Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 20. SEPTEMBER 1990 Boðsferðir lækna á lyfjaráðstefnur: Nauðsynleg samskipti með tilliti tíl hagsmuna neytenda - segir Högni Óskarsson læknir. Stjórnir LÍ og LR ræða stefnumótun HÖGNI Óskarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur segir félagið ekki ennþá hafa neina opinbera stefnu varðandi samskipti lækna og lyfjafyrirtækja, sem eru meðal annars fólgin í boðsferðum á ráð- stefnur erlendis. Það hafi hins vegar verið til umræðu á sameiginleg- um fundi stjórna Læknafélags Islands og Læknafélags Reykjavíkur á þriðjudag, að marka slíka stefnu. Högni segir sína skoðun vera, að þessi samskipti lækna og lyíjaframleiðenda séu nauðsynleg, fyrst og fremst með tilliti til hagsmuna neytenda, það er að segja sjúklings- ins og þess sem greiðir fyrir lyfín. Hann segir spurninguna í reynd vinnutíma, á kvöldin til dæmis. Það Morgunblaðið/Kristín Inga Grímsdóttir Jójó-keppni íEyjum JÓJÓ-æði gengur nú yfir í Eyjum í kjölfar heimsóknar heimsmeistar- ans. Allir krakkar keppast við að æfa sig til þess að reyna að ná tökt- um meistarans. Kók-umboðið á íslandi stóð fyrir þessari uppákomu og auk sýningar meistarans var efnt til keppni meðal Eyjakrakka um hver þeirra væri færastur að leika listir sínar með jójóinu. Sýningin og keppnin fóru fram á planinu við Bensínsöluna Klett og var margt um manninn. Meistarinn sýndi ótrúlega takta en Eyjakrökkum gekk mis vel að fá hjólið til að rúlla upp og niður eftir þræðinum. snúast um á hvern hátt lyfjafyrir- tækin eigi að kynna nýjar vörur og nýjar rannsóknir á vörum sem þau eru að selja. A því séu ýmis form, fulltrúar lyfjafyrirtækjanna héma heimsæki lækna á stofur þeirra og á spítalana og kynni sín mál. Þá séu stundum stærri fundir haldnir hérna með bæði innlendum og er- lendum fyrirlesurum sem hafi verið að rannsaka þá sjúkdóma sem lyfin. eru notuð við, eða þá lyfin sjálf. „Stundum eru einhverjar veitingar á þeim fundum, ef þeir eru utan VEÐUR VEÐURHORFURIDAG, 20. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Austur viö Noreg er víðáttumikíi 963 mb lægð sem mun hreyfast norður og síðar norðvestur. Skammt vestur af landinu er 1003ja mb lægð sem hreyfist suðaustur. SPÁ: Norðanátt, hvassviðri eða stormur norðaustanlands en hæg- ari vestan til í fyrstu, Víða allhvass vestan til en rok austanlands undir kvöldið. Éljagangur um landið norðanvert en léttskýjað syðra. Kalt áfram. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG:Norðlæg átt á landinu. Éljagangur um landiö norðanvert en bjart veður að mestu sunnan- lands. Hiti 1 til 6 stig að deginum en víða næturfrost TAKN: Heiðskirt . / Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■|0° Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður ? 'ja A m fw. 1 f 1 4 VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ($1. tíma httl veftur Akureyri 2 skýjað Reykjavik 2 snjókomB Bergen 8 skur Helslnkl 12 léttskýjaó Kaupmannahöfn 16 Þokumóða Narssarssuaq 4 skýjað Nuuk 3 skýjað Óeló 16 skýjað Stokkhólmur 11 rlgning Þórshöfn 5 rigning Algarve 25 léttskýjað Amsterdem 14 rigning Barcetona 25 Þokumóðe Berlln 17 alskýjað Chicago 14 alskýjað FeneyjBr 22 háltskýjað Franklurt 20 skýjað Qlasgow 8 skur Hemborg 15 rigning Les Pelmas 26 léttskýjað London 16 hállskýjað LosAngetes 18 alskýjað túxemborg 17 skýjað Madríd 27 miatur Malaga 28 alskýjað Mallorca 29 téttskýjað Montreal 7 skýjað NewYork 13 skýjað Orlando 25 úrkoma París 21 skýjað Róm 24 féttskýjað Vín 18 skur Washlngton 14 rlgning Wlnnipeg 5 halðskírt er erfitt að smala stórum hópi lækna saman á fyrirlestur í vinn- utíma. Það er í sjálfu sér ósköp lítið við það að athuga finnst mér,“ seg- ir Högni. Hann segir koma fyrir að fyrir- tækin, einkum Evrópudeildir þeirra, séu með stærri þing einhvers staðar erlendis og til þeirra séu kallaðir stærri hópar lækna. „Það kemur fyrir að læknum héðan er boðið. Þá er flogið út á eins eða tveggja daga fund og síðan flogið heim aft- ur. Fyrirtækin hafa skýrt út, að þetta sé oft ódýrara en að senda fyrirlesara hingað upp, og læknar hafa oft farið þessar ferðir. Sumir vilja kalla þetta mútuferðir, en ég vil ekki nota það orð yfir það.