Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.09.1990, Blaðsíða 13
13 Svanhildur Kaaber „Deilan snýst um það hvort hér á landi á að halda uppi því skóla- starfi sem stefna hefur verið mörkuð um í lög- um um grunnskóla, að- alnámskrá og lögum um Námsgagnastofn- un.“ enda verði til þess að ríkisvaldið - ekki síst yfirstjóm menntamála í landinu - sinni skyldum sínum við Námsgagnastofnun, fari að þeim tillögum sem menntamálaráðuneyt- ið stóð sjálft að og sjái til þess að jafnréttishugsjón grunnskólalaga og aðalnámskrár verði ekki aðeins falleg orð á blaði. Skyldur sveitarfélaga Sveitarfélögum landsins er lög- um samkvæmt ætlað að sjá um rekstrarkostnað grunnskóla. í því felst m.a. skylda þeirra til að standa undir kostnaði vegna alls efnis sem notað er í skólastarfinu, greiða pappír til fjölritunar, föndurefni, efni til hannyrða, heimilisfræði- kennslu o.fl. I erindisbréfi fyrir skólanefndir segir að þær skuli í samráði við skólastjóra sjá til þess að jafnan séu fyrir hendi nauðsyn- legar bækur, ritföng, kennsluáhöld, handavinnuefni og annað sem þarf til skólastarfsins. Sum sveitarfélag- anna hafa sinnt þessari skyldu sinni með ágætum, en því miður hafa fjölmörg þeirra airei ætlað skóla- rekstri nægilegt fjármagn. Brugðið hefur verið á það ráð að innheimta efnisgjald af nemendum til að koma til móts við þennan kostnað, því annars hefðu skólar sem þannig er búið að ekki átt þess nokkurn kost að koma til móts við þarfir nem- enda sinna. Niður með hita- kostnaðinn OFNHITASTILLAR = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990 „Með lögum skal land byggja...“ Þessa dagana, þegar skólastarf vetrarins er að hefjast, hefur fjár- hagur Námsgagnastofnunar og þau efnisgjöld sem skólum hefur verið ætlað að leggja á nemendur verið mikið til umræðu, eins og reyndar alla jafna hefur verið á haustin. Margir segja sem svo að ekki sé um svo stórar fjárhæðir að ræða að nokkurn muni um þær. Það eru nú reyndar þeir efnameiri sem geta leyft sér að halda slíku fram, því auðvitað munar almennt launafólk um hveija krónu - eins og launa- kjörum í þessu landi er komið. Þeir sem þannig tala átta sig ekki á því að hér er alls ekki verið að deila um peningaupphæðir. Deil- an snýst um það hvort hér á landi á að halda uppi því skólastarfi sem stefna hefur verið mörkuð um í lög- um um grunnskóla, aðalnámskrá og lögum um Námsgagnastofnun. Hún snýst um það hvort allir grunn- skólanemendur á íslandi skuli eiga jafna möguleika til náms og þroska. Hún snýst um það hvort ríkisvaldið og sveitarfélögin ætla að sinna því hlutverki sem þeim er ætlað sam- kvæmt lögum. Hún snýst um það hvort jafnrétti til náms ríkir í reynd á Islandi eða hvort þau lög sem Alþingi setur séu aðeins snyrtilega uppsett markleysa. Höfundur er formaður Kennarasambands Islands. NÁMSKEIÐ í STJÖRNUSPEKI Tvö byriendanámskeió, 27. september - 6. október og 8.-17. nóvember. Kynning á stjörnuspeki og túlkun á kortum bátttakenda. Framhaldsnámskeió, 18. - 27. október. Gerð og túlkun á stjörnukortum, litið á tímabil. Gunnlaugur Guðmundsson, Stjörnuspekistöðin, Miðbæjarmarkaðinum, Aðalstræti 9, sími 10377. Allir landsmenn geta eignast ÍSLANDSBRÉF Bjartsýni og baráttuandi hefur ætíð einkennt stóru stundirnar í lífi og starfi íslensku þjóðarinnar. Þegar miklir hagsmunir eru í húfi stöndum við saman og fáum miklu áorkað. Á þeirri hugmynd grundvallast íslandsbréf. íslandsbréf eru eignarhluti í sam- eiginlegum sjóði sparifjáreigenda, þar sem fjárfest er í ýmsum tegund- um vei tryggðra verðbréfa. Með því að eignast hlutdeild í sjóðnum geta einstaklingar notið þess ávinnings sem felst í því að dreifa fjárfesting- um og njóta góðrar ávöxtunar. Fæstir sparifjáreigendur hafa tíma, þekkingu eða fjárráð til að notfæra sér þá kosti sem felast í því að dreifa fjárfestingum. íslandsbréf leysa vandann. íslandsbréf eru nánast fyrirhafn- arlaus fjárfesting og henta vel jafnt ungum sem öldnum hvort sem um er að ræða háar eða lágar upphæðir. Reglubundinn sparnaður er mikil- vægur. Þannig öðiast fólk skilning á gildi sparnaðar og lærir að bera virðingu fyrir verðmætum. Þótt upphæðirnar séu ekki háar, er gott aðvenjasig áað leggja hluta af tekj- um sínum í örugga og arðbæra fjár- festingu. Á nokkrum árum getur þannig myndast álitlegur sjóður. Dæmi: Fermingarbarn fær íslandsbréf að upphæð 20.000 krónur. Á hverju ári leggur það fyrir svipaða upphæð af sumarlaunum og kaupir íslandsbréf. Tíu árum síðar er sjóðurinn orðinn næstum 290.000 krónur að núvirði * * Án innlausnargjalds, miðaö við að 8% árleg raun- ávöxtun náist á sparnaðartímanum. Sérfræðingar Landsbréfa h.f. sjá um alla umsýslu, svo að eigendur íslandsbréfa geta notið áhyggju- lausrar ávöxtunar. Leitið ráða hjá Landsbréfum h.f. Komið og fáið nánari upplýsingar, bæklinga og aðstoð hjá ráð- gjöfum okkar og umboðsaðilum í útibúum Landsbanka íslands og Samvinnubankans um land allt. IP LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavik, sími 606080 Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.