur að fá Kjartan „að láni“ frá
skattstofunni í Reykjavík til að ann-
ast undirbúning og framkvæmd
samningu reglugerðarinnar. Við
úrlausn Kjartans á þessu vanda-
sama verkefni varð mér ljósara en
áður hvílíkan hafsjó af fróðleik
hann hafði að geyma um sögu
íslenskra skattamála og fram-
kvæmd þeirra. Það var mikið gæfu-
spor fyrir mig þegar Kjartan að
loknu þessu verkefni réðst til starfa
sem deildarstjóri við embættið. Þau
eru óteljandi verkefnin sem Kjart-
ani voru falin, en m.a. má nefna
aðstoð við samnignu skattalaga- og
reglugerðabreytinga, framkvæmd
eignaendurmats, undirbúning
skattmata og leiðbeininga við fram-
talsgerð, leiðbeiningar ýmsár og
fyrirmæli til skattstjóra og síðast
en ekki síst skipulag og yfirumsjón
með skjalasafni embættisins. Við
úrlausn þessara verkefna kom enn
frekar í ljós óþijótandi þekking
Kjartans á skattmálum, elja hans,
alúð og samviskusemi í starfi. Það
var því mikil eftirsjá að Kjartani
er hann lét af störfum vegna aldurs
í júll 1983.
Með þessum línum vil ég kveðja
góðan og einlægan starfsfélaga.
Við hjónin flytjum Valgerði og
börnum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sigurbjörn Þorbjörnsson
Góður nágranni er genginn.
Kjartan Jóhannesson var fæddur
að Söndum í Meðallandi, næst elst-
ur 11 systkina. Þegar hann var 5
ára gamall, varð fjölskylda hans
fyrir óvenjulegri lífsreynslu. Dagur-
inn 12. okt. 1918 rann upp rétt
eins og hver annar og engum datt
í hug að hann yrði frábrugðinn
öðrum, en reyndin varð önnur.
Þennan dag hófst Kötlugos mik-
ið, hið 13. í röðinni og olli stórkost-
legu jökulhlaupi. Ruddist það yfir
Mýrdalssand, sópaði burt Hólmsár-
brú með steinstólpum og fór í Kúða-
fljót með miklum jakaburði. Merki-
legt má teljast að ekki varð mann-
tjón í hamförum þessum sem lögðu
í eyði marga bæi í Meðallándi, þar
á meðal Sanda.
Daginn áður voru menn að smala
uppi undir Mýrdalsjökli og hefðu
þeir án efa allir farist ef hlaupið
hefði byijað þá.
Húsbóndinn í Söndum, Jóhannes
Guðmundsson, var einn þeirra
bænda sem staddur var með slát-
urfé í Vík í Mýrdal 12. okt. er ósköp-
in dundu yfír. Má nærri geta hvern-
ig mönnum þessum hefír liðið næstu
daga því engin tök voru á að fá
fréttir að heiman fyrr en eftir
marga daga. - En það er af Þuríði
húsfreyju á Söndum að segja, að
henni tókst að bjarga lífi sínu .og
barnanna en bærinn eyðilagðist og
jörðin fór í eyði.
Nærri má geta hvílík áhrif þessar
hamfarir hafa haft á 5 ára dreng.
Auk þess fór það næstum með efna-
hag fjölskyldunnar sem missti
fjölda hesta og nautgripa. Af mikl-
um dugnaði var þó farið að búa á
annarri jörð, reyndar enn nær
Kötlu, Heijólfsstöðum í Álftaveri.
Ekki voru mikil tök á að kosta
börn til mennta á þessum árum og
allra síst eftir slíkt afhroð. Einhvern
veginn tókst Kjartani samt að kom-
ast í Héraðsskólann á Laugarvatni
og lauk hann þar tveggja vetra
námi á einum vetri. Síðan lá leiðin
í Samvinnuskólann en þar munaði
litlu að allt sigldi í strand vegna
féleysis. Kjartan fór á síld en „sú
silfurgráa“ lét ekki sjá sig vikum
saman. Loks kom aflahrota undir
lok vertíðar og bjargaði hún málun-
um.
Aðioknu námi fór Kjartan fljót-
lega að vinna á Skattstofunni. Þar
vann hann til ársins 1961. Það ár
var embætti ríkisskattstjóra stofn-
að. Eitthvað hlýtur að hafa kvisast
um starfshæfni Kjartans því hann
var „fenginn að láni“ hjá Skattstof-
unni meðan verið var að koma skrif-
stofu ríkisskattstjóra á traustan
grunn.
