Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 Minning: Aðalsteinn Davíðsson á Arnbjargarlæk Enginn getur óhlýðnast kalli guðs en alltaf erum við mannanna böm jafnóviðbúin þegar það kemur og kannski er sú gjöf best af öllum gjöfum að vita ekki sín ævilok. Móðurbróðir minn, Aðalsteinn Davíðsson, hefur nú hlýtt því kalli sem við öll hljótum að hlýða. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Akranesi 11. september sl. Aðalsteinn fæddist fyrir 71 ári á einum fegursta stað í Borgarfjarð- arhéraði, Ambjargarlæk í Þver- árhlíð, og þar átti hann heima alla ævi sinnar daga. Ég man hann fyrst ungan pilt í föðurgarði. Hann leiddi litla frænku um hlaðvarpann, dró hana upp úr bæjarlæknum þegar illa fór og bar hana inn í birtuna þegar hún af óvitahætti lokaðist inn í myrkum afkimum. Hann kenndi mér svo ótalmargt sem komið hefur að notum í lífinu. Minningamar eru ljúfar sem koma fram í hugann á kveðjustund og söknuðurinn sár. Ég hefði viljað endurgjalda honum alla þá umhyggju sem hann sýndi mér litilli og smárri og samvem- stundir seinni ára hefðu mátt vera fleiri. En nú er það orðið of seint. Minningin um góðan mann lifir að eilífu. Skarðið sem þessi hægláti maður skilur eftir sig er stórt. Eiginkonu hans og fjölskyldu þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Einnig systmm hans sem nú gráta kæran bróður. Hér hvíla þeir sem þreyttir göngu luku íþagnarbrag. Ég minnist tveggja handa er hár mitt struku einn horfmn dag. (Steinn Steinarr) Elskulegan frænda minn kveð ég með virðingu og þökk. Hrafnhildur Sveinsdóttir í dag, þegar Aðalsteinn Davíðs- son bóndi að Ambjargarlæk í Þver- árhlíð er til moldar borinn, rifjast upp minningar frá æsku. Vorið 1934 var 9 ára strákur sendur í sveit. Ekki var í kot vísað. Hjónin á Ambjargarlæk, Guðrún Erlendsdóttir og Davíð Þorsteins- son, höfðu leyft að drengurinn mætti dvelja þar sumarlangt. Var það reyndar ekki fyrsta för hans á þann bæ, því að þar hafði hann dvalið með foreldrum sínum um hálfsmánaðarskeið sumarið áður. Gestamóttaka að sumarlagi var þá rekin á nokkmm bæjum í Borg- arfirði þar sem húsakostur leyfði svo og í Reykholtsskóla. Drengur- inn var því kunnugur heimilisfólki og fullur tilhlökkunar og eftirvænt- ingar. Næstur honum að aldri af heimamönnum var Aðalsteinn, þá 14 ára. í farangrinum voru sparifötin, matrósaföt, eins og þá þóttu fínust. Tilefnið var að hátíð skyldi halda. Aðalsteinn var fermdur í Hjarðar- holtskirkju og með honum annar strákur, Svavar Kjærnested frá Höll. Um vorið rákum við Aðalsteinn á fjall með öðm heimilisfólki. Þvílíkur dagur fyrir strákinn úr Reykjavík. Féð hafði verið rúið og ullina þurfti að þvo. Henni var ekið fram að Hamarslæk, pottur settur á hlóð- ir, ullin þvegirí, lögð á jörð til þerr- is, troðið í sekki og fiutt heim. Við Addi stóðum í flutningum frá morgni til kvölds. Hey var allt bundið og flutt á hestum heim að hlöðu. Við leystum úr. Erfiðið óx þegar hækkaði í hlöð- unni og langt þurfti að velta sátun- um uppímóti til að hlaða undir þak- bitana. Þá var gott að eiga Adda að því að þeir Valdi frá Höfða og Eggert bundu ekkert smáband. Töðugjöld voru haldin og gerðu þau Guðrún og Davíð sér og sínum dagamun langt fram á kyrrt sumar- kvöldið. Búið var stórt og mikið umleikis. Kúa- og fjárbúskapur, refarækt, gestamóttaka. Borgar- drengurinn sneri skilvindunni, strokkaði, sótti og rak kýrnar, sótti hesta fyrir gesti og gegndi starfi meðreiðarsveins. Fylgja þurfti gest- um yfir í Norðtungu því enginn var sími á Arnbjargarlæk. Um haustið var réttað í Norðtungurétt. Við Addi rákum heim. Hann sat Blett en ég Jarp. Svo kom skilnaðurinn um haustið. Því rifla ég þetta upp, að minn- ingar um þetta