Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990
Akureyrar-
bæ boðið hús-
næði Plast-
einangrun-
ar til kaups
KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur
boðið Akureyrarbæ til kaups
húsnæði Plasteinangrunar við
Óseyri 3. Sæplast hf. á Dalvík
keypti Plasteinangrun sem ■
kunnUgt er fyrr á þessu ári og
mun flytja starfsemina til
Dalvíkur, en leigusamningur
um notkun hússins rennur út
um áramót.
Magnús Gauti Gautason kaup-
félagsstjóri KEA, en dótturfyrir-
tæki þess, Óseyri 3 hf., á umrætt
húsnæði, sagði að verið væri að
reyna að selja húsið og m.a. hefði
forráðamönnum Akureyrarbæjar
verið ritað bréf fyrir skömmu þar
sem húsið væri boðið til kaups.
Húsið er rúmlega 2.000 fermetrar
að stærð og sagði Magnús Gauti
að þama væri um að ræða mjög
gott verksmiðjuhús, sem eflaust
væri lítill vandi að losna við, færi
að rætast úr atvinnulífinu í bæn-
um.
Kaupfélag
Eyfírðinga:
Flutningabflar
seldir og ósk-
að tilboða í
landflutninga
FJÓRAR vöruflutningabifreiðar í
eigu Kaupfélags Eyfírðinga hafa
verið auglýstar til sölu, en ákveð-
ið hefur verið að leggja bifreiða-
deild félagsins niður og óska til-
boða í landflutninga fyrirtækisins.
Magnús Gauti Gautason kaupfé-
lagsstjóri sagði að óskað hefði verið
eftir tilboðum í flutninga á vegum
Kaupfélags Eyfirðinga á leiðinni
Akureyri-Reykjavík-Akureyri, en
skilafrestur er til 5. október næst-
komandi. Jafnframt voru fyórír flutn-
ingabílar auglýstir til sölu.
„Þessi mál verða skoðuð í sam-
hengi, þau tilboð sem við fáum bæði
í bílana og í flutningana. í framhaldi
af því munum við skoða hvernig
þetta kemur út,“ sagði Magnús
Gauti.
Á síðasta ári voru flutt á áður-
nefndri leið um 8.000 tonn með vöru-
flutningabifreiðum félagsins, en að
minnsta kosti er farin ein ferð suður
frá Akureyri á dag.
Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson
Þórunrt Bergsdóttir skólastjóri Dalvíkurskóla tók þátt í æfingu með nemendum sjávarútvegsbrautar.
Sjávarútvegsbraut Dalvíkur-
skóla á öryggisnámskeiði
Að undanförnu hafa nemendur á sjávarútvegsbraut Dalvíkurskóla
verið við nám í Öryggisskóla SVFÍ. Um er að ræða 10 daga þar
sem farið er yfir alla þætti öryggismála fyrir sjómenn. Kynnt er
meðferð allra helstu björgunartækja í skipum, kennd reykköfun
og eldvarnir, notkun og meðferð björgunarlínu ásamt mörgum
öðrum þáttum er snerta viðbrögð manna við sjávarháska. Hápunkt-
ur æfinganna og kennslunnar er koma björgunarþyrlu Landhelgis-
gæslunnar.
Þyrluæfingin var á sunnudaginn
og fylgdist margt manna með æf-
ingunni þegar nemendur, klæddir
flotgöllum, stukku í sjóinn og þeim
var bjargað upp af þyrlunni. Nem-
endur af 2. stigi voru látnir um
borð í gúmmíbjörgunarbát, þeir
dregnir á haf út þar sem þeir voru
á reki í 4 klukkustundir. Sendu
þeir þá frá sér neyðarmerki sem
þyrlan miðaði út og hífði þá úr
bátnum. Voru þeir þá staddir
skammt frá norðurenda Hríseyjar.