Framhald þessara mála varð á
þann veg, að Kjartan ílengdist hjá
ríkisskattstjóra til ársins 1983 er
hann lét af störfum vegna aldurs.
Ég hygg að ýmsir hefðu í sporum
Kjartans gefíst upp löngu fyrr
vegna veikinda, því lungnasjúkdóm-
ur hans var þá mjög farinn að þjá
hann.
En Kjartan var ekki sérlega gef-
inn fyrir það að gefast upp. Hann
var svo traustur og samviskusamur
gagnvart hveiju því er hann tók
».að sér, að allt ann'að varð að bíða.
Þó að hans aðalstarf væri skrif-
stofustarf, frábærlega af hendi
leyst, þá átti Kjartan sér aðra
drauma. Hann hefði eflaust orðið
Vegna útfarar
GEIRS HALLGRÍMSSONAR verða skrifstofur
okkar og vöruafgreiðsla lokaðar frá kl. 13.00 í dag.
H. Benediktsson hf.
Vegna útfarar
GEIRS HALLGRÍMSSONAR verða skrifstofur
okkar, verslun og verkstæði lokuð frá kl. 13.00 í
dag.
Ræsir hf.
Vegna útfarar
GEIRS HALLGRÍMSSONAR verða skrifstofur
okkar, verksmiðjur og söludeildir lokaðar frá kl.
13.00 í dag.
Nói-Síríus hf.
og Hreinn hf.
jarðfræðingur ef efni og aðstæður
hefðu leyft. Fyrst svo var ekki
mátti samt reyna að grúska, lesa
sig til, rannsaka o.s.frv. Kjartan
gekk í Jöklarannsóknafélag Islands
og vann því allt það gagn sem hann
mátti. í samvinnu við fræðimenn
þar fékk hann sett niður mælitæki
í nánd við Kötlu. Árum saman eyddi
hann sumarfríinu í að fara austur,
fylgjast með mælum, skrá og skrifa.
Síðast komst hann austur árið 1986
meira af vilja en mætti og þá í fylgd
bræðra sinna Páls og Gissurar og
jarðfræðingsins Jóns Jónssonar.
Það má segja að Kjartan hafi skor-
að Kötlu gömlu á hólm og haft
betur. Hún hefir a.m.k. ekki lagt í
14. gosið ennþá og vonandi verða
rannsóknir Kjartans og annarra
mætra manna til þess að vara fólk
við „ósköpunum" í tæka tíð.
Kjartan átti fleiri áhugamál en
jöklarannsóknir og eitt þeirra var
meðferð íslenskrar tungu. Honum
féll afar illa þegar hann heyrði
málinu misþyrmt í fjölmiðlum. Þá
lá við að jafnvægi hans yrði raskað
og þurfti þó mikið til. Hávaði og
liáreysti nútímans fengu ekki rask-
að ró hans. Hver hugsun var vand-
lega ígrunduð áður en skoðun var
borin fram, en alltaf var stutt í
kímnina þó mál væru rædd af festu.
Kvæntur var Kjartan Valgerði
Jónsdóttur frá Skálholtsvík í
Strandasýslu. Var með þeim mikið
jafnræði og studdi hún mann sinn
dyggilega alla tíð og síðast en ekki
sfst í veikindum hans.
Það er svo ótalmargt, sem erfitt
er að skilja og eitt af því er sú ráð-
stöfun almættisins að þessi barn-
góðu hjón eignuðust ekki börn. Þau
tóku því tvö kjörbörn, Þorgeir
Rúnar og Kristrúnu Hörpu. Það var
þeirra mikla gæfa að komast í þess-
ar hlýju hendur og fengu leikfélag-
ar þeirra ætíð að njóta hjartagæsku
foreldranna.
Síðustu árin fengu dóttursynirn-
ir, Guðjón Kjartan og Jerry, einnig
að njóta samvistanna við afa og
ömmu. Þrátt fyrir ótrúleg and-
þrengsli og erfiðleika gat Kjartan
gefið afastrákunum sínum ógleym-
anlegt veganesti. Þær minningar
munu ylja þeim um ókomna tíð.
Við Eiríkur „afi“ og bömin mín
þökkum áratuga kynni, sem aldrei
hefir borið skugga á.
Valla mín og þið öll í Karfavogi
34. Látið ekki söknuðinn einan fylla
hjörtu ykkar. Meistarinn sagði: „Ég
lifi og þér munuð lifa.“
Guð blessi ykkur öll og för Kjart-
ans um framtíðarlendur.
Þórný Þórarinsdóttir
SÖLUFÉLAG
GARÐYRKJUMANNA
SMIOJUVEOI 6. 200 KÓRAVOGUH. SlMI 43211