suma’r var okkur Aðalsteini fjársjóður til að sækja í er við hittumst síðar á lífsleiðinni og framkölluðu margt bros og mild- an hlátur. Ég minnist þess er við feðgar komum ríðandi að Arnbjargarlæk áratugum síðar á leið niður á Mýr- ar og gistum hjá Aðalsteini. Um kvöldið röltum við niður að Spóa- mýri og skoðuðum slétturnar sem hann hafði gert allt niður að Land- broti og niður undir Þverá. Þvílíkt kvöld. Hver steinn og hvert holt hafði sögu og lifandi stóð mér fyrir hugskotssjónum strákur teymandi 10 hesta lest undir heysátum, í angist um að snaraðist á einhveij- um, því hann hafði enga burði til að rétta það af. Að morgni fylgdi Aðalsteinn okkur á leið að slóðinni yfir Gijótháls sem við sumarið góða röltum til þess að hjálpa Guðmundi í Svartagili við smölun og rúning. Varla er hægt að segja að haust- ið 1934 höfum við Aðalsteinn skilið sem miklir vinir. Hitt er víst að þá var sáð því fræi sem næstu áratugi bar ríkulegan ávöxt. Hin síðari árin lágu leiðir okkar oftast saman við matborðið í eld- húsinu á Grund í Skorradal. Við það matborð renna tíðum saman kaffiveitingar og máltíðir án hléa. Er þá margt spjallað um nútíð og fortíð, menn og málefni. Aðalsteinn Davíðsson var fæddur 4. apríl 1919. Yngstur barna Davíðs Þorsteirtssonar og Guðrúnar Er- lendsdóttur. Önnur börn þeirra hjóna eru Guðrún f. 6. október 1914, húsfreyja og bóndi á Grund í Skorradal, og Andrea f. 9. nóvem- ber 1916, húsfreyja í Norðtungu í Þverárhlíð. Þau systkin hafa því setið ein mestu stór- og myndar- býli Borgarfjarðarhéraðs og öll með sæmd. Davíð á Arnbjargarlæk var þjóðkunnur bændahöfðingi fæddur að Arnbjargarlæk 22. sept. 1877, sonur Þorsteins Davíðssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur, sem þar bjuggu af mikilli rausn. Faðir Þorsteins var Davíð Þorbjarnarson Ólafssonar frá Lundum í Stafholts- tungum en kona hans var Málfríður Þorsteinsdóttir frá Hurðarbaki. Guðrún móðir Davíðs á Arnbjargar- læk var dóttir Guðmundar Guð- mundssonar bónda á Háafelli. Að Davíð á Arnbjargarlæk stóðu því styrkar stoðir góðbænda í Borgar- firði. Móðir Aðalsteins Davíðssonar var Guðrún Erlendsdóttir f. 3. júní 1887. Voru foreldrar hennar hjónin Andrea Jóhannesdóttir og Erlendur Gunnarsson sem garðinn gerðu frægan að Sturlu-Reykjum í Reyk- holtsdal en þar hófu þau búskap árið 1885. Erlendur á Sturlu-Reykjum var frábærlega verkhagur maður, jafn- vígur á smíðar úr tré og málmum, verkhygginn og verklaginn og not- aði hverahita til að ylja hýbýli sín og til annarra heimilisnota þegar á árinu 1908 og var brautryðjandi um nýtingu hveragufu til þeirra þarfa. Þess mættu þeir minnast sem nú nýta hveragufu á Nesjavöllum í sama tilgangi en stærri stíl. Vatnsaflið í bæjarlæknum nýtti Erlendur til þess að knýja korn- ■ myllu. Af þessu má ljóst vera að Aðal- steinn Davíðsson á Arnbjargarlæk hafi sótt hugkvæmni sína og verk- hyggni til Erlendar afa síns á Sturlu-Reykjum. Snemma beygðist krókurinn. Fyrir fermingu hafði Aðalsteinn tekið sér fyrir hendur að virkja bæjarlækinn á Arnbjargarlæk svo sem gerði afi hans Erlendur á Sturlu-Reykjum fyrr á öldinni. Raf- magn var þá ekki komið á bæi í Þverárhlíð en Aðalsteini tókst að nýta þessa dropa í bæjarlæknum til að hlaða rafhlöður fyrir bændur svo að þeir gátu hlustað á útvarp og lýsingu lagði hann í íbúðarhúsið á Arnbjargarlæk og flutti þangað rafmagnsbirtu fyrr en aðrir nutu slíkra hlunninda. Aðalsteinn Davíðsson var völund- ur á allar vélar. Fátt var það sem hann gat ekki gert við og fært til betri vegar, þegar um vélar var að ræða. Þegar dauða hans bar að, var hann að hjálpa nágranna sínum og frænda að gera við traktor. Hefði hann varla sjálfur kosið annan viðskilnað fremur, hefði