Áttu nemendumir þannig að fá að
kynnast vist í gúmmíbjörgunarbát-
um, en þeim þótti hún ekki sérlega
góð. Voru 12 manns í 10 manna
bát og því þröngt um þá. Stjórnend-
unfi æfingarinnar, þeim Þóri Gunn-
arssyni skólastjóra Öryggisskólans,
Halldóri Almarssyni og Höskuldi
Einarssyni kennurum við skólann,
þótti ekki mikið til koma þar sem
gott var veður og lygn sjór. Æski-
legra hefði verið að nemendur
fengju að kynnast raunverulegum
aðstæðum á úfnum sjó.
Meðal þeirra sem í sjóinn fóru
var skólastjóri Dalvíkurskóla, Þór-
unn Bergsdóttir, en sjávarútvegs-
brautin er starfrækt sem fram-
haldsdeild við grunnskólann. Þór-
unn er fyrsta og eina konan hér á
landi sem útskrifað hefur nemend-
ur með fullgild skipstjórnarréttindi
og sýndi hún og sannaði að hún
er fær í flestan sjó þar sem hún
stökk úr þyrlunni í sjóinn og svaml-
aði um í flotgalla meðal nemenda.
Fréttaritari
Fyrsta ráö-
stefnan um
íslenska bók-
fræði haldin
RÁÐSTEFNAN íslensk bókfræði
- í nútíð og framtíð verður sett
á Hótel KEA í dag. Þetta er í
fyrsta sinn sem efnt er til ráð-
stefnu hér á landi um íslenska
bókfræði, en ráðstefnan stendur
í tvo daga. Hún er haldin að frum-
kvæði Háskólans á Akureyri, en
fjölmargir aðilar hafa styrkt ráð-
stefnuhaldið.
Haraldur Bessason háskólarektor
flytur ávarp, en síðan taka við er-
indi sem fy'alla um bókfræði sem
fræðigrein. Dr. Sigrún Klara Hann-
esdóttir flytur fyrirlestur sem ber
heitið Alþjóðleg bókfræðileg stjórn,
þá fjallar Þórdís T. Þórarinsdóttir
um íslenska efnisorðaskrá og Erland
Munch-Petersen frá danska bóka-
varðaskólanum fjallar um bókfræði-
lega stjórn á landmælikvarða og
sérskrár.
Eftir hádegi verður fjallað um
gerð bókfræðiverka á Islandi og
norræn samstarfsverkefni. Þar
verða flutt erindi um bókfræðiverk
Landsbókasafns, norræna samskrá
um tímarit, bókmenntaskrá Skírnis
og skrá um íslensk blöð og tímarit,
skráningu á íslenskum bókmennt-
um, bókfræðiverk Rannsóknarstöðv-
ar í bókasafna- og upplýsingamálum
og bókfræðiverk Náttúrufræðistofn-
unar Norðurlands.
Á morgun, föstudag, verða kynnt-
ar niðurstöður rannsóknar vinnu-
hóps um bókfræðiverk íslenskra
bókasafna, en síðan taka við erindi
erlendra fyrirlesara um lyklun tíma-
rita og dagblaða og norræna sam-
vinnu. Á morgun verða einnig flutt-
ir fyrirlestrar um fjarvinnslu og fjar-
vinnustofur, en ráðstefnunni verður
slitið í Hrísey þar sem snæddur verð-
ur kvöldverður.
Markaðsútboð hlutabréfa Sæplasts hefst í dag:
Nýtt hlutafé notað til upp-
byggingar og tækjakaupa
Tæplega 27 milljón króna hagnaður fyrstu íjóra mánuði ársins
MARKAÐSÚTBOÐ hlutabréfa
Sæplasts hf. á Dalvík hefst í
dag, fimmtudag, og verða þá
boðin út hlutabréf að nafnvirði
6 milljónir króna, en útboðs-
gengi þeirra er 6,8. Rekstur
Sæplasts hefur gengið vel á
þessu ári og er reiknað með að
hagnaður þessa árs verði 37,5
milljónir króna. Fyrstu fjóra
mánuði þessa árs skilaði rekstur-
inn 26,9 milljón króna hagnaði.
