Morgunblaðið - 07.09.1990, Side 35

Morgunblaðið - 07.09.1990, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1990 35 fclk í fréttum Böðvar flugstjóri hlúir að módeli sínu eftir nauðlendingu í Svínahrauni. MODELFLUG Islandsmet í lang- flugi flugmódels egar Piper cub flugvélaeig- endur hittust á Helluflug velli 18. ágúst síðastliðinn ákváðu félagar í Flugmódelfélaginu Þyt að mæta á svæðið með 'A og 'A stærðar Piper cub módel og fljúga þeim austur á Hellu frá Hamra- nesflugvelli við Hafnarfjörð. Þetta gekk eftir, lagt var af stað frá Hamranesflugvelli klukkan 10.50 að morgni, Böðvar Guðmundsson módelflugstjóri sat í farþegasæti félaga síns og stýrði flugmódeli sínu með því að stinga loftnetinu út um gluggann. Síðan var lagt af stað. I humátt á eftir komu Skjöldur Sigurðsson á jeppabifreið og dró á eftir sér kerru með ‘A vélinni. Því næst Ásgeir Long á þriðja bílnum og var hann ljós- myndastjóri. Flogið var meðfram Krísuvík- ur- og Bláfjallavegunum og lent á Sandskeiði eftir um hálftíma flug með rúmlega 60 kílómetra hraða á klukkustund. Áfram var haldið, en nærri Litlu kaffistof- unni í Svínahrauni brást glóðar- kerti í módelinu og var nauðlend- ing nauðsynleg og tókst giftusam- iega. Þetta kostaði tveggja klukkustunda töf á meðan vara- hlutur var sóttur til Reykjavíkur, en í staðinn var apparatið spræk- ara en nokkru sinni fyrr og gat haldið 80 til 90 kílómetra hraða á klukkustund og var því ekki lengi austur á Hellu og lenti þar um klukkan 14.30 við mikinn fögnuð samkomugesta. Alls hafði vélin litla flogið 110 kílómetra, þar af milli 70 og 80 í einni Iotu. Þetta var íslenskt met sem Böðvar setti þarna í langflugi fjarstýrðra flugmódela. Bestum árangri áður náði Þorsteinn Hraundal ásamt félögum sínum er þeir flugu módeli frá Keflavík til Sandskeiðs, en þurftu nokkrar millilendingar. 'A módel Skjaldar var sett saman á Hellu og flugu módelin tvö síðan innan um alvöru Piper cub vélar. Á Helluflugvelli eftir frækilegt langflug. MALVERK Rússi málar Díönu prinsessu Soveski listmálarinn Zehar fékk á síðasta ári leyfi bresku krúnunnar til þess að mála olíu- verk af Díönu prinsessu. Mikill fjöldi listamanna biður um slíkt leyfi á ári hveiju, fáir fá grænt ljós, en aðrir mála prinsessuna í leyfisleysi og þar með í óþökk krúnunnar. Á meðfylgjandi mynd Zehar og málverkið. má sjá Zehar með afurðina full- búna. Ætlunin er að myndin prýði húsakynni lífvarðarsveita prins- essunar. FJARÖFLUN Sýndu fimleika í Landsbankanum Tfimleikafélaginu Gerplu er verið að leggja á ráðin um þátttöku í stærstu fimleikasýningu heims sem kallast Gynmastrata. Þessi sýning er haldin á nokkura ára fresti og verður næst í Hollandi í júlí. Það er ekki enn búið að ganga endanlega frá ferðinni, en það aftr- aði samt ekki nokkrum stúlkum úr Gerplu frá því að grípa nú þegar til sinna ráða til að safna sér í ferða- sjóð. 8 telpur á aidrinum 11-14 ára eru í hópnum og buðu þær starfs- fólki aðalbanka Landsbankans að dansa fyrir það og viðskiptavinina á þessum fyrsta mánudegi í septem- ber og var það þegið með þökkum. Þrátt fyrir mánaðamótaösina létu viðskiptavinir Landsbankans sér það vel líka að horfa á þessar hressu stúlkur sýna fótafimi sína. Stúlkur úr Gerplu dönsuðu fyrir viðskiptavini og starfsfólk aðal- banka Landsbankans. Dags. 7.9. 1990 NR. 165 VAKORT Númer eftirlýstra korta 4507 4200 0000 8391 4507 4300 0003 4784 4507 4500 0008 4274 4507 4500 0014 4003 4543 3700 0000 2678 4543 3700 0001 5415 4929 541 675 316 Kort frá Kuwait sem byrja á nr.: 4506 13** 4966 66** 4509 02** 4507 13** 4921 04** 4921 90** 4547 26** 4552 41** 4560 31** 4508 70** 4507 77** 4966 82** Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ISLAND K

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.