hann mátt ráða. Var þar hvort tveggja á ferð hjálpsemi og verklagni. A Grund á Skorradal býr vinkona okkar hjóna Guðrún, systir Aðal- steins Davíðssonar. Þangað átti Aðalsteinn margt erindið og þar átti hann mörg handtökin. Við and- lát Aðalsteins hefur Guðrún á Grund misst kæran bróður og traustan og tryggan vin. Aðalsteinn Davíðsson var fyrst og fremst bóndi. Við fjárvörslu undi hann sér best. Svipur hans og allt fas féll svo vel að því starfi að úr varð ein heilsteypt mynd af hjörð og hirði. Þegar hann, sem sjaldan skeði, kastaði þeirri kápu, klæddist uppá og hélt til höfuðborgarinnar, blasti við allt annar svipur. Hann bar þá með sér fas og við- mót heimsborgarans og svipmót sem hæft hefði hvaða embætti sem var eða hvaða forstjórastól sem vera vildi. Aðalsteinn var meðalmaður á hæð, samsvaraði sér vel, sviphreinn og fagureygur. Hann var glettinn í tilsvörum svo sem verið hafði fað- ir hans og glettnin náði til augn- anna þegar hann pírði þau lítið eitt til að fylgja eftir hnyttinni athuga- semd. Við hjónin sendum öilum að- standendum Aðalsteins innilegar samúðarkveðjur, eiginkonu hans Brynhildi Eyjólfsdóttur, börnum þeirra, systrum Aðalsteins og öllu tengda- og skyldfólki. Guð blessi minninguna um Aðal- stein Davíðsson á Arnbjargarlæk. Valgarð Briem Guðlaug Kristjánsdóttir Villingaholti - Minning Fædd 26. júní 1940 Dáin 4. september 1990 Hinn 15. september síðastliðinn fór fram útför Guðlaugar Kristj- ánsdóttur frá Villingaholti. Útförin var gerð frá Villingaholtskirkju, kirkju sem afi Laugu hafði af hag- leik byggt fyrir áttatíu árum og sem Lauga hafði fyrir- skömmu haft forgöngu um að yrði máluð og snyrt. Guðlaug var næstelsta barn þeirra Ingvars Kristjáns Jónssonar og Grétu Svanlaugar Jónsdóttur, fædd 25. júní 1940 og var því nýlega orðin fimmtug er hún lést. Hún ólst upp í foreldrahúsum, en 16 ára fór hún fyrst til vinnu utan heimilis, þá til Vestmannaeyja og síðan til Reykjavíkur í trésmiðjuna Víði. Þar vann hún svo um árabil og sitthvað gott hefur Guðmundur heitinn í Víði rekist á í fari frænku sinnar. -Svo mikið er víst að mörg- um árum eftir að hún var aftur flutt heim í Villingaholt naut undir- ritaður óspart þeirrar velvildar sem hún hafði áunnið sér hjá fyrrum vinnuveitanda sínum. Með eftirlifandi manni sínum, Svavari Braga Bjarnasyni, eignað- ist Lauga þijú börn. Þau Grétu Svanlaugu f. 19. september 1963, Hafdísi f. 13. júlí 1967 og Sigfús Bergmann f. 23. júlí 1968. Fyrir hjónaband hafði hún eignast Elvar Inga Ágústsson þann 17. ágúst 1959. 1968 byggðu Lauga og Svavar sér býli í Villingaholti og þar bjó hún til dauðadags. Ég sá Laugu fyrst fyrir 24 árum, þá nýkominn í Flóann úr Reykjavík. Það var snemmsumars og eitthvert erindi mun hún hafa átt við fósturforeldra mína. Ekki var það þó erindið sem gerði heim- sóknina minnisstæða, heldur mun það hafa verið hitt að þarna sá ég í fyrsta skipti eiginkonu mína og mágkonu, og var ekki laust við að ég væri feiminn við þennan kven- kost sem allt í einu var kominn í stofu á hinu nýja heimili mínu. En það stóð ekki lengi því Lauga, sem aldursforseti unglinganna, hafði lag á að slá á þá strengi sem best hæfðu kringumstæðum. Og þannig var það æ síðan, það að vera í návist Laugu var einfaldlega þægi- legt, notalegt. T.d. það að banka uppá hjá henni að morgni ogþiggja kaffisopa var dálítið sérstakt — fyrir nú utan það að enginn býr til betri kaffi en hún lagaði — þá var að spjallið sem fylgdi með sem eftir var sóst. Lauga var ekki iangskólagengin manneskja, en þrátt fyrir það ágætlega lesin og hafði afskaplega gaman af því að lesa. Til marks um greind hennar má ef til vill hafa að þrátt fyrir tiltölulega litlá skólagöngu, þá slógu fáir ef nokkr- ir henni við í réttritun. Man ég eftir því að oft var leitað ráða hjá henni í því efni, og var ekki talin þörf á að leita frekari upplýsinga eftir að hún hafði skorið úr um vafaatriði af þessu tagi. Og það kom víðar fram að hve vel hún gat greint muninn á réttu og röngu. Réttlætiskennd var henni nefnilega ríkulega í blóð borin. Þyrfti hún að taka afstöðu til mála .