Nýtt hlutafé verður m.a. notað
til íjárfestinga í framleiðslutækj-
um og til að styrkja uppbygg-
ingu félagsins í ljósi væntanlegra
breytinga á efnahagskerfi Evr-
ópu. Aðalsöluaðilar bréfanna
eru Kaupþing hf. og Kaupþing
Norðurlands hf.
Á Evrópumarkaði keppir Sæplast
einkum við norska fyrirtækið Dyno
og hefur náð góðum árangri, en
helstu markaðslönd eru Bretland,
Holland, Færeyjar og Danmörk.
Félagið hefur einnig kynnt vöru sína
í Kapada, Bandaríkjunum og Sov-
étríkjunum þar sem söluhorfur eru
góðar.
Fertugsafmæli
Flúðamanna
Félagár í Stangveiðifélaginu Flúð-
um á Húsavík fögnuðu 40 ára
afmæii félagsins í hófi sem haldið
var í Vökuholti, veiðihúsi Laxárfé-
lagsins á laugardagskvöld. Á
myndinni sést Helgi Bjarnason
formaður Flúða afhenda Árna „á
Fossi“ Jónssyni áletraðan silfur-
skjöld, en Árni hefur verið félags-
maður í veiðiféiaginu frá upphafi.
Það er skammt stórra högga á
milli hjá Laxárfélögunum, en
Stangveiðifélagið Straumar á
Akureyri verður einnig 40 ára
síðar í þessum mánuði og Stang-
veiðifélag Laxár fagnar hálfrar
aldar afmæli í næsta mánuði.
Sæplast hf. var stofnað á Dalvík
árið 1984, félagið keypti plastverk-
smiðju af fyrirtæki í Garðabæ og
flutti norður, en framleiðsla á fiski-
keijum, sem er meginþátturinn í
starfsemi fyrirtækisins, hófst þá um
sumarið. Einnig hefur fyrirtækið
framleitt plastbretti og nú er að
hefjast framleiðsla á trollkúlum.
Starfsmenn eru um 20 talsins og
er framleitt allan sólarhringinn fimm
daga vikunnar, en aukið við um
helgar þegar eftirspurn er mikil.
Um helmingur framleiðslunnar
fer á innanlandsmarkað og helming-
ur er fluttur út. ísland er enn stærsti
einstaki markaðurinn í heiminum
fyrir fiskiker og í útboðslýsingu
vegna hlutabréfasölunnar kemur
fram að miklargæðakröfur íslenskra
kaupenda og samkeppni innlendra
framleiðenda valda því, að íslensk
fiskiker eru með þeim bestu sem
bjóðast á heimsmarkaði og gefur það
Sæplasti ákveðið forskot í sam-
keppni erlendis.
Spælast keypti Plasteinangrun á
Akureyri fyrr á þessu ári, en það
fyrirtæki framleiðir plastvörur fyrir
sjávarútveg, s.s. trollkúlur og neta-
hringi. Reiknað er með nokkrum
halla á rekstri Plasteinangrunar á
þessu ári, en í útboðslýsingu kemur
fram að á næsta ári ætti að verða
hagnaður. Félögin tvö verða samein-
uð 1. janúar 1991, en við sameining-
una færist ójafnað skattalegt tap
Plasteinangrunar yfir á Sæplast,
sem áætlað er að verði um 120 millj-
ónir króna á núvirði.
Framleiðsla og sala hefur gengið
vel það sem af er þessu ári og nokk-
ur aukning orðið frá síðasta ári,
einkum í útflutningi. Hagnaður af
rekstri félagsins fyrstu fjóra mánuði
ársins varð tæpar 27 milljónir króna
og ráð gert fyrir um 10 milljón króna
hagnaði á síðari hluta ársins þannig
að samtals nemi hagnaður ársins
um 37,5 milljónum króna fyrir
skatta. Á síðasta ári varð 35 milljón
króna hagnaður af rekstrinum.