“ Högni segir enga hættu á neinni beinni skuldbindingu lækna gagn- vart lyfjafyrirtækjum vegna slíkra ferða. „Bæði er það að menn eru meðvitaðir um hættuna og er nú líka annt um dómgreind sína sem læknar og mannorð sitt sem lækn- ar, eins eru lyfjafyrirtækin mjög passasöm með það, hafa eflaust brennt sig á því einhvern tíma í fortíðinni að svoleiðis þrýstingur vinnur yfirleitt gegn þeim frekar en hitt. Það má auðvitað endalaust velta fyrir sér óbeinum þrýstingi og þá er nú betra að tala við auglýs- ingasálfræðing heldur en okkur. Auðvitað eru lyfjafyrirtækin að kynna þessi lyf til að selja þau og ég býst ekki við að þau væru með þetta fomrá sölumennsku éf það skilaði engu.“ Högni segir samkeppni á lyfja- markaðnum ekki vera hömlulausa, enda verði læknar að vega ýmsa þætti þegar þeir taka ákvörðun um lyf. Sum kosta minna en önnur, mismunur er á fljótvirkni þeirra, aukaverkunum og ýmsu öðru. Þetta þrengi þá kosti sem úr er að velja. „Þannig að þegar Iæknar eru að velja til dæmis nýjustu lyfin, þá er það nú yfirleitt vegna þess að þau hafa eitthvað fram yfir þau sem áður voru notuð.“ Ekki telur Högni að um neina ofrausn sé að ræða í boðsferðum lyfjafyrirtækja, þær séu vinnuferðir og gætt eðlilegrar hófsemi, því sé ekki líklegt að læknar sækist eftir ferðunum vegna munaðar eða veit- inga. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: Farinn að lengja eftir tillögnm um afnám lánskjaravísitölu STEINGRIMUR Hermannsson, forsætisráðherra, segir að sig sé farið lengja eftir tillögum Seðla- bankans um hvernig staðið verði að afnámi lánskjaravísitölu, enda sé kveðið á um að það verði gert í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar þegar verðbólgan sé innan við 10% á sex mánaða tímabili. Þetta hafi verið rætt á ríkis- stjórnarfundi í gærmorgun og séu menn farnir að vera órólegir eftir tillögum. Steingrímur sagði að ríkisstjóm- in hefði ekki ennþá sett nein tíma- mörk í þessum efnum, en það yrði tvímælalaust gert ef tillögur færu ekki_ að líta dagsins ljós. „Ég heyri líka að fólk sé svo spennt fyrir hlutabréfum. Þar er engin verðtrygging og það væri gaman að spyija þessa menn sem hamast gegn því að afnema verð- trygginguna hvemig þeir sömu hvetja fólk svo til að kaupa hluta- bréf, sem ég tel vera að hinu góða. Af hveiju þarf ekki að setja verð- tryggingu þar líka?“ sagði Steingrímur Hermannsson. Bygging- arvísitalan hækkar um 0,2% VÍSITALA byggingarkostn- aðar í september hækkaði um 0,2% frá vísitölu ágúst- mánaðar og er 172,5 stig. Launavísitala september er óbreytt frá ágúst,“ sakvæmt upplýsingum Hagstofu ís- lands. Síðustu 12 mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 12,2%. Síðustu þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,4% og samsvarar það 1,7% árshækkun. Mál ákæruvaidsins gegn Þýsk-íslenska: Meðferð málsins hefst 9. október VITNALEIÐSLUR í máli ákæru- valdsins gegn tveimur forsvars- mönnum Þýsk-íslenska hf hefjast í sakadómi Reykjavíkur þann 9. október. Dómarar málsins, Helgi I. Jóns- son sakadómari og meðdómendurn- ir Sigurður Stefánsson og Sigurður H. Pálsson löggiltir endurskoðendur hafa synjað beiðni veijanda annars sakborninganna um að meðferð málsins verði frestað þar til fyrir liggi niðurstaða Hæstaréttar um lögmæti lögtaks sem gert var í eign- um félagsins til tryggingar skatt- skuld sem málið fjallar annars um. Lögmaðurinn taldi að úrskurður ríkisskattanefndar um málið hefði ekki verið viðhlítandi grundvöllur fyrir lögtaki, þar sem talið væri að málið væri vanreifað jafnt af hálfu ríkisskattanefndar og fýrirtækisins. Synjun dómsins er meðal annars á því byggð að sakadómi bæri að fjalla sjálfstætt um sakarefnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.