þá þurfti hún ekki á neinu meirihlutaáliti að halda til að mynda sér skoðun né til að greina rétt frá röngu, greind hennar sá fyrir því. Á tímamótum sem þessum hvarflar hugurinn víða. Ekki er alltaf gott að gera sér grein fyrir hvers maður saknar mest. Ýmsar myndir flögra um, því er ein skýr- ari en önnur? Osköp er í raun stutt síðan ég kom við í Villingaholti og fann Laugu þar sem hún sat með ungri vinkonu við að hreinsa og pakka gulrætur. Þar var greinilega glatt á hjalla og kynslóðabil ekki til. Þannig held ég að það hafi allt- af verið, að eins og hún tók kær- asta litlu systur sinnar með velvild, þá hafi það sama gilt um það er bömin hennar uxu úr grasi og eignuðust sína félaga í lífínu. Uxu úr grasi — já, það mátti ekki tæp- ara standa, þau eru svo sem ekki orðin gömul börnin hennar Laugu og barnabamið var ekki orðið nema - eitt, Guðlaug Svava, sem ekki nýtur ömmu sinnar lengur. Já, margs er að minnast og margs að sakna og mikill er miss- ir maka, barna og aldraðrar móð- ur, en gott að eiga minningu um góða konu, konu sem gaf af sjálfri sér og hafði af nógu að taka. Ég þakka Laugu fyrir öll nota- legheitin, velvildina og hlýjuna í minn garð og minna. Það er gott að minnast hennar. Það er það sem er og verður styrkur öllum þeim sem næst henni stóðu. Guð blessi Laugu. Ingimundur Bergmann Hún Lauga systir er dáin. Þrátt fyrir að veikindi þau er drógu hana til dauða stæðu yfir í rúmt ár, og séð væri að hverju stefndi, er það enn óraunverulegt fyrir mér að hún skuli vera öll. Það var 10 ára aldursmunur á okkur en þrátt fyrir það man ég eftir því sem smástelpa að hún var að sauma á mig jólakjól. Ef til vill er mér þetta svo minnisstætt vegna þess að hann var úr „tjulli" og stakk svo illilega þegar verið var að máta á mig. Af þessu má sjá að hún hefur ekki verið gömul þegar hún var farin að sauma flíkur. Hún var verulega lagin að sníða og sauma, og til þess v_ar tekið hve hraðvirk hún var. Ég fékk mína fyrstu tilsögn í sauma- skap hjá henni og iðulega bar ég undir hana ef eitthvað vafðist fyr- ir mér varðandi snið eða vélpijón, en hún var einnig mjög lagin á þess konar tæki. Já, söknuðurinn er sár og breyt- ingin mikil. Ég á t.d. erfitt með að ímynda mér sjálfa mig er líða fer að vori. Þá vorum við vanar að bera saman bækurnar varðandi sáningu á hinum ýmsu fræjum og skiptumst gjarnan á plöntum, skoðuðum garðana hvor hjá ann- arri og svo mætti lengi telja. Það var mikill samgangur á milli okkar enda stutt á milli bæjanna. Ekki síst var það meðan eldri börnin mín og hennar böm voru lítil en þau voru á svipuðu reki. Finnst mér alltaf að ég eigi heilmikið í þeim öllum, sömu sögu er að segja um dótturdótturina litlu. Elsti son- ur hennar er svo uppeldisbróðir okkar systkinanna. Alltaf var Lauga boðin og búin að gæta barnanna minna ef þörf var á. Veit ég að þau trega frænku sína mjög. Maður á svo bágt með að skilja hvers vegna svo ung manneskja er kölluð burt. En ég hef þá trú að hennar hafi beðið eitthvert háleitt hlutverk, sem við sem nú lifum skiljum ekki til fulls fyrr en við erum öll. Ég bið góðan guð að styrkja okkur öll í sorginni en þó sérstak- lega Svavar mág minn, börnin og móður okkar. Laugu þakka ég fyrir allt og bið guð að vera með henni. Þórunn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.